Morgunblaðið - 23.12.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1948, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ í: ímmtudagur 23. des. 1948. á könnunni, fór honum að líða betur. Eftir fimta sopann, fann hann sjer til mikillar undrun- ar, að hann skemti sjer ágæt- lega. Auk þess var stelpan bara lagleg. Þegar dagskíman fór að íæðast inn um gluggana, voru skrautklæði aðalsmannsins frá París komin í hina mestu óreiðu. Sjálfur var hann sæll og glaður og söng sjóaravísur af meiri krafti en nokkur ann- ar í kránni. Þegar Bernardo fór að átta sig aftur á tilverunni, var kom áð fram á miðjan dag. Honum varð það bráðum ljóst, að hann var ekki lengur í kránni, held- ur í herbergi, sem vafalaust tilheyrði lagskonu hans frá kvöldinu áður. Hann tók á öllu því sem hann átti til. reisti höf uðið frá koddanum, og leit í kring um sig. Hann reiknaði þ>að út, að höfuðið mundi vera að minnsta kosti ein tíu tonn að þyngd. Jú, tilgátan var rjett. Stúlkan svaf í öllu sínu sak- )eysi við hlið hans. Bernardo lagði höfuðið aftur á koddann og stundi þungan. Hvers virði voru ánægjulegar stundir í myrkrinu, þegar þær voru fallnar í gleymsku að morgni? En ekki dugði að hugsa frek ar um það. Hann átti verk- efni fyrir höndum. Hann stundi aftur, reis á fætur með mikl- um erfiðismunum og fór að íýna utan á sjer spjarirnar. — Þegar því var lokið, og hann ætlaði að fara út, varð honum litið á stúlkuna. Hún hafði ekki bært á sjer, svo að hann tók undir sig stökk og var kominn út á götu á einu augabragði. — Sólarljósið blindaði hann, svo að hann gat varla opnað aug- un. Hann vissi, hvar hann átti að leita Kit uppi. Hálfri stundu síðar stóð hann við dyrnar á litlu veitingahúsin í útjaðri bæjarins. Það var yfirleitt lítið sótt, því að ekkjan, sem átti það, krafð ist þess, að þeir sem sóttu beina hjá henni, hegðuðu sjer sem heldri menn, hvort sem þeir væru það eða ekki. Hann þurfti ekki að berja að dyrum því að Kit stóð úti fyrir hjá hesti sínum og hjelt á beisli í annari hendinni. Bernardo setti upp undrunarsvip. „Þjer kemur það svo sem ekkert við“, sagði Kit glaður í bragði, „en fyrát þú endilega vilt fá að vita það, þá er jeg að fara til Notre Dame de Léogane til þess að hitta faðir Dumaine". Bernardo sá að hesturinn var klyfjaður. „Nú, þú ætlar að fara með allan ágóðann af herferðinni, sje jeg“. „Já“. „Hversvegna?“ „Það er ekkert of mikið til að tryggja sálumessur fyrir hana. Og vissulega er það ekki nógu mikið til þess að losa mig við syndabyrðar mínar“. Bernardo vætti þurrar varir sínar með tungubroddinum. „Hvað verðurðu lengi í burtu?“ spurði hann. „Jeg kem aftur á morgun“, sagði Kit, 40. dagur „Jæja, það er ágætt“, sagði Bernardo og það var auðheyrt á rödd hans, að honum ljetti. „Landsstjórinn sendi sjerstak- an sendiboða til að leita að þjer. Hann vill að þú komir til sín. Jeg held að hann ætli að launa þjer fyrir það, að þú komst í veg fyrir það að liðs- sveitir Beauregards gereydd- ust. Kit ypti öxlum. „Það er of seint að launa mjer“, sagði hann. „Jeg kæri mig ekki um landið, sem herra Ducasse lof- aði mjer. úr því að hún er dá- in“. Hann leit út á hafið, þar sem hvít seglin blöktu í sól- skininu. „Hjerna ætlaði jeg að byggja handa henni stórt og glæsilegt hús úr gráum steini....“. Hann leit hrygg- ur í bragði á Bernardo. Ang- istin skein úr augum hans. Bernardo lagði handlegginn um öxl hans. „Svona, Kit“, sagði hann. „Alt á sjer tak- mörk, og sorgin ekki síður en annað. Þetta var eins og hvert annað slys. Guð á himnum veit, að þú hefðir aldrei gert henni nokkurt mein af ráðnum hug. Að mínu áliti hefir þú engu minni ástæðu til að byggja stórt og glæsilegt hús nú en áður“. Kit leit á hann. „Því segir þú það“. „Lífið hefir ekki altaf leikið mig mjúkum höndum“, sagði Bernardo og stundi. „Samt sem áður hefi jeg ekki farið alveg á mis við að eiga son síðan við kyntumst. Mundir 'þú vilja hindra það, að jeg fengi að verða afi? Jeg mundi eiga part í þínum börnum líka, af því að mjer mundi þykja svo vænt um þau. Þú skalt syrgja um nokk- urn tíma, það er aðeins eðli- legt. En seinna ætla jeg að biðja þig að byggja þetta hús, sem þú varst að tala um ,og þú kanske ætlar mjer þar herbergi líka“. Kit brosti. „O, þorparinn, svo þú ætlar að sjá um að þú eignist barnabörn? Hversvegna á jeg að gjalda þess, að þú hefir ekki eignast syni sjálfur?