Morgunblaðið - 11.01.1949, Side 14

Morgunblaðið - 11.01.1949, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. jánúar 1949. uui,m HflUKH eftlr ÍRMK „Það verð jeg að dæma um sjálfur", sagði Kit. Svo sneri hánn sjer að Quitu. „Áfram“, sagði hann. Quita leiddi þá inn súlna-. RÖng. Svo kom hún að lokuð- um dyrum. „Bíðið hjerna“, sagði hún. Þegar hún var far- in, sneri Bernardo sjer að Kit. „Jeg fer núna“, sagði hann. — „Þú þarft að tala við hana einslega og það er líka betra að jeg standi vörð. En gerðu það fyrir mig Kit, bíddu ekki eftir Don Luis“. „Ekkert þvaður“, tautaði Kit. Bernardo ypti öxlum og Gekk út á svalirnar. Kit gekk fram og aftur um súlnagöngin. Hann fann, hvern ig hjartað barðist um í brjósti hans. í garðinum uxu fögur suðræn skrautblóm, en Kit sá þau ekki. Honum fannst tím- inn hafa numið staðar og hann átti erfitt um andardrátt. — Hann nam staðar þegar hann heyrði Ijett fótatak nálgast. Hann stóð grafkyrr og beið. Augnabliki síðar opnaði Quita dyrnar og Bianca fylgdi á eft- i r henni. Bianca stóð höggdofa, þeg- ar hún kom auga á hann og kom ekki upp nokkru orði. Quita brosti ánægjulega til þeirra beggja og flýtti sjer burt. En hvorugt hinna hreyfði sig. Kit sá að varir hennar bærðust, en ekkert hljóð heyrð ist. Hann gekk til hennar. — Hann var búinn að gleyma Don Luis og hefndinni og jafn- vel Rouge. Hann nam aftur staðar við hlið hennar. Hún var grennri og fölari yfirlitum, en hann mundi eftir henni. En hár hennar var kolsvart og lið aðist fagurlega um fíngert and ).it hennar. Hún rjetti upp aðra hendina og snerti vanga hans með fingr unum, eins og hún væri að fullvissa sig um, að þetta væri ekki draumsýn. Síðan fleygði hún sjer hágrátandi í fang han. ''' Kit hjelt handleggjunum utan um hana og strauk blíð- lega um hár hennar, en hún grjet og vætti skyrtu hans í tárum. Þegar hún hætti að gráta, tók Kit um höfuð henn- ar og ætlaði að kyssa varir hennar. „Nei“, hvíslaði hún. „Þú mátt ekki. Jeg get ekki þolað það. Elsku Kit sjáðu aumur á veiklýndi mínu“. Kit sleppti henni og hnykl- aði undrandi brúnir. En hún tyllti sjer á tær og kyssti vanga hans, augu og háls. „Ó, Kit, Kit, hvers vegna komstu?“, sagði hún: „Jeg var orðin svo róleg og örugg, en núna .... ó Hún lagði aðra höndina á brjóst hans og ýtti honum mjúklega fjær. „Þú verður að lofa því, að kyssa mig ekki, Kit“, sagði hún. „Þegar við vorum í Cul de Sack var jeg óreynd stúlka og hagaði mjer eins og kjáni. En núna er jeg reynd kona og þar að auki eiginkona annars manns“. Kit brosti. „Þú ert falleg .. og mjer þykir innilega vænt 52. dagur um þig. Annað skiptir engu máli“. „Ó, Kit, jeg grátbið þig um að sýna mjer vægð. Veistu, hvað skeður ef þú kyssir mig? Hjarta mitt hættir að slá og bróðið verður eldheitt í æðum mínum. Mundir þú vilja, að jeg ofurseldi sál mína vegna ástar minnar á þjer. Þá hlyti jeg eilífa fárdæmingu hjá guði“. „Jeg hef lítil kynni af guði“, sagði Kit. „Það getur verið“, sagði Bi- anca. „en hann einn getur hjálpað mjer. Jeg elska þig af öllu hjarta og jeg get ekki að því gert. En nú þrái jeg þig líka .... og það er voðaleg synd. Jég