Morgunblaðið - 12.12.1947, Qupperneq 9
Föstudagur 12. des. 1947
MORGVTS BLAÐIÐ
9
Jeg get ekki skilið
hræðsluna við ölið
-- - segir Ingóifur Gísla-
son hjeraðslæknir
JEG VAR að lesa þessa gömlu
þingræðu, sem andstæðingar öls-
ins nota nú fyrir sverð og skjöld.
í>ar er ritað:
„Þess greiðari sem aðgangur er
að áfengum drykkjum og því
fleiri tegundir sem um er að velja
því meiri og almennari verður
drykk j uskapurinn“.
Þarna eru tvær fullyrðingar ó-
sannaðar eins og gengur og sjálf-
sagt finnst mjer að athuga þær
ögn nánar.
Gamla setningin: „Eigi leið þú
oss í freistni“, er víst ennþá í
fullu gildi og sannanlegt er það
að áfengisnotkun minnkaði mjög
mikið um aldamótin þegar sölu-
bannið gekk í gildi út um þorp
og sveitir og þá kvað einn, er
hann kom i kaupstað næst á eft-
ir: „Sorgarstranga svipinn ber
sjerhver spangaviður, á drykkju-
vangi dapurt er, drengir hanga
niður“. En það er nú sama, allt
fór vel, menn tóku gleði sína og
ljetu sjer nægja að fá einstaka
sinnum pela með póstinum, en
svo fór að frjettast um bannið og
þá vita allir hvernig fór.
Það var ekki greiður aðgangur
að áfengi hjer á íslandi á bann-
tímanum, en hver vill fá það á-
stand aftur, allan þann óþverra
ofan í fólkið, öll þau lagabrot og
svo peningaausturinn í ófyrir-
leitna launokrara, bæði útlenda
og innlenda. Eða hver vill fá aft-
ur í starfrækslu skonsuna inni í
Skuggahverfinu, þar sem lýður-
inn stóð í langri og þjettskipaðri
biðröð langt út á götu. Jeg gekk
þar einu sinni framhjá og spurði
undrandi hvað það væri sem hjer
ætti að fara fram og mjer var
sagt að þarna væru seld nokkurs-
konar „recept“ upp á áfengi. Jeg
hefði ekki viljað bíða þar tímum
saman í kalsa veðri, en mikið var
drukkið þau árin þótt aðgangur-
inn væri ekki greiðari en þetta.
Víða í borgum utanlands er
vínflöskum raðað í gluggana,
flöskum með glæsilegum miðum
og ginnandi lit, ekkert Svarta-
dauðamerki og svo verði stilt í
hóf, en jeg hefi mjög sjaldan
sjeð ös í þessum búðum, þótt jeg
hafi reynt að veita því athygli,
þegar jeg hefi gengið framhjá.
Sumir segja að menn læri að
standast freistingarnar — æfing-
in sje holl í því sem öðru. Jeg
veit það ekki.
Svo er hin fullyrðingin: „Því
fleiri tegundir, sem um er að
velja, því meira drukkið“. Mjer
er ekki ljóst hvaða rök eru fyrir
þessu. Ef jeg kæmi inn í vínbúð,
þar sem um væri að vélja Svarta
dauða og gott öl þá tæki jeg öl-
flöskuna og svo mundu fleiri
gera.
Jeg verð að fara fljótt yfir
sögu. Næst kemur þetta: „Hver
hinna þriggja höðuðtegunda á-
fengra drykkja — öl, vín og
brenndir drykkir á sinn söfnuð
etc. „Ölið á unglinga, börn og erf
iðismennina". Jeg held að ungl-
ingar sjeu ekki frekar sólgnir í
öl en aðrir, þeim þykir ekki bragð
ið gott og aðhyllast fremur sæta
drykki — þó náttúrlega undan-
tekningar frá þessu eins og geng-
ur.
Jeg er gamall maður og hefi
verið víða með þar sem vín hef-
ur verið haft um hönd, en jeg
hefi mjög sjaldan sjeð unga
stúlku drekka öl. Engum heilvita
manni, nema hálfgerðum glæpa-
mönnum — ef þeir þá teljast til
heilvita manna, dettur í hug að
gefa eða selja barni áfengi. En þá
eru það erfiðisrnennirnir. Jeg
held að það sje engin hætta á
því að heilbrigður maður neyti
áfengis — hvorki öls nje annars
— oftar en einu sinni eða tvisvar,
ef hann vinnur erfiðisvinnu,
verkamanna niður í sveit nokk-
urskonar róna, sem sinna miklu
síður guðs og manna lögum.
