Morgunblaðið - 02.04.1948, Page 6

Morgunblaðið - 02.04.1948, Page 6
6 ] MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. apríl 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. j í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Uggur og kvíði á Norðurlöndum Á MEÐAN samningamenn Finna hafa setið í Moskva á íundum með ráðamönnum Sovjet stjórnarinnar hefur vax- andi uggur og kvíði gert vart við sig hjá stjórnmálamönnum og almenningi hinna Norðurlandanna. Sagan hefur verið að endurtaka sig. Rússar hafa enn einu sinni lagt hramm sinn á hina fámennu finnsku þjóð. 1 þetta skiptið er svo látið heita að þeir hafi óskað varnarbandalags við Finnland. En engum dylst, hvað raunverulega er að gerast. Hinir komm- únfstisku valdhafar Sovjet Rússlands láta sjer ekki nægja að hafa hernaðarbækistöðvar í nokkurra kílómetra fjarlægð frá hinni finnskú höfuðborg. Þeim nægir ekki að hafa fengið Porkala hjeraðið til hernaðarþarfa í 50 ár. Svo bráða hættu telja Rússar sjer stafa af hinum finnsku nágrönnum sínum að þeim finnst þeir þurfa að treysta aðstöðu sína enn betur í þúsund vatna landinu. Takmark þeirra er alger undirokun Finnlands. Þetta markmið Rússa fær engum dulist, sem fylgst hefur með því, sem er að gerast. Það er af þessum ástæðum, sem Svíar, Danir og Norð- menn eru nú mjög uggandi um sinn hag. Að hvaða þjóð kem- ur röðin næst? Svíar efla landvarnir sínar hröðum skrefum. Þeir eru sú smáþjóðanna á Norðurlöndum, sem fjölmennust er og auð- ugust. Her þeirra er tiltölulega stór og talinn ágætlega bú- inn að nýtísku vopnum. En sænska þjóðin er engu að síður smáþjóð, sem hefur það markmið eitt að lifa í friði og njóta frelsis síns og frjálslegra stjórnarhátta. 1 Danmörku hefur herþjónustu tími verið lengdur og jafn- vel yfir hátíðisdaga páskavikunnar hefur hinum fámenna danska her verið haldið viðbúnum. Allskonar flugufregnir eru á kreiki um ógeðþekkar kröfur á hendur stjórn landsins. 1 Noregi er ástandið svipað. Einnig þar gætir óvissu og kvíða. Forsætisráðherra landsins hefur lýst því yfir að Norð menn muni ekki beygja sig fyrir nokkrum kröfum, sem ekki samræmist vilja þjóðarinnar o^ stefnu í alþjóðamálum. — Norska þjóðin muni verja frelsi sitt og ekki hika við að leita sjer stuðnings annara til þess. Þannig er ástandið meðal hinna friðsömu þjóða á Norð- urlöndum. Hverjar eru orsakir þess? Kemur nokkrum til hugar að þessar þjóðir hafi sjálfar ófriðaráform í huga? Áreiðanlega ekki. Þær hafa ekki sýnt neinni þjóð áreitni, sem gefið gæti ástæðu tii árásar á þau eða krafna um nauðungarsamninga. Hver er þá orsölc óttans og kvíðans meðal norrænna manna? Engin önnur en sú, sem drepið var á hjer að ofan, yfir- gangur kommúnistaríkisins í austri, nauðungarsamningarnir við Finna, svartnætti og alræði ofbeldisins í þeim rikjum, sem Sovjet Rússland hefur kúgað með „samningum" og svikum fimmtuherdeilda sinna. Smáþjóðir Evrópu lifa nú upp aftur hið nagandi tauga- stríð áranna 1938 og 1939. Óttinn og öryggisieysið setja svip sinn á líf fólksins. Smáþjóðimar eru nú eins og þá vamar- litlar fyrir stálhnefa ofbeldisins. En þær hafa þó eitt, sem er nokkurs virði, reynsluna af undirferli og svikum fimmtu- herdeilda nazismans. Sú reynsla hefur leitt til meiri variiðar gagnvart fimmtuherdeildum hins aiþjóðlega kommúnisma. Danir og Norðrnenn, sem voru grátt leiknir af flugumönn- um Hitlers munu áreiðanlega hafa gát á þeim Níðhögg, sem nú nagar meið sjálfstæðis þeirra og öryggis. En varðar okkur Islendinga nokkuð um það þótt fólk út á Norðurlöndum sje kvíðið um framtíð sína og öryggi? Nýt- ur ekki „einbúinn í Atlantshafi" skjóls einangrunar sinnar? Ekki einn einasti íslendingur treystir lengur því skjóli. r