Morgunblaðið - 31.08.1948, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.1948, Qupperneq 2
Þriðjudagur 31. ágúst 1948' '■ MORGUNBLAÐIÐ Tyrkland er land framfara ecf allsnæ UM þessar mundir dvelur hjer í bænum sendiherrafrú Guðrún de Fontenay. Hún er hjer í skyndiheimsókn til ætt- ingja Qg vina — hverfur aftur af landi burt eftir tvær vikur. Tíðindamaður blaðsins náði sem snöggvast tali af frúnni í gær. Hún er kona mjög víðförul og hefir frá mörgu skemmtilegu að segja af ferðum sínum um fjarlaeg og annarleg lönd. Sem kunnugt er, hefir maður henn- ar, de Fontenay verið sendi- herra í Tyrklandi síðan 1946 og bað jeg hana að segja les- endum blaðsins eitthvað frá <jvöl sinni þar. Annar heimur. — Það er sjálfsagt, sagði frú- in alúðlega. Af nógu er að taka. Að koma til Tyrklands frá ís- landi, það er eins og að koma í annan heim. Allt aðrir siðir — allt aðrar venjur — fólkið öðru- vísi — hugsunarhátturinn allt annar — umhverfið eins ólíkt, og frekast er hægt að hugsa sjer. Tyrkneskan var gjörsam- lega óskiljanleg, fyrst í stað — henni svipar ekki til neins af Evrópumálunum — en maður komst furðu fljótt upp á að bjarga sjer — að geta talað eldhús- og búðarmál, ef svo mætti segja. Sjö ára sonur okk- ar talar málið reiprennandi. Hann heitir Eric, sem er gott norrænt nafn — en þýðir á tyrknesku sveskja! Og Tyrkj- arnir botna ekkert í, að við skyldum velja barninu slíkt heiti! íburðarmiklar veislur. — Þið búið í Ankara? — Já. Ankara, sem hefir um 225 þús. íbúa, er í rauninni tvær samvaxnar borgir — gamli og nýi borgarhlutinn. Við búum í nýja borgarhlutanum og hann er að útliti eins og hver önnur Evrópuborg — með nútímabrag og hreinlegur, á Austurlanda- mælikvarða. Hann hefir byggst upp á mjög skömmum tíma. Þar er stórt diplomata-hverfi, um 38 sendisveitir. Og þar er íífinu lifað á svipaðan hátt og í öðrum stórborgum. Mikið um veisluhöld — sennilega meira en víðasthvar annarsstaðar, vegna þess að í Ankara er minná um skemmtistaði — leik hús, yeitingahús o. þ. h. — en í öðrúm stórborgum. — Tyrk- neksar veislur eru afar íburðar miklar — borðin svigna undan dýrlegum krásum og allskonar gull- og lcrystalsskrauti. Senni rega er í fáum löndum veraldar ‘jafn vel borðað og í Tyrklandi — enda er mörgum Tyrkjanum vel í skinn komið, og þykir fal- legt. Mörg lumáruð ár aftur í tíra- ann. Þagar maður kemur inn fyr- ir borgarmúrana á gamla borg arhlutanum, þá er eins og mað ur sje alt í einu kominn mörg hundruð ár aftur í tímann. — ‘Enda þótt miklar framfarir hafi átt sjer stað þar undan- farið, heldur fólkið áfram að iifa iífinu eins og það gerði. Rætt við sendiherrafrú de Fontenay Sendiherrafrú Guðrún de Fontenay. fyrir mörg hundruð árum síð- an — og kærir sig kollótt um alla nútímamenningu. í Miklagarði. — Á sumrin verður ofsa heitt í Ankara, og flytja þá flestar sendisveitirnar til Miklagarðs. Það er yndisleg borg og margt og mikið að skoða þar. Það eru nú fyrst og fremst moskurnar með sínum stóru, fögru kúpl- um — og míneretturnar — gamlar grafhvelfingar og fagr- ar æfintýra-hallir, eins og úr Þúsund og einni nótt. í Mikla- garði eru bæði ný og gömul borgarhverfi og þau gömlu eru mjög hrörleg og óþrifnaðurinn þar mikill. — í fyrrasumar leigðum við okkur hús í Uskúdor, Asíu- megin við Bosporus. Það var gamalt, fallegt tyrkneskt hús og útsýni þaðan var dásamlegt. Beint á móti blasti við gamla Konstantínópel, með Sofíu mosk unni, Ahmed soldáns moskunni og ótal mínarettum. Einnig sá út yfir Marmarahafið og Bos- porus, en umferð