“ Bernardo brosti og bandaði frá sjer með hendinni. „Sonur minn mundi aldrei geta orðið eins fyrirmannlegur og þú, Kit“, sagði hann. „En taktu eftir orðum mínum. Það eru margar stúlkur fult eins falleg ar og hún“. „Nefndu einhverja“. Bernardo strauk sjer hugs- andi um vangann. „Ja, til dæmis seniora Bi- anca del Toro“, sagði hann. Kit stirðnaði en svaraði engu. „Jeg hugsa að hún verði ekkja einhvern daginn“, sagði Bern- ardo. „Don Luis á marga ó- Kit strauk hendinni eftir glit ofna dúknum, sem hann bar um mittið. „Já, hún verður ekkja .... og þess verður ekki langt að bíða“. Hann sneri sjer að Bernardo. „Bianca“, tautaði hann. „Það er svo langt síð- an jeg sá hana, að jeg veit ekki, hvort mig misminnir að hún væri svona falleg eða hvort hún var það í raun og vgru. Ef til vill geri jeg mjer rangar hugmyndir um hana ' vegna sársaukans og einmanaleikans í hjarta mínu“. „Og hvernig hugmyndir ger- ir þú þjer um hana?“ spurði Bernardo. „Mig minnir að hún sje lág vexti“, sagði Kit, „nái mjer varla upp að öxl. Andlit henn- ar var eins og á engli en augun hennar voru svolítið stríðnis- leg. En hvernig voru þau á lit- inn? Það man jeg ekki, Bernar- do. Jeg held, að þau hafi verið svört og dimm. Er þetta alt vit- leysa hjá mjer, Bernardo?" „Nei“, sagði Bernardo, „al- veg hárrjett. Þega>r jeg skildi ykkur tvö eftir í Cul de Sack, hafði jeg gert mjer vonir um að þú mundir gleyma þeirri rauðu. En þú hefir alla tíð ver- ið þrjóskur í lund“. „Jæja, líklega endar það með því að þjer verður að ósk þinni“, sagði Kit. „Landsstjórinn býzt við þjer á miðvikudaginn“, sagði Bern- ardo. „Já, jeg kem“, sagði Kit. Árla miðvikudagsmorguns riðu Kit og Bernardo ásamt Ducasse landsstjóra, upp bratt ann fjallveginn. Þeir fóru sjer að engu óðslega og allir virt- ust niðursoknir í sínar eigin hugsanir. Ducasse var að hugsa um það, að öll hans fyrirhöfn við að hindra að Jamaica yrði samkepnisfær við St.-Dom- ingue, hefði verið unnin fyrir gíg. Og allar hjálparbeiðnirn- ar, sem hann hafði sent til frönsku hirðarinnar, um að fá aðstoð til að hrekja Spánverj- ana frá suðurhelmingi His- paniola höfðu heldur ekki borið neinn árangur. Ef hann næði allri eyjunni á sitt vald, mundi hann verða voldugri en nokkur annar á þessum slóð- um. Hann hristi höfuðið og sló í hestinn, Bernardo hugsaði með til- hlökkun um að geta setst að í landi þar sem trúarbrögðin voru hverjum manni frjáls, og þar sem enginn tók hið minsta tillit til þess, að hann væri af Semitiskum uppruna. Hann gæti jafnvel fengið sjer konu, því að hann var ekki nema rúmlega fertugur, enda þótt hann virtist eldri útlits. Hæðnr isorð Kits um það að hann hefði ekki sjálfur getað eign- ast sonu, hafði snert hann. En hvaða tækifæri hefir maður, sem er hundeltur landa á milli, til að eignast konu og börn? .... Nú mundi samt alt breytast til batnaðar. Hann vildi gjarnan gleyma öllum óuppgerðum sökum við del Toro, ef honum væri trygt að geta lifað rólegu lífi I frið- sömu landi. •iiiDiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiHsiiitiiiiiiiiiisifiiiiiiiiiiiiiniii « B s r I MÁLFLUTNINGS- í SKEIFSTOFA | Einar B. Guðmundsson i | Guðlaugur Þorláksson i Austurstræti 7. Símar 3202. 