Það má vera að konur þær, er
víns neyta og fólk það, sem höf-
undur kallar tískufólk, drekki
aðallega vín, þó virðist mjer að
því fólki líki eins vel sterkir eða
brenndir drykkir þynntir með
einhverjum gosdrykkjum eða
ávaxtasafa. Jeg efast því um að
rónarnir, sem þarna eru settir í
þriðja flokk, sitji einir að sterku
drykkjunum. Þar er jeg hræddur
um að sjeu afætur — hófdrykkju
mennirnir, sem margir hverjir
mundu þó fremur kjósa gott öl,
ef það væri fáanlegt.
Svo kemur: „Það er fánýt
kenning að veikar áfengistegund-
ir komi í staðinn fyrir sterku
drykkina og útrými þeim“.
Hvernig á að fara að því að
sanna þetta? Jeg held því fram
að hitt sje að minnsta kosti eins
mikill sannleikur, að margur
ljeti Svartadauða-flöskuna ó-
hreyfða, ef hann ætti kost á
GÓÐU ljettu víni, með skaplegu
verði, eða flösku af Gamla Carls-
berg eða háns ígildi og jeg veit
með vissu að heil lönd eru til þar
sem mjög lítið er um neyslu
brenndra drykkja, en ljettu vín-
in látin nægja, eins ætti að geta
verið hjer. ef nokkur viðleitni
væri höfð í þá átt að kenna fólk-
inu að gæta skynsemi og hófsemi
í viðskiptum við Bachus, eins og
Bjarni á Leiti hafði eftir Sírak,
hvað matinn snertir.
Það gengur eins og rauður þráð
ur í gegn um margar bindindis-
ræður, að á ölinu læri unglingarn
ir að drekka, eins og hundarnir
að stela af mjóu þvengjunum. —
Þessi skoðun er líka athugaverð.
Þá gætu börnin alveg eins lært
að drekka af eoca cola og ljetta
ölinu, sem selt er í mjólkurbúð-
unum, en engan hefi jeg heyrt
tala um að þar sje neinn drykkju
skóli fyrir þau Og svo mætíi
spyrja hvernig standi á ófremd'-
arástandinu í áfengismálunura
hjer, sem ræðumaður lýsir rjetti-
lega, ekki hefur áfengt öl hrundið
því af stað því það hefur alls
ekki verið hjsr til, svo einhver
mótsögn er í þessu. Það er næst-
um eins og þegar úlfurinn kenndi
lambinu um að það gruggaði vatn
ið fyrir sjer, þótt það stæði neð-
ar við lækinn.
Svo segir ræðumaður: .......
drekkum yfirleitt til að verða
ölvaðir og vel drukknir". Hjer
held jeg að sje fullmikið sagt.
Fjöldi fólks fær sjer glas til að
hressa upp á samviskuna og
„vökva sálarblómið", eins og
skáldið segir og svo má minna á
hvað Salomon sagði og eins
minnir mig að Hjálmar Tuddi
kæmist einhvernvegin skemmti-
lega að orði, þegar sjera Sigvaldi
gaf honum í silfrinu, og svo þeg-
ar þarna rjett á eftir er gefið í
skin«að sterku drykkirnir sjeu
síst óhollari en þeir veiku, þá
dettur mjer í hug — eins og
stjórnmálamennirnir segja hver
við annan -— hvort ekki væri
rjett að endurskoða þessa full-
yrðingu. Margur iæknir kennir
það mótsetta, þegar í hóf er stillt
drykkjunni, og þetta með
skemmdina í nýrum og æðakerfi
á naumast við almenning, heldur
við hóflausa þambara. -Jeg veit
Hka með vissu að fjöldi fólks hef-
ur orðið lasið í nýrum og æða-
kerfi án þess að hafa smakkað öl
hann finnur strax að það dregur allt sitt líf, að ráði.
úr starfsorkunni og það er ein- | „Vjer íslendingar eigum nú um
mitt hún, sem hann þarf á að sáran að binda, vegna almenns
halda. Láti hann ekki vítin sjer og siðlauss drykkjuskapar".—Já
að varnaði verða þá hrökklast því miður er mikið til í þessu,
hann mjög fljótlega úr flokki en ekki er þetta ölinu að kenna,
eins og áður er drepið á. Margir
af þessum næturgestum hjá lög-
reglunni hafa lítið eða ekki
kynnst áfengu öli, en það er víst
aðallega sá svarti, sem kom þeim
á spenann. Mundi jeg því telja
heppilegt að gáfaðir og góðir á-
hrifamenn, eins og ræðumaður,
gerðu hríð að brenndu
drykkjunum og krefðust þess að
þeir væru skammtaðir naumt,
helst mjög naumt, en leyfðu
heldur stálpuðu fólik og ráðsettu
að fá sjer gias af góðu öli við og
við. Og svo er þarna skemmtilegt
spjall um síðasta vígið.
