Morgunblaðið - 04.01.1949, Side 1
16 síður
36. árgangur.
1. l!»l. — Þriðjurlagur 4. janúar 1949,
• Prentsmiðja Morgunblaðsins
á skömtuninii
iiiMsi
iiiium
SjersSakur sokkaskamSur - Smjöriíki
skamSaðo. fi,
SKÖMMTUNARYFIRVÖLDIN hafa nú ákveði'ð vöruskömmtun
ína fyrir fyrsta skömmtunartímabil þessa árs, 1. janúar til 31.
mars n.k. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á skömtun-
inni. T.d. hefur kaffi og sykurskammtur verið aukinn. Allveru-
legar breytingar hafa verið gerðar á búsáhalda- og vefnaðar-
vöru skammtinum og loks hefur svo verið tekin upp skömmtun
á smjörlíki.
Kaffi og sykur ‘
Breytingar þær á vöruskönimt
uninni, sem til framkvæmda
komu 1. janúar eru þessar:
Kaffiskammturinn hefur verið
aukinn um einn pakka á mán-
uði og er nú fjórir pakkar í
stað þríggja. Aukningin á syk-
urskammtinum nemur % kg.
og verður því fimm kg í stað
4% kg.
Skóskammturinn
Ákveðið hefur verið, að skó-
skammturinn verði óbreyttui'
og gilda skómiðarnir til árs-
loka 1949. Skömmtunaryfir-
yölclin hafa hinsvegar lofað að
taka til athugunar á síðari hluta
ársins, hvort kringumstæður
muni leyfa, að gefnir verði út
fleiri skómiðar.
Vefnaðarvörur
. Skömmtunaryfirvöldin hafa
ákveðið að vefnaðarvöru-
skammturinn fyrir næstu þrjá
mánuði verði 80 kr., auk þess
2 pör af sokkum, karla, kvenna
eða barna. í þessari 80 kr.
skömmtunarmiðaupphæð, er
einnig innifalið allt efni til ytri
fatnaðar, sem áður var skammt
að með stofnauka nr. 13. Eng-
inn nýr stofnauki eða skammt-
ur er gefinn út vegna kaupa
á ytri fatnaði. En eins og áður
hefur verið skýrt frá hjer í blað
inu, geta þeir einstaklingar sem
enn eiga stofnauka nr. 13 ónot-
aðann, fengið honum skipt í út-
Framh. á bls. 12
6400 lonn loftieiðis fil
Berlínar
Berlín í gærkveldi.
FLUGVJELAR Vesturveld-
anna fluttu 6400 tonn af
varningi til Vestur Berlínar
þá 24 klukkutíma, sem lauk
á hádegi í dag. Er þetta með
því almesta, sem flutt hefur
verið loftleiðis til borgarinn-
ar frá því að byrjað var á
ioftbrunni í juní s. 1.
—Reuter.
fíörn fnrast í eltli.
NEW YORK — Sex börn ljetu
lifið í eldsvoða skömmu fyrir jól,
meðan foreldrar þeirra voru úti að
kaupa jólagjafir. Atburður þessi skeði
í númunda við borgina Marianna í
Arkansas.
Vesiurveldin hafa sleppf
öllum býskym
slríðsfönflum
Paris í gærkvöldi.
SENDIRÁÐ Bretlands,
Bandaríkjanna og Frakk-
lands í Moskva tilkynntu
rússnesku stjórninni í dag,
að allir þýskir stríðsfang-
ar hefðu nú verið sendir
heim, cn samkvæmt samn-
ingum, átti að láta þá
lausa fyrir árslok 1948.
Sendiráðin spurðust fyr
ir um það, hvort Rússar
hefðu staðið við skuld-
bindingar sínar í þessum
efnum, cn samþykktin um
heimsendingu stríðsfang-
anna var gerð á utanríkis-
ráðstcfnu fjórveldanna í
apríl 1947. — Rcuter.
„Queen Mary"
slrandaði
London í gær.
FÖR „QUEEN MARY“.
sem strandaði við Cherbourg
fyrir þrem dögum síðan, hefur
verið frestað til morguns. Skip-
ið er nú komið aftur til Sout-
hamton og þar fer fram viðgerð
á smávægilegum skemmdum,
sem urðu á því, er það tók
niðri. Um 1700 farþegar eru
með því, og ef allt gengur að
óskum, á það að vera komið til
New York næstkomandi sunnu-
dag.
Á morgun leggur einnig af
stað frá Southamton til New
York stærsta skipið, sem smíð-
að hefur verið í heiminum frá
ófriðarlokum. Skip þetta heit-
ir ,.Coronia“ og er 34,000 tonn.
—Reuter.
Mannskaðaveður
í Evrópu
MIKLIR stormar gengu yfir
Vestur og Mið Evrópu um s. 1.
helgi og ollu þeir bæði tjóni á
mannslífum og mannvirkjum.
