Morgunblaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. mars 1948 MORGUNBLAÐIÐ 9 Enn er gert aö gamni EffSr TSbor Koeves MENN gera að gamni sínu hvar sem er í Evrópu. Svo kann að virðast, sem hlátur og glens sje jafn fráleitt innan um eyðileggingu og hungur, og ljettur fuglasöngur í hrollvekju með Boris Kailoff. Samt tekst miljónum karla og kvenna í Evrópu að skopast að örlögum sínum, þó að kuldinn og hungrið sverfi að. Evrópumaðurinn reynir alltaf að sjá eitthvað spaugilegt í til- verunni. I Frakklandi, þar sem menn fá aðeins rafmagn til af- nota annan hvern dag, er raf- magnsstraumurinn kallaður breytiiegur straumur. Evrópumenn gera sjer fylli- lega ljóst íögulegt gilcli Marshall áætlunarinnar, en bæði vinir og andstæðingar Bandaríkjanna hafa verið fyndnir á hennar kostnað, m. a. hefir áætlunin ver ið kölluð „Delerium Trumans". Þegar Tjekka einum var sagt það, að Moskva-menn hefðu kom ið í veg fyrir, að stjórn hans gæti tekið þátt í áætluninni, hugs- aði hann eins og refurinn forð- um „þau eru súr“, og sagði: „Mjer geðjast hvort sem er ekki að þessari Marshall-áætl- un. Hún hefir ýms polition-á- kvæði í för með sjer“. „Jæja?“ „Já, það þarf að borga lánið aftur“. * ★ Frakki gengur inn í veitinga- hús í París, og honum til mikill- ar furðu sjer hann sjaldgæfan rjett auglýstan á matseðlinum: nautakjöt. Það hlakkar í honum, hann tyllir sjer niður, kallar í þjóninn og biður um nautakjöt. Þjónninn hristir höfuðið. „Við höfðum aðeins nautakjöt handa sex manns. Það er því mið- ur allt uppselt“. Viðskiptavinurinn lítur hægt upp. „Segðu mjer eitt, var kjötið meyrt og bragðgott?" 1 Þýskalandi reynir maður einn að kaupa pnnd af kaffi af svarta- markaðs-kaupmanni, sem neitar að selja fyrir peninga. Kaffi er dýrmætur gjaldmiðill, sem hann notar til þess að gre'ða með lækni sínum,. lögfræðingí og,skraddara. „Það er alit í lagi með mig“, segir viðskiftavinurinn. „Jeg er fús til þess að skifta við þig á vörum“. „Og hvað gerir þú?“ „Jeg sje um jarðarfarir“. ★ Gömul kona í Júgóslavíu krýp- ur fyrir framan krossmark og biðst fyrir í ákafa. Kommúnisti gengur þar framhjá. Honum líst ekki sem best á þessar aðfarir gömlu konunnar. „Fyrir hverju ert þú að biðja?“ spyr hann. „Tito“, ansar sú gamla. Komm- únistirm er samt enn tortrygg- inn. „Þú varst vön að biðja fyrir konginum áður, var það ekki?“ spyr hann. „Jú — og við vitum hvernig fór fyrir honum“. ★ Miljónir manna og kvenna í Mið-Evrópu þrá það eitt, að kom- ast eitthvað burt, eins og sjá má af eftirfarandi sögu: 1 Búkarest spurði kona f in vin- konu sína, hvort það væri satt, að dóttir hcnnar væri í þann veg- inn að giftast manni að nafni Radescu. Jú, hin kvað það rjett vera. „Hvernig í ósköpunum gastu fengið af þjer að gefa samþykki þitt til þess ráðahags?" spurði þá konan. „Hann er 30 árum eldri en dóttir þín — hann á ekki tú skilding með gati og þar á ofan er hann heyrnarlaus“. „Já, það getur verið“, svaraði móðirin. „En þú gleymir því, a, hann á belgískt vegabrjef“. ★ Vart getur neitt verra hent eina smu i Gamansögur, sem ganga manna á milli lýsa best hvað fólkið hugsar TIBOR KOEVES, höfundur þessarar greinar um gaman- vísur, sem ganga víða í Evrópulöndum um þcssar mundir, er fjngverji, sem hefur ritað mikið um Mið-Evrópu. Iíann er höfundur bókarinnar „Fjandinn iricð pípuhatí“, en það er ævisaga Franz von Pauens. Frá blysför síúdenta á Karl Johánsgötu. þjóð, en þurfa að þola fjölmenn- an erlendan her í landi sínu. Þess vegna.er auðveit að skilja, að margir „hrandarar“ í Evrópu snúast nú um erlendar hersveitir og hegðun þeirra. Stundum er þetta græskulaust gaman, stund- um er glensið blandið illkvittni og beiskju. Það er gert grín að því, hve bandaríski hermaðurinn er barnalegur, í eftirfarandi sögu: • Jói hermaður sat inni á Café de la Paix. I-Iann var í fínasta skapi og bað um flösku af ljettu víni. „Hvaða tegund viljið þjer?