Þessvegna varðar íslensku þjóðin um það, sem er að perast meðal frændþjóða hennar á Norðurlöndum. Þess- vvgna verður einnig thún að varast svikarana, fimmtuher- deildina meðal hennar sjálfrar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Lifnar yfir leik- völlunum. ÞAÐ HEFIR vafalaust farið fyrir mörgum bæjarbúum eins og mjer í blíðviðrinu, að þeir hafa staðnæmst við leikvellina í bænum og hugsað með sjer „ógn er gott að vera barn“. — Það er sannkölluð unun, að horfa á þessa litlu borgara bisa við að róta sandi í kössunum, róla sjer og vega salt. Og það besta við þetta alt er að vita af börnunum öruggum á vissum stað á leikvöllunum. Barnaleikvellirnir eru orðnir margir í bænum og öllum er þeim vel við haldið. Það kostar líka mikið fje úr bæjarsjóði, en ekki þarf að sjá eftir þeim aur- um. Það’þarf fleiri leikvellj í bæinn, en ekki nauðsynlega þessa stóru leikvelli, sem bæjar stjórnin sjer um heldur leik- velli við hvert hús. • Einkaleikvellir. • ÞEGAR NÝ HÚS eru bygð og þeitn eru úthlutað lóðum í nýj- um íbúðarhveríum ætti altaf að gera ráð fyrir barnaleikvöll um, helst við hvert einasta, eða annaðhvert hús. Þorsteinn F. Einarsson á Holtsgötu 37 hjer í bænum hef ir nokkrum sinnum skrifað mjer um þessa hugmynd, sem fleiri og ítnri eru nú farnir að hallast að. Garðarnir eru ekki svo vel hirtir hjá mörgum, að það væri ekki meira virði, að gera þá að leikvöllum fyrir börnin og fá þaú frá hættunni á götunum, en að safna þar rusli og óþverra. Þetta er mál, sem er þess vert að því sje gaumur gefinn. • Otugtarskapur. FYRIR NOKKRU skýrði jeg frá skemdarverkum, sem fram- in voru í skrautgarði við Bjark argötu hjer í bænum. Á einni nóttu voru eyðilögð trje, sem tekið hafði fjölda ár, með um- hyggjusemi og mikilli vinnu, að rækta. En það eru því miður fleiri dæmi um slíkan ótugtarskap. Það eru fjölda margir garðar í bænum, sem hafa orðið fyrir barðinu á skemdarvörgunum. Kona, sem býr við Hring- braut sagði mjer sorgarsögu um hvernig eyðilagt var nýlega í hennar garði. „Það liggur við að maður gefist upp“, sagði kon an. „Við höfum í mörg ár eytt miklum tíma og erfiði í garðinn okkar og vorum satt að segja orðin dálítið stoltar af honum og að minsta kosti töldum við hann ekki til óprýði fyrir um- hverfið. En þá fór þetta svona“. • Hvítmála'ði skúrinn. SAMA KONA sagði mjer frá því, að reistur hefði verið bí’- skúr við hús hennar. Hann var hvítmálaður, en strax fyrsta daginn eftir að búið var að mála skúrinn komu strákar og slettu upp um hann allan kúa- mykju, sem þeir fundu þarna í grendinni“. Já. það er ekki nema von að fólki sárni skemdarverkin. • Staurarnir. í TÍMARITI, sem samtök Góðtemplara gefa út, skrifar einhver nöldurskjóða við og við. Þessi skriffinnur er sífelt að narta í náunga sína, eink- um þá, sem ekki eru í regl- unni. I síðasta hefti tekur þessi rithöfundur upp frjett úr göml um dagblöðum, þar sem sagt var, að ví idrukkinn maður hafi ekið „Chrysler“»bíl á síma- staur. Templarinn kemst að þeirri niðurstöðu, að það væri holt fyrir Sigurð Bjarnason al- þingismann og aðra, sem að öl- frumvarpinu stóðu, ,ásamt hin- um vonda manni. Víkverja, að þeir yrðu að simastaurum, sem drukknir menn í Chryslerbíl- um ækju á. í þessu sama blaði leit- aðj. jeg gaumgæfilega að grein, eða einhverjum leiðbeiningum um hvernig fara ætti að því að fá drykkjumenn til að hætta að neyta áfengis, eða að ráð- um til að bjarga ofdrykkju- mönnum, — En, nei. — Það f.yrirfanst ekki. Það þarf ekki að óska þess að svona fólk verði að staur- um. Það eru staurar, líflausir og andlausir. ^ Skotið yfir mark. HVERNTG STENDUR á þvi, að vel gefið fólk sem hallast að jafngóðum fjelagsskap og póðtemplarareglan er, þarf