Morgunblaðið - 24.08.1948, Page 5

Morgunblaðið - 24.08.1948, Page 5
[ Þriðjudagur 24. ágúst 1948 MORGIJTSBLAÐIÐ versvegno þarf að fækka stjórnmálaflokkum? JEG HEFI nokkrum sinnum rætt það hjer í blaðinu, hvílík nauðsyn væri á þv'i, að stjórn- inálaflókkarnir hjer á landi Vfpru helst ekki nema tveir. Jeg hefi fært rök að því, að Fram- Sóknarflokkurinn er stefnulaus flokkur og á engan málefnis- legan tilverurjett og ætti að falla úr sögunni. Mjer hefur verið borið það á fcrýn, að þetta væru pólitískar öfgar, það væri sprottið af óvild tií þess flokks og þeirra manna, sem um er að ræða. Þessi er ekki orsökin, heldur er hún sú, að jeg tel það hið allra þýðingarmesta þjóðmál, sem til er, að flokkunum fækki. Það tala margir um pólitíska og fjármál&lega spillingu. Er þar að vísu oft meira gert úr en rjett er. En þó er þetta til og allra he’sta orsökin er sú, að stjörnmáiaflokkarnir eru of margir. Þar er undirrót flestra þein’a meinsemda, sem mest er um talað. Við Élendingar skipum fá- mennasta ríki veraldar og það er heimskulegra en flest annað, að svo fámenn þjóð skipti sjer í fjóra andstæða stjórnmála- flokka. Það gerir ekkert annað en ógagn og tjón. Með miklum rjetti má segja, að hið sama gildi um fjölmennari þjóðir, þó ekki sje það eins átakanlegt. Reynsian hefur og sýnt, að und- irrót óstjcmar og vandræða í öllum löndum eru of margir flokkar. Þar er að finna eitur og banamcinsemd lýöræðis og mannfrelsis um heim allan. Fyr eða síöar fev svo í flestum lönd- um, að margir flokkar leiða til ofbeldis og einræðis í einni og annari myncl. Þingræðisfyrirkomulag nútím ans bvggist á því, að aðeins tveir flokkar sjeu 'i hverju landi ,og sá þeirra ráði, sem meiri hluta kjósendanna fylgir við almenn- ar alþingiskosningar. Með þeim hætti er það eitt fjelag, einn flokkur, sem ábyrgðina ber og yerður að ráða úr þeim vanda- málum, sem að höndum ber á hverjum tíma. Ef vel og vitur- lega tekst, þá nýtur flokkurinn traustsins áfram, ef ekki, þá fær hinn flokkurinn meiri hluta og valdið fer í hans hendur. Á þennan hátt er best fyrir því sjeð, ao ráðandi menn sýni fulla ábyrgðartilfinningu í starfi sínu. Þegar margir flokkar bera ábyrgð á ríkisstjórn, þá er miklu sneiri hætta á því, að samábyrgð spillingarinnar verði um of hið ráðandi vald. Þess eru mörg dæmin víðsvegar um lönd og fyrir það er ekki hægt að synja fcjer á landi. Af hverju eru þingin löng? Eitt af því sem fundið er að sneðal alþjóðar er það hve þing- 3n sjeu löng. Menn furðar á stutt um þingfundum daglega, litlum Ufköstum og löngum þingtíma. Allt er þetta nokkuð eðlilegt. En undra fáir gera sjer grein fyrir aðal orsökinni. Sumir fár- ast yfir málæði þingmanna, það - er of löngum umræðum. Þegar fceim er bent á, að það sjeu hreinar undantekningar, ef um- Eftir Jón Pálmason alþingismann Yfirleiít er það svo, að flestar’ meinsemdir, sem rætt er um í sambandi við Alþingi, eru sprottnar af því hvernig þjóðin skilar þinginu, kosningu eftir kosningu. Höfuðatriðið er það, ao flokkarnir eru of margir, en ekki hitt, að þeir menn sem á þinginu eru sjeu ekki sæmilega starfhæfir menn upp til hópa. í öllum flokkum okkar Alþingis, eins og það er nú, eru til mjög vel menntaðir og gáfaöir menn. En þingið nýtur sin ekki sem skyldi af því, að þar er enginn samstæður meiri hluta flokkur til. Svo hefur og verið alla götu síðan 1927, að undanteknum ár- unum 