Morgunblaðið - 10.11.1948, Síða 6

Morgunblaðið - 10.11.1948, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. nóv. 1948. EFTIRHREYTUR OG ÁÆTL- UNARBÚ8KAPUR Noregsbrjef frá Skúla Skúlasyni Sami sparnaður til 1952. Fulltrúar allra skömtunar- nefnda í fylkjum Noregs sátu nýlega þriggja, daga fund í Osló, og þar mætti vitanlega Hönsvald allsherjarþryti eða „forsyningsminister“ þjóðarinn ar. Hann kvað enga leið að af- nema skömtunina í Noregi fyrr en innflutningur á mann væri orðinn eins mikill og var 1938, en samkvæmt Brofoss-áætlun- inni áðurnsfndu getur það ekki orðið fyrr en 1952. „Það er hart að þurfa að segja þetta, fyrir mig, sem daglega finn „press- una“ frá neytendum, en mað- ur svíkur sjálfan sig, ef mað- ur heldur að hægt sje að forð- ast erfiðleikana með því að neyta staðreyndum“, sagði Höns vald. „Nú er talað opinskátt um nýja styrjöld og væri það því æskilegt að geta safnað birgð- um bæði af neyslu- og fram- leiðsluvörum“. Og þó að Norðmenn hafi ekki orðið fyrir síldarbresti eins og við íslendingar, verður við- skiftaneíndin samt að skera nið ur innflutning það sem eftir er ársins. Hinn 15. okt. var bú- ið að veita innflutningsleyfi fyr ir 2293 milj. kr., en áætlunin fyrir allt árið er ekki nema 2630 miljónir og búið að veita leyfi fyrir meiru af mörgum vörutegundum en áætlað var. Áætlunin hefir verið of lág á flestum vörutegundum, en á fáeinum óþarflega há, svo sem á kolum og olíu. Innflutning- ur á kolum frá Svalbarða varð meiri en áætlað var og hefir það sparað gjaldeyri fyrir elds- neyti. Matarhæfi er miklu einfald- ara í Noregi ennþá en var fyrir stríð. Vöntunin á fatnaði og annari vefnaðar- og prjónavöru er þó miklu tilfinnanlegri, og kaupmenn segjast ekki fá nema fimtung af því vörumagni, sem þeir fengu áður, enda er ill- mögulegt að fá nokkuð af fatn- áði þó fólk hafi skömtunarseðla í höndunum. Vatnsleðurstígvjel fá fæstir aðrir en skógarhöggs- menn. Norski hvalveiðaflotinn er nú á leið suður í höf og vertíðin fer að byrja. Frá 10. okt. má fara að skjóta hvalinn. Flot- inn er nú talinn jafnstór og hann var fyrir stríð, því að í haust kom nýtt móðurskip til sögunnar. Það heitir „Þórs- höfði“ og er smíðað hjá Bur- meister & Wain í Kaupmanna- höfn og er stærsta skip, sem smíðað hefir verið í Danmörku, 23.500 smálestir dw og 638 feta langt. Fylgja því 11 hvalveiði- bátar og alls eru 427 manns í þessum eína leiðangri. En „Þórs höfði“ er talinn fullkomnasta móðurskip, sem enn hefir verið gert út á hvalveiðar og búið tækjum til enn betri vinnslu úr öllu því sem til fellst en eldri skip. Eigandi er hlutafje- lagið Thor Dahl í Sandefjord. Gera Norðmenn ráð fyrir að fylla þá tölu, sem þeim er leyft að veiða, jafnvel þó að veiðin verði eins góð og verið hefir undanfarin ár. Síðari grein Sitt af hverju. Thv. Aadahl, fyrrum ritstjóri ,,Nationen“ hefir verið fyrir landsvikarjetti undanfarið, sak aður um að hafa skrifað 60—70 greinar í þágu Þjóðverja og gegn konungi