er gefin eiginmanni mínum og jeg verð að standa við loforð mín. Ó, Kit, elsku Kit .... láttu mig ekki syndga núna“. „Jeg kom hingað til þess að taka þig með mjer úr þessari prísund. Jeg þrábið þig um að koma með mjer. Þú mátt ekki neita mjer um þessa síðustu von mína um lífshamingju“. Bianca horfði á hann stórum augum fullum aðdáunar. „Það er ekki á mínu valdi, Kit, að veita þjer lífshamingju“, sagði hún lágri röddu. „Og þó finst mjer, þegar jeg sendi þig á burt, að jeg kveði upp dauða- dóm yfir sjálfri mjer. En jeg lofaði að reynast Don Luis trú í kirkjunni fyrir augliti guðs og meðan hann lifir er jeg eig- inkona hans“. Kit .greip höndinni utan um hnífsskaftið svo fast að hnúar hans hvítnuðu. „Þá skal hann deyja“, sagði hann. „Ekkert má stánda í vegi fyrir okkur“. Bianca tók báðum höndunum utan um háls hans. „Nei, Cristo bal. Lofaðu mjer því, að þú skulir ekki drepa hann. Sverðu það við það, sem þjer þykir vænst um, að þú skulir ekki gera honum mein“. „Madre de Dios“. hrópaði Kit upp yfir sig. „Þú elskar hann þá“. „Nei, Kit“, sagði Bianca blíð lega. „Jeg elska aðeins þig og þig einan. Það er einmitt vegna þess að jeg elska þig, að jeg vil ekki að þú gerir hon- um mein .... sjerstaklega ekki honum, því að það er meiri synd, en þig grunar“. „Hvers vegna þá, Bianca?“. Bianca hristi höfuðið. ,.Þú mátt ekki spyrja mig þess. Einhverntíma færðu að vita ástæðuna. En jeg get ekki sagt þjer það, að það viðvíkur ekki mjer og er aðeins á milli ykkar tveggja, þín og hans. En hafðu engar áhyggjur af því. Vertu h.ierna hjá mjer eins lengi og þú getur“. Kit settist á þrepið niður í earðinn og Bianca lagðist við fætur hans. ..Segðu mjer eitthvað af sjálfum þjer“, saeði hún. ..Reoðn mier, hvað hefur á daga þína drifið, síðan jeg sá big síðast. Mier mundi þykja vænt um að vÞa, hvað þú hef- ur verið 4ð ge‘rá. Þá gætí 'jeg látið mig dreyma um það, þeg- ar þú ert farinn“. Kit byrjaði að segja henni frá, enda þótt hugur hans væri við annað og orðin komu stirð og óþjál af vörum hans. „En hvað er að frjetta af Rouge?“, sagði Bianca. ,,Þú minnist ekkert á hana“. „Hún er dáin“, sagði Kit. Rödd hans var hljómlaus og þurr. „Ó .... hvemig dó hún?“, spurði Bianca. „Hún var svo ung“. „Jeg olli dauða hennar“, sagði Kit lágri röddu. „Jeg vil helst ekki tala meira um það“. Bianca leit á hann. Dökk augu hennar urðu enn dekkri. „Jú, við verðum að tala um þetta. Hvernig stóð á því, að þú batst enda .á líf hennar, Kit? Hafði hún leikið þig illa?“. Kit sneri sjer snögglega að henni. Það var eins og hann missti alla stjórn á sjálfum sjer. „Nei, aldrei. Hún hefur aldrei leikið mig illa“, hrópaði hann. En svo róaðist hann aft- ur. „Hún var góð og fögur og hreinlynd .... Fyrirgefðu mjer, Bianca. Fyrirgefðu. En það verður langt þangað til það sár grær, sem dauði hennar olli mjer. Jeg rjeðist á skip og vissi ekki að það var hennar skip. Þegar jeg sá hana síðast, var skip hennar eitt eldhaf stafna á milli og mitt eigið skip var svo illa farið, að jeg gat ekki hjálpað henni“. „Jeg skil“, sagði Bianca lágt. „Þú skilur það alls ekki“, sagði Kit. ..Hvernig ættir þú að skilja það?