Morgunblaðið - 11.01.1949, Qupperneq 1
16 síður
36.
argangur.
7. tl>l. — Þriðjuclajíur 11. janúar 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
UmferðarefSiriif é Beriín
SAMKVÆMT nýjustu fyrirmælum Riissa er strangt eftirlít með
l*eim, sem fara milli austur og vestúr hernámshverfa í Berlín.
Hin svokallaða „Markgraf“ lögregla, sem er undir stjórn Rússa
skoðar hvern mann, sem fer yfir „landamærin". Hjer sjest lög-
reglan vera að skoða í handvagn hjá Berlínarbúa, sem ætlar
milli hernámshverfa.
Kínverska st|órnin fer fram
á máfamiðlun sfórvefdanna
Borgarstjóri í Berlín
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
FRJETTARITARI REUTERS í Nanking skýrir frá því, að
utanríkisráðherra kínversku stjórnarinnar, dr. Wu Teh Chen,
hafi gengið á fund stjórnarfulltrúa Breta, Bandaríkjamanna
og Frakka á laugardaginn til að fá þá til þess að leita mála-
miðlunar í þorgarastyrjöldinni.
Fregnir þessar hafa nú ver-<®>-------------------------------
ið staðfestar af opinberum að-
ilum hjer í London. Ennfremur
bað dr. Wu Teh Chen um við-
tal við sendiherra Rússa, en
hann var sagður veikur og gat
hann ekki tekið á móti sendi-
herranum.
Ólíklegt að haldi komi.
Stjórnmálafrjettaritari Reut-
ers bendir á í þessu sambandi,
að mjög -megi teljast ólíklegt,
að fjórveldafundur um borgara
styrjöldina kæmi að neinu haldi
eins og nú er ástatt.
Samkomulagið milli Rússa
og vesturveldanna er ekki þann
ig um þessar mundir, að lík-
legt sje, að komist yrði að sam-
komulagi við þá. Og hernaðar-
leg aðstaða kommúnista í Kína
er svo sterk eins og er, að ólík-
legt er að þeir fengjust til að
gera samninga, nema sem vest-
urveldin gætu ekki borið fram
eða samþykkt.
KolaírðinleiÓsSa Brefa
YFIRMAÐUR breska kolaráðs-
ins svokallaða, skýrði frjetta-
mönnum frá því í dag, að Bret-
ar gerðu sjer vonir um að fram
leiða 210'—215 miljón tonn af
kolum í ár.
Síðastliðið ár var kolafram-
leiðslan 197 miljón tonn.
ERNST REUTER prófessor,
hinn nýi borgarstjóri í Berlín,
sem nýtur trausts vesturveld-
anna. Hann var áður kjörinn
yfirbörgarstjóri í Bcrlín, en
fekk ckki að taka við embættfí
þar sem Rússar bcittu neitunar
valdi sínu í hernámsncfnd borg
arinnar, en nú starfa Rússar
ekki lengur í þeirri nefnd og
! hafa sinn eigin ,,borgarstjóra“,
cins og luinnugt er af frjettum.
jeslia fjárlög í sögu Buiiduríkj
anna lögð fyrir þingið
Kirkjuofsóknir hefj-
ast í Póflandi
VARSJÁ í gær: — Josef Cyran
kiewicz, forsætisráðherra Pól-
lands, ásakaði stjórn rómversk
kaþólsku kirkjunnar í Póllandi
í ræðu, sem hann hjelt í dag,
fyi'ir að vinna gegn hagsmun-
um ríkisins og krafðist hann
þungrar hegningar til hinna
seku. Fór forsætisráðherrann
mörgum orðum um spillingu
æðstu manna kirkjunnar, sem
gerðu það sem í þeirra valdi
stæði til að æsa almenning
gegn yfirvöldum landsins.
Ræðu þessa hjelt ráðherrann
í pólska þinginu og hefir hún
orðið til þess, að búist er við
að fyrir höndum sje ofsókn
gegn kirkjunnar mönnum líkt
og átt hefir sjer stað í Ung-
verjalándi undanfarið.
— Reuter.
1 ruman vill enn efla
hervarnir landsins
Fullyrt að Rússar ætli að
hjálpa Gyðingum
Kairo í gærkvöldi.
EGYPSKA stjórnarblaðið „A1
Assass“ hjelt því fram í dag,
að Rússar hefðu heitið Israels-
ríki algerum stuðningi.
Blaðið fullyrðir, að Rússar
muni hafa ákveðið að styðja
Ísraelsríki af alefli, ve^ia óska
Transjórdaníu um hernaðarlega
aðstoð frá Bretum. st
—Reuter.
