Morgunblaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst. 1948 .* f 8 Útg.: H.t. Axvakur, Reykjavík. framkvstj.: BlSfús Jónsson. Ritstjðrl: Valtýr Stefánsson (ábyrcScrm.). Frj ettarltstj <5rl: ívar GuSmundsBŒ. Aujlýslnsar: Arnl GarSar Krlstinnm. Ritstjórn, auglýslngar og afgreiðsla: Austurstrsti 8. — Sími 1600, Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, í lausasölu S0 atira eintakið. 75 aura með Lesbók. kr. 12,00 utanlands. Frönsk stjórnmál ENN EINU SINNI ríkir stjórnarkreppa í Frakklandi. Stjórn radikal sósíalistans André Marie sagði af sjer s.l. laueardag og voru þá rúmar 5 vikur síðan hún settist á laggirnar. Aðal- stuðningsflokkar stjómarinnar voru jafnaðarmannaflokkur- inn og Þjóðlegi lýðveldisflokkurinn auk nokkurra minni hægri og miðflokka. Þegar stjóm Schumans, sem tilheyrir Þjóðlega lýðveldis- flokknum, sagði af sjer þann 19. júlí s.l., var það fyrst og fremst út úr ágreiningi við jafnaðarmenn um framlög til franska hersins. Jafnaðarmenn höfðu flutt breytingartillög- ur um að lækka framlög til hans um 25% af því sem her- rnálaráðherrann lagði til. Þessar breytingartillögur jafnaðar- manna voru samþykktar með atkvæðum þeirra og komm- únista og stjóm Schumans sagði af sjer. 1 stjóm Marie, sem var samsteypustjórn á alibreiðum grundvelli, var Reynaud, einn af foringjum hægri manna, hinn sterki maður. Honum var falið embætti fjárrnálaráð- herra. Meginviðfangsefni stjómarinnar var viðreisn í efna- hagsmálum og fjármálum Frakklands. En stjóm Marie mistókst að leysa þetta höfuð verkefn’ sitt. Það urðu tillögur Reynaud í viðreisnarmálunum, sem sundruðu stjórninni. Og aftur voru það jafnaðarmenn, sem samstarfið rufu. Þeir vildu ekki fallast á tillögur fjármála- ráðherrans, sem aðallega fólust í því að draga úr uppbótar- greiðslum vegna dýrtíðarinnar. Mikil óvissa rikir nú í stjórnmálum Frakklands. Ramadier, einn af foringjum jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráð- herra, hefur þegar gefist upp við tilraunir til stjómarmynd- unar. Schuman, utanríkisráðherra í stjórn Marie, freistar nú að koma á laggimar samsteypustjórn. Hvort sú tilraur. tekst er ekki vitað ennþá. En fyrirsjáanlegt er að bæði jafn- aðarmenn og MRP, Þjóðlegi lýðveldisflokkurinn, hljóta að standa saman að myndun nýrrar stjórnar. Hvorugir þessara flokka vilja taka kommúnista með sjer í stjóm, en kommún- . istum er það hinsvegar mikið áhugamál að komast í sam- steypustjórn með jafnaðarmönnum. En fyrsta skilyrði þeirra fyrir þátttöku í stjórnarmyndun er að Frakkland hætti þátt- töku í Marshalláætluninni og snúist gegn stofnun vestur- þýsks ríkis, sem samkomulag er orðið um milli Vestur- veldanna. Engar líkur em þessvegna til þess að kommúnistar taki þátt í hinni nýju stjóm Frakklands. En á meðan frönsku þingflokkarnir semja og ræða mögu- leika stjórnarmyndunar bak við tjöldin situr de Gaulle á sveitasetri sínu og gleðst yfir hinum tíðu stjórnarskiptum og stefnuleysi franskra stjórnmála. Síðan að hreyfing hans, sem ekki segist vera stjómmálaflokkur, heldur samtök frönsku þjóðarinnar, vann hinn glæsilega kosningasigur sinn í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í fyrra, hefur hers- höfðinginn hvað eftir annað krafist þess að kosningar verði látnar fram fara til franska þingsins. Hann hefur bent á að stjómmálaflokkarnir væru sjálfum sjer svo sundurþykkir, að engar líkur væm til að þeir gætu leyst þau miklu vanda - mál, sem franska þjóðin á nú við að stríða. Til þess þvrfti sterka og samstæða stjóm, sem styddist við hreinan meiri- - liluta í þinginu. De Gaulle hefur áreiðanlega gert sjer vonir um að fá þennan meiríhluta fyrir stefnu sinni ef efnt yrði til kosninga. Þá von sína styður hann við úrslit bæjarstjórnarkosning- anna ,sem færðu hreyfingu hans flest atkvæði allra flokka. Og því verður ekki neitað að vaxandi öngþveiti í fjármálum Frakklands og frönskum stjómmálum yfirleitt, hiýtur að hafa glætt sigurvonir hershöfðingjans. En frönsku stjómmálaflokkarnir vilja í síðustu lög láta spár de Gaulle rætast. Margir þeirra