Morgunblaðið - 14.12.1947, Side 1

Morgunblaðið - 14.12.1947, Side 1
Skemdarverk á járnbraulum KOMMÚNISTAR í Frakklandi frömdu skemtíarverk á járnbraut- um víða um landið í sambandi við verkföli sín á tíögunum. Eitt al- varlegasta slysið, sem af þessum skemmdarverkum hlaust var er París — Arras hraðlestin fór út af teinunum. Þar fórust 20 manns og 40 særðust. Hjer er myndin af hraðlestinni eftir að hún fór út af. Orustan um Arnhem Blómagarður Helsingfors- búa rússnesk herstöð Danskur blaðamaður lýsir „lengstu jarð- göngum Evrópu"—Porkkala hjeraðinu finnska, sem Rússar bersilja ÞEGAR líður frá hinum mikla hildarleik, sem háður var um allan heim í nærfeilt 7 ár, fellur móða gleyrnskunnar smám sam- an y'fir atburði, sem þóttu mikl- um tíðindum sæta, þegar þeir gerðust. Þjáningar. sem orð fá ekki lýst, fórnarlund, hetjudáðir, allt þetta fyrnist, hverfur fyrir nýrri tíðindum, ef til vill enn geigvænlegri en þær tvær heims styrjaldir, sem mörg okkar hafa lifað. En þó verða ávallt nokk- ur nöfn öðrum minnisstæðari, nöfn, sem minna á atburði, er ollu straumhvörfum í hinum miklu átökum, Dunkirk, Stalin- grad, E1 Alamein og mörg önn- ur. En það var oftar en á hin- • um miklu örlagastundum ófrið- arins, að dáðir voru drýgðar, sem vart eiga sinn líka í hernaðar- - sögunni. Fyrir slíka dáð verður nafnið Arnhem jafnan minnis- ■ stætt. Það var um miðjan september 1944. Bandamenn höfðu sött norð ur eftir Belgíu og hugðust með miklu átaki að reka Þjóðverja úr Hollandi áður en vetur gengi í garð. Stórsókn skyldi hafin að . sunnan, en um leið var lið sent í lofti til Hollands og látið svífa til jarðar um 100 kílómetra að baki víglínunnar. Lið þetta skyldi ná á vald sitt brú yfir eina kvísl Rínar hjá bænum Arnhem og verja brúna, þangað til herinn, sem sótti fram að sunnan, tæki höndum saman við það. Var ætl- ast til, að það yrði að 2 dögum liðnum. Tíu þúsund manna úrvalslið, frá Bretlandi, Ameríku, sam- veldislöndunum og víðar, sveif ’ til jarðar við Arnhem og náði brúnni eins og fyrir það var lagt. Allir muna' dnn, hverhig 1 fór. Þjóðverjar slógu hring um her- deildina, þeir stöðvuðu sóknina að sunnan. Tveir dagar liðu, ekki kom sóknarherinn að sunna; svo leið hver dagurinn af öðrum. Þjóðverjar hertu jafnt og þjett sóknina, hringurinn þrengdist æ meir. Eftír 9 daga fengu þeir, sem þá stóðu uppi, skipun um að bjarga sjer suður yfir fljótið. 1 svartamyrkri, en geigvænlegri kúlnahríð, tókst 2000 mönnum að komast yfir hina miklu móðu til sinna manna, það var fimmti Frh. á bls. 2. Hermaður frá Arnheim. FYRIR nokkrum dögum birti danska blaðið Politiken grein eftir einn af frjettamönnum sín- um, sem nýlega hafði ferðast um svæði það i Finnlandi, sem Rúss- ar fengu með friðarsamningun- um undir herstöðvar tii 50 ára. Þessi lýsing á þeirri aðstöðu, sem Rússar hafa skapað sjer í nágrenni hinnar finnsku höfuð- borgar er svo greinileg og gefur svo góða hugmynd um aðstöðu finnsku pjóðarinnar gagnvart Rússum, að æskilegt er að hún komi íslendingum fyrir sjónir. Frjettamaðurinn kemst þannig að orði: Sovjet-Rússland liggur í 17 km fjarlægð frá höfuðborg Finn- lands. Úr gluggunum í austurhverf- um Helsingfors sjest niður á trjá- toppana í Parkkala hjeraðinu, hinu 380 ferkílómetra landsvæði við finnska flóann, sem Rússar fengu leigt til 50 ára samkvæmt vopnahljesskilmálunum i sept. 1944. A þessu landsvæði hafa Rússar komið sjer upp hinum mikið umræddu