Morgunblaðið - 11.01.1948, Síða 2

Morgunblaðið - 11.01.1948, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. janúar 194H „Þurfa hvorki gagnrýni hje hjálp annarra þjóða“ „BRITISH COUNCIL" er að hætta störfum sínum hjer á landi. Frá 1. febrúar n.k. verður skrifstofu þess á Laugaveg 34 lok 'að. Úr því mun ekki líða á löngu, uns fultrúi þess hjer, herra K. M.. Willey, hverfur hjeðan ‘af landi burt. íslaml — Indland. — I^veriar eru ásfæðurnar fyr- ir þvi, að fjelagið er að hætta störfum hjer? spyr jeg Mr. Wiil- ey. — Það er nokkuð langt að leita þeirra, svarar hann Til þess verð urn við að fara aHa leið auátur í fndland. Eins og þú veist er Ind- land nú orðið sjálfstætt ríki. — Enda þótt samband sje nokkuð við Bretiand, mun hið sjáifstæða jndverska ríki ekki beinlínis standa fyrir breskri kynningar- starfsemi í landina. „British Council1' hefur ekki starfað þar ‘áður. En nú hefur Pandit Nehru, forsetisráðherra, farið fram á það við fjelagið, að það komi sjer upp þar stöðvum, til þ^ss að viðhalda vináttunni við Bretland. Þessvegna hefir verið ákveðið að koma upp skrifstofum í Ind- landi. En bæði á íslandi og í Sviss hættir „British Councih' störf- um. Auk þess, sem það dregur mjög úr starfsemi í Suður-Ame- ríku og Egyptalandi. Starf fjelagsins. Aður en jeg fer lengra litast ýeg um í skrifstofu Mr. Willey. Ekki er húsrúmið mikið. Tvö herbergi annað meðalstórt en hitt lítið. Samt hefur þetta verið mið- stöð allrar þeirrar kynningarstarf semi sem „British Council“ hef- "ur staðið fyrir hjer á landi. Og b&rna ér meðal annars hið ágæta bókasafn íslensku fjelagsdeildar- innar. : „Biitish Council11 er öfiugt f jelag, sem hefur deildir víða um heim. Það var stofnað árið 1934. Markmið þess var og er að kynna breskar menntir, og hnekkja ó- hróðri, sem ýmsar aðrar þjóðir reyndu á þeim árum að bera út um Breta og breska menningu. •— Hjer á Islandi .hefur það haft skrifstofu opna frá því 1941. Það hefur m. a. á hverju ári styrkt sex íslenska stúdenta til náms við breska háskóla. Auk þess hefur það greitt götu fjölda annarra námsmanna í kynningarferðum til ýmissa hluta Bretlands. Full- trúar þess hafa annast kennslu við heimspekideild háskólans. Það hefur gefið stórar bókagjaf- ir, bæði til Landsbókasafnsins og Háskólabókasafnsins. Sent mörg- um kennurum og menntamönn- um brésk tírharit. Er hjer aðeins fátt eitt talið, af hinu margþætta starfi fjelagsins hjer á landi. — Og hvert heldurðu að þú farir svo þegar starfi fjelagsins er lokið hjer? spyr jeg Mr. Willey. — Jeg verð áfram í þjónustu „British Council“, svarar hann, Þar eð þörf verður á Tnönnum í Indlandi, býst jeg við, að jeg yerði kominn þangað eítir tvo eða þrjá mánuði. „Jæja“. — Hvað geturðu þá sagt okk- ur unt dvöl þína hjer, og hvað segirðu um fólkið, sem þú hefur umg'engist? — Jeg álít, segir hann, að ís- lendingar taki of mikið tillit til þess, sem útlendingar segja um landið þeirfa og þjóðina. Að vísu er sagt, að glöggt^sje gestsaugað. Getur það gilt að sumu leyti. Oft ast mun hitt samt vera rjettara að útlendingar, sem hingað koma ski’ji lítt og alls ekki til hlítar íslensk málefni. ! Ekki er fyrir það að synja, að ^ið Englendingar lesum oft 1 okk ar blöðum álit útlendinga á þjóð- drhögum