Morgunblaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 6
ö MORGmSBL’AÐlÐ Laugardagur 6. mars 1948 ;aupaheímild versluno er hverui miðuð við skömtunurseðlu eins og lugft er til í frumvurpi kommúnistu * Ur ræðu Hallgríms Bene- diktssonar á Alþingi I UMRÆÐUM þeim, sem urðu í Nd. í fyrradag um frv. Sig- fúsar Sigurhjarfársonar um að skömtunarseðlarnii verði látnir gilda sem innkaupaheimild bar framsögumaður meirihl. fjár- hagsneíndrr, Ásgeir Ásgeirsson fram þá till. að frv. yrði vísað til ríkisstiórnarinnar. — Auk framsögumanns' eru í meirihl. Hallgrímur Benediktsson og Jó hann Hafstein. Hallgrímur Benediktsson flutti við þetta tækifæri ræðu og komst m a, að orði á þessa leið: Lögin um fjárhagsráð eru ný og þá auðvitað líka 12. gr., sem frv. þetta miðar til breytinga á. Eðlilegast er, að lögin um fjár- hagsráð fengju að sýna sig nokk uð í framkvæmd, áður en farið væri að gera breytingu eins og þessar. Frv. sjálft er að efni til eins og till. Hermanns Jónas- sonar og Sigtryggs Klemens- sonar, sem borin var fram í fjárhagsráði í sept. 1947, áður en tekið var að framkvæma 12. gr. laganna, en sú, tillaga var byggð á gamalli fundarsam- þykt SÍS á s. 1. sumri. Flm. hefur ekki sýnt fram á að skortur hafi orðið á skömt- unarvörum eða öðrum vörum nokkurs staðar á landinu, sem stafi af því, hvernig 12. gr. 1. um fjárhagsráð er orðuð nú. Tvennskonar reglur. Ef till. verður samþ. skapast það ósamræmi. að tvennskonar reglur eiga þá að gilda um veit ingú innflutningsleyfa. Annars vegar vrðu skömtunarvöruleyfi sem færu eingöngu eftir skil- uðum skömtunarmiðum, en hins vegar allar aðrar vörur, er færu þá eftir hinni alm. reglu um leyfisveitingar, eins og þær eru nú. Lögin um fjárhagsráð segja, að veiting leyfa skuli miðast við gjaldeyrissparnað og hver selji vörur sínar best og ódýrast. Sýnist ástæðulaust að við veitingu leyfa fyrir skömt- unarvörur megi ekkert tillit taka til þessa tvenns, heldur að- eins til miðanna sbr. oroðalag frv. „skulu“ í 1. mgr, 2. línu. Ef frv. j7rði að lögum mundi verða stórfelt kapphlaup milli verslana innbyrðis um miðana. Það kom einnig fram við út- liiutum epla skv. stofnauka fyrir ióiin, að kaupfjel. og versl. aug- lýstu í útvarpinu eftir siíkum stofnauka og lofuðu fríðindum í staðinn. Þá var þetta frv. að eins komið fram, en yrði það að iögum, má nærri geta hvernig færi. Ef veiting Icyfa er bein- iínis harðbundin við miðana, oins og frv. ætlast til, yrði það slík hvatning til verslana, að smala saman miðum, að skapa mundi augljósan rugling og ó- heilbrigði, ekki síst d?egar litið er á hve leyfi eru naum fyrir mörgum tegundum og því mik- ið keppikefii að ná í miða fyrir þeim. Hvergi tíðkað annarstaðar. Auk seðlakapphlaups munu hljótast af frv . ef það yrði lög, óeðlilegir verslunarhættir, sem yrðu öllum almehningi til stór- tjóns. Framkvæmd frv. mundi leiða til þess að mikill fjöldi manna legði alla miða sína fyr -. irfram inn til ákveðinnar versl- unar. Ættu þeir, sem það gerðu þá mikið á hættu um það hvern ig með miðana yrði farið, og mundi slíkt skapa neytendum vandræði og öryggisleysi, sem sjálfsagt er að forðast. Reglan á að vera: Vara gegn seðli, eins og alstaðar tíðkast. Hvergi nokkurs staðar í þeim löndum, sem við þekkium og skömtun hefur verið, er innkaupaheim- ild verslana miðuð við skömt- unarseðla eins og hjer er gert ráð fyrir. Svartur markaður. Á bls. 5 í frv. Sigf. Sig., er tekið upp það sem þeir Herm. Jónasson og Sigtr. Klemensson tala um svarta markað. Skömt- un á nauðsynjavörum var fyrst tekin upp á stríðsárunum og gafst þá vel. Það sem af er, verður að segja hið sama um nýja skömtunarfyrirkomulag- ið. Ekki er vitað, að borið hafi á svörtum markaði og væri al- gerlega óverjandi að setja laga ákvæði, sem mundu leiða af sjer margskonar vandræði eins og áður hefir verið bent á, til að forðast