herstöðvum :;ín- um, sem skapa þeim aðstöðu til j þess að ráða yfir öllum sigling- um um flóann. Margar getgátur hafa verið uppi um það, hvað Rússar hefð- ust að innan hins 550 metra breiða beltis, sem skilur Porkkala hjeraðið frá öðru finnsku landi. En Porkkala er lokað land. Finnsk lögregla og rússneskir hermenn gæta þess að enginn komi of nálægt þvi. Það er bannað að vera með ljósrtiyndavjelar í þúsund metra fjarlægð frá landamæraslánum. Og að næturlagi er skipum bann- að að koma inn í landhelgi Pork- kala hjeraðsins. Stundum draga Rússar þó upp stöðvunarmerki um hábjartan dag. Bitnar það að vísu sjaldan á farþegaskipum en vöruflutningaskip verða oft að liggja kyrr tímum saman. Slepp- um við í gegn eða verðum við stöðvaðir, er algeng spurning um | borð í áætlunarskipunum milli Helsingfors og Stokkhólms. „Lengstu jarðgöng Evrópu“. Komumst við i gegn hefur einnig verið algeng spurning járnbrautarfarþega á leiðinni um hjeraðið. I meir en þrjú ár hefur hraðlestin og vöruflutningalestin milli Helsingfors og Abo, næst stærstu borgar Finnlands, orðið að fara í stórum sveig í kringum Porkkala hjeraðið um hliðar- braut, sem lengir leiðina um hálf an þriðja klukkutíma eða meira en helminginn af því, sem hún tók fyrir stríð. En nú fer lestin gegnum yfirráðasvæði Rússa. Hin rússnesku hernaðaryfirvöld í Porkkala hafa opnað járnbraut- ai’göng þvert yfir hjeraðið. Finnar kalla þau „lengstu járn- brautargöng í Evrópu“, vegna þess að þau eru farin í lokuðum, læstum og innsigluðum vögnum, sem dregnir eru af rússneskum eimvögnum undir eftirliti rússn- eskra varðmanna á brautarstöðv- um og vagnþrepum. í 50 nlínútur aka ferðamenn, sem ferðast um Finnland um framandi landssvæði. Þeir eru háðir rússneskri lögsögn og rússn esku hervaídi. Þeir verða að sæta rússneskri vegabrjefaskoðun og rannsóknum á farangri þeirra ef þess er krafist og jafnvel hinir finnsku starfsmenn lestanna verða að sætta sig við áð vera læstir inni. Stjóxrn þeirra er óvirk meðan þeir fara gegnum Pork- kala. Rússneskir starfsmenn hafa tekið Við störfum þeirra. Trjehlerar fyrir gluggunum. Það er harðbannað að líta út um gluggana. Það er raunar ó- þarft, þar sem litlir möguleikár eru á að sjá gegnum hina tommu þykku trjehlera fyrir gluggun- um. Það voru þó aðeins glugga- tjöld fyrir gluggunum í Pólska hliðinu á sínum tíma. En ef til vill er það gott að maður ekki sjer út um gluggana, segir hinn finnski eiðsögumað- ur minn. Hann og fjölskylda hans bjuggu fyrir þremur árum á litlum bóndabæ í Porkkalahjer- aðinu. En síðan hafa þau búið í hjeraði í nágrenni þess, sem þau v'oru flutt til. Honum finnst að hann hefði ekki gott af að sjá það, sem hann ekki lengur má snerta. Leiga Porkkala hjeraðs- ins var sársaukafull ráðstöfun fyi'ir alla finnsku þjóðina en ekki hvað síst fyrir þær 10 þúsundir manna, sem bjuggu þar. Það þarf langan tíma til þess að græða það þjóðarsár. Kornskemma Finnlands. Porkkala var áður en hjeraðið var afhent Rússum, kornskemma, matjurta- og ávaxtagarður Heis- ingfors. Það var að langmestu leyti byggt smábændum, garð- yrkjumönnum og blómaræktar- mönnum. Þaðan kom brauð, mjólk, grænmeti og ávextir í rík- um mæli til höfuðboi'garinnar. Það var eitt frjósamasta hjerað hins sænska hluta Finnlands, og ein af menningarmiðstöðvum hans. Menningarsaga þess nær aftur til komu hinna fyrstu inn- flytjenda. Þar settust hinir sænsku innflytjendur að á 12. öld og landshlutinn