“. „Kannske skil jeg ekki alveg nákvæmlega, hvað þú átt við. En jeg skil, hvers vegna þú kemur fyrst núna til mín. TJr | því að sú, sem þú elskaðir mest, I er dáin, þá leitar þú til þeirrar | næst-bestu“. ,«Jeg hugsaði oft um þig“, | sagði Kit. „Bæði oft og mikið“. | ,Segðu ekki ósatt“, sagði Bi- f anca. „Jeg hataði hana. Jeg 5 hjelt að jeg mundi gleðjast yf- j ir dauða hennar ....“. j Góð gleraugu eru fyrir i öllu. Afgreiðum flest gleraugna I recept og gerum við gler- i augu. Augun þjer hvílið með I gleraugu frá TÝLI H.F. Austurstræti 20. UWT(/A OHItH Mfti fc'JKV *tVKfir \ Vil kaupa j | drif í Buick 1939—'40 ] f (Canada-model) Tilboð | leggist inn á afgr. blaðs- | ins fyrir laugardag, s merkt: „Canada—496“. ] Sá, sem tekið hefur svart an Sjópoka úr Esju á laugardags- morgun, merktan Gunn- ar Þórðarson, Grjótagötu 9, er vinsamlega beðinn að skila honum þangað. Takið eftir Vön matreiðslukona ósk- ar eftir húsnæði, 1 her- bergi og eldhúsi. gegn húshjálp til hádegis 3— 4 daga í viku, eða ráðs- konustöðu á góðu heim- ili. Uppl. í síma 7913 frá 2—4 í dag. íbúð — Kæliskápur i Get útvegað kæliskáp, j þeim, sem getur leigt mjer íbúð (eitt til þrjú j herbergi og eldhús). — f Uppl. í síma 7632. Mig vantar nýja' Þvotfavjel get látið nýja Rafha elda vjel í staðinn. — Uppl. í síma 4358 kl. 7—8 í kvöld. Stúikur vantar nú þegar í þvotta- húsið. Uppl. gefur ráðs- konan. Elli og hjúkrunarheimilið Grund iiireinmmiiiiii Metamaiin og tvo háseta vantar á togbát frá ísa- 5 firði. Uppl í síma 7220 frá | kl. 11—12 í dag. r Lakk- og málningar- j sprauta til sölu á Njálsgötu 50, = eftir kl. 6. Til sölu óstandsettur f Jeppi Ford blokk í 22 hesta f fjaðrir í 37 model. Tveir ] gírkassar í Studebaker, [ eldra model, ásamt fleiri ; varahlutum, í Efstasundi [ 33. — sími 6148 frá kl. [ 7—9. \ ott Orgel til sölú á Laugaveg 69, neðri hæð. Húsgagnasmiður óskast til að standa fyrir verkstæði. Gott vinnu- pláss, góðar vjelar. Til- boð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m., merkt: „Duglegur fagmaður— 491“. Buxnasaumur Stúlka vön buxnasaumi óskast. — Heimasaumur kæmi einnig til greina. Verksmiðjan Fram h.f„ Laugav. 118, sími 5477. Ekáðskona vantar við bát í Keflavík. — Uppl. gefur Albert | Bjarnason á skrifstofu | Landssambands íslenskra | útvegsmanna, Hafnar- f hvoli, kl. 2—4 í dag. • niiiiiiiiHininiinmi Til sölu | á Bergstaðastræti 28, 3. f hæð, dönsk mahogni- f borðstofuhúsgögn. « •MmmiiiiiiiiMfmtiimmaniniianziaHannBnnnm j Ráðskona f óskast á fámennt sveita- I heimili. Má hafa með f sjer eitt eða tvö börn. I Þarf. nauðsynlega að geta f mjólkað kýr. Uppl. í | síma 1105. I og málningasprauta ósk- f ast til kaups, sími 3749. £ Vil kaupa radíógrammófón, ryk- sögu, raf magnsþ votta - pott, rafmagnstand- lampa, gólfteppi og borð stofustóla, sími 3749. Hraðsaumasiofa til sölu, á verkstæðinu eru þrjár hraðsauma- vjelar og ein stígin. Laus og föst borð. Miklar hill- ur (Reol) fyrir vörur. — Plássið er tvö stór her- bergi og toilett. Sjerinn- gangur. Tilb. merkt: •—• „Hraðsaumastofa—497“, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.