Morgunblaðið - 12.08.1948, Side 12

Morgunblaðið - 12.08.1948, Side 12
TEÐURÚTLITIÐ (Faxaflói); _ NORÐ-VESTAN gola, úr- komulaust og Ijettskýjað síð- jdegis. 188. tbl. — Fimmtudagur 12. ágúst 1948. SKYNDIFERÐ tii New Yorls „Gullfaxa“ Flugfjelags íslands. með „Gullfaxa“ Flugfjelagg íslands. — Grein á bls. 7. Hundruð húseigenda hafa vanrækt að hreinsa lóðir sínar | Bærirni iæfur hreinss jjær á kostnað húselgenda ÞAÐ verður haldið áfram að hreinsa til í Reykjavík, þar til þrifnaðar og hollustuháttum verður komið í viðunandi horf, sagði dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir, í viðtali við blaðamenn í gær um lóðahreinsunina ,sem fram hefur farið hjer í bænum í sumar. í dag verður byrjað að hreinsa til á lóðum þeirra hús- eigenda, sem vanrækt hafa að gegna þeirri borgaralegu skyldu, að hreinsa lóðirnar við hús sín. Svo sem kunrugt er, hófst^ inokkru fyrir þjóðhátíðardag- inn mikil herferð gegn hvers- konar rusli og óþrifnaði við hús hjer í bænum. Bæjarbúar tóku þesari sókn yfirleitt vel og -að því er mennirnir, sem vinna í öskuhaugunum sögðu, hefur aldrei annað eins af rusii bor- ist þangað Margir daufheyrðust Margir húseigendur í bæn- um daufheyrðust þó við til- kynningu bæjaryfirvaldanna um skyldur þeirra til að láta hreinsa lóðir sínar. — Þessum tnönnum var gefin frestur til 1. júlí s.l. Var þeim tilkynnt, að af þeim tíma liðnum, mundi fbærinn láta hreinsa lóðir þeirra á þeirra kostnað. JJndanfarna daga hafa svo eftirlitsmenn við lóðahreinsurí- ina farið um bæinn og kannað ióðir þær, er hlut áttu að máli þann 1. júlí, er fresturinn var útrunninn. Hundruð lóða eru óhreinsaðar Það hefur komið í Ijós, að iiundruð húseigenda hafa ekki direinsað til á lóðum sínrnn, þrátt fyrir margendurteknar tilkynningar borgarlæknis og lögreglustjóra. Nú hefur mönn um þeim, er hjer eiga hlut að •»náli, verið tilkynnt brjeflega, í ábyrgðarjósti, að án frekari aðvörunar muni bærinn láta hreinsa til á lóðum þeirra og jafnframt var þessum mönnum Verða að greiða allan kostnað Eins og fyrr segir, þá skipta þeir húseigendur hundruðum, sem fengið hafa tilkynningu um að ióðir þeirra verði hreinsaðar an frekari aðvörunar og þeim gert kunnugt um að þeir fengju sjálfir að borga brúsann. Þessir húseigendur ættu því nú þegar að hreinsa sínar lóðir sjálfir, áð- ur en að til aðgerða af hálfu þess opinbera kemur. Á þeim lóðum, sem bærinn lætur hreinsa til á, verður gjald- ið miðað við vinnubók fíokks- stjórans, sem halda á skýrslu yfir vinnu við hverja einstaka lóð. Síðan verður húseigendum sendur reikningur í pósti, en hann eiga þeir að greiða í bæj- arskrifstofunum. Ef til vanskila kemur, verður gjaldið innheimt með lögtaki. Blaðamenn spurðu borgar- læknir, hvaða ráðstafanir bær- inn myndi gera, gegn rottuplág- unni, sem á s.l. ári hefur aukist ægilega hjer í bænum. Borgarlæknir sagði, að hann hefði þetta mál til athugunar og kvaðst sennilega myndi leggja til að bæjarráð veiti fje til rottueyðingar nú á næsta hausti, því öllu lengur mætti næsta rottuherferð ekki dragast. M.s, Bjamarey verður fyrir vjelbllun Djúpavík, miðvikudag. Frá frjetfaritara vorum. VJELSKIPIÐ Bjarnarey frá Hafnarfirði, varð fyrir alvar- legri vjelbilun við Selsker í gær. Skipið var á siglingu, er stór viðarbútur, rekaviður, lenti í skrúfu þess. Við það brotnaði skrúfan af og sökk til botns, en öxullinn hrökk í sundur. Bjarnarey var dregin hingað inn og var með um 1500 mál síldar, en landað var við verk- smiðjuna. Viðgerð getur ekki farið fram á skipinu 'hjer og hefur m.s. Skálafell verið feng ið til að draga skipið til Hafn- arfjarðar. Dcttifossi híeynt af stokkunum. Ummæii versiunarráð- herra Belgíu ./ Haag í gærkvöldi. í FYRIRLESTRI, er verslunar- málaráðherra Belgíu flutti hjer í dag, ljet hann svo ummælt, að allt efnahagskerfi Evrópu þyrfti endurskoðunar við. Hann stakk einnig upp á því, að verslun yrði auðvelduð milli Evrópulanda með því að breyta greiðslu- Bjðmson-feðgamir FYRIR NOKKRU voru þeir Gunnar Björnsson, fyrverandi skattstjóri í Minneapolis og synir hans fjórir, Hjálmar, Valdimar, Björn