hjelt áfram að vera sænskur gegn um alla þróunarsögu Finnlands. A síðustu árum varð Porkkala aðal sumarbústaðahverfi íbúa höfuðboi'garinnar. Falleg sumar- hús voru byggð í hinu aðlaðandi landslagi. Parkkala varð frægt fýrir náttúrufegurð sína. En í september 1944 urðu allir íbúar hjeraðsins að verða þaðan á burtu mcð tíu daga fyrirvara og urðu að flvtja ineð sjer hús- dýr sín og lausafjármuni en skilja eftir híbýli sín og gripa- hús. A ellefta degi eftir uppgjöf Finnlands hjeldu Rússar inn í Porkkala með her sinn. Finnska ríkið hefur reynt að bæta hjeraðs búum tjón þeirra með því að láta þá fá jarðnæði í næsta hjer- aði. En hið raunverulega tjón er ekki hægt að bæta þeim og það er þeim lítil fróun að geta nú ferðast í lokaðri lest gegnum ald- ingarða höfuðborgar sinnar. Eiturgas og lánsskjöl bönnuð. Dyrum lestarinnar er lokað, trjehlerunum ér skellt, rússnesk- ir verðir taka sjer stöðu á vagn- þrepunum, hinum lága svarta, finnska eimvagni er krækt frá og hinn hái rússneskl tengdur við í staðinn. Allt þetta umstang tek- ur um hálftíma. Svo þokast lest- in af stað með hásu bauli frá hinum græna rússneska eim- vagni. Við erum á yfirráðasvæði Sovjet-Rússlands. Við athugum reglurnar. Það er bannað að hafa í fari sínu, vopn, flugvjelahluta, sprengi- efni, flugelda, eiturgas, eldfim efni, lánsskjöl, erlenda happ- drættismiða, ljósmyndavjelar, handrit, teikningar og myndii', sem fela í sjer efni, sem bannað er innan takmarka Sovjetríkj- anna af pólitískum eða fjárhags- legum ástæðum. Það er einnig bannað að hafa með sjer efni, sem slæm lykt er að eða smit- hætta stafar af. Að öllum lík- indum myndi danskur gamalost- ur falla undir það að vera bann- vara. Það/ er sömuleiðis harð- bannað að hafa með sj";r brjef- dúfur. Rússnesku yfirvöldin virðast treysta á það að þessar reglur sjeu haldnar. Ennþá hefir ekki verið sett upp rússnesk vega- brjefaskoðun á Porkkolasvæð- inu. Ef rannsókn hefði farið fram í lestinni í dag mundi hafa kom- ið í Ijós að eini fiðurfjenaðurinn þar var steikti kjúklingurinn í borðsalnum. Eftir að eimvagninn hefur baulað hásri röddu 13 sinnum og eftir að hafa staðnæmst á nokkr- um leyndardómsfullum stöðum, erum við komnir til Tækter, sem er önnur landamærastöð hjeraðs ins, 5 kílómetra frá sjálfu landa- mærahliðinu. Rússneski eimvagn inn er losaður frá og hinum finnska beitt fyrir. Hlerunum er hleypt frá gluggunum og við öndum ljettara. Við höfum farið í gegnum Sovjet-Rússland og erum aftur á finnskri grund. Hin rússnesku innsigli eru tekin burtu, dyrnar eru opnaðar og hinir finnsku járnbrautai’starfsmenn taka aft- ur við störfum sínum um leið og þeir kveðja hina rússnesku starfsbræður sína. 47 ár ennþá. Ennþá eru eftir 47 ár rúss- neskrar hersetu í Porkkala. Það verður næsta kynslóð, sem lifir endurheimtu þessa finnska lands. Sú staðreynd stendur á meðan óhögguð að íbúar höfuðborgar- innar geta illa varist tilfinningu um öryggisleysi með erlenda herbækistöð við bæjardyr sínar svo að ekki sje minnst á áhrif þess á þjóðernistilfinningu þeirra. Finnar hafa með missi Pork- kala hjeraðsins glatað blómagarði 17 kílómetra frá Helsingfors. Það eru ekki skrautjurtir, sem hafa verið gróðursettar þar nú. ------»♦«-------- | Bankar þjóðnýttir MOSKVA: — Fregnir frá Ung- verjalandi herma að þingið þaf hafi( samþykt að allir bankar þar í laiidi ’skuli verða þjóðnýttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.