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
TRUMAN Bandaríkjaforseti lagði í dag fjárlagafrumvarp
sitt fyrir þingið. Er þetta hæsta fjárlagafrumvarpið, sem um
getur í sögu Bandaríkjannai* en samkvæmt því eru útgjöldin
éætluð um 41 miljarð dollara. Um einum þriðja þessa fjár er
ætlast til að verði varið til eflingar hervarnanna í Bandaríkj-
unum, en her þeirra er nú öflugri en hann hefur nokkru sinni
áöur verið í sögu landsins á friðartímum. — Til þess að standa
straum af hluta af hinum nýju útgöldum, fer Truman fram
á það, að nýir skattar, samtals um fjórir miljarðar dollara,
verði heimilaðir.
:orystumenn bresku
a
London í gærkveldi.
RÁÐHERRAR þeir, sem fara
með hernaðarmál Breta, og
yfirmenn bresku herforingjaráð
anna, komu saman til fundar
í forsætisráðherrabústaðnum í
London í dag. Attlee forsætis-
ráðherra var í forsæti, og Bevin
utanríkisráðherra var viðstadd-
ur. —
Fundurinn mun meðal ann-
ars hafa rætt árás Gyðinga síð-
astl. föstudag, er fimm bresk
ar flugvjela,r voru skotnar nið-
ur. — Reuter.
Reynt að endurvekja þýsku
nasisfahreyfinguna
Veldur lýðræSissinnum áhyggjum
Berlín í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
LUCIUS D. CLAY, yfirmaður Bandaríkjahers í Þýskalandi,
skýrði frá því í dag, að leiðtogar þýsku lýðræðisflokkanna
óttuðust, að verið væri að reyna að endurvekja nasista-
hreyfinguna í landinu.
Smáklíkur. *
Clay skýrði frá því, að enda
þótt nasistaklíkurnar væru enn'
smáar, gætu þær dregið dilk á
eftir sjer, enda vitað, að 1929
hafði nasistaflokkurinn þýski
mjög lítið fylgi.
„Svarta fylkingin“.
Talið er sannað, að einn af
flokkum þeim, sem nú starfar
og felur sig' undir nafninu „End
urreisnarbandalag Þýskalands",
sje gömul nasistahreyfing, sem
á sínum tíma var þekkt að illu
sem „Svarta fylkingin". Leið-
togi fylkingarinnar, Octo Strass
er, varð, vegna ósamkomulags
við Hitler ,að flýja land 1933,
og býr nú í Kanada.
Heyrst hefur að hann hafi í
hyggju að snúa aftur til Þýska-
lands.
9,000 hernaðarflugvjelar
í sambandi við fjárlagafrum
varp sitt skýrir forsetinn frá
því, að enn eigi að efla her-
afla Bandaríkjanna til lands,
sjávar og í lofti. Er ætlunin, að
1950 ráði bandaríski flugherinn
yfir meir en 9,000 flugvjelum
af fullkomnustu gerð, flotinn
hafi yfir 700 fullbúin skip og
í landhernum verði samtals
677,000 liðsforingjar og óbreytt
ir hermenn.
Atomrannsóknir
Bandaríkjastjórn hefir og
í hyggju, að verja enn meiru
fje til atomrannsókna. Verður
sjerstaklega lögð áhersla á að
reyna að finna leiðir til að hag
nýta atomorkuna til að knýja
áfram skip og flugvjelar. .
Erlend aðstoð
Truman tjáði þinginu í dag,
að hann mundi bráðlega fara
fram á heimild til að hjálpa
þeim löndum, sem gerast kúiina
meðlimir í Atlantshafsbanda-
lag'inu, til að kaupa vopn í
Bandaríkjunum. Þá mun for-
setinn ennfremur fara fram á
aukna aðstoð til handa Grikkj-
um, Tyrkjum og Kínverjum,
auk 4,500 miljón doollara að-
stoðarframlags í sambandi við
Marshalláætlunina.
íjögur iBiljén elnfök
London í gærkvöldi.
LUNDÚNABLAÐIÐ „Daily
Mirror“ skýrði frá því í dag,
að upplag þess væri orðið meir
en 4,000,000 eintök á dag. —
Heldur blaðið því fram, að það
sje fyrsta dagblaðið í heimin-
um, sem nær þessari sölu.
Blaðið gat stækkað upplag
sitt í síðastliðinni viku, þegar
pappírsskamturinn til blaða og
tímarita var aukinn.
—Reuter.