Morgunblaðið - 11.01.1949, Qupperneq 6
6
MORGUTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. janúar 1949.
Gullbrúðkaup
innsngarorð um
Kristján Jónsson.
AFMÆLISDAGAR eiga stund-
um eitthvað skylt við vörðu hjá
vegi. Eftir langa göngu sjest hún
rísa á hæð og gefa til kynna að
vissum áfanga sje náð. Og þar
sem vörðuhæðina ber hærra yfir,
er eðlilegt að staldrað sje við
þar hjá vörðunni, skygnst um og
litið til baka yfir farinn veg.
Eitthvað skylt þessu kom mjer
í hug, er jeg frjetti að hjónin á
Skerðingsstöðum í Reykhólasveit
ættu 50 ára hjúskaparafmæli. —
Hálf öld er langur vegur á mæli-
kvarða einnar mannsæfi. Og sjeu
þessi 50 ár óslitinn tími hjúskap-
ar og búskapar, má oftast segja
að hann sje allur áfanginn milli
æsku og elli, eða hinn langi dag-
ur þrotlausra anna, umhyggju og
ábyrgðar. Og vissulega er það
svo hjá Skerðingsstaðahjónunum
Kristjáni Jónssyni og Agnesi
Jónsdóttur. Á Skerðingsstöðum
hófu þau búskap vorið áður en
þau giftust, en það gerðist á ný-
ársdag 1899. Þá var Kristján að
vísU fullþroska maður, 35 ára
að aldri, en Agnes 19 ára. Og
á Skerðingsstöðum búa þau enn
á gullbrúðkaupsdegi sínum.
Skerðingsstaðir er allstór jörð,
meþ miklu graslendi. En til þess
að ;nytja og sitja vel stóra jörð
þui-fti áður fyrr atorku og mann
aflá. Kristján bónda skorti held-
ur jekki manndóm og hæfni til
búáforráða. Hann hafði verir áð-
ur 'en hann kvæntist, í nokkur
ár .iráðsmaður í Bæ í Króksfirði
hjá Ólafi lækni Sigvaldasym. —
Þe$ar á fyrstu búskaparárum sín
urrj| festi hann kaup á Skerðings-
stöðum ’og mun honum tæplega
hala hvarflað í hug að breyta til
umi staðfestu eftir að hann settist
þa^ að. Hinu mun hann hafa haft j
mejri hug á að auka ræktuðu
blettina og sljetta yfir þýfðu og 1
gryttu túnmóana, enda varð hon-
um þar vel ágengt.
Ijn dagsverk Skerðingsstaða-
hjúna varð jafnframt annað og
mára en að sljetta nokkra þúfna
koíla og reita saman grasnytjar
af >jmýrlendi. Þau eignuðust 14 ;
böijn, sem öll ólust upp heima
og jkomust til fullorðinsára nema
tva, er dóu í frumbernsku. Ell-
efi| eru enn á lífi. Allir, sem eitt-
hváð þekkja til búskapar og
heknilisstarfa í sveit á liðnum
áratugum, munu segja sjer það
sjálfir, að svo stóru barnaheimili
varð ekki sjeð farborða nema
me® látlausu, fórnfúsu starfi, önn
og - elju, utan bæjar sem innan.
En|la munu á því sviði fáir hafa
kofnist framar Skerðingsstaða-,
hjónum. Auk hinna daglegu .
fórna, sem lífið krafði af þeim,
kojnust þau ekki frekar en aðrir
hj| ýmsum öðrum örðugleikum.
Þegar á fyrstu búskaparárum
þe|rra brann bærinn til kaldra
koía með innbúi öllu. Með atorku
bóndans og aðstoð góðra manna,
bæ.ttist þó furðu fljótt í það
skarðið. Kom Kristján þegar á
Agnes Jónsdóttir.
sama sumri upp litlu bæjarhúsi,
og að ári liðnu hafði hann reist
annan bæ svo rúmgóðan, að full
nægði allvel, þótt fjölskyldan
ætti eftir að stækka mikið. —
Fyrir rjettum 15 árum, — eftir
að sumt af börnunum var farið
að heiman, bygði hann svo snot-
urt og vandað timburhús á jörð-
inni. Þá hafa þau Skerðingsstaða
hjón ekki heldur farið varhluta
af vanheilsuböli á sjer og sínum.
Hvað eftir annað urðu þau að
sjá af börnunum á sjúkrahús. —
Engu samt til langframa nema
einni dóttur sinni, sem þó náði
allgóðri heilsu að lokum. Sjálf
gengu þau oft á tíðum ekki heil
til skógar, og nú seinustu árin
hefur Kristján verið farinn að
heilsu og kröftum, enda 85 ára.
