Morgunblaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6, mars 1948 VERÐIAG LANDBÚIMAÐARAFURÐA Eftir Guðmund Jónsson SUMIR Framsóknarmenn eru haldnir mikilli löngun til þess, • tíma sem ótíma, að kasta hpútum að verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða, þeirrar, er starfaði frá hausti 1945 til sumars ’47. Þetta gat verið skiljarilegt meðan Fram sóknarmenn voru í stjórnarand- stöðu og þurftu um lítið annað að hugsa en að setja fram kröf- ur, er gengu í augu kjósendanna. En nú, þegar Framsóknarmenn eru komnir til valda í landbún- aðarmálum, og hafa sjeð sjálfir og sýnt öðrum, að þeir gera ekki betur en aðrir, þá væri ábyrgðar minnst fyrir þá að hafa sem fæst orð um verðlagningu landbúnað- arafurða. Sverrir Gíslason, bóndi í Hvammi, og formaður Stjettar- sambands bænda, skrifar tvær greinar um verðlag landbúnaðar- afurða í Tímann 13. nóv. 1947 og 13. jan. 1948. Eiga þær* að vera svar til Jóns Pálmasonar, forseta sameinaðs Alþingis, en eru að verulegu leyti ádeila á verðlags- nefnd landbúnaðarafurða. Tel jeg þar hallað rjéttu máli og geng ið svo á snið við þýðingarmikil atriði, að jeg vil leyfa mjer að gera við þær nokktar athuga- semdir. Jeg hafði að vísu ekki ætlað mjer að taka þátt í um- ræðum um verðlagsmál landbún- aðarins á opinberum vettvangi og síst af öllu að blanda mjer inn í erjur stjórnmálaandstæðinga um þau mál. En svo má ala á röngum • staðhæfingum og vill- andi tölum, að ekki sje rjett að þegja við því. I fyrri grein sinni gerir Sverrir samanburð á verði á kindakjöti til bænda árin 1943—1946 og landbúnaðarvísitölu Hagstofunn- ar. Kemst hann að þeirri niður- stöðu, að „verðið, sem bændur fá greitt fyrir kjötið, hækkar um tæp 3% frá 1943 til 1946 á sama tíma og landbúnaðarvísitalan hækkar úr 100 í 127,4“. ’hetta er alkunnugt og rjett. En Sverrir gleymir að skýra fra ástæðunni fyrir þessari litlu verðiagsbreyt- ingu. Hann veit þó vel, að 1943 og 1944 greiddi ríkissjóður upp- bætur á útflutt kjöt, svo að bændur fengu sama verð fyrir það og kjöt, sem selt var á inn- anlands markaði. Árið 1945 voru útflutningsuppbæturnar afnumd- ar. Það þurfti því að verðbæta útflutta kjötið. Þær verðbætur voru teknar af kjötverðfnu inn- anlands. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir hæklíandi dreifingar- kostnað kjötsins þessi ár, var þó hægt að halda kjötverðinu uppi og hækka það lítið eitt. Þetta varð auðvitað ekki gert með, öðru móti en því að hækka verðið verulega á innlendum markaði. En úr því að Sverrir Gíslason er að bera saman verðlag til bænda og vísitölu, hvers vegna ' stingur hann þá undír stól verð- lagi á mjólk og mjólkurvörum og verðlagi. á kartöflum. Þessar framleiðslúvörur verðlagði verð- lagsnefndin ekki síður en kjöt. Jeg skal nú gefa honum upplýs- ingar urn, hvaða verð hann og stjettarbræð'ur hans í Borgarfirði fengu fyrir mjólkina þessi ár,_, sem að framan greinir, og er þá verðið reiknað við mjólkurbús- dyr í Borgarnesi: Meðalverð ársins 1944 er kr. 1,15 hver lítri. 1945 kr. 1,21. 1946 kr. 1,40. 