okkar. Ef þar er talað vei úm landið okkar og hrós bor- íb’ á þjóðina hugsum við flestir K. M. Willey. aðeins; „Jæja“. En ef útlending- urinn leitar þess sem miður fer í þjóðlífi okkar eða talar um, að honum finnist landið ljótt, hugs- um við yfirleitt: „Ójá, aumingja kjáninn“. Þetta hefir mjer fundist and- stætt hjá islendingum. Astæðan er ef til vill, að þeir eru smá- þjóð, lítt þekt meðal almennings út um heim, svo ilt umtal eins manns getur haft mikil áhrif. En svo skal jeg koma að mínu áliti á Islandi og íslendingum, og jeg vona, að þeir sem það lesa segi aðeins „Jæja“, því jeg hefi dvalið hjer aðeins eitt ár. Svo þeir menn, sem hjer eru bornir og barnfæddir hljóta að þekkja og finna betur en jeg, galla og kosti þjóðlífsins. Mín kynni af landi og þ.jóð. Jeg kom hjer í fyrsta skipti um miðjan síðasta vetur. Jeg var alveg ókunnugur hjer, þekkti engan, var einmana. Jeg var nýkominn sunnan frá Miðjarðarhafi, þar sem jeg hafði verið fulltrúi „British Council“ á Kyprus. Svo viðbrigðin voru mikil. Hingað var jeg kominn norður í dimmuna, myrkur 22 stundir á hverjum sólarhring, rokið og rigningarnar voru hrylli legar, börgin dimm og ' skugga- leg, göturnar ataðar í leðju. Mjer fannst allt, sem jeg hafði sjeð af þessu landi skuggalegt og and- styggilegt. Um fólkið var það að segja, að mjer fannst það jafn fráhrind-. andi. Það var alvarlegt, kulda- legt. Ekkert vingjarnlegt orð kom frá því. Fannst mjer það mikil umskipti frá hinum glaðlyndu syngjandi íbúum Kyprus og Mið- j ar ðarhaf slandanna. En sólin hjer á Islandi fór að hækka á lofti, það fór að vora. Jörðin kom algræn undan ekki beint snjó heldur eðju vetrarins. Og um leið var jeg farinn að skilja alt betur. Jeg komst að raun um, þegar kom fram á sum- arið, að Island er mjög fallegt land. Oft fór jeg með vinum mín- um út um sveitir. Stundum þeg- ar jeg hef farið í fjallgöngur hef jeg sjeð svo dásamlega staði, að þó jeg, sje víðíörull, hef jeg hvergi erlendis augum litið slíka ólýsanlega fegurð. Og Reykjavík, sem var skugga leg að vetrarlagi, yngdist upp með vorinu, varð snotur bær með sljetta tjörnina og fuglana í hólm anum. Og síðan fólkið, — þjóðin sem byggir þessa eyju. Jeg ber djúpa virðingu fyrir henni. Jeg sagði áðan, að Kyprus-búar væru glað- lyndir, og að maður eignaðist þar fljótlega marga kunningja. Hjer á íslandi er erfitt að kynnast fólkinu. En þegar manni' hefur loks tekist það á sú vinátta diúp- ar rætur. Sjálfum sjer nógir. íslendingar þurfa hvorki á gagnrýni nje hjálp útlendinga að lialda. Þeir eru einfærir um að leysa af hendi öll störf, sem menningarþjóðfjelag krefst. Eitt dæmi um það er, að þegar jeg hverf hjeðan af landi brott, um eða eftir næstu mánaðarmót, og hætti enskukenslu minni, mun ungur Islendingur, Jóhann Hannesson taka við kennslunni. Hann er ágætur enskumaður, er mjög vel að sjer í enskri bók- menntasögu. Jeg óska honum alls hins besía í staríinu. Og þegar jeg hverf nú burt, ætla jeg að biðja þig að senda kveðju mína til allra þeirra, sem jeg hef átt hjer skipti við. Jeg sje ekki eftir dvöl minni hjer. Þ. T. Sextugsahnæli A MORGUN, 12. janúar, segja kirkjubækurnar, að Hjörleifur Jónsson frá Giljum sje 60 ára. Hann er fæddur að Giljum í Mýrdal 12. jan. 