Morgunblaðið - 06.03.1948, Side 8
8
MORGUISBLAÐIÐ
Laugardagur 6. mars 1948
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavöc
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðaort.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ánc Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austuratræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,0p utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura tné8 Lesbók.
Skemtileg tilviljun
ÞAÐ VAR sannarlega sljemtileg tilviljun að það skyldi vera
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sem hóf ádeilur á meirihluta
bæjarstjómar Reykjavíkur .á síðasta bæjarstjórnarfundi fyr-
ir að hafa selt útgerðarmanni í bænum einn af togurum bæj-
arins. Bærinn ætti að eiga þennan togara og gera hann ýt.
Einstaklingur mátti ekki gera það, það væri ekki eins gott
fyrir bæjarfjelagið.
1 þessu sarnbandi er fróðlegt að athuga það, hvernig Al-
þýðuflokkurinn hefur hagað bæjarútgerð togara í þeim bæ,
sem hann lengst hefur ráðið í, Isafjarðarkaupstað.
I byrjun síðustu heimstyrjaldar var Isafjarðarbær aðal-
hluthafi í togarafjelagi vestur á ísafirði. Útgerðin gekk ágæt-
lega, skapaði mikla atvinnu og tekjur í bænum. Hefði mátt
ætla að það hefði ýtt undir ráðamenn bæjarins, Alþýðu-
flokksmennina, til þess að efla togaraút.gerð_ sína.
En það er margt skrýtið í kýrhausnum.
1 árslok 1941 þegar togaraútgerð var sem gróðavænlegust
mistu Alþýðuflokksmennirnir í bæjarstjórn Isafjarðar
skyndilega allan áhuga fyrir togaraútgerð. Svoleiðis rekstur
vildu þeir ekki hafa á Isafirði. Það skipti svo engum togum,
togari Isfirðinga var seldur úr bænum beint til Reykjavíkur,
sem ekkert var hrædd við slík skip.
Það er von að Alþýðuflokksmennirnir í bæjarstjórn
Reykjavíkur sjeu hneykslaðir á því að bæjarstjórn þeirra
skuli selja einn nýsköpunartogara sinn, ekki út úr bænum,
því það gerði hún ekki, heldur einstaklingi í bænum.
Stefna Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur er
skýrt mörkuð í útgerðarmálunum. Það er skoðun þeirra að
það skipti ekki meginmáli, hverjir reki togarana, sem gerðir
eru út í bænum. Aðalatriðið sje að skipin sjeu gerð þaðan
út og veiti þar atvinnu. Það er kjarni málsins.
Þetta er einnig í sámræmi við stefnu Sjálfstæðisfiokksins
yfirleitt. Flokkurinn lítur svo á að yfirleitt sje heppilegra að
einstaklingsframtakið eigi og reki atvinnutækin. Hlutverk
hins opinbera, bæjar og ríkis sje hinsvegar það að skapa.
skilyrði fyrir sem bestri aðstöðu atvinnulífsins.
Alþýðuflokksmenn og kommúnistar vilja hinsvegar stefna
í þá átt að hið opinbera taki í sínar hendur a. m. k. allan arð-
vænlegan atvinnurekstur. En hvaða afleiðingar myndi fram-
kvæmd þeirrar stefnu hafa? Þær yrðu áreiðanlega ekki hag-
kvæmar fyrir almenning í landinu. Ríkisvaldið myndi fá al-
gert einræði um úthlutun allrar vinnu.
Nei, Islendingar kæra sig áreiðanlega ekki um að fá ríkis-
valdinu eða einstökum greinum þess úrslitaáhrif á dagleg
störf þeirra.
Sjálfstæðismenn telja það hinsvegar sjálfsagt og eðlilegt
að hið opinbera, bæjir og ríki, styðji einstaklingsframtakið
til þess að eignast atvinnutækin. Þeir hafa heldur ekki hikað
við að leggja út í bæjarrekstur þar, sem einstaklingsfram-
takið hefur brostið bolmagn til þess að tryggja atvinnuskil-
yrði almennings.
Ummæli fulltrúa Framsóknarflokksins á bæjarstjórnar-
fundinum eru svo mál út af fyrir sig. Hans skoðun var að
engu máli skipti sú áhætta, sem bærinn bakaði sjer með
víðtækum togararekstri. Ábyrgðin myndi aldrei lenda á
honum og ætti helst ekki að lenda á honum heldur ríkinu.
Svo gegnsýrður er Framsóknarfulltrúinn af hugsunar-
hætti kommúnista að það hvarflar ekki að honum að bæjar-
stjóm Reykjavíkur eigi að hugleiða áhættu í sambandi við
þessi mál.
Það er verulegur stefnumdnur milli Sjálfstæðisflokksins
og andstöðuflokkanna í bæjarstjórn í útgerðarmálunum. —
Sjálfstæðismenn leggja á það höfuðáhersluna að sem flest
og best skip verði gerð út frá Reykjavík.
