Morgunblaðið - 23.12.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23.-des 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Pdtstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. —• Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Sjúkrahúsmál FYRIR nokkru var frá því skýrt hjer í blaðinu að fyrir frumkvæði Gunnars Thoroddsen borgarstjóra væri hafinn undirbúningur mikilla framkvæmda í heilbrigðismá1 um Reykjavíkur. Hefði veríð gerð frumáætlun um byggingu 5 Feilbrigðismálastofnana í bænum á næstu sex árum. Þessár stofnanir eru bæjarsjúkrahús, farsótta og sóttvarnahús, heilsuverndarstöð, hjúkrunarheimili og lækningarstöð (poli- klinik). Það er óhætt að fullyrða að því muni almennt Fagnað að borgarstjóri skuli hafa tekið þessi mál upp og hafið undir- búning að framkvæmdum í þeim. Til þess ber brýna nauð- syn að fjölga sjúkrahúsum í bænum. Bærinn hefur á s.l. árum þanist út og íbúum hans fjölgað gífurlega. En fjölgun sjúkrahúsa hefur engan veginn verið í samræmi við fólks- f'jölgunina. Þessvegna er hjer nú mikill skortur á þeim, svo inikill að til vandræða horfir. Það er þessvegna óumflýjan- legt að byggja ný sjúkrahús í bænum og verður þessvegna cð vænta þess að tillögum borgarstjóra verði vel tekið. En það er ekki aðeins í sjúkrahúsmálum höfuðborgarinnar, sem ástandið er öðru vísi en æskilegt væri. í flestum lands- hlutum er mikill skortur á sjúkrahúsnæði. Á það var einnig bent í ágætri og skorinorðri ræðu er Páll Kolka hjeraðs- læknir á Blönduósi flutti ekki alls fyrir löngu í útvarp. Vakti mál hans mikla athygli um allt land. Læknirinn benti á það að bygging sjúkrahúsa hefði setið rnjög á hakanum á þeirri miklu framkvæmdaöld, sem vfir stæði. Sjerstaklega væri áberandi, hve skólabyggingar hefðu \erið teknar fram yfir þær. Slíkar byggingar væru að vísu nauðsynlegar. En þess yrði að gæta að sjúkrahús væru ekki síður nauðsynleg en skóiar. Vonandi gefur fjárveitingavaldið gaum að þessum orðum hins merka og reynda hjeraðslæknis. Sannleikurinn er sá að Alþingi hefur verið undarlega tregt til þess að sinna sjúkra- húsmálum. Um það hefur t. d. staðið hörð barátta að fá verulegan stuðning ríkissjóðs við byggingu myndarlegs f jórð ungssjúkrahúss á Akureyri. Hefur loks tekist að þoka því máli nokkuð áleiðis. Þá hefur legið fyrir Alþingi undanfarin tvö þing frumvarp til laga um hjeraðshæli, sem Jón Pálma- son og fleiri Norðlendingar hafa flutt. Með því var lagt til að ríkissjóður greiði tvo þriðju hluta kostnaðar við bygg- ingu sjúkrahúsa og elliheimila. En þetta frv.*hefur í bæði skiptin sofnað í þingnefnd þeirri, sem um það hefur fjallað. Á Alþingi, sem hófst 11. október í haust, var frv. flutt í þriðja sinn í nokkuð breyttu formi. Meginefni þess er að ríkisstyrkurinn til sjúkrahúsbygginga og læknisbústaða verði hækkaður úr % í %. Er ekki ennþá víst hvernig því reiðir af í þetta sinn. Á það má einnig minna í þessu sambandi að Alþingi hefur r erið mjög tregt til þess að samþykkja sjerstakan tekjustofn, sem notaður væri til byggingarsjúkrahúsa. Á síðasta þingi var flutt eitt slíkt frumvarp, frumvarpið um.að leyfa fram- leiðslu 4% öls hjer á landi. Skyldi nokkrum hluta ágóðans af þeirri framleiðslu varið til þess að styrkja sjúkrahúsa- bvggingar. En þetta mál varð að einu mesta deilumáli, sem komið hefur til kasta Alþingis síðari áratugi. Meðal þjóðarinnar héfu nokkrir öfgamenn mjög óviturlegar árásir á frum- varpið og flutningsmenn þess. Afleiðingin varð sú að þing- ið þorði ekki að tryggja sjúkrahúsunum nauðsynlegan tekju- stofn. Óttinn við hávaða áróðursins varð í þessu efni skyn- saminni yfirsterkari. Situr því við hið sama í sjúkrahús- málunum. Kjarni þessa máls er sá, að meðan að ekki fæst tryggður tðkjustofn fyrir þessar nauðsynlegu framkvæmdir, þá er ó- þarfi að gera ráð fyrir nýjum sjúkrahúsum. Heilir lands- hlutar munu halda áfram að vera sjúkrahúslausir og