1888, sonur þeirra heiðurshjóna Sigríðar Jakobs- dóttur og Jóns Jónssonar, sem mestallan ■ búskap sinn bjuggu myndarbúi á Giljum. Bjuggu þau í fyrstu við mik-la fátækt á hálfri jörðinni, en tókst með sjerstök- um dugnaði og ráðdeild að eign- ast hana alla og bæta og prýða svo að húsum og jarðabótum, að við fráfall Jóns heitins árið 1920 var hún ein með glæsilegustu jörðum sveitarinnar. En -veg Giljanna var ekki lokið við frá- fall húsbóndans. Að manni sín- úm látnum hjelt ekkjan áfram búskapnum með aðstoð barna sinna, sem flest unnu sem einn maður að heill og heiðri heimilis- ins, og mun leitun á svo inni- legu og ánægjulegu samstarfi, er ríkti ávallt á Giljum, enda hænd- ust að bæði gestir og gangandi og e. t. v. ekki alltaf mikilla erinda allir. En glaðværð, alúð og gestiúsni Gilnaheimilisins var hjeraðsfræg og mun ávallt minnst með þakklæti og virðingu þeirra, er nutu. Ungur fór Hjörleifur heiman að tiLaðdrátta hinu mannmarga heimili. Að heiman að vetri til ýmissa sjávarverka, heim aftur með hækkandi sól og gróandi jörð, ávallt með hugann við það, hvað best gæti bætt og fegrað „heima“ án tillits til þess, hvað sjóður hans sjálfs varð gildur í vertíðarlokin. Og árin liðu við önn og fórnfúst starf í þágu hins fagra Wylis. Og hópnum smá- fækkar heima, móðirin hnígur í valinn háöldruð, systkinahópur- inn er kallaður út í lífið til Frh. á bls. 8. Líf skjörin i Rnsslnndi oghjer Samanburður á kaupmætli launanna ÞEGAR Þjóðviljinn 16. des. s. 1. komst að þeirri stoi-furðu- iegu niðurstöðu, að myntskipt- ingin í Rússlandi, sem fram fóru á þann hátt, að hver Sovjetborg- ari fjekk eina rúblu fyrir hverj- ar tíu, sem hann átti fyrir, :nundi hafa í för með sjer miklar kjara- bætur fyrir allan almenning, leiddi blaðið alveg hjá sjer að geta þess, í hverju þessar bætur væru fólgnar. Stalin hafði gefið út tilskipun (það mun nægja þarna austurfrá) um skiptingu myntarinnar, og enda þótt það væri látið fylgja, að þetta yrði síðasta stórfórnin, sem farið yrði fram á, að snauður almúginn færði, sá blað kommúnista hjer auðvitað ekkert annað við þetta, en alsælu þeirra- rússnesku, s&m áttu svo slunginn leiðtoga, að hann gat með einni tilskipan gert út af við dýrtíðina og búið Rúss- um í staðinn og í einu vettvangi stórbætt lífskjör. Það var öll fórn in. Kaupgeta rúblunnar. Hinu sleppir Þjóðviljinn alveg, að geta þess, hver væri kaupgeta þessarar spánýju rúblu. Hann minnist þannig ekki einu einasta orði á það, að með tólf klukku- stunda vinnu á dag,, tekur það karlmann í Rússlandi hvorki meira nje minna en 48 daga að vinna sjer inn peninga fyrir ein- um sæmilegum jakkafötum (sjá meðfylgjandi töflu). Þá var blað- ið heldur ekkert að vekja athygli á því, að í landi öreiganna tekur það tæpar ellefu klukkustundir að vinna sjer inn fyrir einu pundi af smjöri, nje heldur hinu, að jníu daga vinnu þarf, til þess að ! aura saman í eina leðurskó. Nei, I Þjóðviljinn sleppti þessu alveg I— ljet sjer nægja tilskipun í Stalins og göfuglyndi, og svo þriggja dálka fyrirsögn, sem var á þessa leið: Lífskjör almennings í Sovjetríkjunum bætt stórlega. Stjettaskipting. Nú má auðvitað ekki skilja of- angreindar tölur á þann veg, að allir borgarar þessa fyrirmynd- ar jafnrjettis og