Andstöðuflokkunum er það hinsvegar aðaláhugamál að
skipin sjeu-rekin af hinu opinbera. Þá varðar ekkert um
ábyrgð og áhættu.
Sjálfstæðismenn byggja á reynslunni. Það er einkafram-
takið, sem hefur staðið að hinum örhröðu framfömm í höf-
uðborginni. Það mun halda áfram að byggja hana upp með
aðstoð enn ekki áníðslu af hálfu hins opinbera.
vetrft.
áhrifa,’
UR DAGLEGA LIFINU
Deilt úm flugfreyju
nafnið.
STJÓRN Kvenfjelagasam-
band_s íslands tilkynnir hjer í
blaðinu í dag, að hún vilji ekki
sjá, að stúlkur, sem vinna í
flugvjelum sjeu kallaðar flug-
freyjur. Er bent á, að til sje
landsþingssamþykki sambands-
ins fyrir því, að slíkar konur
reri að nefna þernur.
Það vill nú svo til, að mjer
:r þetta mál skylt, að því leyti
il, að jeg á uppástunguna að
íafninu og kom það fyrst fram
þessúm dálkum fyrir um
veiynur árum. Líkaði nafnið
'á svo vel, að það var tekið
ipp alment. En nú hefir verið
korin upp herör gegn flug-
'reyjunum í nafni málhreins-
mar. Nú er mjer persónulega
'kki neitt sárt um hvað verður
tr þessu nafnii Þetta var á sín-
im tíma sett fram sem uppá-
.tunga, sem ræða mætti, hafna
eða velja henni eftir ástæðum.
•
En því ambáttar-
nafnið?
EN HITT furðar mig, að
kvenfjelagasambandið, eða
stjórn þess skuli stinga upp á
þernu-nafninu fyrir stúlkurn-
ar sem eru í flugvjelunum far-
þegunum til aðstoðar og skemt-
unar.
Það er nú að mestu búið að
útrýma vinnukonunafninu og
hjú, eða þý eru nú orðið sjald-
an nefnd. Þernu og þrælsnöfn-
in eru að hverfa úr daglegu tali
og vel er það. — Því vilja kon-
ur vekja upp þann draug á ný?
•
Góðir ferðafjelagar.
FLUGSTÚLKURNAR eru
ekki ambáttir flugfarþega held
ur ferðafjelagar. Fulltrúar við-
komandi flugfjelags, „húsráð-
endur“ í farþegaklefanum á
meðan á flugi stendur. Þær
taka ekki fje af farþegum fyr-
ir þjónustu sína. Þær taka ekki
á móti þjórfje, eins og þjónar,
eða bjónustustúlkur í veitinga-
húsufn eða þernur á skipum.
Þær eru gestgjafar, sem
hugsa um fyrir flugfjelagsins
hönd, að farþegunum líði sem
best. Stundum bera þær mat á
borð fyrir farþega, eins og góS
ar og gestrisnar húsmæður,
rjetta teppi, hjálpafnönnum úr
yfirhöfnum, eða í, alveg eins
og húsmóðir myndi gera fyrir
gest sinn.
Þetta hefir erlendum þjóð-
um skilist og flugstúikurnar
eru ekki nefndar ,,Waitress“
eða þerna, heldur ,,Hostess“,
eða „Stewardess“. Hlð fyrra
mætti leggja út liúsmóðir, eða
gestgjafi, en hið síðara búrkona
(sbr. búrmaður á skipi).
•
Fíugfreyja er ágætt.
FREYJA er lagt út frú og ef
freyja getur verið sú, sem ræð-
ur húsum og er köUuð hús-
íreyja, eða húsfrú, þá er alveg
eins rjett að kalla konu, sem
stendur fyrir veitingum í flug-
vjel, flugfreyju, eða flugfrú.
Orðið fer vel í muni og það
er rjett myndað.
A meðan stjórn Kvenf jelaga-
sambandsins finnur ekki betra
orð en þex-na fyrir þessa ágætu
og nauðsynlegu ferðafjelaga
leg? ieg til að flugfreyjunafnið
verði notað.
Húsfreyjurnar, sem' hafa
fasta jörð undir fótum þurfa
ekki að óttast að neitt verði frá
þeim tekið, þótt nokkrar flug-
freyiur svífi um í háloftunum'.
— Og var það ekki Jónas frá
Hi-iflu, sem vildi láta kalla all-
ar konur frú og fjekk góðar
undirtektir?
•
„No Smoking“.
Á ERLENDU SKIPI, sem er
statt hjer í höfninni þessa dag-
ana stendur með stórum stöf-
um ,,No Smoking". Það er
reykingar bannaðar. Sennilegt,
að í skipinu sjeu einhver eld-
fim efni.