1947 áætlað kr. 1,46. ) Sexmannanefndarverðið var fyrst sett haustið 1943. — Þess vegna er árið 1944 fyrsta heila áriðy sem hægt er að miða við enda var verðið óþreytt allt það ár vegná eftirgjafarinnar haustið 1044. j Nú getur Sverrir í Hvammi sest niður og reiknað sjer til, hye' mikið vantar á, að vísitölu- hækkunin hafi komið fram í mjólkurverðinu til borgfirskra bænda. Ef hann gerir það, mun hann komast að raun um, að mjólkin hefur árin 1946 og 1947 náð fullu vísitöluverði miðað við verðlagningu hennar í septem- ] ber 1943, meira að segja að með- töldum hinum margumdeildu 9,4%. Fullyrðingar Sverris í Hvammi um, að verðlagsnefndin hafi þegar best ijet sleppt 9,4% úr verðlagningunni, eru því gripnar úr lausu lofti, hvað mjólk ina snertir. „Verðlagsnefndin^ tekur við verðjöfnunarsjóði með inneign kr. 490 þús. og skilar honum með kr. 396 þús. í skuld“. •— Þessum staðhæfingum kastar Sverrir Gíslason fram án skýringar, en það er málflutningur, sem jeg tel ekki sæma málsvara íslenskra bænda. Sjóður sá, er nam kr. 490 þús. og verðlagsnefndin tók við af kjötverðlagsnefnd, á ekkert skilt við núverandi verðjöfnunarsjóð. Hann var að öllu leyti eign ríkis- sjóðs, en ekki kjötframleiðenda. Fyrir góðvilja þáverandi land- búnaðarráðherra, Pjeturs Magn- ússonar, fjekk verðlagsnefndin leyfi til þess að nota sjóð þennan til verðuppbótar á kjöt, og má það teljast beint framlag úr rik- issjóði. Það er rjett, að verðjöfnunar- sjóður kemur út með nokkrum halla. En hverjar eru ástæðurn- ar? Sverrir þekkir þær mæta- vel, en hann hefur svo gott lag á því að skrökva með þögninni. Sláturleyfishafar, einkum Slát urfjelag Suðurlands, leggja mik- ið kapp'á það, að verðjöfnunar- gjald á kindakjöt sje ákveðið eins fljótt og verðlagsyfirvöldin sjá sjer framast fært á hverjum tíma og ekki síðar en í apríl eða maí næst á eftir slátrun. Þá er mikið eftir að óseldu kjöti í land inu og ekki allt af sjeð fyrir um útflutning. Það er því ekki unnt að ákveða verðjöfnunargjaldið nákvæmlega rjett. Það verður næstum alit af of hátt eða of lágt. Færist sá mismunur milli ára, og verður ekki sjeð, að það hafi veruleg áhrif á fjárhagsaf komu bænda. Mismunurinn, sem hjer er um 396 þús. kr., svarar til að vera um 7 aurar á hvert kg. af dilka- og geldfjárkjöti. Þessi mismunur orsakast aðal- lega af þremur ástæðum: 1. Framleiðsluráð tók við.verð- jöfnunabsjóði á miðju sumri 1947 og lauk við að gera upp við slát- urleyfishafa. Var í.því efni fylgt öðrum reglum en verðlagsnefnd- in hafði gert, og mun það nema halla á sjóðnum um 100 þús. kr. Skal hjer enginn dómur á það lagður, hvor sjónarmiðin hafi verið rjettari, verðlagsnefndar, eða framleiðsluráðs. 2. Útflutningi kjötsins var öðruvísi varið en verðlagsnefnd- in hafði gefið leyfi til, þegar hún ákvað verðjöfnunargjaldið. — Varð sú breyting einnig til þess að gera halla á verðjöfnunarsjóð. Mun sá liður einnig nema um kr. 100 þús. 3. Kostnaður við geymslu kjöts ins frá 1945 varð nokkru meiri en áætlað var. Auk þess koma til greina smærri liðir. Annars er deilan um verðjöfn- unarsjóðinn að mestu leyti um keisarans skegg, því að mestur hluti af tekjum hans kemur frá sambandsfjelögum S.Í.S. og mest ur hluti af útborgunum úr hon- um fer til S.Í.S. aftur. Af því að nafni mínu hefur verið blándað inn í útreikninga um verðlagninguna s.l. haust, skal jeg taka þetta fram um hana: Ætla má, að mjólkurhækkun sú, er gerð var s.l. haust mundi gefa bændum 5—6 aurum hærra nettoverð við mjólkurbúsdyr en september-verðlagningin 1946. — Þetta svarar til um 4% verð- hækkunar. Landbúnaðarvísital- an hækkaði aftur á móti um 12, 6% reiknað eftir grundvelli sex- mannanefndarinnar. Það vantar því rúmlega 8%. Nú segir Sverrir í Hvammi, að verðlagsnefnd Bún aðarráðs hafi allt af sleppt 9,4% úr verðlagningunni. Ætti samkv. þessu að vanta rúmlega 17% í að fullu verðlagi sje náð. Jeg sje því ekki annað en að Jón Pálma- son byggi útreikninga sína að fullu á þeim grundvelli, sem Sverrir í Hvammi hefur lagt. Eins