Morgunblaðið - 12.08.1948, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.08.1948, Qupperneq 2
2 MORGUNBL4ÐIB Fimmtudagur 12. ágúst 194ÍÍ, Reykjavíkurstúlkan, sem vorð húsgagnasmíðameistari Stutt samtal við Ragnheiði Berthelsen MIG langar til aS kynna þig fyrir einu íslensku konunni, sem lagt hefur stund á trje- smíðar, sagði kunningi minn við mig um daginn er við hitt- umst í Austurstræti. Mjer fanst þetta einkennilegt, og hjelt að hann væri að gera að gamni sínu, svo jeg sagði, að þá myndi jeg um léið geta kynnt hann fyrir eina Islend- ingnum, sem skriðið hefði á sundboi yfir Vatnajökul. „Þetta er dagsatt, þessi kona er fædd hjer í Reykjavík. Ragn heiður Berthelsen heitir hún. Faðir hennar var Nikolai Bert- helsen, sem var málari og vann hjer í Reykjavík um margra ára skeið!i. Margir hinna eldri Reykvík- inga, ’ þekktu Berftielsen mál- afta. Hann mun hafa komið hingað til lands árið 1879. — Hann tók þegar að leggja stund á húsamálun. Hann mál aði t d. Landlæknisbústaðinn við Amtmannsstíg, fyrsta ár- ið sem hann dvaldi hjer. Einn- ig málaði hann Dómkirkjuna, og margar fleiri opinberar 'byggingar. Ragnheiður Berthelsen vann :með föður sínum við húsamál- unina og einnig Ásta Árna- dóttir, málarameistari,' sem nú er vestur í Ameríku. — Þær sáust oft í stiganum með Betr- helsen málara, sagði þessi kunningi minn, sem er kunnur :maður hjer í bænum, enda inn fæddur Reykvíkingur. •— Jeg lofaði honum, að jeg skýldi fara með honum til þess- arar einkennilegu konu, sem hefur heldur kosið að handleika hamar og sög, en nál og enda. 28 áya fjarvera. Ragnheiður Berthelsen virt- ist mjer vera mjög yfirlætislaus Hún sagði mjer sjálf, að hún væri orðin sextug, en je,g var þá með sjálfum mjer búinn að giska á að hún væri fimmtug. Henni þykir sýnilega . mjög vænt um fæðingarbæ sinn, og hún sagðist t. d. sárt sakna gömlu steinbryggjunnar. En nú eru liðin 28 ár síðan hún var hjer síðast á ferð. Húsið sem hún er fædd í stendur enn, Kirkjústræti 10, en það hús var kent við Kristján Þorgrímsson forleggjara og þótti Ragnheiði sem hún hitti gamlan vin, er hún jgekk að tröppum hússins, daginn sem hún kom. Ragn- heiðúr hefur dvalið hjer um nokkura vikna skeið, en um næstu helgi fer hún aftur til Danmerkur og tekur þá á ný til við húsgagnasmíðina. Þannig geta gömul hús haft sín áhrif. Við fórum nú að tala um æfi- starf hennar, trjesmíðarnar. Ragnheiður sagði mjer, að það væri húsgagnsmíði, sem hún hefði lagt fyrir sig. Fjekk ung áhuga á smíðum. „Þegar jeg var lítil telpa, þá hafði jeg miklu meiri ánægju af að smíða stóla cg borð í brúðu hús, en að leika mjer að brúð- unum. Jeg hafði unun af því að smíða. Ragnhciður Berthelscn. Jeg sótti það mjög fast, að fá að leggja stund á húsgagna- smíði, er jeg yrði eldri, Það fór líka svo. Þegar jeg var fjórtán ára gömul kom faðir minn mjer til náms í húsgagnasmíði hjá Kristjáni Kristjánssyni hús- gagnasmiði. Jeg var hjá hon- um um tveggja ára skeið. — Þótti ekki fólki hjer í bæn um þetta einkennilegt uppá- tæki? Jú, því var ekki að leyna, og sumum fanst það ganga hneyksli næst, og jafnöldrur mínar þær skopuðust stundum að mjer. Én jeg ljet mjer það í ljettu rúmi liggja. Það hefi jeg altaf gert. Meðal colleganna hef jeg orðið þessa vör, en þá hefi jeg s.varað líku líkt. í Danmörku og Frakklandi. Þjer lukuð sveinsprófi hjer? Nei, jeg fór til Danmerkur eftir tveggja ára nám hjá Kristjáni og í Danmörku lauk jeg námi og tók sveinspróf. Ragnheiður hefur síðan dval ið lengst af í Danmörku, einnig í Frakklandi, en þar var hún um 11 ára skeið, frá 1921 til ’32. Hún sagði mjer, að er hinni fyrri heimsstyrjöld lauk, hafi margar danskar konur byrjað nám í húsgagnaiðnaðinum, en þær