Nú.er vafalaust lítil hætta á,
að það fari fyrir mönnum, eins
og íslendingnum, sem var í sigl
ingu erlendis í fyrsta sinni og
hafði klæðst viðhafnarfötum
sínum. Hann kom inn í leik-
hús og þar stóð á áberandi
stað: „No smoking". Nú vildi
svo til að landinn var í fötum,
sem nafnd eru ,,smokingföt“ og
hann hjeit að sá fatnaður væri
bannaður í þessum húsakynn-
um' er hann las auglýsinguna
og flýtti sjer.út!
En frá öryggissjónai-miði
væri heppilegra og vissara, að
hafa viðvaranir eins og „No
Smoking“ einftig á íslensku.
Þá er örugt að það skilst.
•
•
Barnalijálp og gjakl-
eyrrseyðsla.
GJALDEYRIS-SYRGJANDI
vill fá að vita hvort það verði
ckki mikil g.ialdeyriseyðsla í
sambandi við barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna.
Þegar söfnunin var sett af
stað var frá því skýrt, að í-eynt
yrð eftir fremsta megni, að
koma í veg fyrir, að yfirfæra
þyrfti í erlendan gjaldeyri, þær
,gjafir, sem bærust. Átti að
kauoa hjer fatnað og matvæli
inns.nlands fyrir fje það, sem
inn kemur.
Hinu er ekki hægt að neita,
að Mð hlýtur að verða að
minsta kosti óbein gjaldeyris-
eyðsla í sambandi við þessar
gjafir. En það verður aldrei
svo mikið, að ástæða sje til að
sjá eftir því.
Mönnum er alveg óhætt að
leegia fram sinn skerf til barna
hjálparinnar þessvegna.
•
Enn um atvinnu-
heiti kv'enna.
ÞAÐ VAR -UPPHAF þessa
máls í dag, að rætt var um flug
freyiur og nú er þá best að enda
pistilinn með öðru atvinnuheiti,
sem meiri ástæða er til að út-
rýma, en flugfreyjunafninu.
En bað er „frammistöðustúlka".
Daglega er auelýst í blöðum
eftir slíkum konum. Þar á bet-
ur við framreiðslustúlka, þótt
óþjált.sje. Því í veitingahúsum
er b°tra að hafa stúlkur, sem
framreiða fyrir gestina, en hin-
ar, sem standa fyrir framan þá.
MEÐAL ANNARA ORÐA
| Eftir G. /. A. I —-------------——--------------
Það er erfit! að vera æðsfur
ALTAF öðru hvoru heyrir
maður einhvern hafa orð á því,
að þessi eða hinn þjóðhöfðing-
inn hljóti að hafa náðuga og
skemtilega daga. Hann hafi
þjóna á hverjum fingri, gnægð
peninga og geti gert alt, sem
honum dettur í hug. Og svo sje
hann svo valdamikill og áhrifa
mikill, að allir vilji heita vinir
hans. enda sje það hann, sem
taki 'lokaákvarðanirnar í öllum
málum.
Hi.er áður fyr áttlþessi mis-
skilda alsæla þjóðhöfðingjanna
einkum að ná til konunga og
keisara, en í dag dugar jafnvel!
það ekki, og þeir, sem trúa þess
ari vitleysu, gera sjer í hugar-
lund, að allir þeir, sem þjóð-
irnar trúa fyrir æðstu virðing-
arembættum sínum, lifi eiiis og
arabiskir furstar.
• •
MARGT AÐ STARFA.
Sannleikurinn í málinu mun
hinsvegar vera sá, að í dag er
svo komið, að fáir menn hafa
lengri starfsdag nje fleiri á-
.yggjur en einmitt mennirnir,
sem gegna virðingarmestu stöð
unum. Viðfangsefni þeirra eru
orðin svo mörg og frídagarnir
Staifsdagur Trumans er langur
og erfiður
svo fáir, að ósjerhlífnir menn
vnna sig í hel í orðsins fyllstu
merkingu. Roosevelt forseti er
hjer gott daemi. Læknar, sem
rannsakað hafa dauða hans,
fara ekki dult með það, að hann
hefðí átt lengri lífdaga, ef hann
hefði unt sjálfum sjer meiri
hvíldar.
• •
TRUMAN.
Starf eftirmanns Roosevelts,
Trumans forseta, gefur í sjálfu
sjer góða hugmynd um, hversu
erfitt það er orðið, að vera
æðsti maður heillra þjóða.
j Truman, sm sjálfsagt er þekt-
I astur allra þeirra áhrifamanna,
i sem kosnir eru í embætti sín
á lýðræðislegan hátt, „ríkir“
yfir 140 miljón Bandaríkja-
mönnum..
j ' Ilann er viðfeldinn maður og
vinsæll og skyldur hans eru
jafn mai'gar og dagai’nir í ár-
inu. Sannast að segja er svo
j komið, að menn eru komnir á
þá skoðun,. að embættið sje
orðið svo erfitt, að bráðnauð-
, Franah. á bL. 8