hættu, sem alls ekk- ert hefur borið á, þótt mögu- leikar kynnu að vera fyrir því, að hún gæti komið í ljós síðar. Þörf slíkra aðgerða gegn svört- um markaði er ekki til nú og þótt slíkt fyrirbrigði kæmi upp, mundi verða gripið til alt ann- ara ráðstafana. En frv. Sigfúsar, ef að lög- um yrði, gæti leitt til annars, sem jafna má við svartan mark að, en það er að skömtunar- seðlar fan að ganga kaupum og sölum meðal manna inn- byrðis eða verslana annars veg ar og neytenda hins vegar. Sú hætta er augljós og mikil, eink- um ef þrengist um innflutning, sem alt útlit er á Nægir í því sambandi að minr.a á hvernig gjaldej/risieyfi gengu kaupum og sölum á krepputimanum. í loku ræðu sinnar lýsti Hall grímur Benediktsson því yfir, að hann teldi, eins og framsögu maður meirihl., eðlilegast að vísa frv. til ríkisstjórnarinnar. Fry. var á dagskrá í gær, en atkvgr. var frestað. Blekkingum komm- únista hnekkt KOMMÚNISTAR hafa í mál flutningi sínum undanfarið lagt megin áherslu á tvennt. í fyrsta lagi að lofa ofbeldis- verk skoðanabræðra sinna í Austur-Evrópu og í öðru lagi að reyna að breiða yfir fylgis- tap sitt hjer á landi með stað- lausum ósannindum. Ein lygafrjettin, er leiða átti athygli fólksins frá vesaldómi þeirra birtist í Þjóðviljanum 29. þ. m. Þar sem þeir segja frá fræðslufundi er' Heimdallur hjelt í Sjálfstæðishúsinu föstu- daginn 27. f.m. Þar staðhæfa þeir að að eins þrettán manns hafi verið saman komnir. Einn- ig vitna þeir í ummæli er Gunn- ar Helgason, formaður Heim- dallar, hefði átt að láta sjer um munn fara á fundinum. Hvort hveggja er uppspuni frá rótum. Sannleikurinn er sá, að á þessum fundi voru milli 30 og 40 manns eða nálega eins margir og komst í stofuna, þar sem fundurinn var haldinn. — Þessi fundur var haldinn í framhaldi af stjórnmálanámskeiði því er Heimdallur hjelt í haust og sótt var af ákveðnum hóp. Það er hægt að skilja það, að kommúnistar reyni allt til þess að leiða athygli frá hversu aum þeirra æskulýðssamtök eru, en er þeir halda að þeir bæti eitt- hvað um fyrir sjer með stað- lausum lygum, sem þessum, þá j fara þeir villur vegar. — Þeir j verða sem fyrr að kyngja lyg- inni og hafa ekkert eftir nema j smánina og svívirðinguna. vuroinur Til sölu eru nokkrir helluofríar notaðir. Uppl. á Víði- mel 61 eftir kl. 1 í dag. TIL LEIGU Tvær hæðir 210 ferm. hvor í góðu steinhúsi við höfnina sem iðnaðarpláss eða til vörugeymslu. Tilboð sendist blaðinu merkt: ,,Vörugeymsla“. Undanhaíd kommúnista Tilboðin fundiKl ekki nema í fyrlrsögnum þjóSviljans. S. L. ÞRIÐJUDAG, 3. þ. m.," skýrði Þjóðviljinn frá því 'með gleiðgosalegu letri, að fyrir skömmu hefðu borist hingað til- boð um £ 240:0:0 fvrir tonnið af síldarlýsi og £ 48:0:0 tonnið af síldarmjöli Væri nú eftir að vita hvernig brugðist yrði við þessum tilboðum, sem væri mjög hag- stæð samanborið við það verð, sem Bretar hafi greitt í fyrra £ 95:0:0 fyrir tonnið af lýsinu og £ 31:0:0 fyrir tonnið af mjöl- inu. En Adam var ekki lengi . í Paradís. Daginn eftir skýrir blaðið frá því, að £ 240:0:0 verð- ið á lýsinu hafi verið prentvilla, verðið hafi átt að vera £ 140:0:0 fyrir tonnið og þriðja daginn kemur Þóroddur Guðmundsson fulltrúi kommúnista í stjórn S. R. og segir, að ekki hafi verið um tilboð að ræða frá kaupend- um í síldarlýsið, heldur „hefði enskt firma óskað eftir að fá á hendina í nokkra daga 2000 tonn af lýsi fyrir £ 140:0:0 tonnið cif Rotterdam. Síðan óskaði firmað eftir að fá frestinn framlengdan, en fyrir nokkrum dögum barst skeyt:, þar sem sagt var, að ekki gæti orðið af sölu, sem stendur vegna stjórnarkreppunnar í Tjekkóslóvakíu". Hið gleiðletraða tilboð í síltl- arlýsið frá kaupendum & 240:0:0 fyrir tonnið (fob) er þá eftir þrjá daga orðið að tilboði frá síldar- verksmiðjum ríkisins til kaup- anda um 2.000 tonn af síldarlýsi á & 140:0:0 cif, SEM VAR HAFNAÐ. Þetta