þættu allar námi. Þær gift ust flestar. Ein kona var í Dan- mörku önnur, sem sveinspróf hafði en hún er nú dáýi fyrir nokkrum árum. Eins og stendur er RagnheiðUr Berthelsen eina konan í Danmörku, sem leggúr stund á husgagnasmíði. Um hvort hún sje einasta konan á Norðurlöndum skal látið ósagt, en margt þykir þó benda til að svo sje. Ástæðan til þess, að Ragn- heiður lagði leið sína til Frakk- lands, var sú, að eftir fyrri heimstyrjöldina var atvinnu- leysi ríkjandi hjá dönskum hús gagnasmiðjm, ep aftur á móti mikið að starfa fyrir þá í Frakk landi. Eins og ýmsir aðrir, er lagt hafa leið sína til annara landa, þá var hún mállaus er hún kom til Frakklands. Þó Frakkland sje fjölmennt land, þá var Ragnheiður eina konan I sem lagði stund á húsgagna- :j smíðar. A. m. k. var það svo, í París þau 11 ár sem hún dvaidi í beirri borg. Eins og okkur hjer héima, þótti Frökk- um er kynntust Ragnheiði, j mjög einkennilegt, að hún j skyldi leggja fyrir sig hús- gagnasmíði. Árið 1932 hvarf Ragnheiður aftur til Danmerkur og hefur síðan unftið' þar. Nú síðast við Palace Hotel, er hefur fjölda iðnaðarmanna í sinni þjónustu. Jeg spurði Ragnheiði, hvort hún hefði nokkuru sinni harm- að, að hafa lagt inn á þessa braut. Hún sagði síður en svo. „Mjer hefur fallið það betur með hverju ári“. —Sv. Þ. Sex konur fá styrk úr Menningar- og minningarsjóði kvenna Sjóðurinn nesnur nú 116 þús. króiuon Skipulagsnefnd Akureyrar kosin Akureyr* miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. Á BÆJARRÁÐSFUNDI, sem haldinn var nýlega, var skipuð skipulagsnefnd fyrir Akureyr- arkaupstað. Nefnrin er skipuð fjórum mönnum, og eiga sæti í henni þessir menn: Svavar Guðfnunds son, bankastjóri, Jóhann Þor- kelsson, hjeraðslæknir, Þor- steinn ,M. Jónsson, skólastjóri og Tryggvi Helgason, útgerðar maður. Verksvið nefndarinnar er talið vera það, að athuga á- samt bæjarstjóra og bæjar- verkfræðingi, skipulagstillögur um ýmsar framtíðarbyggingar í bænum. Að sögn þeirra manna, er best til þekkja, hafa skipulags- tillögur skipulagsnefndar ríkis ins oft þurft mikilla athugana við og brevtinga. En fyrir bæj- arstjórnina er erfitt að anna því að setja sig inn í slíkt. — H. Vald. Fjármálafrumvarp ; Reynauds samþykf París í gærkveldi. FJÁRMÁLAFRUMVARP Rey- 1 nauds hefir nú verið samþykt af fulltrúadeild franska þings- J ins, og í dag hefir fjármála- nefnd efri deildarinnar haft frumvarpið til athugunar. — Eins og áður hefir verið skýrt frá, fér Reynaud fram á mjög aukið vald í efnahags- og fjár- 1 málum landsins, í frumvarpi þessu og til þess að það beri . árangur er nauðsynlegt fyrir hann, að vinnufriður haldist í landinu. — Komm- ■ únistar hafa barist gegn frum- J varpinu með oddi og egg, en hefir orðið lítið ágengt. — Reuter. STJÓRN menningar og minn- ingarsjóðs kvenna veitti 21. júlí s. 1. 6 umsækjendum alls 11 þúsund krónur. Veittar hafa verið úr sjóðnum síðan hann tók til starfa sumarið 1946 alls 30 þúsund krónur til margs- konar verklegs og andlegs náms við háskóla og aðrar æðri menntastofnanir. Að þessu sinni hlutu styrk úr sjóðnum: Þórunn S. Jóhannsdóttir, sem þrátt fyrir að vera ekki eldri að árum en átta ára, er orðin öllum landsmönnum kunn fyrir hina frábæru músik-gáfú sína og stundað hefur nú um tveggja ára skeið nám við ,,The Royal Academy of Music“ í London, kr. 2000.00. Guðrún Á. Símonar, hefur stundað um þriggja ára skeið alhliða söngnám við „The Guild hall Sehool“ í London, og getið sjer besta orð við námið fyrir framfarir, ástundun og reglu- semi. Hún ætlar að ’ stunda á- framhaldandi nám í óperu og konsertsöng á Ítalíu eða í Lon- don. Kr. 2000.00. Inga Sigrún Ingólfsdóttir, Tjarnargötu 10A, Reykjavík til áframhaldandi náms í