þar er mjög mikil. Á skíðum í Ankara. — Geta ekki veturnir orðið svalir í Ankara? — Jú, en yfirleitt má segja að þeir sjeu mildir. Haustið er langt og hlýtt og fer sjaldnast að kólna fyrr en í janúar. Þá getur komið talsverður snjór. Fyrsta veturinn, sem við vor- um þar, fór jeg oft á skíði — en í fyrravetur getur varla heitið að snjó hafi fest. Enginn hörgull — cn mikil dýrtíð. — Er nokkur hörgull á nauð- synjum í Tyrklandi, eins og t. d. hjá okkur? — Nei, þar er ekki hörgull á neinu. Þar fæst allt milli him- ins og jarðar — fyrir þá, sem hafa peninga, en dýrtíð er mik- il í landinu. Eins og annarsstað- ar í Austurlöndum er stjetta- skiftingin mikil í Tyrklandi og kjör manna misjöfn. Efnaða fólkið lifir mjög vel — svo að maður ekki segi í óhófi — á hinn bóginn er svo geysileg fá- tækt — tötrum klætt fólk, sem ekki á málungi matar. Miklar ölmusur eru gefnar þar, því að enn sem komið er, eru þar eng- ar tryggingar — enginn opin- ber styrkur til fátækra. Miklar framfarir. — Annars haía orðið mjög miklar framfarir í Tyrklandi á undanförnum árum. Skóla er nú verið að reisa um alt landið svo að alþýðufræðslan er að komast í sama horf og í öðr- um menningarlöndum. Heilsu- verndarstöðvar hafa einnig veg ið reistar víðsvegar um land- ið og í þeim efnum hafa einnig orðið stórstígar framfarir — því að til skamms tíma var alm. fáfróður um allt er að heilsu- vernd og hreinlæti lýtur. For- ustumenn Tyrklands í dag eru dugandi menn, er mikið hefir orðið ágengt í viðreisnarstarf- inu — en Róm var ekki bygð á einum degi — og enn eiga þeir mikið starf framundan. Með Evrópusniði. — Hvað er að segja um klæða burð fólksins? — I stærri borgunum er bún ingur fólksins yfirleitt með Ev- rópusniði. Það er aðeins í sveit- unum og eldri borgarhlutunum, sem maður sjer fólk í gömlu, tyrknesku búningunum. Tyrkneska konan. — Hvað viljið þjer segja um tyrknesku konurnar? — Um þær mætti nú margt segja. Breytingarnar á kjörum tyrkneskra kvenna hafa verið ótrúlega miklar á síðasta ára- tug. Það eru ekki nema 25 ár síðan að slörið f jell, ef svo mætti segja—síðan tyrkneska konan var leikfang og ambátt karl- mannsins—, en nú eru konurnar í Tyrklandi frjálsari en í nokkru af nágrannalöndunum.Þær geta nú sótt æðri skóla, eins og karl menn og margar þeirra hafa Frh. á bls. 12. Utanbæjarmenn settu svip sinn á drengja- meistaramótið ------- ! Fengju fjóra drengjameisfara í gær. ÞAÐ VAR mjög ánægjulegt að sjá hve margir utanbæjarmenn voru meðal keppenda á Drengjameistaramóti íslands, sem hófst á íþróttavellinum í gærkvöldi. Þeir settu svip sinn á mótið, og fengu fjóra drengjameistara í þeim sjö greinum, sem keppt vat’ í í gær. — Mótið heldur áfram í kvöld kl. 7 og verður þá keppt íl 4x100 m. boðhlaupi, stangarstökki, kringlukasti, 3000 m. ’niaupi, 400 m. hlaupi, sleggjukasti og þristökki. Þrír á 11,5 í 100 m. • Keppnin í 100 m. hlaupinu var mjög hörð og í úrslitunum voru þrír fyrstu menn allir með 11,5 sek., Sig. Björnsson, KR og Ár- menningarnir Reynir Gunnars- son og Hörður Haraldsson, en Guðmundur Árnason frá Siglu- firði, sem vara eini utanbæjar- maðurinn, sem komst í úrslit, var með 11,7. —- í undanrás á sunnudaginn hljóp Friðrik Frið- riksson frá Selfossi á 11,6 sek. Tvöfaldur hafnfirskur sigur. í hástökki áttu Hafnfirðingar tvo fyrstu menn, Sigurð Frið- íinnsson, sem ljet sjer nægja 1,70 (reyndi ekki hærra) og Þórir Bergsson með 1,65. Báðir eru þessir ,,drengir“ mjög efni- legir. Þriðji var einnig utanbæj- armaður, Sigurður Guðmunds son frá