og Jón heiðr- aðir af ritstjórafjelagi eystri bygða Minnesota-ríkis, fyrir framúrskarandi frammistöðu á sviði blaðamennskunnar. Tveir aðrir blaðamenn voru heiðr- aðir um leið og hlutu þeir, sem heiðraðir voru, heiðursskjal. Blöðin í Minnesota geta þeirra Björnson feðga lofsam- lega í tilefni af þessum heiðri, sem þeir hlutu og minnast þess, að þeir hafa fengist við blaða- mensku í fylkinu í 40 ár með sóma fyrir sálfa sig og fylkið. Síldveiðiflotinn aðgerð- arlaus í svarta þoku Nckkur góð kösl við Horn Siglufirði í gærkvöldi. Frá frjettaritara vorum. SVARTA ÞOKA hefur verið fyrir öllu Norðurlandi í allan dag og hefur síldveiðiflotinn ekkert getað athafnað sig. Skip, sem þurfa að leita hafnar verða að biðja um miðun á fárra mínútna fresti og um veiði er ekki að ræða í dag, þar sem þokan er svo dimm, að ekki kæmi til mála, að senda báta frá skipi í slikri þoku, jafnvel þótt síldar yrði vart. Nokkur veiði við Horn. Áður en þokan skall á í gær kvöldi (þriðjudagskvöld) varð vart síldar við Horn og komust nokkur skip í þá veiðihrotu, en ekki munu þau almennt hafa fengið mikinn afla. Rifsnes mun vera þeirra skipa afla- hæst, sem þarna voru. Fjekk það 1100 mál. önnur skip eru í dag á leið til Skagastrandar Hjalteyrar og Djúpavíkur og annara síldveiðihafna, en ekki er vitað um afla þeirra ennþá. Til verksfniðjanna í Siglu- firði hafa borist rúmlega 1000 mál síðastliðinn sóiarhring. Hæstan afla hafði Sleipnir, 700 mál, sem veiddust við Hórn. Síðasta sólarhring voru salt aðar 1092 tunnur hjer í Siglu firði og 1313 annarsstaðar á landinu. Er þá alls búið að salta 26141 tunnu á þessu sumrx á móti 28909 á sama tíma í fyrra. Hjalteyri. I gær lönduðu á Hjalteyri Sindri 126 mál, Sverrir 31 og Þristur 95. Nýi Dettifoss verður fagurt skip Lýsing á skipi imskip, sem hleypt var af i s.l. flmmhidag EINS OG GETIÐ hefur verið í frjettum var „Dettifossi“ hinum nýja hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Burmeister & Wain í' Kaupmannahöfn. Ungfrú Margrjet, dóttir Guðmundar Vilhjálms sonar forstjóra, skírði skipið ,,Dettifoss“. Viðstaddir þessa athöfn voru Jón Guðbrandsson forstjóri í Höfn og frú hans, Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og frú, Ludvig Storr konsúll og frú, fulltrúar frá sendiráði íslands í Kaupmannahöfn, og frá Bur- meister & Wain voru meðal annars C. A. Möeller verkfræðingur, og forstjórarnir G. Dithmer og H. Carstensen. Systurskip Goðafoss. Dettifoss verður 1 aðalatrið- um eins og Goðafoss. Lengd skipsins er 290 fet og breidd 46 fet, brúttósmálestatala skips ins Verður 2950. Það á að geta gengið 15 mílur fullhlaðið. Smíði skipsins er samkvæmt fyrirmælum Lloyds í hæsta flokki og plötur í byrðing eru rafsoðnar þar sem hægt var að koma því við. Ibúðir skipverja eru á milli- þilfari miðskips og aftur á. — Herbergi háseta og vjelamanna eru allt eins manns herbergi. Rúm er fyrir 12 farþega mið- skips í tveggja manna klefum. Borðstofa farþega er undir brúnni og get 16 manns borðað í einu, en reyksalur tekur 20 manns í sæti. Lýsing og loft- ræsting er samkvæmt nýustu tísku. i Nýustu öryggis- og siglingatæki. Dettifoss verður búinn öll- um nýustu og bestu siglingar- og öryggistækjum. Sími er um allt skipið. Loftskeytastöðin hefur stuttbylgju og langbylgju sendir og móttakara og talstöð. Vjelar skipsins eru einnig mjög fullkomnar og hinar bestu sem völ er á. Ráðgert er að Dettifoss verði fullsmíðaður um áramót. Ráðsfefna sáífræðinga London í gærkvöldi. ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA sál- fræðinga hófst hjer í London í dag. Hana sitja fulltrúar frá 300 fjelögum í 20 löndum. — Reuter. Hafa merkl 3000 síldar Raufarhöfn, miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. ÁRNI Friðriksson fiskifræð- ingur, norski fiskifræðingurinn Aase og Hilmar Kristjónsson, hafa undanfarið dvalið hjer við síldarmerkingar. Til þessa hafa fiskifræðing- arnir merkt rúmlega 3000 síld- ar, e nþeir munu halda merk- ingunum áfram, og munu þær fara fram á Þistilfirði. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.