Morgunblaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1948, Blaðsíða 6
'MORGUNBLAÐIÐ Þrfðjudagur 31. ágúst 1948 | Síoiiuiigureiiii er uágranrii íslenska sendiherrans ÞAÐ eru um það bil sjö ár Stuil samlal við brjefrilara íslenska sendi- ’ síðan jeg byrjaði að vinna fyrir ; íslendinga, sagði frú Hazeldine, : þegar jeg kom að máli við hana á heimili Einars Pjeturssonar • stórkaupmanns, en þar hefur hún átt heima í íslandsdvöl sinni. Síðan heldur hún áfram: Þar af hef jeg verið sex ár við íslentka sendiráðið í London. : — Og hvernig hefur yður lík- 1 að að vinna fyrir íslendinga7 spurði jeg. í — Nú, það sjáið þjer sjálfur. Tíminn sem jeg hef verið hjá þeim hlýtur að bera vott um það. En annars get jeg sagt það í stuttu máli, að mjer heíur líkað þr.ð vel og sífelt betur. — Fyrst kyntist jeg íslendingum er jeg Vc.nn hjá þeim Ragnari T." Árnasyni og Ludvík Guðmunds^ ' syni . Næst starfaði jeg með| Bjarna GuJmundssyni, sem var þá við bre ku upplýsingaskrif- stofuna. Eft.'r það á sendiráðinu íslenska. Jeg hef haft þá báða fyrir húsbæ. dur Pjetur Bene- diktsson og Ctefán Þorvarðsson. sem jeg hef I.aft hina ánægju- legustu viðky: ningu við. Jeg sje þ:.ð fljótlega, að frú Hazeldine muni vita alla sögu íslenska cendiráðsins, svo að segja frá byrjun og hún vík- ur líka talinu að því. Sendiráðið er sl ammt frá konungshöilinni Fyrst var :';rifstofan við West Eaton Place, þar var hún öll stríðsárin, en fyrir tveimur árum fluttu íslei': lingar í húsið Buckingham Gatc 17. Buckingharn G te? segi jeg. Er það þá nærri konungshöll- inni? — Já, það e? rj :tt hjá og út um gluggana á eir.ni hlið húss- ins má sjá álmu af höllinni. Annars var þetta hús ekki í góðu standi, þegar íslendingar fengu þaö, þó nú ;je búið að lagfæra þaj mikið. Það var nefnilega skemmt af sprengju. Næsta hús við var hrunið alveg til grunna, en sjálft var það illa laskað og rústir kringum það. — Það er undarlegt, að Þjóð- versjar skyldu eyða sprengjum sínum þannig á íbúðarhverfin. -— Já, —- og þó ekki svo und- arlegt. Það er ábyggilegt, að þeir voru hvað eftir annað að reyna að hæfa konungshöllina. Ekki svo að konungurinn dveld- ist í höllinni á stríðsárunum, en flestir vita, að sprengjuárásir Þjóðverja á London voru ekki eingöngu til þess að eyðileggja hernaðarrnannvirki, heldur til þess að reyna að buga mótstöðu afl bresku þjóðarinnar. Þeir reiknuðu þá með því að það gæti haft mikil áhrif, ef sjálf konungsköllin færi í rúst.. Jæja en hvað um það. Þetta er sem betur fer liðinn tími, sem mað- ur reynir að gleyma og þegar jeg lagði af stað í för mína til íslands nú var búið að koma fyrir vinnupöllum alt í kring- um íslenska sendisveitarhúsið eg viðgerð að verða lokið bæði að utan og innan. Og bá verður húsið dásamlegt, nýmálað og fallegt með fögur trje allt i '' kring og skammt frá Viktoríu jninnismerkið. Jeg held að það raðsins i Nýlega var stödd hjer á landi í heimsókn brjefritar- inn við sendiráðið í Lon- don, ensk kona frú Hazel- dine að nafni. Við skulum láta það lýsa sjer sjálft, að íslendingar í London hafa farið að kalla hana íslensku gælunafni. Þeir kalla hana Millu. Frjettamaður Mbl. hitti hana nýlega að máli og átti þetta tal við hana. sje varla hægt að hugsa sjer betri stað. Gctt að vinna þar Þjer hafið sjálfsagt kynnst mörgum íslendingum, sem lagt hafa leið sína í sendiráðið. —- Jú, jú, fyrst og fremst vil jeg nefna þá, sem hafa unnið á sendisveitinni, svo sem Hilm- ar Foss, Magnús V. Magnússon og marga fleiri. Sendiráðið er í yfirbragði eins og skrifstofa. Það er auðvitað ekkert spennandi sem gerist þar, það er að segja, maður er ekki þar til að leika sjer, heldur til að vinna. Sumsstaðar er leið- inlegt að vinna, en þannig er það ekki á íslenska