“ spurði þjónninn. „Chateauneuf du Pape, Nuits St. George, eða Romanée-Conti?“ Pilturinn frá Nebraska skældi sig í framan og bandaði með hend inni. „Jeg vil ekki sjá neitt af þessu innlenda sulli,“ sagði hann. „Komdu með besta innflutta vín- ið, sem þið-hafið“. ★ í litlum búðarglugga í Berlín er skilti, þar sem á stendur, að hjer sje töluð enska, franska og rússneska. En ef hermaður kem- ur þangað inn og reynir að tala eitthvert þessara þriggja tungu- mála, skilur enginn, hvað hann er að segja. „Hver talar ensku, frönsku og rússnesku bjer?“ spyr hann þá óþolinmóður. „Viðskiptavinirnir", ansar-eig- andi verslunarinnar. ★ Rússneski hermaðurinn er sí- fellt hafður að skotspæni í Mið- og Austur-Evrópu. Austurrikis- maður einn,*sem sagði að Stalin' hefði gert tvær skyssur: að sýna rússneska hermanninum Evrópu, og sýna Evrópubúum rússneska hermanninn, hefir ef til vill haft rjett fyrir sjer. Menn eru fullir beiskju yfir því, hvernig her- mennirnir hafa rænt og rupiað hvar sem þeir hafa getað komið höndum undir, og þessarar beiskju gætir oft þegar þeir eru að gera gys að rússneska her- manninum. Það er einkum og sjer í lagi eitt, sem Evrópubúar hafa gert grín að í sambandi við hann, og það er hin furðulega ást hans á úrum og klukkum. Svo virðist, sem pilt.arnir frá Mið- Asíu líti á það sem æðsta hnossið | í þessu lífi að eignast úr. I A sljettum Ungverjalands er ' gamall bóndi á akri með ljá sinn, þegar rússneskur hermaður nem- j ur staðar hjá honum og spyr hvað , klukkan sje. Bóndinn styngur orf I inu í jörðina, lítui til sólar, síð- an á skuggann af orfinu, og seg- I ir loks: „Plún er þrjú, sonur sæll“. „Þakka þier fyrir“, svarar her maðurinn, tekur oríið, setur það á öxl sjer, og labbar af stað. ★ Eftirfarandi saga lýsir vel hinu hörmulega ástandi í Evrópu — og enn er gríninu beint að Tito. Hann er í heimsókn í afskektu hjeraði í Bosniu og heldur þar útvarpsræðu. Gamall bóndi dáist mjög að hljóðnemanum, slíkan grip hefir hann aldrei sjeð áður. Hann spýr Tito. hvað þetta sje eiginlega. Tito skýrir fyrir hon- um, að í gegnum þetta verkfæri berist rödd hans alla leið til London og Washingtpn á sama andartaki og„_nann tali í það. Gamli maðurinn fer þess á leit, að lrann fái að tala í þetta furðu- verk. Tito hristir höfuðið. „Hjer getur enginn haldið ræður nema jeg“. „Lof mjer bara að segja þrjú orð“, segir bóndi. Arangurslaust. „Tvö orð“. Tito hristir höfuðið. „En eitt orð“. biður bóndi og marskálkurinn kinkar kolli. Það gat varla verið hættulegt, þó að karlinn segði eitt orð. Bóndi gengur að hljóðneman- um, og hrópar af óllum lífs og sálar kröftum: IIJÁLP! islandi i stúdsnfa í Oslo ÞESS hefur áður verið getið, að norskir stúdentar hjeldu fiöl- mennan .mótmælafund s.l. mánudagskvöld í tileíni af valclai'áni kommúnista í Tjekkóslóvakíu, og ofbeldi því, er kommúnistar hafa beitt gegn háskólakennurum og háskólastúdentum í Prag. En, sem kunnugt er, hafa kommúnistar flæmt kennara og prófes- sora frá háskólanum, og ofsótt stúdenta, sem eru andvígir komm- únismanum. <S>- HANDKNATTLEIKSMÓT ís- lands hefir haldið áfram á hveriu kvöldi þessa viku og einnig fer fram keppni í kvöld. A .miðvikudaginn fóru leik- ar bannig: í meistaraflokki kvenna vann Ármann Tý með 3 :2 og Fram FH með 3:0. — í II. fl. karla vann ÍR Ármann með 7 : 6 og Víkingur Hauka mð 10 : 7U — 1 III. fl. karla vann FH ÍR með 5 : 4 og Fram Víking með 2:1. Á firntudaginn fóru fro.m tveir leikir í meistarafl. karla. Ármann vdnn Víking með 20 : 14 og Valur FH með 24 : 3. I kvöld keppa Ármann og Fram í meistarafl. kvenna, en ennfremur fara fram tveir lei'k ir!