og kunnugt er, var útsölu- verð mjólkur lækkað um áramót- in í vetur um 6 aura hver htri. Er því ekki útlit fyrir, að bænd- ur muni á þessu ári fá hærra verð fyrir mjólkina en þeir fengu árið 1947. Hve hátt verð bændur fá fyrir Sláturafurðir sínar s.l. haust er enn erfiðara að spá um, en mjólk urverðið, því að kjötverðið fer að verulegu leyti eftir verðjöfn- unargjaldinu. Sveinn Tryggva- son, framkvæmdastjóri fram- leiðsluráðs, taldi s.l. haust, að kjötverð til bænda mundi að eins hækka mjög óverulega og alls ekki sem svarar hækkun á gamla vísitölugrundvellinum, 12, 6%. Síðar hefur ræsts betur úr þessu vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að uppbæta út flutt kjöt til jafns við innan- landsverðið. Má því búast við góðu kjötverði á framleiðslu árs- ins 1947, en ekki er það líklegt, að ríkisstjórnin sjái sjer fært að halda því lengi áfram að borga með helstu framleiðsluvörum þjóðarinnar á erlendum markaði. Af þessu má sjá, að eins og verðlagningti landbúnaðarafurða var hagað á s.l. hausti, var ekki líklegt, að útborgunarverð til bænda hækkaði meira en um 4— 5%, þó að vísitalan hækkaði um 12,6%. Og væri sú, staðhæfing Sverris í Hvammi rjett, að verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða hafi aldrei tekið 9,4% hækkunina frá 1944 með, þá hlyti að vanta 17—18 % á það að gamla sex- mannaneíndar-verðinu væri foáð. Nú hef jeg sýnt fram á það hjer á undan, að mjólkurverðið var hjá verðlagsnefnd landbúnaðar- afurða komið upp í fullt vísitölu- verð haustið 1946. Um kjötið gild ir allt annað af þeirri eðlilegu ástæðu, að útflutningsuppbætur voru ekki greiddar úr ríkissjóði þau árin, sem verðlagsnefndin starfaði, en bæði fyrir og eftir. Að því leyti, sem tölur Jóns Pálmasonar eru ónákvæmar, þá > orsakaast það einvörðungu af því, að hann hefur byggt á röng- um grundvelli Sverris í Hvammi. Sverrir ætti allrá manna síst að tala um óvöndugan málflutning í þessu sambandi. Sverrir í Hvammi hefur í fyrr- nefdum greinum í Tímanum svo og áður á fundum og víðar kast- að að mjer þungum aðdróttun- um lyrir verðlagningu landbún- aðarefurða 1945 og 1946 og muni landbúnaðurinn íslenski seint eða aldrei bíða þess bætur. Áður en hann fór sjálfur að vinna að þessum málum var svo að heyra, að hann gerði sig ánægðan með það eitt, að á hverjum tíma væri náð fullu sexmannanefndarverði. En strax við fyrstu verðlagningu verður hann sjálfur að svín- beygja sig og verðleggja á þann veg, að um 8% vantar á þetta verð. Jeg veit að vísu, að Sverrir í Hvammi ákvað ekki þetta verð, hann var að eins látinn birta til- kynningarnar um það. Það var embættismaður í Reykjavík, sem ákvað verðið. Þeláe var gert í samræmi við nýju lögin um framleiðsluráð. Jeg veit líka, að stjórn Stjettarsambands bænda,1 a.m.k. meðlimir hennar sumir, börðust mjög fyrir þessari laga- setningu. Nú er það ekki lengur verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða, sem að mestu leyti var kos- Frh. á bls. 12. lOtlfcT MIKIÐ kapphlaup er nú meðal ýmsra þjóða um Suðurheimskauts- landið. Er ein ástæðan talin sú, að þar muni finnast úraníum, sem er notað við atomorkuframleiðslu. Hjer á myndinni sjest hvaða þjóðir gera kröfur til Suðurheimskautslandsins og hvaða hluta þess þau vilja eigna sjer. Ch. þýðir Chile, Ar. Argentína/ Br. Kretland Nr. Noregur, Austr. Ástralía, Nz. Nýja Sjáland. Ennfremur er sýnd á kortinu afstaða heimsálfanna Ameríku, Afríku og Ástralíu til Suðurheimskautsins. í horninu er kort af Bretlandseyjum og Norð- urlöndum í sama