Umf. íslendingi, með 1,60 og 4. Þorgeir Þorgeirsson, lR, meö sömu hæð. V estmannaeyingur sigurvegari í 1500 m. Keppnin í 1500 m. hlaupinu var mjög skemmtileg. Aðal- keppnin stóð á milli Inga Þor- steinssonar, KR og Eggerts Sig urlássonar frá Vestmannaeyj- um. Ingi tók forystuna eftir tvo hringi, en Eggert fyigdi fast eftir, og þegar einn hringur er eftir fer hann íram úr Inga og vann með yfirburðum á ágæt um tíma, 4.20,8. Skemtileg langstökkskeppni. Skemtilegasta keppni kvölds ins var í langstökki. Guðmund ur Árnason frá Siglufirði náði þegar forystunni, en keppnin um hin þrjú sætin í úrslitun- um var mjög hörð. Hörður Ingólfsson, KR, var í öðru sæti með 6,28, þar til í síðustu um- ferð, að Sigurður Friðtfinns- son fór fram úr honum og stökk 6,41, sem var nákvæmlega jafn langt og lengsta stökk Guð- mundar Árnasonar. Friðrik Friðriksson frá Selfossi fór svo einnig fram úr Herði, stökk 6,38. — Vilhjálmur kastaði drengjakúlunni 16.02. Vilhjálmur Vilmundarson, KR, vann kúluvarpið með yfir burðum, kastaði 16,02 m. Ann- ar var Gylfi Magnússon frá Umf. Ölfushrepps, en þriðii Bjarni Ilelgason frá Ums. Vest- fjarða. Hann átti ógild köst, sem nálguðust 16 m. og er sjer staklega efnilegur kúluvarpari. Þingeyingar nr. 1 og 2 í spjótkasti. í spjótkasti unnu Þingeying- ar tvöfaldan sigur. Vilhjálmur Pálsson vann með 52,97, em Guðmundur Jónassson varð annar. Þriöji maður, Þórhallur Ólafsson, ÍR, kastaði einnig yf-> ir 50 metra. — í 110 m. grinda hlaupi vann Ingi Þorsteinsson, KR, drengjamethafann Sigurð Björnsson. Helstu úrslit í gær r.rðu þessi; 100 m. hlaup: — 1. Sigurður Björn3 son, KR, 11,5 sek., 2. Hörður HaralcU son, Á, 11,5 sek., 3. Reynir Gunnarg son, Á, 11,5 og 4. Guðmundur Árnsl son, FlS, 11,7. Hástökk: — 1. Sigurður Frið-i finnsson, FH, 1,70 m., 2. Þórir BergS son, FH, 1,65 m., 3. Slg Guðrnunds- son, Umf. ísl., 1,60 og 4. Þorgeid Þorgeirsson, IR, 1,60 m. Kúluvarp: — 1. Vilhj. Vilmund arson, KR, 16,02 m., 2. Gylfi Magnús son, Umf. ölfushr., 14,51 m., 3j Bjarni Helgason, Ums. V., 14,39 og 4. Þórður Sigurðsson, KR, 14,07. 1500 m. hloup: — 1. Eggert Sig urlásson IBV. 4.20,8 min., 2. Ingi Þoiá steinsson, KR, 4.27,3 mín., 3. StefáiJ Finnbogason, IBA, 4.33,8 (Akuveyí armet) og 4- Þorsteinn FriðrikssoU IR, 4.38,4. Spjótkast: — 1. Vilhjálmur Páls son, HSÞ, 52,97 m.. 2. Guðmundutj Jónasson, HSÞ, 52,67 m., 3. ÞórhalH ur Ölafsson, lR, 51.94 m. og 4. Hörð ur Þormóðsson, KR, 45,52 m. Langstökk: — 1 GuðmundutJ Árnason, FlS, 6,41 m., 2. Sigurðui Friðfinnsson, FH, 6.41 m., 3. Fnðs ril. Friðriksson, Selfossi, 6,38 m. og 4. Hörður Ingólfsson, KR, 6,28 m. 110 m. grindahhmp: — 1. IngJ Þorsteinsson, KR, 16,1 sek., 2. Sig* urður Björnsson, KR, 16,4 og 3» Rúnar Bjarnason, ÍR, 16,9 sek. — Þorbjörn. fær slórau amer- ískan námssiyrfc NÁMSSTYRKUR sá, serrl Chicago deild American—Scandl inavian Foundation bauð ís- lenskum stúdent hefir verið veittur Þorbirni Karlssyni., Hringbraut 83. Hefir hann feng ið inngöngu í verkfræðinga- deild Illinois háskóla í Chicago, Til viðbótar 1000 dollarq styrk, sem Ameríska-Skandino aviska stofnunin veitir og sem( hægt er að sækja um aftui? næsta ár, hefir háskólinn 3 Chicago gefið Þorbirni eftis; skólagjald. Búist er við að snemma 3 haust verði tilkynt um náms- styrki, sem íslenskum stúdent- um verða veittir háskól^árid 1949—1950 til náms í Ameríku. Námsstyrkir þessir verða veitt- ir af American Scandinavianj Foundation og Institute oS International Education 3 fjelagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.