Morgunblaðið - 11.01.1949, Side 16
'FEÐURUTLITIÐ: FAXAFLOI:
ALLHVASS norðaustan eða
norðan. Sumsstaðar snjójel, en
Iijart á milli.
HITAVEITAN jafngildir um
45 bús. kolatonnum á ári. —<
Sjá "rein á bls. 2.
> 7. tbl. — ÞriSjudagur 11. janúar 1949.
Kolaskip rekur á land
í Húsavíkurhöfn
Húsavík, mánudag.
Frá frjettaritara vorum.
Á SUNNUDAGINN strandaði hjer í ofviðri norska kola-
ílutningaskipið Fulton frá Bergen. Skipið mun enn vera ó-
skemt og hefur skipshöfnin látið fyrirberast í skipinu síðan
J-Icið strandaði.
Fulton kom hingað s. 1.
föstudag með um rúmlega 1000
tonn af kolum til Kaupfjelags
Þíngeyinga. Hjer átti skipið að
bafa um viku dvöl.
Skipinu var illa lagt
Fulton var lagt þannig, að
l>að vísaði upp með bryggjunni
og ekki var því lagt við legu-
færin. Á laugardag var unnið
við losun skipsins og fram til
bádegis á sunnudag. Þá versn-
aði veðrið. Rok gerði af suð-
vestan. Þótti mörgum þá. að
bætta bæri við affermingu
skipsins og láta skipið fara frá
bryggju.
Fárviðri gerir
Um klukkan 2 síðd. á sunnu
daginn hvesti enn meira og t
náSi veðurhæðin 12 vindstigum
í verstu vindhviðunum. — Þá
slitnaði skipið frá bryggju, en
tveir vírar úr skipi í bryggju
slitnuðu þó ekki.
íf eynt að bjarga skipinu
Skipverjar reyndu nú að
bakka skipinu út úr höfninni,
eniþá munu vírarnir tveir hafa
lent í skrúfu skipsins, án þess
þó að slitna, enda hafði vjel
gkipsins ekkert á móti veður-
ofsanum og þar er engin legu-
færi voru úti, reyndist ókleyft
fyrir skipverja, að snúa skip-
ju við inni í höfninni.
Fulton rekur upp
Tilraunir þessar við að ná
Fulton aftur á bak út úr höfn-
imií stóðu í fulla klukkustund.
Þá var það í einni vinhviðunni,
að vírarnir tveir, er haldið
bofðu skipinu í rjettu horfi,
slitnuðu og rak skipið á nokkr
um augnablikum undan veðr-
inu hátt upp í fjöru.
Áhöin Gullfaxa
lekið á ('fpruj
,,GULLFAXI“, skymasterflúg-
vjel Flugfjelags íslands, kom
í gærmorgun úr för sinni til
Damaskus og hjelt áfram kl.
rúmlega 3 í gær áleiðis til
Venezuela. Með flugvjelinni
voru 49 manns, en þar af mörg
börn, sum mjög ung. — Fólk
þetta, sem eru Sýrlendingar og
Lebanonbúar, eru að flytja til
Venezuela og eiga sumir ætt-
ingja þar vestra.
Ferð Gullfaxa til Damaskus
gekk í alla staði hið besta. —
Var komið við í Rómaborg og
á eynni Cyprus. Þar fjekk á-
höfn Gullfaxa hinar ágætustu
viðtökur. í Damaskus voru
smáerfiðleikar vegna útlend-
ingaeftirlitsins og tók all-lang
an tíma að ganga frá því. Það
var þó ekki gagnvart áhöfn
Gullfaxa, sem útlendingaeftir-
litsmenn voru erfiðir, heldur
gagnvart útflytjendunum. —
Fjell þó alt í ljúfa löð um síðir.
íslendingunum þótti allskrít
ið að litast um í Damaskus og
óvenjulegt að sjá, hvernig fólk
þar var, og götulífið frábrugð-
ið því, sem tíðkast í Evrópu.
Komið var til Prestwick í
fyrradag og höfð þar nokkur
viðdvöl vegna þess, að veður
var slæmt hjer og flugvöllurinn
lokaður um tímá-
Útflytjendurnir kunnu vel
við ’sig hjer á landi, þótt kalt
væri og sumir þeirra ekki
klæddir til dvalar í snjó og
frosti, en maturinn fanst þeim
góður og mikill hjer.
Þorsteinn Jónsson var flug-
stjóri í ferðinni til Damaskus,
Það er talið að Fulton sje al- 1 en hjer tók við vjelinni Jóhann
veg óskemt. Þar sem það ligg-
ur er sandbotn. Ef veður versn
ar ekki. ætti að vera hægt að
Ijetta það og skipið nást á flot
aftur.
Skipverjum öllurn líður vel
og eru þeir í skipinu.
es Snorrason og stjórnar flug-
inu vestur um haf og heim aft-
ur —
lí'ona verðtif fyrir bíl
í GÆRMORGUN varð kona
fyrir bíl á Lönguhlíð.
Þetta gerðist um klukkan 9
árdegis. Konan varð fyrir bíln-
um R-2733 og var hún flutt í
Jjandspítalann. Hún mun ekki
hafa meiðst alvarlega, því hún
var flutt heim til sín.