í Frakklandi munu um 30 menn
hafa látið lífið og í Ítalíu álíka
mai'gir.
Flugeldar yfir Reykjavík
Margir skutu flugeldum á gamlárskvöld hjer í Reykjavík. Hjer
cr mynd, sem tekin var á svölmn liúss á Baldursgötunni á gairil-
érskvöld og sýnir flugeldana yfir bænurti. Myndina tók Stcfán !
Nikulásson.
Verslunarfrelsið þnr
sem kommúnistnr
rdðn
Meðiimir „viðurkenndra fjelaga greiða mun
minni söluskaff en aðrir borgarar Tjekkóslóvakíu
Prag í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
IIIÐ nýja skattafrumvarp tjekkneskra kommúnista ber það
með sjer, að þeir hafa ákveðið að stórþrengja kjör sumra lands-
manna, og þá fyrst og fremst þeirra, sem ekki hafa viljað að-
hyllast kommúnista og stefnu þeirra.
1400 prósent — 50 próscnt.
Þetta kemur meðal annars
ljóslega fram í söluskattsákvæð
unum, þar sem meðlimir þeirra
fjelagasamtaka, sem kommún-
istar stjórna, fá margskonar
ívilnanir borið saman við aðra
borgara. Kemur þetta sjerstak-
lega í ljós þar sem er söluskatt-
ur á ýmiskonar vefnaðarvöru,
en þar má nefna það sem dæmi,
að þar sem venjulegir kaup-
endur verða að greiða 1400
prósent söluskatt fyrir eina
vefnaðarvörutegundina, þurfa
þeir, sem hafa leyfi frá verka-
lýðssamtökunum' til kaupa á
þessari vöru, aðeins að greiða
50 prósent. Þá munu konur í
„viðurkenndum fjelögum“
greiða 125 prósent söluskatt á
alskonar silkifatnaði, en aðrar
800 prósent.
Norskl skip ferst
með allri áhöfn
NORSKA skipið „Farnes“, sem
var á leið frá Stettin til Larvik
í Noregi með kol fórst á gaml-
ársdag. Öll áhöfnin, 14 manns,
fórst.
Ekki er enn vitað, hvort skip-
ið hefir farist við að rekast á
tundurdufl, eða vegna óveðurs.
■0»
rpSjáiffe0lali®um fekið
meö þiikkum1'
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til MbL
frá Reuter.
ALEXANDER Maramis, fjár-
málaráðh. Indonesíu, skýrði
frá því í Istanbul í dag, aS
skæruhernaður gegn Hollend
ingum gæti vel staðið yfir x
fimm ár, enda þótt lýðveldis-
sinnarnir sjeu illa vopnum'
búnir. Indonesíudeilan, sagði
Maramis ennfremur, snerti
alla Múhameðstrúarmenn, og
stjórn sín mundi taka öllum
sjálfboðaliðum frá Asíu með
þökkum. — Maramis er á leið-
inni til Delhi, þar sem Nehru
forsætisráðherra hefur boðaö
til ráðstefnu vegna atburð-*
anna í Indonesiu.
Stór ráðstefna
Fjölmargar Asíuþjóðit virð-
ast nú vera að búa sig undir
það að senda fulltrúa á ráð-
stefnu þessa. Sagt er, að Egypta
land, Sýrland og Kína hafi þeg
ar þegið boð Nehru forsætis-
ráðherra, og fræðslumálaráð-
herra Burma, U Tun Pe, sagði
í viðtali við frjettamenn í dag,
að Asíuþjóðirnar yrðu að taka
höndum saman „til þess að verj
ast yfirgangi heimsveldissinna.-5
Vill sjálfstæði Indonesíu
Ali Ashghar, utanríkisráð-
herra Persíu, lýsti því yfir í
dag, að stjórn sín óskaði eftir
engu frekar en sjálfstæði og
frelsi Indonesíu. Önnur lönd,
sem boðið hefur verið á ráð-
stefnuna í Delhi, eru: Síam,
Pakistan, Afghanistan, Líbanon
og írak.
50 manna flokkar
Ýmislegt bendir nú til þess,
að Indonesar sjeu um það bil
að hefja umfangsmiklar skæru-
liðaaðgerðir. Herdeildir þeirra
hafa skipt sjer í flokka, sem i
eru 50 menn eða færri, og rnunu
þeir fyrst og fremst eiga að
tefja fyrir öllum framkvæmd-
um Hollendinga.
í hernaðartilkýnningu Hol-
lendinga í dag var hinsvegar
skýrt frá því, að 169 indones-
iskir liðsforingjar hefðu gefist
upp í Jogjakarta. Þá segir hol-
lenska herstjórnin ennfremur,
að öll Java hafi verið undir
stjórn Hollendinga frá því á
gamlárskvöld.