Það var líka síður en svo að þau
hjón byggju við auð og allsnægt-
ir, síst framan af árum. En af
einu voru þau ávalt rík: dreng-
skap og öðrum góðum mannkost-
um. Má líka óhætt fullyrða að
þau áttu óskorað traust og vin-
áttu allra sinna nágranna og sveit
unga. Kristján var maður vel.
gefinn, eins og hann á kyn til
og heiðarleiki, skyldurækni,
glöggskygni og dómbær á menn
og málefni ásamt hreinskilni og
sanngirni eru áberandi skapein-
kenni hans. Sveitungar hans báru
líka að vonum mikið traust til
hans og fólu honum ýmiss trún-
aðarstörf. Hreppstjóri var hann
yfir 20 ár og fleiri trúnaðarstörf
hafði hann á hendi, enda fjellu
á þau aldrei neinn blettur af hans
hálfu. Ekki skorti heldur hús-
freyjuna mannhyllina, enda
mátti segja að hún væri sjálf
manngæðin holdi klædd. Jeg,
sem skrifa þessar línur, ólst upp
á næsta bæ og Skerðingsstaða-
heimilið finst mjer ávalt sem
mitt annað bernsku heimili. Með
því og heimili foreldra minna
ríkti sá bróðurhugur og eining,
sem aldrei bar skugga á. Óvild
og úlfúð voru óþekt orð og hug-
tök þar á milli og þannig mun
einmg hafa verið sambúð þess:
við aðra nágranna.
Bæði fyr og síðar hefur mjer
því ávalt þótt gott að koma þar
eða dvelja. Móðurleg ástúð og
hjartahlýja hinnar fríðu og bros-
hýru húsfreyju ásamt drengilegri
hreinskilni og rjettsýni hins
fróðleiksskíra og svipfríða bónda,
skapaði það andrúmsloft, sem öll
um gerði gott af og traust og
heilbrigð siðmenning og mann-
dómur dafnaði auðveldlega í. •—
Um það ber gleggst vitni stóri
oarnahópurinn þeirra, sem nú er
dreifður í ólíkustu stöður og störf
i þrjá landshluta. Hið heilbrigða
menningarloftslag bernskuheim-
ilisins ásamt meðfæddum arfi,
hefur gætt þau því fararnesti að
heiman, sem gerir þeim fært að
skipa ávalt rúm sín — hver sem
eru — sem heilsteyptu, siðment-
Framh. á bls. 12
ristjdn
m á larameis
í DAG verður einn af hinum
gömlu og góðu Reykvíkingum,
Kristján Möller málarameistari,
borinn til hinstu hvíldar. En hann
andaðist að kvöldi hins síðasta
dags 1948. Eftir fremur stutta
legu. Nær 83 ára að aldri.
Starfsdagurinn var því orðinn
langur, og um leið harla strang-
ur. Því svo mátti segja, að hann
ynni óslitið alt fram á síðasta
haust. Því þá fór heilsan allmik-
ið að bila. Að vísu var heilsan
farin að bila nokkru áður, en
ekki svo, að oftast gekk hann að
sinni vinnu eins og ungur væri.
Kristján var óvenjumikill starfs
maður um æfina. Og mátti með
sanni segja að oft ynni hann nótt
með degi. Því meðan heilsan var
óbiluð, hóf hann starf sitt kl. 5-—6
að morgni, og vann svo fram á
nótt. — Svo að vinnutímarnir í
hverjum sólarhring gátu stund-
um orðið nokkuð maM-gir. Ef til
vill, stundum tvennir 8. — Og
venjulega unni hann sjer ekki
hvíldar,. nema part úr hverjum
sunnudegi.
Nítján ára fluttist Kristján til
Reykjavíkur. Því hann var fædd
ur og uppalinn í sveit eins og
síðar mun getið. Hóf hann þá
nám í trjesmíði, hjá hinum al-
þekta dugnaðarmanni, Magnúsi
Árnasyni, Túngötu 2 hjer í bæ
Og lauk hann námi í þeirri iðn.
Stundaði hann svo trjesmíði í all
mörg ár. Síðar gerðist hann mál-
ari, og vann við það, að heita
mátti til síðustu stundar.
Hafa þeir feðgar, Magnús son-
ur hans, unnið saman í allmörg
ár, og hefur Magnús dyggilega
fetað í fótspor föður síns, með
dugnaði og vinnusemi. Og hefur
vinna þeirra verið mjög eftirsótt,
það jeg best veit.
Það er því orðið mikið starf,
sem eftir Kristján liggur, á jafn
langri æfi. Því aldrei var slegið
slöku við alla tíð. Kristján hefur
því með jafnlöngu starfi, sem að
baki er, lagt drjúgan skerf, til
þess að færa Reykjavík í þann
búning, sem hún nú er í. Og á
það jafnt við, hvort heldur er
úti eða inni.
Kristján fylgdi Sjálfstæðis-
flokknum að málum. Taldi hann
þá stefnu heillavænlegasta fyrir
íslendinga til andlegs og efnalegs
sjálfstæðis. Þegar vel væri á
henni haldið.
Kristján var með elstu iðnaðar
mönnum þessa bæjar, þegar hann
fjell frá, og naut hann trausts og
virðingar innan sinnar stjettar,
og var heiðursfjelagi í Málara-
meistarafjelagi Reykjavíkur.