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. iiiii:iBiiiiiatiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii]9iiii3iiiEnaaaB» I leit að gulli eftir M. PICKTliAAL 45 Villi horfði þögull á hann og yppti öxlum. Hann var ekkx gamall, en hann var nógu reyndur og þekkti gullþorstann, sem greip svo marga í þessum hjeruðum. Og hann vissi lika, að það væri álíka reynandi að stöðva snjóskriðu og að koma vitinu fyrir mann, sem var gripinn þessari gulllöngun. Auk þess vissi hann, að þessi eltingaleikur var hans sök. Leifur virtist hafa gleymt því, en Villi sjálfur gat aldrei máð það úr huga sjer. Þeir hjeldu enn áfram alllengi yfir klungrið meðfram ánni. Hestarnir voru hálfuppgefnir, en Leifur hugsaði um ekkert nema að komast áfram, og að keppinautarnir voru á undan. Loks komust þeir upp úr gjánni. Þar uppi var rok, en fyrir framan var skarð niður í fjallshrygginn, eins og \oldugt sverð hefði skorið það í jörðina. Þetta er Tartaraskarð, sagði Villi og við verðum að kom- ast yfir það, því að hjerna megin við það er ekkert gras- lendi. Og hestarnir verða að fá tuggu í kvöld. Þeir hjeldu nú með fullum hraða áfram upp eftir skarð- inu. Sitt hvoru megin voru klettarnir kolsvartir og rokið hamaðist svo hvein í. Yndislegur staður til að starfrækja sumarhótel sagði Leifur og hafði nú þrátt fyrir allt komist í gott skap í bardaganum við náttúruöflin. Rokið bljes og stundi gegnum dökka klettakróna, en hest- arnir þokuðust innar og innar. Loks þegar þeir voru komnir inn í.mestu þrengslin varð eins og skjól í kringum þá. Nei, sjá Krákur núna, sagði Villi. Leifur sá volduga tinda fjallsins bera við himin í hin- um enda skarðsins, en þoka þyrlaðist um þá, dimm og ógnþrungin. Þokan er að falla yfir okkur, sagði Villi, svona nú, áfram Blesi og Brandur. Bráðlega komust þeir út úr skarðinu, en Krákur huldust i þokunni, sem kastaðist í stórum flókum niður hlíðar svartra fjallanna og huldi einnig lægri tindana. Leiðin lá nú niður allbratta hlíð, framhjá stórum fossi. Þarna er skógargróður, hrópaði Villi. Nú, báðum megin við ána. Hjer \ erður ágætt að tjalda. En hann fjekk ekki sagt fleira, því að skyndilega byrgðist öll útsýn, aðeins snjóhvítur þoku- mökkur sást allt umhverfis þá. Svona skyndilega sagði hann loks. Þeir gátu varla sieð ífljxT Asraj Sögur frá Evrópu: Róm: Tveir ítalir voru að ræða um stríðshættuna milli Bandaríkjamanna og Rússa. — „Með hvorum myndir þú berj ast?“ spurði annar. „Með Rússum“, svaraði hinn. „Hversvegna?“ „Vegna þess að jeg vil held- ur vera fangi Ameríkumanna en Rússa“. Prag: Tjekkneskur verk- smiðjueigandi sem var orðinn öreigi eftir að verksmiðja hans hafði verið þjóðnýtt, ákvað að deyja sem píslarvottur og þjóð hetja. Hann fór því til mjög fjölmenns fundar, sem hald- inn var í tilefni af afmæli Stalins. í miðjum ræðuhöldun um, stóð hann alt í einu upp og kallaði: „Niður með Stalin“. — Dauðaþögn vahð í salnum, en ekkert skeði. Hann stóð upp aftur og hrópaði enn og nú öllu hærra en áður: „Niður með Stalin! Niður með Stalxn!“ Þegar hjer var komið komu þrír vinir hans til hans og höfðu hann með sjer út úr salnum. „Ertu vitlaus, maður“, sagði arfnar þeirra, „skilurðu ekki hættuna sem þú hefðir getað komið þjer í. Hugsaðu þjer að- eins, ef einhver kommúnisti hefði verið í salnum“. ★ London: Hjer er bresk skil- greining á bjartsýnis- og svart sýnismanni. Bjartsýnismaður- inn segir, að glasið sitt sje hálf fult, en svartsýnismaðurinn segir að það sje hálf tómt. ★ Vín: Figl forseti Austurríkis kom á ráðneytisfund með nýj- ar frjettir. „Stórveldin hafa náð samkomulagi á ráðstefn- unni í London“, hrópaði hann, „það, er alt á því hreina með okkur. „Kalla hernámsveldin þá alt lið sitt heim?“ „Nei, nei“, svaraði Figl, „það verður kyrt — það eru Austur ríkismenn sem eiga að yfirgefa landið“. SENDIBÍLÁSTÖÐIN SÍMI 5113.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.