Morgunblaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 10
Keppni íslendinganna í Gaufaborg. Á ÍÞRÖTTAMÓTINU, sem hald- ið var í Gautaborg s.l. fimmtu- dag og föstudag, og íslensku í- þróttamennimir tóku þátt 1, setti Óskar Jónsson nýtt Islands met í 1000 m. hlaupi. Hann hljóp á 2.27,8 mín., en fyrra metið, sem hann átti sjálfur var 2.32,6 mín. Óskar varð 5. í hlaupinu. Fyrstur varð Frakk- inn Marcel Hansenne. Hann ' hljóp á 2.21,4 mín., sem er sami tími og heimsmetið. Heimsmet hafinn, Svíinn Gustafsson, varð annar á 2.26,2 mín. ísland á besta spretthlaupara Norðurlanda í 100 m. hlaupi varð USA maðurinn Barney Ewell fyrstur á 10,6 sek., en Haukur Clausen og Finnbjöm voru næstir hon- um, hnífjafnir á 10,9 sek. Með hlutkesti fjekk Haukur 2. verð laun, en Finnbjörn 3. Fjórði mað ^ ^ ______ ur var sænski meistarinn i 100 Emiissonar m. hlaupi Rune Gustafsson a 11,0. Með því að vinna Gustafs- son hafa þessir tveir íslensku spretthlauparar unnið 100 m. meistara allra Norðurlandanna núna í ár (nema Finnlands, því við hann hafa þeir ekki keppt). í 100 m. vann Ewell 1. riðil á 10,8 sek., en Finnbjörn varð ann ar á 11,0. Gustafsson var í briðja sæti. Haukur vann hinn riðilinn á 10,8. þjóðarmeistari í 4x100 m. hlaupi var nr. 3. á 43,2 sek. Heimsmet Á þessu móti setti Gefle IF nýtt heimsmet í 4x1 enskrar mílu hlaupi á 16.55,8 mín. I sveit inni voru Wallgren, Bengtsson. Áberg og Eriksson. í hástökki var Linderantz fyrst ur með 1,90, en Bandaríkjamað urinn Mc Grew varð annar með 1,85. —. Bo Ericson vann sleggju kast með 55,36 m., en Sam Felton, USA, var annar með 53,36. — Steve Saymour, USA, vann spjótkast með 70,73 m. - Herbert McKenley vann 400 m. á 46,7 sek., en Ólympíumeistar- inn Arthur Wint varð annar á 46,8. Ánægjuleg kvöldstund — Að lokinni kepni síðari dag- inn var okkur boðið til Ragnars (Jónssonar ráð- herra) og konu hans, segir í brjefi frá Finnbirni Þorvalds syni. Þar var íslenskur matur á borðum, svo sem hangikjöt og harðfiskur svo fátt sje nefnt. Við munum seint gleyma þeirri heimsókn og færum við beim hjónum besta þakklæti og kveðj ur. Kvöldið áður sátum við kaffi boð hjá Roland Bergström, seni var þjálfari hjá Víking í fvrra. Sigfús þriðji í kúluvarpi — Haukur í 200 m. Sigfús Sigurðsson varð þriðji í kúluvarpi með 14,53 m. Roland Nilsson vann með 15,93 m., en Görta Arvidsson varð annar með 15,85 m. Haukur Clausen varð 3. í 200 m. hlaupi á 22,0 sek. Lloyd La- Beach, Panama, varð 1. á 21.1 sek., en annar var Leslie Laing frá Jamaica á 21,6. Besti Sví- inn, Sven Hedin, var með 22,5 sek. í 110 m. grindahlaupi varð Öm Clausen 5. á 15,6 sek. Harri son Dillard varð fyrstur á 13,9 en landi hans Dixon annar á 14 1. Svíinn Hákan Lidman var 3. á 15,1. Torfi og Óskar 1 stangarstökki varð Torfi Bryngeirsson 4. með 3,80. Mor- cum, USA, varð fyrstur með 4,23 m. Ragnar Lundberg, varð annar með 4,10, en Hugo Göllers þriðji með 4,00. Lundberg og Göllers kepptu báðir á Ólympíu- leikunum fyrir Svía. (Lundberg setti s.l. sunnudag