að láta ofsatrúna fars með sig svo í gönur, að það gerir sig að fíf'um? Hversvegna þurfa menn, sem eiea gott og göfugt mál sífelt að tala um „skítinn í kirkj- unni“, eða „skötuna, sem rak á Þvrli“, í stað þess að snúa sjer að kjarna málanna, sem barist er fvrir. Halda þessir herrar, að á með an þeir rembast eins og rjúpan við símastaura ofstækisins, að þá vinni þeir málefni sínu gagn. Nart og nudd við menn, sem ekki eru á sömu skoðun og góðtemplararithöfundurinr i, bendir ekki til þess að hann viti „hvar Davíð keypti ölið“. MEÐAL ANNARA ORÐA .TÁÝ | ÞAÐ var ánægt fólkið, sem sneri aftur til Reykjavíkur að afloknu páskafríinu og eftir að hafa sleikt sólskinið fyrir norð an og eytt heilum fimm dögum við að gleyma tilbreytingar- leysi skammdegisins í vetur. Það var líka heppið fólkið, sem fór til Isafjarðar og Akureyrar, miklu heppnara en hinir, sem ætluðu norður en ljetu snjóinn hjerna sunnanlands fyrir pásk- ana glepjá sig og hættu við alt saman. Heppnin fylgdi svo sannarlega fólkinu, sem tók sjer far með Esjunni til ísa- fjarðar og langferðabílum Ferðaskrifstofu ríkiálns til Ak- urevrar. • • SÓL OG SUMAR. Það var sól og sumar á báð- um sjöðunum. Á Akureyri var hitinn raunar urr\ tíma svo mik- ill, að við lá að Reykvíkingun- um þætti nóg um, já, og reynd- ar Akureyringunum líka, þótt þeir hafi ekki verið orðnir jafn gegnumblautir af rigningunni og við hjerna sunnanlands. • • SKÍÐABORG. Akureyri var annars fyrsta flokks „skíðaborg“ dagana, sem skíðamótið þar stóð yfir. Það má heita að annar hver maður á götum úti hafi verið í skíða- fötum, og sú klukkustund leið varla, að yfirfullar bifreiðar af Sól yfir Norðurlandi. skíðafólki brunuðu ekkj út úr bænum til fjalla. Og umræð- urnar snerust mestmegnis um snjó og skíði og brun og svig, ásamt margtuggnum setningum um sólina og hitann og „þessa makalausu blíðu“.‘ • • 14 STIG. Og blíðviðri var það! Mælir- inn á KEA sýndi 14 stiga hita í forsælunnj einn daginn fyrir hádeyi, og jafnvel endurnar og svanirnir á litlu tjörninni fyrir neðan sundlaugina virtust varla geta risið undir steikj- andi sólargeislunum. Svanirnir dottu.ðu á tjarnarbakkanum og endurnar svömluðu letilega um pollinn sinn og litu ekki einu sinni við öllu brauðinu, sem flaut alt í kringum þær. Og þeir„sem lögðu leið sína níður t að tjörninni litlu, báru sig eig- inle.ga engu betur, nema þá einna helst yngstu börnin, sern ekkert veður virðist geta haft | áhrif á. • • SÓLGUÐINN. j Og þó voru allir sammála um, að það væri einmitt sólin og hitinn og heiðskír himininn, j sem fyrst og fremst bærj að ! fagna þarna á Akureyri. Þaðl var eins og fólk ætti erfitt með að fara inn í hús eða standa í skugga, eins og það tímdi ekki að láta einn einasta af þessum dásamlegu og langþráðu sólar- geislum fara forgörðum. Og þess vegna leitaði það upp til fjallanna alt í kringum Akur- eyri, gekk í hópum upp fjalls- hlíðarnar og snjóbreiðurnar og gætti þess vandlega -að snúa andlitinu sem best og oftast beint á mótj sólinni. Og þarna fyrir norðan var sólin um pásk ana því einskonar guð, sem all- ir tignuðu og allir sungu um og allir vildu eiga í sem ríkustum mæli. Brunaboðarog símar Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var rætt um nauðsyn þess, að íbúarnir í úthverfunum fái síma áhöld og lagningu brunásíma- kerfis um þau. Björn Bjarnrson hóf umræð- um málið. Bæjarstjórn samþ. að skora á póst, • og símamála- stjórnina, að gera sitt ítrasta til að koma þessum málum sem fyrsf í kring. Rannsaka vinnuskilyrði pólskra námumanna LONDON: Nefnd breskra námu- manna er nú í heimsókn í Pól- landi, til þess að athuga vinnu- skilyrði námuma.nna þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.