er þá orðið eftir af frá- sögn blaðsins um £ 240:0:0 „til- boðið“, sem blaðið skýrði frá 3. þ. m. Þrátt fyrir þessa kokgleyp- ingu á eigin frásögn, í dálkum bláðsins sjálfs, punta blaðamenn þess upp á dálka sína í gær með j því, að setia í fyrirsögn, að stjórn IS R hafi fengið tilboð um £ 140:0:0 fyrir tonnið af lýsinu. — Það eru margir, sem lesa bara fyrirsagnirnar- Síldarverksmiðjur ríkisins hafa enn sem komið er, ekki selt neitt af vetrarlýsisframleiðslu sinni, vegna þess, að ekki hefur tekist að fá það verð, sem farið hefur verið fram á. I áætlun um vinslu S R úr vetr arsíldinni, sem viðskiftafram- kvæmdastjóri verksmiðjanna hef ur gert, áætlar hann, að £120:0:0 muni fást fyrir tonnið af vetrar- lýsinu fob. Þótt þetta verð feng- ist, sem telja verður hæpið, myndu S R verða fyrir miljóna króna halla af vinslu vetrar-síld- arinnar. Frásögn Þjóðviljans um £48:0:0 tilboð á síldarmjöl er álíka fleip- ur og frásögnin um tilboðið í síld arlýsið. Samninganefnd* utanrikisvið- skifta hefur haft með höndum sölu á síldarmjölinu úr vetrar- síldinni, og er meðalverðið á þeim hluta þess, sem seidur er, um £ 37:0:0 fyrir tonnið fob. miðað við 65% protein. Fyrir nokkru bauð nefnchn 3000 tonn til Tjekk óslóvakíu a £ 40:0:0 fob miðað við 58% protein, en það sam- svarar £ 44:16:0 viðað við venju ’legar. grundvöll, 65% proteirifob. Tjekkar samþyktu aðeins kaup á 1300 tonnum af þeim 3000, sem þeim voru boðin og trygging fyr- ir greiðslu er ókomin er því langt frá því að fyrir- liggi tilboð um £ 48:0:0 fyrir tonnið af sildarmjölinu saman- borið við £ 31:0:0. sem Bretar keyptu síldarmjöl fyrir í fyrra fob miðað við 65% protein fob. Verð á síldarmjöli hefur farið lækkandi undanfarið vegn:/ stór- lækkaðs verðs á kornvörvna á heimsmarkaðnum og m.'.illar síldveiði Norðmanna. Furðufregnir Þjóðviljans um tilboð, sem ekki eru til, nema í prentsvertu þess blaðs, brcyta engu um þetta, þótt þau þylci þar íóður í harðindum. Sveinn Benediktsson. Frumvarpinu um hvíldartíma á tog- urum vísað til ríkis stjórnarinnar FRUMVARPIÐ um lenging hvíldartíma háseta á togurum var tií 2/ umræðu í gær, og var samþykt að vísa því til ríkisstj. með 15:9 atkv. Meiri hl. sjávar- útvegsnefndar (Finnur Jónsson, Sig. Kr„ Pjetur Ottesen, Halld. Ásgr.) lagði til að málinu Verði vísað til ríkisstjórnarinnar til nánari athugunar, m. a. yrði þá einnig athugaður vinnutími ann- arra sjómanna. Leggur meiri hlutinn áherslu á að þetta mál verði vel undir- búið og nauðsynlegt að ná sam- komulagi milii sjómanna og út- gerðarmanna um það. Foi sætisráðherra lýsti því yf- ir, að ef máli þessu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar, mundi hann kalla saman eins fljótt og unt væri fulltrúa frá sjómönn- um og útgerðarmörinum til þess að reyna að ná samkomulagi. Afstaða Áka grunsamleg. Áki Jakobsson lagði til að frumvarpið yrði samþykt enda hafa kommúnistár óspart reynt að nota þetta mál í áróðurs- skyni. Hinsvegar vildi hann ekki láta athuga vinnutíma annarra sjómanna en togarasjómanna. Finnur Jónsson upplýsti að rejmt hefði verið í nefndinni að ná samkomulagi um að flytja tillögu um skipun milliþinga- nefndar til að athuga yfirleitt vinnutíma og vinnukjör sjó- manna. En þá skarst Áki úr leik og taldi óþarft að athuga ann- an vinnutíma en togarasjó- manna. Þótti mönnum þessi afstaða Áka 1 meira lagí grunsamleg. | og sem nýtt mótorhjól, { til sölu. Uppi. 1 síma 6205 : kl. 12.30 til 3 e. m. næstu j daga. wmifm»t9jmái*tiK<niBtinniiiinnsnflMinn3CTniniigit» Ræða Sigurðar Kristjánssonar. " Sigurður Kristjánsson var framsögumaður meiri hlutans og geröi grein fyrir áliti hans, sem er á þessa leið: Frumvarp samhljóða þe-ssu var flutt á síoasta þingi af sömu flutningsmönnum. Sjáv- arútvegsnefnd þessarar deildar sendi- það til umsagnar sjó- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.