óttast að kosningar, sem efnt væri til eftir að allt væri komið út í fullkomin vandræði og upplausn, myndu ríða frönsku lýðræði að fúllu. Sigur de Gaulle myndi þýða einræði hans og flokks háns. | 1 Hvað sem segja má um þessar spár er það þó víst að Frakklánd vantar í dag sterka stjórn. Það er í senn nauð- synlegt fyrir hagsmuni frönsku þjóðarinnar og efnahagslegt pryggi Vestur Evrópu. ÚR DAGLEGA LÍFINU Úr strandferð. KUNNINGI minn einn, sem kom með nýju Heklu Ríkis- skip að norðan um helgina seg- ir þessa sögu af ferð sinni og klaufalegu fyrirkomulagi á sölu farmiða og innköllun greiðslu fyrir beina: — Við vorum fjórir saman í klefa og var lítið næði að sofa um nætur og því engin hvíld að sjóferðinni, sem ella hefði mátt verða. Það voru þó ekki ferðafjelagarnir, sem ónæðinu ollu heldur skipverjar, sjálfir. • Ónæðisöm nótt. SIÐUSTU nótt okkar um borð var komið í höfn um mið- nætti. Þar fóru tveir ferða- fjelaganna af skipinu, en aðrir komu í staðinn í farþegaklef- an. Var ekki gott að gera við því ónæði, sem af því stafaði og komust menn brátt í ró. En ekki höfðum við lengi far ið er inn kom stýrimaður og vakti alla til að krefja menn fargjalds. Tók það langan tíma, því skrifa þurfti nafn hvers far- þega og taka afrit af. En fyrir- mæli um það munu stýrimenn hafa frá skrifstofunni. • Konurnar og börnin. í KLEFA með okkur var einn farþegi, sem kvaðst ætla að greiða fargjald fyrir tvær konur og börn, sem þar væru með. Skýrði maðurinn fyrir stýrimanni hvar konurnar væru og greiddi far þeirra. Bað hann stýrimann, að ónáða ekki kvenfólkið, því þær myndu eiga nógu óhægt um svefn samt sökum sjóveiki og væri sjer kært að þær væru látnar í friði. Var nú komin nokkur alda og skipið tekið að velta. Mun þá manni þessum hafa farið að verða órótt út af líðan kven- anna og fór hann á fætur, kveikti ljós, en kom að stundu liðinni aftur, illur í skapi, því stýrimaður hafði vakið konurn ar og börnin, þrátt fyrir beiðn- ina um að gera Það ekki. • Þjónninn birtist. KLUKKAN var nú farin að ganga sex að morgni og hafði nóttin liðið, sem lýst er að fram an. Gerði jeg mjer von, segir sögumaður minn, að fá að sofa í friði, það sem eftir var nætur, eða þar til við kæmum til Reykjavíkur árla morguns. En það var ekki því láni að fagna, því um sex leytið kom frammistöðumaður til að rukka farþega um gjald fyrir beina, sem þeir höfðu þegið. — Þótti honum þessi tími dags hentug- astur til þess starfa. Þarf nú ekki að hafa þessa sögu lengri, eða taka fram, að ekki varð mönnum í okkar klefa svefnsamt eftir þetta, frekar en fyr um nóttina, enda senn komið í höfn. • Óþarfa óþægindi. EN því hefi jeg sagt sögu þessa hjer, að hæglega virðist mega bæta úr til hagræðis fyr- ir farþega á strandferðaskipum og starfsmenn. Farmiða ætti að selja rpönn- um í afgreiðslu skipsins í höfn- inni, sem þeir koma um borð og hafa einfaldara fyrirkomulag, en nú tíðkast og er enda gamalt, því það var notað er Flóra gamla og Ceres sigldu hjer með ströndum fram. Greiðslu fyrir veitingar ættu menn að greiða um leið og þeir neyta þeirra. Það myndi spara þjónustufólki óþarfa næturgölt og vökur, en farþegum ónæði. • Aðgöngumiðaokrið í algleymingi. OFT hefir aðgöngumiðaokur unglinga verið slæmt hjer í bænum, en aldrei eins og nú við þessi fáu kvikmyndahús, sem opin eru. A sunnudaginn var var svo krökt af miðaokrurum, strákum um og innan við tvítugt, að það var ekki komist að einu kvik- myndahúsanna. Þeir buðu almenn sæti fyrir 15 krónur miðann og þeir runnu út. Það má geta nærri hversu holl þessi viðskifti eru ungling- um. Hvaða virðingu þeir fá fyr- ir verðmæti peninga og hvort þeir leiðast ekki inn á svarta- markaðsverslun á öðrum svið- um. Það væri þörf á að uppræta þenna fjára úr bæjarlífinu. • Krafist betri kvikmynda. MENN gera sjer alment ljóst, að gjaldeyriserfiðleikar þjóðar- innar eru miklir og margir þegja og taka því, að fá ekki ýmislegt, sem gerir lífið skemti legra og þægilegra. En fólk á bágt með að sætta sig við að fá ekki betri kvikmyndir, en nú eru á boðstólum. Það er líka