Mjer dettur í hug grein eða
saga, sem birtist hjer á árunum
og hjet „Síðasta fullið“. — Mjer
fannst eitthvað snilldarsnið á
henni og jeg átti í stælum við
prestinn minn út af henni. Hon-
um var meinilla við vínguðinn
og allt hans hafurtask, en mjer
var alltaf fremur hlýtt til Bac-
husar þrátt fyrir alla galla háns.
Við prestur rifumst um það
hvern málstaðinn greinin styddi,
báðir voru ánægðir með hana og
hvorum um sig fannst hún nokk-
urskonar vígi. Er það nú ekki
svo, að það valdi töluverðum á-
greiningi hvort þetta ölbann sje
nokkurt verulegt vígi. Bachus
stendur þarna g^skafullur og
sprautar í okkur whisky, vínum
og brennivíni, liqurum og kogara,
mundi ekki hið vígða Gvendar-
'brunnavatn, kryddað og treyst til
geymslu með dálitlu að vínanda,
verða nokkurskonar þrifabað á
eftir, ef gætilega væri látið renna
í kerið. Jeg held að vigið sje
sundurskotið og að eins gott væri
að standa á bersvæði og reyna að
ná í krumlunaá Bachusi og semja
skynsamlega við hann.
Síðari partur ræðunnar er
frekar almenns efnis og að
nokkru leyti bundinn við annan
stað og tíma, svo jeg fer ekki
frekar út í þetta. -
Eins og að ofan greinir er jeg
ekki að öllu leyti á sama máli og
heiðraður ræðumaður 6g jeg get
ekki skilið þessa hræðslu við ölið
hjá bindindismönnum yfirleitt,
þegar sterkari vín eru ótæpt
notuð og örðugt þykir að komast
hjá því. Ræðan er líka nokkuð
gömul, tímarnir breytast og við
breytumsf með og jeg gæti trúað
því að ræðan yrði dálítið öðru
vísi ef þessi ágæti maður ætti nú
að tala um þetta eins og málum
er komið. Reynslan er alltaf að
kenna okkur.
Mjer skildist á greindum út-
lendingi í sumar, að honum virð-
ist það eitthvað skrítið að þessi
merka söguþjóð skuli vera látin
þamba brennivín næstum eins og
forfeðurnir teiguðu mjöð í gamla
daga,' en nú þoli hún ekki að
dreypa á góðu öli. Það var þó
álitið að Snorri Sturluson hafi
hrest sig á einhverju. slíku þegar
hann var að semja Heimskringlu.
Persónulega er mjer þetta ekki
kappsmál, hefði þó þegið að fá
glas af góðu öli stöku sinnum
með mat. Þjóðin verður að ráða
fram úr þessu, helst æsinga- og
áróðurslaust. Mjer finnst sorglegt
að litið skuli vera á okkur sem
hálfgerða ræfla, sem að vísu þoli
vel brennivín, en sje ekki trú-
andi fyrir ölglasi. Jeg held þjóðin
ætti að reyna að láta lækna
drykkjumennina, ef þess er kost
ur og skammta svo vínið, eins og
annað og kannske líka ölið, ef
hún ræður af að gera tilraun með
það; ef tilraunin gefst illa má
brátt draga úr styrkleika á ölinu
aftur. — Sem stendur er þetta
allt einhvernvegin öðru vísi en
það á að vera.
Ing. Gíslason.
Framtalsdagur eigna-
könnunarimiar verð-
ur 31. desember n.k.
Innköllun peninga
hefst þann sama dag
Fjármálaráðherra birtir reglugerð um
eignakönmmina.
SVO SEM kunnugt er, var fyrir nokkru síðan hafin afhending
nafnskírteina vegna eignakönnunarinnar. Nú hefur fjármálaráð-
herra, Jóhann Þ. Jósefsson, gefið út reglugerð um eignakönnun-
ina. Þar segir m. a. að framtal eigna og tekna samkvæmt lög-
unum, skal fara fram 31. desember næstkomandi. Nefnist þessi
dagur: Framtalsdagur. Framtölum ber að skila til viðkomandi
skattyfirvalda fyrir 1. febr. 1948. Sjóðseign bókhaldsskyldra að-
ila skal jafnframt talin eins og hún raunverulega var að kvöldi
31. des.
Reglugerð þessi er í fimm köfl®>
um og þeim skipt niður í 26
greinar. Hjer á eftir fer útdrátt
ur úr ýmsum köflum og aðnr
birtir í heild, er á þessu stigi
málsins varðar almenning mestu
Framtalsskyldir
Framtalsskyldir eru allir þeir
aðilar, sem fram eiga að telja til
skatts samkv. gildandi skatta-
lögum. Þar með talin börn, gam-
almenni og aðrir, sem hvorki
hafa talið fram áður nje verið
skattlagðir áður. Framtalsskyld
ir eru einnig sjóðir, f jelög, stofn
anir og bú, sem eru undir skipt-
um, og aðrir ópersónulegir aðil-
ar, sem eignir eiga, enda þótt
þeir reki ekki atvinnu eða njóti
skattfrelsis að lögum.