sendiráðinu. Einhver slíkur andi er yfir öllu, bæði starfsfólki og þeim sem þangað koma að maður unir vel við sitt starf, maður fær áhuga á starfinu. Við tölum nokkuð áfram um starfið á skrifstofunni, en þar annast ungfrú Iiazeldine allar enskar brjefaskriftir sendiráðs- ins. Auðvitað er það ekkert smá ræði, sem þarf að skrifa af ensk um brjefum í þessari miðstöð ensk-íslenskra viðskifta. Svo áð- ur en varir erum við aftur farin að tala um íslendinga í London. Eins og þeir hafi átt heima í stórborg — Hvemig finnst yður Is- lendingar koma fyrir sjónir þeg ar þeir eru í stórborginni miklu ? Ja, í útliti eru þeir ekkert frá- brugðnir Englendingum. Ekki treysti jeg mjer til að greina þar á milli. — En hvernig finst yður þeir bregða við, þegar þeir koma norðan úr fámenninu? — Þeir taka því alveg eins London. og þeir hefðu alla sína æfi átt heima í borg, sem er enn stærri en London. Þeir fara út um göt- urnar, læra þegar í stað á ferð- irnar með sporvögnunum og neðan jarðar brautunum. — En hvernig finnst yður málið, sem þeir tala? -—- Já, jeg ætlaði einmitt að fara að 'tala um það, því að lægni ykkar íslendinga flestra eða allra á að tala ensku er blátt áfram undraverð. Kannski hjálpar það ykkur mikið í því að þið sýnist heima hjá ykkur, þegar þið komið til London. Og jeg hef nokkuð fyrir mjer í þessu, þvi að það hefur oft kom ið fyrir, þegar jeg hef boðið ís- lenskum vinum mínum heim til mín, að enskt fólk þar hlustar lengi á þá tala, og þegar það kemst að því að þetta voru ís- ler.dingar segir það eitthvað á þessa leið: Ekki datt mjer ann- að í lifandi hug, en að þetta væri borinn og barnfæddur Eng- lendingur. Sækja leikhús og óperur Og ungfrú Hazeldine heldur áfram: Þeir íslendingar, sem til London koma skemmta sjer á ýmsan hátt en helst sækjast þeir eftir að fara í leikhús, sem eru mörg í West End. Og þeir eru yfirleitt vandlátir á leikrit. — Vilja helst leikrit eftir fræga og góða höfunda. Þá sækja þeir ekki síður óperurnar og ballett- inn. Fara oft í Royal Albert Hall og hafa yndi af píanótón leikum. Þakkar fyrir gestrisni í sumar átti frú Hazel- dine heimboð bæði 'í Kaupmanna höfn og á íslandi og kaus hún frekar að fara til íslands. Og að síðustu biður frú Haz- eldine mig um að skila kæru þakklæíi fyrir alla þá gest- risni ,sem hún hefur notið hjer á landi. Sendir hún öllum kunn- ingjum og vinum sínum kveðju. Hálíðahökl í Hol- landi Haag í gær. HÁTÍÐAHÖLD eru þegar hafin í Hollandi vegna fimm- tíu ára ríkisstjórnarafmælis Vilhelmínu drotningar. Undan farna þrjá ánuði hefur Júlíana prinsessa dóttir hennar farið með ríkisstjórn en í dag tók Vilhelmína aftur við stjórn rík isins, sem hún mun halda uns hún afsalar sjer völdum fyrir fullt og allt 4. sept. í dag voru mikil hátíðahöld í höfuðborg- inni, Haag. Fóru þau að mestu fram í skemtigarði í hjarta borgarinn(ar, þar sem drotn- ingin kom fram og talaði við fólkið. — Reuter. Olíulindir finnust í árósum. New Orleans. — Oliulindir miklar hafa fundist nýlega í ósum Missi- sippi við Mexikó-flóa. Eiturgasi sökkt. trúi sexfugur MARTIN BARTELS bankafull trúi á sextugsafmæli í dag. Þó hann hafi dvalið í Höfn meira en helming adinnar, þá ’er hann altaf talinn fyrst og fremst Reykvíkingur. Hjer ólst hann upp. Hjer gekk hann í skóla. Tók stúdentspróf vorið 1909 í þeim stúdeníahóp, sem síðastur útskrifaðist undir reglu gerð hins gamla Latínuskóla. Að stúdentsprófi loknu hugði hann ekki til frekara nims, en gerðist starfsmaður Islands- banka. Frá öndverðu var náið viðskiftasamband milli Islands- banka og Privatbankans í Höfn Það var árið 1916, að henta þótti, að einhver starfsmaður úr bankanum hjer færi til Privatbankans, sem fulltrúi Is- landsbanka hjá aðal viðskifta- bankanum