stærðarhlutfalli. Tímariiið Mranes Ijósprentað UM SIÐASTL. áramót lauk 6. árg. tímaritsins Akranes. Hinn þjóðkunni athafnamaður og menningarfrömuður, Ölafur B. Björnsson, hefir, frá upphafi, ver ið ritstjóri og útgefandi þessa athyglisverðá blaðs, sem þó frek ar má nefna tímarit. Allur frá- gangur ritsins hefir jafnan verið hinn prýðjiegasti, pappír vand- aður myndapappír, prentun og myndir með ágætum og frágang ur allur óvenjulega góður. — En það er efni ritsins, sem jeg vil, með þessúm línum, sjerstak- lega vekja athygli á. A þessum tímum upplausnar og umbrota, þegar margt virðist fara í»þver- öfuga átt við fornar og sann- reyndar kenningar um siði og siðgæði, er engin vanþörf á því, að hollum og hefðbundnum kenn ingum sje haldið að mönnum, sjerstaklega æskulýð landsins. Æskan er nú, ómótmælanlega, að mörgu leyti á villugötum og ref- ilstigum, hefir gleymt því, að „eitt er nauðsynlegt", látið blind ast af óhollum áhrifum miður heppilegra leiðtoga en gleymt að byggja á grundvelli fornra dygða. Hver kynslóð byggir auðvitað sínar borgir og hallir, smáar og stórar. Það er gleðilegt og gott að þær sjeu stórar, stærri en borgir horfinna kynslóða og vissulega er það „bágt að standa í stað“. En engu síður er það hörmulegt, þegar sterkar stoðir og traustir grunnar eru rifnir niður og þær byggingar sem, í andlegri merkingu, *eru bygðar á bjargi, yfirgefnar af fálmandi fjöldanum, sem svo reikar um auðnir og sanda stefnuleysis og ráðþrots. Og sjerstaklega er það þó átakanlegt, að langflestir vita ekki betur en að þeir sjeu á rjettri leið eða eru algerlega hugsunarlausir, svo mögnuð eru þau villuljós, er hafa blindað ungmenmn, og marga eldri, einn ig. — I tímaritinu Akranesi hafa birst fjölmargar ágætar ritgerð- ir um þjóðfjelagsmál og aðkall- andi vandamál eftir ritstjórann. Má þar, aðeins til þess að nefna nokkrar, geta greinanna Verka- fólk og vinnugleði, Geta prest- arnir ckki unnið meira menn- ingarstarf, Markmið blaðanna, Verum samtaka, Heimilið, og rnargt. fleira. Þetta eru engar dægurflugur,' það eru vandlega samdar og djúpt hugsaðar rit- gerðir um aðkallandi mál. Akranes hefir birt margar veigamiklai og langar ritgerðir, auk þeirra er nefndar hafa ver- ið; um menn (æfisögur) og ýms fræði. Vil jeg nefna hina ítarlegu ritgerð Ölafs B. Björnssonar um kaupstaðinn Akraness, sem hann nefnir Þættir úr sögu Akraness, og hófust í 1. árg. og er ekki lokið. Er þetta, og verður jafnan, merkilegt heimílidarit um það, hvernig Akranes bygðist, jafn- framt persónulýsingar íbúanna og frásagnir um ættir þeirra og örlög. Þá er sjálfsæfisaga sjera Friðriks Friðrikssonar, Síarfsár- in, merkileg frásögn um líf þess ágæta manns. Gils Guðmundsson hefir ritað langa og vandaða æfisögu Geirs kaupmanns Zoega pg nú er að koma æfisaga Ás- geirs konsúls Sigurðssonar eftir Öskar Clausen og Ur dagbókum Sveins Guðmundssonar. HoII- ustuhættir, eftir dr. Arna Arna- son. — Auii. þess hafa ávalt kom ið merkar ritgerðir eftir ýmsa þjíðfræga menn og góða rithöf-* unda, — talsvert af frjettum o. s. frv. — Jeg hefi ritað þessar línur til þess að vekja athygli manna á þessu góða og fróðlega tímariti. Það mun ennþá fást frá upphafi og er mjög ódýrt. þegar tekið er tillit til vandaðs efnis og framúrskarandi góðs frágangs. Vil jeg eindregið hvetja menn til að kaupa það og lesa; með því afla menn sjer góðrar og hollr- ar þekkingar og stuðla að útgáfu rits, sem jeg tel efla haldgóða og sanna menningu í landi voru. Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.