1931—33 þegar Fram- sóknarflokkurinn hafði hreinan meiri hluta. Þá riðlaðist hann að vísu eins og kunnugt er, en orsökin var stefnuleysi og brask ara tilhneiging sú hin sama, sem allt af hefur einkennt þann flokk. Samstjórn tveggja eða þriggja flokka eins og lengi hefur verið hjer er meingallað fyrirkomu- lag. Með þeim hætti fer mest af tíma Alþingis í samninga milli floklra um afgreiðslu., kröfur á víxl, afslætti, borgun sitt á hvað o. s. frv. Oftast verður svo end- irinn sá, að flestir eða allir verða óánægðir og alltítt er það, að hagsmunamál flokkanna éru að lokum hærra sett í stigum, en hitt hvað er hinn raunverulegi alþjóðar hagur. Margir hafa án efa veitt því athygli, að eitt af því sem flokk- arnir og málsveinar þeirra deila mest um er það hvað af því sem illa hefur gefist sje þessum að kenna og hvað hinum. Það er oftar rætt og ritað meira um það hvað hver stjórn og hvert þing hafi gert illa en vel og milli flokka genga fflöguxnálin á víxl. Á sama hátt sem þetta gengur á Alþingi svo gengur það líka oft í samsteypustjórn. Það mun fara nokkuð mikið af tíma hverrar samsteypustjórnar í samninga milli flokka. Orsök nefndafjöldans. Eitt af því sem all mikið er um talað nú á tímum er allur sá fjöldi nefnda og ráða, sem sett hefur verið á fót á síðari árum. Allt þetta kostar ógnar fje og veldur allra handa örðugleikum og vafningum í allri opinberri starfsrækslu. En menn gera sjer ekki almennt grein fyrir því af hverju allar þessar nefndir hafa verið settar á með lögum og án laga. Orsökin er aðallega ein. Sú hin sama, sem allsstaðar er til meins, þ.e. flokkafjöldinn. — Samstjórn þriggja flokka þarf allt af að hafa menn úr öllum flokkunum í hverri nefnd og hverju ráði. Það var á tímabili í nokkuð mörgum lögum sú fasta klausa*„að þessa stjórn skyldu skipa þrír menn sinn úr hvorum stœrstu flokka Alþing- is“. Þetta hefur nú breyst s'iðan Sósíalistaflokkurinn varð stærri : 'æður tefja þingið svo að það en Alþýðuflokkurinn. En spilið margra flokka stjórnar. Minnsti flokkurinn í þinginu, mun hafa alla starfshæfa menn, sem hon- um fylgja að málum, í nefndum og ekki svo fáa í mörgum nefnd um. Þar með er ekki sagt að hann hafi hlutfallslega færri starfshæfum mönnum á að skipa en aðrir ílokkar. Væri í landinu stjórn eins flokks, sem hefði öruggan meiri hluta, þá mundu allar þessar nefndir afnumdar. Þær fram- kvæmdir er þær annast mundu ráðuneytin taka að sjer, og að svo miklu leyti, sem þau skorti tíma eða hæfni til þess, þá væru hvert verkefni fengið í hendur einum manni.'sem hefði mennt- un eða hæfileika þar íil. Þannig yrði framkvæmdin öll miklu einfaldari, ódýrari og í alla staði betri fyrir almenn- ing. Þar er sú eina rjetta leið. Allt þetta viðurkenna flestir stjórnmálamenn þegar málið er rætt við þá persónulega og eins og gefur að skilja eru Fram- sóknarmenn þar engin undan- tekning. Er meðal annars óhætt að vitna til þess, sem tveir þeirra menn hafa nýlega um þetta sagt. Sá maðurinn í þeirra liði, sem lengst allra hefur stýrt samsteypustjórn, Hermann Jón- asson, þingmaður Stranda- manna, fordæmir alveg það fyr- irkomulag í sinni frægu ára- mótagrein s.l. vetur. Hann sting ur upp á minnihlutastjórn eins flokks, jafnvel þó minnsti ílokkurinn sje, ef hann hefur unnið mest á í næstu kosningum áður. Annar meiri háttar maður hins sama f jelags, Hannes Páls- son frá Undirfelli, hefur og