nýtt sænskt met í stangarstökki með þvi að stökkva 4,26 m.). Óskar Jónsson varð 4. í 800 m. hlaupi á 1.55,4 mín. Fyrstur var Herbert Barten, USA, annar Olle Ljunggren, Svíþjóð, á 1.52,7 og 3. Dave Bolen, USA. á 1.54,5 mín. Þeir kepptu allir á Ólympíuleikunum. USA nr. 1 — ísland nr. 2 1^4x100 m. boðhlaupi kom íc- .lenska sveitin með Torfa, Finn- bimi og Clausen-bræðrum næst á eftir sveit Bandaríkjanna. - Hljóp á 42.5 sek. USA hljóp á 41,8. Orgryte IS, sem er Sví Nýtt met í sundi yfir Ermarsund London í gærkvöldi. BRESKI sundmaðurinn Tom Blower synti í dag yfir Erma sund, frá Englandi til Frakk lands, og hefir enginn áður synt yfir sundið á jafnskömm um tíma. Blower var 15 klst. og 31 mínútu á sundi, sem er 23 mín. skemmri tími en E.H. Temme synti á 1934. sent fáeina menn á Olympíu- leika, eða auka áhugann á í- þróttunum meðal þjóðarinnar, jafnt eldri sem yngri, karla og kvenna. Það ætti öllum að vera ljóst, að takmarkið er, að í- þróttirnar nái til sem flestra (að „breiddin" verði sem mest) því að eftir því, sem fleiri iðka íþróttir, eftir því vaxa mögu- leikar okkar á að vinna gull á Olympíuleikunum eða öðrum alþjóða-íþróttamótum. Jeg var ekki í London, en jeg hefi áður verið í þremur Olympíuleikum. Jeg hefi mín- ar eigin skoðanir um þá, en það er alveg ástæðulaust fyrir Is- lendinga að vera óánægða með árangur íþróttamannanna í Lon don. Jeg hef átt tal við marga útlendinga, sem voru í London og þeir voru allir hrifnir af þeim. Jeg sá sex þeirra á Bis- let-leikanginum í Oslo eftir Olympíuleikana, og betri full- trúa íslenskrar æsku var ekki hægt að hugsa sjer. íþrótta- maður á að lifa venjulegu, heil brigðu lífi. Frítímann á hann að helga íþróttunum. Mataræði á að vera eðlilegt — án krúska og Ála. Hefði íþróttakennarinn sagt: ,,Nú verðum við að vinna að því, að fá íþróttasvæði sem víð- ast á landinu, svo að allri æsku landsins sje gert kleift að stunda íþróttir", þá væri jeg honum sammála. Fulltrúarnir á Olympíuleikunum í Finnlandi koma af sjálfu sjer, og þegar tími er tilkominn, verða þeir bestu valdir úr á Olympíumóti. Jeg vil heldur 20 menn yfir 7 m í langstökki, en einn yfir 7,50. Gunnar Akselson ‘JH', >..v ■ Landsfundur íslenskra kvenfjelaga : Reykjavík hefur krafist þess, að kon- um verði greiddar dýrtíðaruppbætur og ákveðin laun fyrir heimilisverk. — liúsfrcyjan: — Jæja, hjer geri jeg ekki handtak fyr en þú hefur gengið inn á að borga samkvæmt vísitölunni (Eftir Nationaltid: cnde í Kaupmannahöfn, sem birti þessa mynd fyrir nokkrum dögum). Minnieigarorð m Braga Þórhallsson HANN andaðist 2. apríl síðast- liðinn að Vífilsstaðahæli, Jeg var fjarverandí er hinn látni var kvaddur í KeflavíkUrkirkju og skrifa því þessi fáu minning- arorð á 21. afmælisdaginn hans. Bragi sálugi var fæddur 31. ágúst árið 1927 á Seyðisfirði, sonur hjór.anna Þórhalls VU- hjálmssonai, núVerandi hafn- sögumanns ’i Keílavík, og konti hans, Sigríðar Jónsdóttur. Þau fluttust til Keílavíkur árið 1937 með íjögur börn, er gengu svo þar í barna- og