í II. fl. karla og tveir í III. fl. karla. Briissel í gærkv. FRESTA vorð í dag fundum Bretlands, Frakklands, Hol- lands, Belgíu cg Luxemburg, sökum þess að þoka tafði ferð tvegaia fundarfulltrúa hineað til Brússel. Næsti fundur ráð- stefnunnar úerður haldinr, í belgiska utanrikisráðuneytinu í dar>' (laugardag). Ráðstefna þessa, sem snýst um bandalag ofangveindra fimm þjóða, mun ganga að ósk um Reuter. Stúdentar Oslo-háskóla söfn uðust saman til fundar á Frið- þjófs Nansens-torgi. Talíð var að þar hefðu verið saman komn- ir um 15.000 stúdentar, konur og karlar. Þessi stúdentafjelög stóðu fyr ir fundinum: Norks stúdentaf je- lagið, Stúdeníafjelag Vinstri- manna, Stúdentaíjelag Ihalds- raanna, Stúdentafjelag Sosial- ista og stúdentar hins kristilega þjóðræknisflokks. Yfirlýsing frá stjórnum þess- ara fjelaga var lesin upp og samþykkt samhljóða. Þar segir: Skerðingin á lýðræoislegum mannrjettindum í Tjekkósló- ! vakíu hefur fyllt norska stúd- | enta gremju og sorg og vakið upp tilfinningar Björnssons j gagnvart undirokuðum Slóvök- j um. | Við lýsum hjer með yfir samúð {okkar með hinum tjekkoslo- ! vakísku próferrsorum, háskóla- i kennurum og stúdentum er í ! dag verða fyrir oísóknum vegna skoðana sinna. Prófessor dr. juris. Kristen Andersen, hjelt ræðu fyrir mann fjöldanum á Friðþjófs Nansens- j torgi, þar sem hann ræddi um ofbeldið, sem nú er framið í Tjekkoslavakíu. Hann komst m. a. að orði á þessa leið. Það er daþurlegt' að heyra um það, sem þar hefur skeð, sagði hann. Harðstjórnin, sem nú rík- ir þar, er í andstöðu við lýð- ræðið. Ekkert gerir menn eins lítilfjörlega eins og auðmýktin og tilbeiðslan gagnvart ofbeld- inu. Síðan kom íram uppástunga á íundinum um það, að ganga í blysför til „Folkets tlus“, en þar "Iröfðu kommúnistar Oslo borgar hátíð þetta kvöld, til þess að fagna viðburðunum í Tjekko- slovakíu (!) Stúdentarnir í blysíörinni hjeldu uppi mörgum áleturs- spjöldum, Þar voru ýmiskonar ávörp, er beint var til komm- únistanna. Voru þau allharðorð. tar síóð m.a.: „Norskir komm- unistar eru landráðamenn“. —- „Kommúnismi er einræoi“. — „Við viljum vestræna stefnu“. — „Nasistar unairbjuggu 9. apríl. Kommúnistar undirbúa annað eins“. — Eurt með Kom- inform“. , Er hinn mikli mannfjöldi staþnæmdist fyrir framan „Folkets Hus“, voru fimm stúdentar kvaddir til þess að íara með samþykkt fundarins til forstöðumanna hátíðarinnar. Kcmmúnistar neituðu að lesa hana upp fyrrr fólki því, sém þar var viðstatt og ljetu svo, sem þeim fyndist hún hlægileg.' En æskulýður Oslo-borgar, er stóö utan við Folkets Hus þ&tta kvöld, söng þar r.orska þjóðsöngínn fullum hálsi svo ómur hans bart til Rússavin- anna innan dyra. Það er talið líklegt, að þetta verði í síðasta sinn, sem sosialdemokrata flokkur Oslo-borgar lánar komm únistum húsaskjól fyrir fagnað- ar-hátiðir af þessu tagi, er Rússaþjónar fagna undirokun þjóða. Sreska kcmmpfiöl- skyléan æffar 1 aiín London í gærkveldi. • TILKYNNT var frá Bucking hamhöll í kvöld, að Georg Bretakonungur, Elizabeth drotn ing og Margaret prinsessa muni fara í opinbera hcimsókn til Ástralíu og Nýja-Sjálands snemma næsta ár. Farið verð- ur sjóleiðis, en Elizabeth prins- essa o;j maður hennar verða ekki með í förinni. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.