og ríkisstjórn á heniámsárunum. Mál þetta vakti mikla athygli því áð Aa- dahl var einn af kunnustu blaða mönnum þjóðarinnar. Hann bar það fyrir rjetti að hann hefði verið tilneydd,ur að haga sjer eins og hann gerði, og af framburði vitna sannaðiát það, að í hjarta sínu hefði hann eng- inn Þjóðverjavinur verið og beinn óvinur Quistlings. Ákær- 1 andinn fór fram á 1% árs fang j elsi, en svo fóru lei.kar að Aa- dahl var sýknaður. En 1V2 árs fangelsi fjekk hinsvegar Arild Hamsun, sonur skáldsins. Hann er talinn nasisti enn í dag og iðrast ekki gerða sinna. 10.000 krónur á hann að greiða í bæt- ur, en að sögn hans er Hamsuns f jölskyldan nú rúin inn að skyrt unni og ekkert til upp í þær 150 þús. krónur, sem frú Marie Hamsun var gert að greiða. — Konrad Sundlo ofursti, sem gaf Narvik upp í hendur Þjóð- verja var dæmdur í æfilangt fangelsi. — Sem betur fer þynn 1 ist nú óðum í fangabúðum land J svikara. í kvennafangelsinu á ÍBredtveit eru nú aðeins 77 fang ar en voru 300 um þetta leyti í fyrra. Á Ilebu (áður Grini) eru rúmir 500 fangar, en þar g'eymdu Þjóðverjar nær 5000 forðum. — Á Gulskogen við Drammen eru 124 í stað 500. En í Akershus er „fullt hús“. Stórbruni varð í Bodö að- faranótt 16. okt. .og'brann þar kælihús sem í voru geymd 1200 tonn af saltfiski og tvö önnur geymsluhús. Tjónið er metið á 5—6 miljón krónur auk þess sem óbeinlínis hlýst af brunan- um, því kælihúsið var einskon- ar miðstöð alls saltfisksútflutn- ings frá Norður-Noregi. Timburverðið fyrir komandi ár hefir verið ákveðið 1 kr. hærra pr. rúmmmetra en í fyrra, 40 kr. í stað 39 rúmm. fyrir timbrið flutt á fleytingar- stað. En talið er að verð á „cellulose“ lækki í Bandaríkjun urð á komandi ári. Þó að skóg- urinn sje mikill þáttur í af- komu Norðmanna, þá framleiða Norðmenn samt ekki nema 0.7 % af heimsframleiðslunni. — Norður-Ameríka leggur til 24,9%, Suður- og Austur-Asía 21.3%, Vestur-Evrópu 18.6%, Sovjet-samveldið 17.8%,- Mið- og Suður-Ameríka 12, 7% og Afríka 3,2% að því er segir í árbók FAO. Þar segir og að timburframleiðslan þurfi að auk ast um 60% til þess að full- nægja eftirspurninni. Verkfallinu hjá Norsk Hydro í Porsgrunn lauk núna um mán aðarmótin og hefst vinna aftur einhvern næstu daga. Fengu verkfallsmenn ekki neinum kröfum -sínum fullnægt í bili, en sennilegt er að þeir fái ein- hverjar -ívilnanir þegar kaup- galdsmálin verða tekin til end urskoðunar á komandi vori. Er nú alger vinnufriður í landinu og snemma í október tóku bænd ur aftur hótun sína um að höggva ekki skóg. Hermálaráðherra Dana, Norð manna og Svía hjeldu fund í Osló um miðjan október og hef ir nú verið skipuð nefnd til að undirbúa hernaðarlega sam- vinnu þessara þriggja þjóða. Og 30. okt. gerði Halvard Lange grein fyrir utanríkismálunum í Stórþinginu. Hann kvað Noreg hafa bygt utanríkismál sín ein göngu á UNO, síðan það var stofnað, en nú væri það sjeð, að ekki væri hægt að treysta því eingöngu, og yrði því að leita annara