sjúkra- hús annara landshluta munu halda áfram að grotna niður vegna fjárskorts til viðhalds þeim. . TJtvarpserindi hins gáfaða læknis í Húnaþingi var þörf ádrepa á þing og þjóð. I því var feimulaust rætt um þýð- ipgarmikið mál, sem illa hefur verið haldið á af hálfu lög- gjafarvaldsins á mörgum undanförnum árum. ÚR DAGLEGA LÍFINU Umferðarljósin enn ÞAÐ MUN vera komið uppund ir ár síðan, að því var haldið fram hjer í þessum dálkum, að ekki væri hægt að bíða leng ur með umferðaljós á helstu krossgötum bæjarins. Síðan hefir þetta sannast á hverjum einasta degi og best þá dagana, sem umferðin er mest, eins og t. d. nú síðustu dagana. Það kemur fyrir daglega, að hnútar koma í bílaumferðina í bænum og alt lendir í bendu sem aldrei ætlar að greiðast úr vegna þess, að ekki eru ljósa- umferðarmerki. Það má geta nærri hver tímatöf eru að þessu og hreinn peningaþjóf- ur fyrir marga. t. d., sem hafa bíla á leigu. Samþyktirnar einar stoða ekki OG ÞAÐ ER svo undarlegt hve lengi það gengur að fá þessi tiltölulega einföldu áhöld ,sem þarf til að koma upp umferðar ljósum. Það er búið að gera samþyktir um kaup á þeim í bæjarstjórn og bæjarráði og borgarstjóri og lögreglustjóri hafa viðurkent nauðsynina á þeim og tilkynt æ ofan í æ, að nú sje von á ljósunum. En samþyktir og góð orð ein duga ekki. þegar ekkert verð- ur úr framkvæmdum. Þetta ár er senn liðið í ald- anna skaut, en vonandi verður það nýja ekki látið líða hjá án þess, að komið verði á þessari sjálfsögðu umbót, sem ætti að vera komin fyrir löngu. e Vinnupallurinn, sem hvarf ÞAÐ VAR mörgum bæjarbúa gleðiefni, er hann kom niður í miðbæ í gærmorgun. að sjá, að vinnupallurinn mikli, sem ver- ið hefir vikum saman við Lands bankann er nú loks farinn. Furðulegt hve vinnupallar þurfa að vera lengi við hús, sem.aðeins er í lítilf jörlegri að- gerð hjer í þessumm bæ. Vikum saman eru vinnupallar látnir standa og ekki ber á því að neinn sje að nota þá. En þessir pallar eru til hinna mestu óþæginda fyrir vegfar- endur og umferðina í heild. Það mætti gjarna taka upp annan sið hvað þá snertir og setja um það fastar reglur, t. d. í lögreglusamþykt, hvernig þeir, skuli bygðir, hve lengi þeir megi standa og hvernig ganga skuli frá þeim. • Fleira þyrfti að hreinsa ÞAÐ ER EKKI að undra þótt það grípi menn nokkur hrein- lætistilfinning þessa dagana, er alt er verið að pússa og fægja innanhúss. , Og þegar maður litur í kring um sig í bænum vaknar sú spurning, hvort ekki sje mál til komið að fara að halda nýja hreinlætisviku, jafnvel þótt í svartasta skammdeginu sje og myrkrið hylji margan óþverr- ann. En það erú ekki nema tiltölu lega fáir, sem fást til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum. Vilja heldur bíða, þar til alt er komið í óefni og lögreglan er send á vettvang til að skylda menn með hótunum um sektir, að taka til hjá sjer. • Ársgamlar bruna- rústir ÞÆR VERÐA nú t. d. ársgaml ar í næstu viku, brunarústirn- ar í Kirkjustræti. Það er búið að hreinsa til ofan af minna húsinu, sem brann, en með þeim hætti að mesta spýtna- brakið hefir verið sett í haug ofan á kjallarann, sem enn stendur. Stóra húsið stendur gapandi, eins og það var eftir brunann, nema hvað neglt hef- ir verið fyrir glugga að ein- hverju leyti. Það er ekki til sóma að tarna. Húsin eiga að hverfa ÞAÐ LIGGJA fýrir samþyktir — og það meira að segja ítrek aðar að gefnu tilefni — að þess ar brunarústir eigi að hverfa með öllu og að ekki verði leyft að byggja aftur á lóðinni. Eftir hverju skyldi þá vera beðið með að rífa hjallana til grunna? Það er kæruleysi eins og þetta, sem menn eiga svo bágt með að sætta sig,við. Það er nú útsjeð um, að brunarústir þessar ná eins árs aldri, en sá aldur ætti ekki að þurfa að verða mikið hærri, því það er sannarlega nóg komið. Góðar frjettir frá Skotlandi ÍSLENDINGAR munu gleðjast alment yfir því, hve „Gullna hliðið fjekk góðar viðtökur