i Höfn. Varð Bartels fyrir því vali. Teygst hefir svo úr þessari sendiför hans, að hann hefir nú verið þar í 32 ál\ Er slaknaði á þessu banka- sambandi var jafn mikil þörf fyrir Hafnarbankann, að njóta starfskrafta Bartels. En sem sagt. Þó hann sje búinn að vera þetta lengi í burtu, þá er hann enn fyrst og f remst Reykvíkingur. Alstaðar þar sem alúðlegir og ágætir menn dvelja eins og hann, skilja þeir eftir svo þægilegar endurminningar meðal sam- ferðafólksins, að þeir hverfa aldrei alveg í burtu frá þeim stöðum, þar sem þeir hafa ver- ið, fyrri en þá að samferðafólk þeirra er fario líka. Fyrstu árin sem Martin Bartels vann í Privatbankanum gaf hann sig lítið að fjelagsmál um Islendinga. En brátt kom að því, að hann fjekk þar verk svið, þegar til hans var leitað að taka að sjer formensku i fjelagi Islendinga í Höfn. I yfir 20 ár var hann for- maður Islendingafjelagsins í Kaupmannahöfn. Ekki vegna þess að hann nokkurntíma hefði sókst eftir þeim frama, Heldur vegna þess, að íslend- ingar í Höfn af öllum flokkum, og stjettum, þektu ekki ann- an, sem væri betur til þess fallinn sem vildi leggjo það á sig, hafa alla þá fyrirhöfn sem af þeirri formensku leiddi. En Martin Bartels er einn af þeim mönnum, sem getur helst ekki hugsað sjer að láta nokkurn dag líða, án þess að hann geri ein- hverjum manni greiða, greiði götu einhverra, leiðbeini þeim eða ljetti þeim gönguna á ein- hvern hátt. Siðan hann hætti við for- menskuna í Islendingafjelaginu hefir hann tekið upp annað fjelagsmál Islendinga í Höfn. Að koma þar upp Islandshúsi, dvalarheimili fyrir námsfólk, og aldrað fólk, sem vantar hæli þegar ævidegi tekur áð halla. Það þarf mann með áhuga og fórnarlund Martins Bartels, til þess að koma upp slíkri stofn- un, mann sem vinhúr mann- úðar- og góðverk sín til þess að fullnægja þrá síns eigin hjarta, Heimili Bartels í Höfn er að Njalsgade 49. Þar hefir hann og kona hans, frú Elísabet Arn órsdóttir, í mörg ár sýnt íslend ingum er að garði koma, frá- bæra gestrisni og góðvild. Alli Björns í Sauð- lauksdal Ijósprent- aður BÚNAÐARFJELAG íslands hefir látið Ijósprenta og gefið út Atla, hið merka búnaðar- rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal. Formála fyrir bókinni skrifar Þorsteinn sýslu maður Þorsteinsson og segir þar m. a.: „Nú hefir Búnaðarfjelag ís- lands ráðist í að láta Ijósprenta Atla eftir sjera Björn, en það rit hans þótti eitthvert hið allra merkasta rit um landbúnað, sem út hefir komið. Þar eru fjölda margar ráðleggingar og upplýsingar fyrir bændur og bændaefni. Þótti svo mikið til þessara bókar koma, að Atli var þrisvar prentaður á rúmu fyrsta hálfrar aldar skeiði hans, og var það einsdæmi um bók veraldlegs efnis á þeirri tíð. Fram til þessa tíma vitrtar eldra fólk í Atla og kann setn- ingar úr honum“. Og enn segir Þorsteinn sýslu maður í formálanum: „Atli er nú úreltur um margt eða flest, vegna breyttra búnaðarhátta, en engin önnur bók hygg jeg að leiði athugulan lesara betur að allri kynningu á búnaðar- háttum hjerlendis á 18. öld og fyrri hltua 19. aldar. Verður sá enginn ,,alls ófróður“ um þá hluti er Atla les ....“. Bandaríkjamaður skotinn í Jerúsalem Jerusalem í gærkvöldi. ALLMIKIL skothríð var í Jeru salem í gærkvöldi og morgun. Einn af starfsmönnum banda- risku ræðismannsskrifstofunn- ar fjekk skot í fótinn skömmu fyrir hádegi, er hann var á leið til skrifstofunnar ásamt tveim ur öðrum Bandarikjamönnum. Arabisk ^eyniskytta mun hafa framið verknaðinn. -—■ Reuter. Á sífelldu ferðalagi. Bremen. — 17 ára þýskur piltur, Erich Heinrich, hefur enn verið fluttur til Þýskalands eftir að llafa fjórum sinnum reynt að komast sem eynifarþegi til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.