tryggingarleiða, fyrst og fremst að efla her- varnasamvinnuna við Dan- mörku og Svíþjóð. Skúli Skúlason. Illlllllll IIIIII IIIIR4V|t»V91ffimMi|| 111| 1111 IMIIIIIIIIfllllflflfll Höfum kaupendur i að 3ja—4ra og 5 her- I bergja íbúðum, hálfum | húsum og einbýlishúsum. i Máiflutningsskrifstofa Garðars Þorsteinssonar og-Vagns E. Jónssonar, Oddfellowhúsinu, sími 4400. iiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiinriii iiiiiiiiiiiiiiini í Rauðbrúnn i Eversharp sjálfblekungur | með gullhettu hefur tap- I Í ast. Vinsamlegast gerið \ i aðvart í síma 4109. c E lllllllllllll IIIIIUIIIIIIIIIII •11111111111III llllill||||||,|||fl|,|ll| <HIIIIIIIIII|||||||||||||IH|I|I|IIIII,II|II, ÍBÚD ÓSKAST | s E 1—2 herbergi og eldhús i .eða eldunarpláss, óskast I til leigu, sem fyrst. Hús- I hjálp, eða að sitja hjá ! börnym 1—2 kvöld í vjku I kemur til greina. Tilboð \ óskast send afgr. Mbl. 1 fyrir laugardagskvöld: i merkt: „S.A.—570“. .liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiillliili Frá fundi i Fasteigna- eigendafj elaginu ÞRIÐJUDAGINN 2. nóv. hjelt Fasteignaeigendafjelag Reykja- vikur fjölmennan fund, í fund- arsal Nýju Mjólkurstöðvarinn- ar í Reykjavík og setti formað- ur fjelagsins, Helgi Lárusson, fundinn og tilnefndi fundar- stjóra Kristján Kristjánsson og fundarritara Jón Sigtryggsson. í framsöguræðu sinni gat fbr- maður þess, að húsaleigulögin væru ekki sæmandi frjálsri þjóð, en þrátt fyrir að mikið hefði verið unnið að því, að fá þessi lög numin úr gildi, hefði lítið áunnist vegna mikillar and stöðu úr ýmsum áttum, en þó einkum á Alþingi. — Þó hefðu nokkrir þingmenn sýnt þessu máli sanngirni og velvild og gat hann þess að sumir þeirra væru mættir á fundinum og þakkaði hann þeim fyrir komu sína þang að og velvild við málið. Framkvæmdastjóri fjelagsins Einar Guðmundsson gaf stutt yfirlit um starf fjelagsins, þann stutta tíma sem hann hafði starf að í þágu þess og benti hann á hversu herfilega rjettur hús- eigenda væri fyrir borð borinn, með húsaleigulögunum og nefndi hann í því sambandi nokkur raunveruleg dæmi, því til sönnunar. Hann benti einnig á það, að einungis húsaleiga gömlu húsanna, sem ennþá væru í gamalli leigu væri. not- uð til að reikna út vísitöluna og væri slíkt að sjálfsögðu hreint fals, hvað vísitölunna viðkæmi og ámóta og verðið á danska smjörinu, sem væri selt svo lágt til að falsa vísitöluna. Hann gat einnig um brjef sem fjelagið hefði sent fjárhagsráði og skatt stjóranum málefnum fjelags- manna viðkomandi. — Einnig benti hann á þörf fjelagsmanna um, að tekin væri til alvarlegr- ar athugunar málefni Hitaveit- unnar, þar sem upplýst væri að skerndir á ofnum og leiðslum víða í húsum væri all alvarlegt. Margir tóku til máls á fund- inum, þar á meðal alþingis- mennirnir, Sigurður Krist.jáns- son, Gísli Jónsson og Hallgrím- ur Benediktsson. Samþykt var með öllum greiddum atkvæðum fundar- manna svofeld tillaga: „Fjölmennur fjelagsfundur í Fasteignaeigendafjelagi Reykja víkur, haldinn 2. nóvember. 