ungl- ingaskóla; vinsæl af kennurum Óskar Jónsson vann 800 m. hlaup í Kaup- mannahöfn Torfi meiddi sig illaí hnje Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. ÞRÍR ÍSLENSKIR íþróttamenn, Finnbjörn Þorvaldsson, Óskar Jónsson og Torfi Bryngeirsson kepptu í gær (sunnudag) á al- þjóðafrjálsíþróttamóti, sem þá hófst hjer. Óskar bar sigur ur býtum í 800 metra hlaupi eftir mjög harða keppni við Svíann Ljungqvist, sem varð annar. Óskar hljóp á 1,55,9 mínútum, er. Ljungqvist 1,56,0. Bragi Þórhallsson. Finnbjörn næstur á eftir Ewell. Amerískí negrinn Ewell vann 200 metra hlaupið á 22,00 sek., en Finnbjörn Þorvaldsson varð •annar á 22,5 sek. (Ewell varð annar í 200 metra hlaupi á Ó1 ■ ympíuleikunum á sama tíma og sigurvegarinn, 21,1 sek.). Torfi meiddi sig illa. Richmond Marcum, USA, vann stangarstökkið á 4.10 m. Daninn Helmer Petersen varð annar með 3,80. Torfi varð fýrir því óhappi að meiða sig illa í hnjenu, er hann kom niður, eft'.r Frh. á bls. 12. og skólafjelögum, vegna góðra námshæfileika og frjálsmann- legrar og glaðlegrar framkomu. Að Braga sáluga stóðu í báðar ættir gott fólk, vel gefið og glæsilegt. Hann bar líka ættar- einkennin með sjer þessi góði, fallegi og vel gefni ungi maður háttprúður, glaður, hreinskilinn og1 einlægur. Nám hóí hann í Menntaskóla Akuréyrar og gekk það prýðiíega, en í 4. bekk veíkt ist hann af þeim sjúkdómi er dró hann til dauða. Úm tíma náði hann góðri heilsu og virtist al- bata. Þá var hann kennari við Ur.glingaskóla Keflavíkur og var framúrskarandi samvisku- samur cg trúr, enda elskaður af nemendum sínum. Þá kynntist jég honum vel og gleymi honum ekki vegna þeirrar Ijúfu við- kynningar. — Það var sama að hverju hann gekk, allt af áhuga- samus, starfsglaður og dugleg- ur og dró hvergi af sjer. Svo veiktist hann aftur og fór á Vífilsstaðahælið og þar hófst baráttan þung og sár. Þá sýndi hann best hvað í honum bjc. Bak við bjarta, heiða og bros- milda svipinn var hugrekki og djörfung, stálvílji að gefast ekki upp fyr en í síðustu lög. Æðru- laus, vongóður og hugumstór. háði hann sitt stríð. Heyrnin hvarf honum, en þá naut hann enn betur lesturs góðra bóka og ýmislegt annað hafði hann sjer til afþreyingar og ánægju. Það er sárt um það að hugsa að hann skuli vera fluttur hjeð an — dáinn. Þið íslensku ung- menni verðið að gera allt sem f ykkar valdi stendur til þess að fylla skarðið, sem varð í hÓD ykkar við burtför hans. Hann hefði sannarlega reynst landi og þjóð góður sonur og trúr, hefði hann fengið að lifa og njóta hjer langrar æfi. Foreldrum og systkinum var sár harmur kveðinn við lát hans, en minn- íngin er björt og fögur um ungan son og bróður, er kvadd- ur var hjeðan til æðri heim- kynna. Allir vinir hans sakna hans og þakka vináttuna. — Allt af var bjart yfir svip hans og alúðieg var öll hans fram- koma’ — vra tfúum því að nú gangi hanh í þeirri birtu, er varii að eilífu. Vertu 4æH, Bragi. — Guð blessi þig.! : ' E. S. Brynjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.