ný- lega skrifað í Tímann og sýnt fram á hve ógæfulegt fyrir- komulag sje, að hafa samsteypu stjórnir. Með þessu viðurkenna báðir alveg rjettilega, þá bölv- un, sem af því stafar, að þjóðin er sklþt í marga flokka. Þar er undirrót þess neyðar úrræðis, að allt af fer mestur tími allra stjórnmálamanna í það, að klúðra saman samsteypustjórn og semja innan hennar og á Al- þingi á milli flokka. Á meðan það ástand helst hygg jeg að allt af verði mikið af nefndum og ráðum, mikið af eyðslu og óreiðu. fije nokkuð verulega lengur en ella, þá undrast menn og trúa ,varla, þó rjett sje frá sagt. hefur haldið áfram og mun halda áfram meðan við búum við vandræða fyrirkomulag Hvað er helst í veginum? Jeg hefi margsinnis sýnt fram á það og enginn getað með rökum hrakið, að hjer á landi eru ekki til nema tvær stjórn- málastefnur: Stefna Sjálfstæðis flokksins, eignarrjettastefnan og ,,Sósíalisminn“, þjóðnýtingar- stefnan. Fleiri stefnur eru ekki til og ekki líklegt að verði til. Hitt vita allir, að menn og stjett ir greinir á. um það hvernig eigi að framkvæma hverja steínu um sig, og með hvaða hætti best sje að afgreiða þetta mál eða hitt. Það getur enginn flokkur, ekkert f jelag orðið svo lítið, að um það geti ekki risið ágrein- ingur. Þess háttar ágreining má allt af blása út meira en vit er í í stað þess að sætta iiann með sanngirni. En á því að blása hann út eru allir milliflokkar og allar klíkur búið til. Þess vegna á ekkert af þvi tilveru- rjett sem stjórnmálaflokkur og þyrfti helst að útiloka þann hátt í stjórnarskrá landsins. Er það þó ýmsum annmörkum háð, sem hjer verða ekki ræddir. Að hjer skuli vera tveir þjóð- nýtingarflokkar er mál sem hjer verður ekki tekið til umræðu, enda þó pólitísk óvild sje hvergi magnaðri, en á þeirra landa- merkjum. Þó verður því ekki með rökum neitað, að þeir menn, sem vilja láta ríkið og bæjarfjelögin reka alla fram- leiðslu í landinu, þeir eiga að vera í einum flokki, en ekki tveimur. Hitt virðist þó enn augljós- ara, að þeir menn allir, sem eru andstæðir þvílíkri stefnu, þeir eiga að vera í einum stjórn- málaflokki. Að það hefur ekki verið er höfuðorsök þess hve þjóðnýt- ingarstefnan er búin að leiða þjóð vora út á miklar villigöt- ur. Og þegar um stóra mein- semd er að ræða, eins og þetta er frá sjónarmiði heiðarlegra eignarjettarmanna, þá hefur auðvitað mesta þýðingu að af- má orsökina. Þess vegna er það höfuð meinsemd í íslenskum stjórnmálum, að flokkur eins og Framsóknarflokkurinn, skuli ekki hafa verið lagður niður að fullu og öllu. Og það er eðlilegt að menn spyrji: Hvaö er í veg- inum ? Hvað er 'i veginum fýrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geti ver- ið einn og sami flokkur? Þar er ekki í veginum stjórnmálastefna Framsóknarflokksins, því hún er engin til. Þar er ekki í veg- inum hagur almennings í land- inu. Þvert á móti krefst hann þess, að flokkum fækki, eins og rökstutt hefur verið hjer að framan og það verður ekki gert á annan eðiilegri, skaðminni og sjálfsagðari hátt en þann, að Framsóknarflokkurinn hverfi. En það sem er í veginum og gera mundi alla örðugleika, er persónuleg metnaðargirni þeirra Framsóknarmanna, sem mest völd og fríðindi hafa af tilveru síns flokks. Þetta er ekkert undarlegt og ekki sagt mönnunum til lasts. Það er þvert á móti mjög eðli- legt, að þetta standi í veginum. Mennirnir hafa sumir lífsstarf og