fimleika fræðum og sjúkraleikfimi. Hún hefur stundað undanfarið nám við „Liverpool Physical Train- ing College“, Liverpool við góð an árangur, kr. 2000.00. Valborg Elísabet Hermanns- dóttir, Lokastíg 16 Reykjavík, til framhaldsnáms í Lyfja- fræði. Kr. 2000.00. Anna Jórunn . Loftsdóttir, Hringbraut 68, Reykjavík til náms í spítalastjórn og kennslu og mun hún stunda þetta nám við háskólann í Árhúsum. Kr. 1500 00. Gunnfríður Jónsdóttir, Freyju götu 41, Reykjavík. Styrk til utanfarar á Norðurlandasýn- ingu kvenna í höggmyndalist. Kr. 1500.00. Tilgangurinn. í skipulagsskrá sjóðsins fjórðu grem stendur: Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna: Með því að styðja konur til framhaldsmenntunar við æðri menntastofnanir, hjerlendis og erlendar, með náms- og ferða- styrkjum. Ef ástæður þykja til, svo sem sjerstakir hæfileikar og efna- skortur, má einnig styðja stúlk- ur til byrjunarnáms, t. d. í menntaskóla; með því að styðja konur til framhaldsrannsókna, að loknu námi, og til náms og ferðalaga til undirbúnings þjóðfjelags- legum störfum,.svo og til sjer- náms í ýmsum greinum og ann- arra æðri mennta; með því að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlauna rit- gerðir, einkum um þjóðfjelags- mál, er varða áhugamál kvenna þó skulu námsstyrkir sitja í fyr- irrúmi meðan sjóðurinn er að vaxa. Komi þeir tímar, að konup og karlar fái sömu laun fyrin sömu vinnu og sömu aðstæðnq til mer.ntrnar, efnalega, laga- lega og samkvæmt almennings áliti, þá skulu bæði kynin hafú jafnan rjett til styrkveitingsj úr sjóðnum. I ' Tekjurnar. Tekjur sjóðsins eru dánar og minningargjafir, áheit og aðrarj gjafir, tekjur af ýmsri starf- semi í þágu sjóðsins og vextir. Sjóðnum óx brátt fiskur urrl hrygg, — svo að frá því að verá rösk 26 þúsund er skipulagsskráj hans var staðfest sumarið 1945^ er hann nú orðinn kr. 116 þús, Verkefni sjóðsins er víðtækt og þörfin fyrir að veita efnalitlumt stúlkum aðstoð til íramhalds- náms bæði andlegs og verklegs! auðsæ, vegna aðstöðumunarl karla og kvenna á vinnumark- aðinum við allflest störf. Yfiri 30 minningargjafir hafa boristi í sjóðinn og er nú Verið af| prenta mynd og æviágrip þeirrá kvenna, sem minnst hefur verifS með minningar- og dánargjöf- um. Bók þessi er í mjög stóril broti óg á að vera með útskorn- um spjöldum og liggja frammf. á Landsbókasafninu, Háskóla- bókasafninu og ef til vill fleirl stöðum. Hverri konu er ætlaðf eitt blað í þessari bók og meirái ef sjerstök ástæða þykir til. —* Gæti þessi bók orðið merkileg heimild síðar meir um íslenskarí konur, bæði þær sem unnið hafá störf sín á opinberum vettvangl og eigi síður hinar, sem unnicS hafa allt sitt starf eingöngu im3 an vjebanda heimilisins, og a£- kastað þar miklu og verðmætrj dagsverki fyrir þjóð sína. Sjóð- urinn er stofnaður í?/rir for- göngu Bríetar Bjarnhjeðinsdótfi ur og Kvenrjettindafjelags Is- lands og starfar á vegum fjelagsj ins. Landsfundur kvenna kýs stjórií f jórða hvert ár samkvæmt skiptj lagsskrá sjóðsins. Kvenrjett- indafjelag íslands beitir sjeij fyrir árlegri f jársöfnun, sem fefl fram 27. sept. Eru þá seld merkl um land allt. ! Fer sú fjársöfnun að % til út- hlutunar en hitt í fasta sjóðinn, Þegar sjóðurinn er orðinn kr, 150 þúsund, má verja helming* árlegra vaxta til styrkveitinga, Einnig hefur sjóðurinn rninning- arspjöld og ganga tekjur af þeirrj einnig áð þrem fjórðu til út- hlutunar, en rennur í fasta- sjóðinn. \ Þakkarskuld Stöndum við íslenskar konuð sem oftar í þakkarskuld við þæij Laufeyju Valdimarsdóttur og Ingu Lárusdóttur, sem lögðu sí<3 ustu hönd á skipulagsskrá Menrl ingar- og minningarsjóðsins, Framh, u bUu 8»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.