lýðræðisríkis þurfi að strita í einn og hálfan mánuð við verksmiðjuvjelina, til þess að fá sjer spariklæðnað. Síð- ur en svo: Það er kaldhæðni ör- laganna, að í landinu, sem hæst hrópar um jafnrjetti og bræðra- lag, er nú yfirstjett, sem er að! minnsta kosti jafn hátt hafin yfir allan almenning og furst- arnir og stórhertogarnir, sem ljeku sjer að lífi og eignum al- múgans á dögum keisaranna. Hagur Bússa. Nú er það vitað mál, að það> er kaupgeta peninganna, sem fyrst og fremst er spurt um, þeg- ar reynt er að komast að ein- hverri niðurstöðu um kjör og afkomu borgaranna. Þeim, sem tekur sjer fyrir hendur að kynna. sjer hag almennings, þykir því jafnan handhægast, að bera s?m- an laun og kaupgetu, — verðlag og launagreiðslur. Sje þessi sjálfsagða aðferð höfð við land Stalins marskálks, verður stjórnviska einræðisherr- ans og fjelaga hans óhjákvæmi- Jega ljett á metaskálunum. Því í ljós kemur, að eftir tuttugu og fjögurra ára algera eínræðisstjóm Stalins, er rússneska þjóðin enn- þá blásnauð, lífslfjör almcnnings: margfallt verri en í lýðræðis- ríkjum Vestur Evrópu ög fram- tíðin allt annað en glæsileg. Hefur algerlega mistekist. Hinni kommúmstisku einræðis stjórn hefur þannig mistekist herfilega það hlutverk, sem húii ætlaði sjer í upphafi: stjettaskipt ingin er jafnmikil og nokkru sinni áður, óvissan jafn djúpgró- in og fátæktin, óttinn jafn út- breiddur og myndirnar af Stalin, frelsi og mannrjettindi óþekkt hugtök. 100 prósent. Blað eitt skýrði nýlega frá því, að við síðustu „kosningar" í Rússlandi hefði Stalin hlotið 10Ú prósent atkvæða. Ýmsir vilja halda því fram, að ósigur rússn- eskra kommúnista í hinni svo- kölluðu baráttu þeirra fyrir bættu þjóðskipulagi hafi veriS jafn algcr og „kosningasigur’* húsbónda þeirra. Arthur Machen látinn LONDON: — Nýlega er látinrx Arthur Machen höfundur bóltar- innar The Bowmen, sem fjekk marga breska hermenn til þess að trúa, að St. Th.omas hafi hjálpa'5 sjer að sigra Þjóðverja í orust- unni við Moons 1914. Sá hluti töflunnar, sem hjer fer á eftir og að Rússlandi lýtur, er byggður á upplýsingum, sem birtust í blaðinu New York: Times skömmu fyrir áramót. Er þar miðað við 500 rúblur, sem meðal mánaðarkaup rússneskra launþega og vöruverð það, sem tilkynnt var í Moskva 15. des. s.l. Hinn hluti töflunnar — sá, sem að íslandi lýtur — miðast við lægsta Dagsbrúnartaxta og vísi-* töluna 300, en við samanburð á tíma þeim, sem þaö tekur launþega í hvoru landinu fyrir sig að vinna sjer inn fyrir helstu nauð- synjum, hefur verið leitast við að taka aðeins sömu eða mjög líkar vörutegundir. ÍSL. RUSSL, klst. mín. klst. mín. Hveitibrauð (Hjer kr. 0,82 pd. ) 6 1 10 Hveiti ( — — 0,90 pd. ) 6,5 1 19 Molasykur ( — — 1,10 pd. ) 8 2 34 Kálfakjöt ( —— 4,00 pd. ) 28 5 5 15 Smjör ( — — 31,00 pd. ) 3 34 10 42 Nýr fiskur ( _ __ 0,52 pd. ) 4 1 59 Mjólk ( — — 1,88 pr. 1. ) 13,5 1 1S Egg ( — — 12,00 tylft ) 1 26 4 57 Kaffi ( — — 4,40 pd. ) 31,5 14 6 Handsápa ( — — 1,40 stk. ) 10 1 39 Sígarettur ( — — 4,80 20 stk) 34 2 4 Ullarkjóll C — — 450,00 ) 53 34 252 Ö Karlmannsföt ( — — 650,00 ) 77 23 580 15 Leðurskór karla ( — — 100,00 parið ) 11 54 104 30 Kvenskór ( — — 80,00 — ) 9 31 107 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.