Fram skal talið, þó að eign
aðila sje ekki svo mikil, að skatt-
skyldu nemi.
Eign barns innan 16 ára ald-
urs, sem ekki hefur verið sjálf-
stæður framteljandi, telst með
eignum foreldra, nema sannað
sje, að barnið hafi verið orðið
eigandi fjárins fyrir 1. septem-
ber 1946, eða eignin sje sjálfs-
aflafje barnsins.
Framteljanda er skylt að
sundurliða og sjergreina eignir ;
sínar og skuldir í samræmi við
það, sem krafist er á framtals-
eyðublöðum, svo og að gefa fram
talsnefnd og skattyfirvöldum
allar þær upplýsingar, sem þess-
ir aðilar óska um atriði, er
snerta fjárhag hans.
Innköllun neninga
Landsbanka íslands ber að
kalla inn alla peningaseðla sína,
sem í umferð eru á framtalsdegi.
Hætta þeir írá upphafi þess
dags að vera löglegur gjaldmið-
ill í greiðslur til opinberra sjóða
og manna á milli, sbr. þó 3. og
4. mgr. hjer á eftir.
Landsbankinn gefur út nýja
tegund seðla, og skulu þeir látn-
ir í skiptum fyrir þá, sem inn-
kallaðir eru.
Innkallaðir seðlar halda gildi
sínu gagnvart Landsbanka ís-
lands framtalsdag og næstu tíu
daga þar á eftir. Þann tima er
unt að afhenda seðla til inn-
lausnar í bankanum sjálfum og
þ;:im stofunum, sem bankinn
veitir rjett til seðlainnlausnar í
umboði sínu. Sá, sem síðar fær
í hendur seðla í peningabrjefi,
sem sett hefur verið í póst fyrir
framtalsdag, getur þó innan
mánaðar frá framtalsdegi feng-
ið þá innleysta, sje peninga-
brjefsumslagið jafnframt af-
hent.
Svo skulu og skipverjar og far
þegar á íslensku skipi, sem ekki
hefur verið statt á innlausnar-
stað á framtalsdegi eða næstu
tíu daga þar á eftir, eiga þess
kost að fá seðla sína innleysta
á fyrsta innlausnarstað, sem
skipið kemur til eftir þann tíma,
enda votti skipstjóri skriflega
um f jarveru skipsins og að mað-
ur sá, sem innlausnar æskir, hafi
með því fylgst.
Frá upphafi framtalsdags er
afhending, viðtaka og sjerhver
önnur ráðstöfun á innkölluðum
peningaseðlum óheimil, að und-
antekinni afhendingu til inn-
lausnar. Framtalsdag og tvo
næstu daga þar á eftir er þó
heimilt að nota 5 kr. og 10 kr.
seðla til greiðslu farmiða og
flutningsgjalds, kaupa á meðul-
um í lyfjabúðum, nauðsynlegri
matvöru í smásöluverslunum og
þess háttar. Viðtaka seðla þessa
daga veitir þó ekki viðtakanda
heimild til að skipta seðlum oft-
ar en eitt sinn, sbr. 10. gr.
Um auglýsingu innköllunar-
innar fer eftir nánari ákvörðun
Landsbanka íslands.
Nafnskíríeinin
Hver sá, er afhendir innlausn-
arstofnun seðla til innlausnar,
skal sýna stofnuninni nafnskír-
teini sitt.
Nafnskírteini eiga menn rjett
á að fá útgefin af lögreglustjór-
um og hreppstjórum.
Innlausnarstofnun skal um
leið og innlausn fer fram stimpla
á nafnskírteinið, að eigandi þess
hafi neytt innlausnarrjettar.
Þá skal og sá, sem seðla af-
hendir til innlausnar, undirrita
innlausnarbeiðni í tvíriti.
Skal þar greind upphæð hinn-
ar afhentu seðlafúlgu, fullt nafn
afhendanda ásamt fæðingprdegi
og fæðingarári, svo og heimilis-
fang hans. Hann skal einnig
greina heimilisfang sitt við síð-
asta skattframtal, ef annað hef-
ur verið. Giftar konur, sem sjálf
ar afhenda seðla til innlausnar,
skulu auk nafns síns greina nafn
og heimilisfang eiginmanns síns.
í kaupstöðum og kauptúnum,
þar sem innlausn fer fram, skulu
einstaklingar, 16 ára og eldri,
afhenda sjálfir seðla sina til inn-
lausnar, sjeu þeir um það færir.
Frh. á bls. 12.