á frumsýningu í Edinborg í fyrra kvöld. Því um leið og það er viðurkenning fyrir höfundinn, er það frami fyrir þjóð hans, að verkinu skuli hafa verið tekið svo vel, sem raun varð á. Gullna hliðið hefir nú farið sigurför í Noregi og Finnlandi, en nú er það komið inn í hinn enska heim og má búast við, að á næstu árum verði það sýnt víða í enskumælandi löndum. Við getum óskað okkur og höfundinum til hamingju með þessa sýningu í Edinborg, hin- um forna höfuðstað Skotlands. iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiitmiiiiiitmMiivitiiiitiiiiiiiiiBSMiBlHGiiiiiiiciiiiiiiiiiiiiiiiiiiicini MEÐAL ANNARA ORÐA . . . BingiiiinBMannMHBWMnHMraimniBintnMMnHMMMMwiiiiiiiiiiiiiiiinaii Rússar mótmæla leikritum í Finnlandi Eftir Thomas Harris, frjettaritara Reuters. HELSINGFORS: — Rússneska sendiráðið hjer í Helsingfors hefir varað finska utanríkis- ráðuneytið við því, að sambúð Rússa og Finna hafi farið versn andi undanfarna mánuði. Að- vörun þessi kom nýlega fram í orðsendingu til utanríkisráðu neytisins, en í henni segir með- al annars: „Óábyrgir aðilar beita sjer nú fyrir áróðri, sem stefnir að því að vekja andúð á Rússlandi“. Er í þessu sam- bandi sjerstaklega vikið að tveimur leikritum, finskum skopleik og „Les Mains Sales“ eftir Jean Paul Sarte. Bæði þessi leikrit hafa þenrf an mánuð verið sýnd í Helsing fors, en „Les Mains Sales“ hef- ir nú verið bannað með öllu í Finnlandi. „Auk þess“, segir ennfrem- ur í rússnesku orðsendingunni, „hafa aðrir atburðir skeð, sem eru ekki ekki í samræmi við skuldbindingar Finnlands11 — (samkvæmt friðarsamningnum við Rússa). • • ÓTTI ORÐSENDING þessi hefir vak ið nokkurn ugg meðal finskra stjórnmálamanna. Margar á- stæður eru fyrir þessum ótta, meðal annars eftirfarandi: 1. Orðsendingin var send skömmmu eftir að finsku kom- múnistablöðin höfðu skýrt frá því, að „Novoya Vremya“ og önnur rússnesk blöð hefðu haft orð á því, að Finnland væri „á ný komið út á hálan ís“ og „endurtekur nú sömu villurn- ar, sem tvívegis á undanförn- um áratug hafa orðið ógæfa finsku þjóðarinnar11. 2. Þar sem sýningum á báðum ofangreindum leikrit- um var lokið, er Rússar sendu orðsendingu sína, virðast þessi mótmæli þeirra eiginlega vera ástæðulaus. 3. Með „aðrir atburðir“ í orðsendingunni er talið að Rúss ar eigi við það og sjeu að mót- mæla því, að kommúnistar skyld.u ekki fá sæti í núverandi stjórn, og leynlögreglan, sem þingskipuð sjerfræðinganefnd taldi að væri aðeins „árásar- vopn kommúnistaflokksins", hefði verið lögð niður. 4. Orðsendingin barst aðeins þrem dögum eftir að Rússar höfðu sent finsku stjórninni önnur mótmæli, þar sem lög- reglan í Helsingfors er sökuð um illa meðferð á Tarasov nokkrum, einkaritara rúss- neska aðalræðismannsins í borg inni, og manni að nafni Darski, sem er stárfsmaður hjá rúss- neska flugfjelaginu „Aero- flot“. • • TVÆR SÖGUR í MÓTMÆLAORÐSENDINGU Rússa er sagt, að Tarasov og Darski hafi verið handteknir í hringleikahúsi. Þeir sýndu lög reglunni vegabrjef sín, segir ennfremur, en hún hafði þau að engu og fór með báða menn ina á lögfleglustöðina, þar sem „Tarasov var laminn í andlit- ið og hlaut áverka á auga“. „Báðir fóru fram á það að fá að setja sig í samband við rússneska sendiráðið og innan- ríkismálaráðuneytið finska, en fengu það ekki fyr en eftir hálfa klukkustund“. Finsk vitni, sem stödd voru í hringleikahúsinu, segja, að mennirnir hafi verið druknir og haft í frammi óspektir. Því er haldið fram, að þeir hafi neitað að sýna aðgöngumiða sína, er þeir ætluðu inn í leik- salinn að hljei loknu, og þrjósk ast við að fara út, þegar þeir voru beðnir um það. „Áður en lögreglan kom til skjalanna“, bera vitnin, „hafði Tarasov slegið einn áhorfanda utan undir“. Lögreglan segir að hún hafi þégar í stað gefið mönnunum kost á að nota síma til þess að setja sig í samband við sendi Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.