1948. skorar á Alþingi það sem nú situr að nema húsaleigu- lögin tafarlaust úr gildi og leysa upp allar húsaleigunefndir. — Fundurinn telur húsaleigulögin í fullkomnu ósamræmi við rjett armeðvitund almennings og í fyllstu mótsögn við lýðræðis- hugsjón frjálsrar og fullvalda þjóðar og vítir seinlæti alþing- ismanna að hafa dregið svo lengi að nema kúgunarlög þessi úr gildi.“ Til viðbótar framangreindri tillögu, kom fram frá Jakobi Jónssyni svohljóðandi viðbót- artillaga: „Daufheyrist Alþingi enn við kröfum fasteignaeigenda, telur fundurinn brýna nauðsyn að fasteignaeigendur í Reykjavík stofni til pólitískra samtaka og hafi menn í kjöri við næstu -------- ] alþingis- og bæjarstjórnarkosn- ingar“. Þessi tillaga var samþykt með 42 atkvæðum gegn 15 atkvæð- um. Frá Jóhannesi Teitssyni kom fram tillaga um að stofna nú þegar nýjan pólitískan flokk, til að bæta úr ríkjandi, van- sæmandi stjórnmálaástandi og því öngþveiti og ringulréið, sem nú ríkir í opinberum málum þjóðarinnar. Samþykt var að láta umræð- ur um þá tillögu bíða, þar sem fundarmenn væru ekki við því búnir að taka afstöðu til slíks stórmáls, á þessum funJi og kom sú tillaga því ekki til at- kvæða. Umræður voru fjörugar og stóðu til kl. hálf eitt um nótt- ina, en þá var fundi slitið. •llllll■llllll■lllllllllllll■llllllll•ll|||||•||l•||||||l|||■||||||||| | 2 | Bókband | | Bind alskonar bækur og | i blöð í sherting, rexin og 1 1 skinn. Sendið nafn og | i heimilisfang og símanúm i i .er, ef til er, til afgr. Mbl. I 1 merkt: „Bákband—576“. i iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiii llllllllllllllllltllllM [ Til söEu i í Ingólfsstræti 21B, fiðla, i _skíði á 7—10 ára og stig- i in vefstóll. iiiiiiiiiiitiiiiiiiiii iiiiiiiiii 1111111111111111111111111111111111 IIIIIIHIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIIII m * — ( Timbur ( | Mig vantar um tvö þús- | i und og fimm hundruð fet \ \ af timbri, stærð 2+5 eða \ i 1++5. Þeir, sem kynnu i i að vilja selja gjöri svo | i vel og sendi tilboð til i | Mbl. fyrir fimtudagskv., = merkt: „2+5—579“. iiiiiiiinii IIIIIIIIIIHIIIIIII 11111111111111111111111111 IIIIIIIIIIHHIIHIII Til sölu með tækifæris- _verði fallegur þrísettur i Skápurinn verður til sýn I i is í dag og á morgun í | | skrifstofunni Bókhald, i i Garðastræti . 2, 4. hæð, I = sími 6399. IIIHIHIIIIIHIIIHHIHIHHHlHHHIIIIIHnitlHHHHIHHHIIII i Vil láta nýja 1 klósettskál ( | með stút afturtir í skipt- i i um fyrri skál með stút i i neðanúr. Á sama stað til i i sölu stór handlaug og | | karlmannshjól. Uppl. á i í Smirilisveg 24 eftir kl. 8 i i í kvöld og næstu kvöld. i UIIHHIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIHIIHIHIHIIIHIIIIIHIIIIIIHIHIII H*<HIIIIIIIIII>allll||M||||||||l|||||||||l SKOR A 1—2ja ÁRA i VESTURBORG, Garðastræti 6, sími 6759. i MIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHII » / I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.