Kristjón var fæddur að Geld-
ingaá i Borgarfjarðarsýslu 14.
mars 1866. Voru foreldrar hans,
þau hjónin Petrina Regina Rist
og Ásgeir Möller silfursmiður. —
Bjuggu þau alllengi á Læk í sömu
sveit. Þau fluttust til Reykjavík-
ur þegar Kristján var 19 ára. Hóf
hann þá trjesmíðanám eins og
fyr segir. Árið 1900 giftist Krist-
ján Halldóru Magnúsdóttur frá
Ofanleyti hjer í bæ. Sjerlega
góðri konu. En þeirra hjónaband
varð ekki langt, því hún andaðist 1
árið 1912. Þau eignuðust 5 börn.
En mistu einn dreng á unga aldri.'
Á lífi eru: Magnús málarameist- |
ari, giftur Þuríði Tryggvadóttur;
Þóra, gift Hjálmari Guðmunds-
syni, skipasmið; Gunnhildur, bú-
stýra hjá föður sínum; Ásgeira,
einnig ógift heima. Ein stúlka
hefur alist upp hjá Kristjáni, og
dvelur hún einnig heima, sem
eitt af hans eigin börnum. Því
þar hefur eríginn munur verið
gerður ó.
Með fráfalli Kristjáns er hnig-
inn einn af hinum góða stofni,
sem ólst upp við misjöfn og kröpp
kjör, en vann sig upp með dugn-
aði sínum og atorku, upp í það
að verða nýtur og góður þjóð-
fjelagsþegn ,og stoð og stytta síns
bæjarfjelags á ýmsan hátt. Slíka
menn þarf land vort að eiga sem
flesta. Þá myndi okkur betur
vegna.
Við fráfall Kristjáns er stórt
skarð höggvið í heimili Kristjáns
og stóra vinahópinn í Ingólfs-
stræti 10. Og það er ætíð svo,
þar sem heimilisfaðirinn er kall-
aður á brott.
Það er margs að minnast og
margt að þakka fyrir alla hans
einstöku umönnun. Börnin hans
og tengda- og barnabörnin kveðja
kæran föður og elskuríkan afa,
og þakka honum alla umhyggju.
Vinir hans fjær og nær minnast
hans einnig með þakklátum huga.
Farðu vel frændi og vinur, „og
hafðu þökk fyrir alt og alt“.
St. G.
BERGUR JÓNSSON
IVlálfHitningsskrifstofa j
Laugavegi 65 Sími 5833 j
Heímasími 9234
M.s. Hugrún
hleður til Súgandafjarðar, Bol-
ungavíkur og ísafjarðar á
þriðjudag og miðvikudag. —
Vörumóttaka við skipshlið. —
Sími 5220.
Sigfús Guðfinnsson.
Mx Drnnnint)
Aleitandnne
fer til Færeyja og Kaupmanna-
hafnar í dag kl. 6 síðd. (Far-
þegar komi um borð kl. 5V2.
Tekið á móti vörum til hádegis.
Skipaafgreíðsla
Jes Zimsen.
— Erlendur Pjeturssox. —
Vöriabíll
til sölu er 3ja tonna vöru
bíll með stóru 3ja manna
húsi. Til sýnis á bálastæð-
inu við Lækjargötu, milli j
kl. 4—5 í dag.
iiimimiiinuiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiHiitiiiiiiiiiiiiiiiin
Skólastræti 3.
Hefir andlitsböð, hand-
snyrting, fótaaðgerðir,
fótanudd og diathermi-
aðgerðir.
Sími 80 415.
Kolakyntur
Dvottapottur
með eldstó til sölu. Uppl.
í síma 5084.
Bílaskifti
Við skipta á nýlegum
Ford, model ’46 og góð-
um fólksbíl. Má vera 4ra
manna. Uppl. í síma
81 408.
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
ritun
Kenni vjelritun við vægu
verði. Námskeið og ein-
stakir tímar.
Sími 6585.
Herbergi
Gott kjallara herbergi til
leigu, Miðtún 11.
11mm111111mm1mm1mm1111111111mmm111.mil
Loysuðutæki
óskast til kaups. — Uppl.
í síma 2363 og 5685.
•mmimmmimmiimmim*nm*Mimmi»miimi
Tapað
Brún barnahúfa með köfl
óttu „deri“, tapaðist s.l.
sunnudag í nánd við
Landakotsspítala. Finn-
andi gjöri svo vel að gera
aðvart í síma 4262.
imiiiimiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiimmmmmi
Ullurefni
í dragt eða kjól, silki- og
bómullarefni. dömuskór
nr. 37, ásamt barnakáp-
um og kjólum á 2—4 ára,
til sölu, alt miðalaust og
sem nýtt. Eskihlíð 11, I.
hæð, eftir kl. 11.
iimTHiinmmiiiiirmiiniiiinfiinirm imiiimimiimmimmmimmmmmmimmmmmiiiiiiiimmmiiiiiiiimniiiiiiiiitiiimiimiiiimmnimiiiiiiiiliiiiiiiiiiiimifiiiiiiiiiitlli «iitiiiiimmmiiiiiiMmiiimiimiiiiiiiiiiimiiiiimiimiiiimimiiMimiifiiiiiiiiiimiiiiiimhiiiiimiiiimliilimnmimmimir^(tiirrnirnnrim |