framfærslutekjur af póli- tískri starfsemi. Þeir sömu og margir aðrir hafa um margra ára skeið lagt í það allan sinn metnað og vinnu, að halda tvístringsliði hins stefnulausa flokks saman og fjölga þvi. Sú viðleitni hefur borið árangur vegna pólitískrar íáfræði þess fólks, sem einu sinni hefur villst inn á götuna og ekki haft mann dóm eða þroska til að hverfa á rjetta leið. Það er skiljanlegt, að sá hóp- ur manna, sem mest á undir því, að flokkurinn lifi berjist gegn því að leggja hann niður. Þetta eru margir hverjir starfhæfir og menníaðir menn og ýmsir þeirra hinir allra mætustu menn per- sónulega. Pólitískur þroski og persónulegir kostir er margoft sitt hvað. Þó er nú niðurlagning Fram- sóknarflokksins eigi f jær en það, að þetta kom mjög til orða inn- an flokksins sjálfs s.I. vetur. Að vísu ekki með þeim hætti, sem rjett er og jeg ætlast til. Heldur á þann hátt, að stofna í staðinn nýjan flokk, er líka skyldi vir.na gegn Sjálfstæðisílokknum og átti að heita ,,lýðræðisflokkur“, ,,umbótafIokkur“ eða eitthvað' slíkt. Stóðu vonir til, að þá mætti ná tilteknu broti af'Al- þýðuflokknum og einhverjum hluta af Sósíalistaflokknum. At' þessu varð ekki og mun rr.argt hafa verið í veginum og ekki síst metnaður og misjafnar skoðanir. En þetta sýnir samt að marg- ir Framsóknarmenn skilja vel hve ástandið er ómögulegt og játa það innbyrðis sín á milli. Setjum nú svo að Framsókn- arflokkurinn sameinaðist Sjálf- stæðisflokknum og þeir menn úr Timadeildinni, sem eru þjóð-- nýtingarmenn færu til Sósíalista þá er alls ekki víst, að pað 'pýríti að lækka metnað eða valdaað- stöðu allra þeirra sem hlut eiga að máli. Til þess væri engin. ástæða. Það gengi eitthvað á víxl innan beggja flokka. Tökum til dæmis einhverja af þing- mönnunum. Jeg get til tíærniH hugsað mjer að Skagfirðingar og Eyfirðingar væru ekkert sið- ur ánægðir og sjálfsagt ánægð- ari, að kjósa Steingríms Stein- þórsson og Bernharð Stefánsson þó þeir væru komnir i Sjálf- stæðisflokkinn, ef Framsóknar- flokkurinn væri úr sögunni. — Þar.nig gæti víðar verið. Hitt er vitað, að öll stjórnmála starf- semi breyttist gersamlega, ef einn meirihluta flokkur stjórn- aði landinu. Þá mætti leggja r ið’ ur tugi af nefndum og ráðum, þá mætti stytta Alþingi mjög, þá væri hægt að spara launalið' og kostnað. Takist ekki að fækka flokkunum verður allt þetta örðugt. Reynslan hefiu* sýnt horfurnar í því efni. Að sjálfsögðu eru eignarrjett- armenn í miklum meiri hluta í landinu nú, því ekki er nóg roeð það, að allir Sjálfstæðsmenn og flestir Framsóknarmenn sjeu fylgjandi þeirri stefnu 'i hjarta sínu, heldur líka mjög margir þeirra kjósenda, sem kosið hafa með Alþýðuflokknum Og Sósíal- istaflokknum í undar.gengnum kosningum. Sjettar ástæður og fleira hefur tvístrað nokkuð. — Það er því víst að sameinaður eignarrjettaflokkur hefði mik- inn meiri hluta á Alþingi í fyrsta kasti. Hvernig síðar íæri mundi fara eftir því hve sá valdaflokkur stjórnaði frjálslega og viturlega og einnig eftir því hvernig verður með framtíð sós- íalismans yfirleitt í heiminum. Eins og stendur er það sem margt annað nokkuð óráðið mál. En hvernig sem straumarnir liggja í framtíðinni um bau efni þá er það víst, að tvegnja flokka skipulag í stjórnmálu.m landsins er besti kostur cg ör- uggasta leiðin til varnar þvi a5 Framh. á bls 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.