Bílstjórinn á þessum bíl, þ.
e R-2733, hafði ekki í gær-
Jtveldi komið til rannsóknar-
Jógreglunnar og gefið skýrslu
um slysið og er hann beðinn að
koma strax í dag.
heist í kvöld
HRAÐSKAKMOT Islands
hefst í kvöld og fer þá fram
undankeppni, en úrslitakeppni
fer svo fram annað kvöld. Ekki
var í gær endanlega ákveðið,
Lillu sjúklínpmir í Landspíialanum
voru rúmfasíir *um hátíðarnar í
í stofuna til þeirra á dögunum, er
ÞESSIR LITLU sjúklingar, sem sjást hjer á myndinni
Landsspítalanum. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst inn
hann átti annað erindi í sjúkrahúsið og tók þá þessa mynd. Litlu sjúklingarnir eru talið frá
vinstri: Aðalsteinn Hallsson frá Húsavík, 10 ára, hann lærbrotnaði, Frímann Lúðvíksson írá
Skagaströnd, 7 ára, hann tognaði í baki, Helgi Þór Jónsson, frá Reykjavík, 5 ára, meiddist í
bifreiðaslysi og Hákon Hinrik Gústafsson, Reykjavík, 5 ára. Hann meiddist einnig í bifreiða-
slysi. —
L. í. U. í dag
SUNNUDAGSFUNDUR full-
trúa Landssambands íslenskra
útvegsmanna, tók engar ákvarð
anir varðandi útgerð bátaflot
ans á komandi vertíð. Boðað
var til framhaldsfundar, sem
haldinn verður dag.
Á sunnudagsfundinum, var
kosin nefnd manna til frekari
umræðna við rikisstjórnina um
málefni útgerðarmanna, en
nefnd þessi gekk í gær á fund
ríkisstjórnarinnar og mun hún
í dag gera úvtegsmönnum grein
fyrir árangri viðræðnanna við
ríkisstjórnina og niunu út-
gerðarmenn síðan taka sínar
ákvarðanir í málinu.
í nefnd þessari eiga sæti
Sverrir Júlíusson, Loftur
Bjarnason og Karvel Ögmunds-
son, ennfremur hafa starfað
með henni þeir Jakob Hafstein,
Eggert Jónsson og Elías Þor-
steinsson.
Framhaldsfundurinn í dag
hefst kl. 2.
Mur slasast við
höfnina
Á SUNNUDAGSMORGUN
vildi það slys til, að verka-
maður fjell í lest vöruflutn-
ingaskipsins Katla. Maðurinn
mun hafa slasast mikið.
Verið var að setja ,,ballast“
í Kötlu, er slysið vildi íil, en
hún fór til New York á sufmu-
dagskvöld. Nokkrir menn voru
að vinnu í millilest, framar-
lega í skipinu. Einn þeirra,
Guðmundur Thorarensen
verkamaður, Úthlíð 14, fjell af
millilestargólfi niður á lesta-
botn, en það fall eru einir 4
til 5 metrar. Þegar samstarfs-
menn Guðmundar komu hon-
um til hjálpar, var hann með-
vitundarlaus og hafði hlotið
áverka á höfuð. Var lögreglu
og sjúkraliði síðan gert aðvart
og var Guðmundur fluttur í
Landspítalann.
Kunnur Hollywood
leikari fyrir rjeili
Hollywood í gær.
HINN KUNNI kvikmynda-
leikari Robert Mitchum mætti
fyrir rjetti hjer í dag. Er hann
ásakaður fyrir að hafa haft
undir höndum eiturnautnalyf,
en lögreglan kom að honum á-
samt fleirum í september í
haust, þar sem hann var að
reykja marihuana-sigrettu. —
Vakti þetta mikla athygli í
Bandaríkjunum og víðar og
þótti bera vott um mikla spill-
ingu meðal Hollywood leikara.
Rjettarhöldunum var ekki
lokið í dag, en búist er við, að
ef sekt leikarans sannast, þá
verði hann dæmdur í að minsta
kosti í 90 daga fangelsi.
— Reuter.
18211
III SreUands
London í gærkveldi.
SCHUMAN, utanríkisráðherra
Frakka. er væntanlegur 1 heim
sókn til London á fimtudag. —
Ráðherrann, sem heldur heim-
leiðis á laugardag, mun aðal-
hve margir tækju þátt í mótinu lega eiga viðræður við Bevin,
en undanfarin ár hafa þeir ver- 1 en hann ætlar einnig að hitta
ið 40—50. í ýmsa aðra af forystumönnum
Sá, sem ber sigur úr býtum Breta, þeirra á meðal Attlee
í móti þessu, hlýtur sæmdar- forsætisráðherra. — Reuter.
heitið „hraðskákmeistari ís- j _________________
lands 1949“. Hraðskákmeistari Fara til Berlínar.
í fyrra var Benóný Benónýssoh. ' BERLlN — Konur og börn breskra
Keppnin fer fram á Þórscaffc. hermanna í Berlín hafa nú fengið
■nr , • , , ..... levfi til að fara aftur til eiginmanna
Keppendur eiga að hafa tofl • ,, -
smna. lyrstu fjolskyldurnar korriu txl
með sjer. * borgarinnar fyrir áramót.
Bann fyrir bann
Berlín í gærkv.
SIR Brian Robertson, yfirmað-
ur setuliðs Breta í Þýskalandi,
bánnaði í dag innflutning blaða,
kvikmynda, bóka og annara rita
til breska hernámssvæðisins frá
því rússneska. Er þetta gert
sökum þess, að Rússar bönnuðu
fyrir nokkru á hernámshluta
sínum, sölu bóka og blaða frá
breska hernámshlutanum.
Svissiendingar kaupa
ffugvje!
London í gærkveldi.
SVISSNESKA útvarpið skýrði
frá því í kvöld, að Svisslend-
in’gar muni kaupa 100 þrýsti-
loftsflugvjelar til viðbótár af
Bretum. Þeir eru áður búnir að
kaupa 70. Sagði í útvarpipu, að
flugvjelar þessar hefðu réynst
sjerlega vel. — Reuter.
- (/jifcuP ‘