menningaratriði, að hingað flytjist góðar og vel gerðar kvikmyndir, en það sjest ekki lengur nema rusl og úr- gangur vegna þess, að kvik- myndahúsin fá ekki gjaldeyri til kaupa á góðum kvikmynd- um. Það má vera, að kvikmyndir sjeu munaður, eða luxus, sem hægt sje að vera án, en kvik- myndirnar eru nú einu sinni sú skemtun, sem almenningur met ur einna mest. Það er ódýrasta skemtunin og að margra dómi sú besta, sem hjer er að fá. Þessvegna ætti það ekki að vera nein goðgá, að fara framá, að gjaldeyrir sje veittur til kaupa á því besta, sem völ er á í stað þess, að eyða honum í miðlungs kvikmyndir og þaðan af verra rusl, sem aðrir eru orðnir leiðir á og vilja ekki sjá. iiaiiiiMiiiummimiininmiinmiiinnmiiinn——Muumnwi—iiMininiiniiimiiiiinmi»i»nim»iimmimimiiiiiumgi«ii»uinmiiMiimimim— MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . | i imiimmiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiimiimmmmiiimmiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiimiiiiiiiimiiimmmiiiilillliniiinimn Kommúnistar höfðu nóg að gera ENN voru það kommúnistar sem síðastliðna viku lögðu frjettamönnum til efnið í grein- ar sínar. Kommarnir vroru alls- staðar á ferðinni. Þeir þeystu eins og óðir menn um hernáms- hluta vesturveldanna í Berlín, þeir gerðu aðsúg að borgar- stjórninni í sömu borg, þeir laumuðust frá Síam inn á upp- reisnarsvæðin á Malakkaskaga og þeir bönnuðu bændunum í Ungverjalandi að selja eða kaupa jarðir án leyfis stjórnar- valdanna! í íran vakti smá- kommi á sjer athygli, með 'þv' að lýsa yfir andstöðu sinni við Tito og fallast í faðmlög v>ð Kominform. Þetta var sendi- herra Júgóslavíu 'i landinu. Framkoma kommúnistanna ? Berlín var þó hvað alvarlegust. Þar töldu ýmsir að múgæsingar þeirra miðuðu að því að gera borgarstjórnina óstarfhæfa. Eitt þýsku blaðanna komst þannig að orði, að þeir ætluðu með ofbeld- isverkum sínum að fá því fram gengt, sem minnihluti þeirra í borgarstjórn hafði ekki getað komið í verk á lýðræöislegan hátt. • • RÚSSAR I KLÍPU ,VÍST er það að minnsta kosti, að múgur kommúnista rjeðist tvívegis í síðastliðinni viku inn í fundarsal borgarstjórnarinnar á hernámssvæði Rússa. Rússar ljetu þetta ofbeldi afskiptalaust. En fyrir vikulokin voru þeir komnir í nokkra klípu. Otto Suhr, forseti borgarstjórnarinn- ar, ritaði Rússum brjef og bað þá að sjá svo um, að borgar stjórnin gæti haldið fundi sína : friði. Suhr fór þess á leit, að sett yrði upp einskonar hlut- laust svæði í Berlín, þar sem fulltrúar borgaranna gætu kom- ið saman á fundi án þess að eiga ofbeldishótanir kommúnista hangandi yfir höfðum sjer. Rúss ar svöruðu brjefi hans og báðu um nánari skýringu á nokkrum atriðum þess. Þeir vildu sýnilega fá umhugsunarfrest. Þeim var ljóst, að brjef Suhr hafði komið þeim í vanda: Ef þeir neituðu að vernda borgarstjórnina, lýstu þeir því þar með yfir, að þeir hefðu ekkert við ofbeldi komm- únista að athuga. • • FLÓTTAMENN EN enda þótt enn væri ekki fuíl sjeð í Berlin, hvaða árangur of- beldisaðferðir kommúnista þar mundu hafa, höfðu þær þó gef ist þeim vel í mörgum öðrum höfuðborgum Evrópu. 1 Varsjá rjeðu þeir öllu og sömu söguna var að segja frá Prag, Buda- pest, Sofíu, Bukarest og Bel- grad. í þessum borgum ríkti kommúnistiskt einræði engu síð ur en í Moskva, og flóttamönn- unum f jölgaði stöðugt, sem leit- uðu hælis í lýðræðisríkjunum vestan járntjaldsins. • • PETER ZENKL DR. PETER ZENKL er einn þessara manna. Hann var vara- forsætisráðherra Tjekkóslóvak- íu fyrir valdarán kommúnista í febrúar, en tókst að flýja til bandaríska hernámssvæðisins í Þýskalandi snemma í ágústmán- uði. Nú er hann kominn til London á leið til Bandaríkjanna, og hann hefur skýrt frjettamönn um frá því, hvað gerst hefur í Tjekkóslóvakíu eftir valdatöku Zapoteks og fjelaga hans. — Breska útvarpið hafði það eftir ráðherranum fyrverandi, að hon um hefði liðíð ver í Tjekkósló- yakíu undanfarna mánuði en öll þau ár, sem hann dvaldist í Buchenvald, illræmdustu fanga- búðum nasjsta. Framh, á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.