Morgunblaðið - 23.01.1949, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.01.1949, Qupperneq 12
7EÐLHÚTLITIÐ: FAXAFLÓI: SuS-vestaii og síðan vesían átt •tneð allhvössum jeljum, ljettir til. á milii. — 18. tbl. — Sunnuciagur 23. janúar 1949. Misheppnað áróðurs- tilrauu kommúnistu Heiri menn í vinnu hjá bænum nú en umáramót Hverju Ijúp kommúnistar næsl? JjJÓÐVILJINN birti í gær æsingagreinar um atvinnumál hjer 5 bænum, þar sem í voru alls konar rangfærslur og blekkingar > ga rð andstæðinga kommúnista í bæjarstjórn. Þessar greinar eru sýnilega skrifaðar af kommúnistum í þeim tilgangi að t'reiða yfir eigin óhæfuverk og koma sínum ávirðingum yfir á aðra. En í þetta sinn mun nú kommúnistum ekki heppnast að fljóta á ósannindunum, vegna þess, að hægt er að leggja fram r.kjallegar sannanir gegn þeim. Á síðasta bæjarstjórnarfundi flutti kommúnistinn. Hannes „Stephensen tillögu þar sem segir m* a.: „Þar sem atvinnuleysi vex Ji ii- hröðum skrefum í bænum. felu; bæjarstjórn borgarstjóra og bæjarráði. að stöðva með öllu vinnu- uppsagnir hjá bænum og stofnunum hans og taka > vtr.nu tafarlaust eigi færri memr en sagt hefir verið upp síðan um áramót, að hlutast til um að dagleg skráning atvinnuleysingja hefj ►st'þegar í stað í vinnumiðlunar skrifstofunni“. Meirihluti bæjarstjórnar taldi ekki rjett að samþykkja þessar tillögur áður en nákvæm ar upplýsingar lægju fyrir um málið, og visuðu því tillögun- tjm til bæjarráðs til frekari at- tiugunar. ■Upplýsingar Vinnumiðlunar- skrifstofunnar Borgarstjóri sneri sjer síðan tij V'innumiðlunarskrifstofunn- ,ai og óskaði eftir upplýsir.gum frá henni um atvinnuástandið » bænum og fara hjer á eftir upplýsingar hennar: „Úí af fyrirspurn yðar um, hvort mikið hafi borið á at- ■vinjnuleysi í lnetuim í þessum jriáinuði. er mjer Ijúft að gefa ftær upplýsingar að eftirspurn liefír síst verið meiri í þessum l'náinuði, en undanfarin ár. IÞ>«> hefir nokkuð af einhieyp «m- mönnum sótt um atvinnu, í nokkrir utanbæjarmenn og imglingar, og hefir niörgum þe;irra verið ráðstafað af skrif- síofunni eða um 50 mönnum til •sjósíarfí). Að öllu athuguðu virðist síst íii.eára atvinnuleysi vera hjer í htemim nú en verið hefir und- anfarin ár um þetta leyti“. Virðingarfylst f,lii; Vinnumiðlunarskrifstof- unnar. Kr. F. Arndal. Tii viðbótar við upplýsingar frá- Vmnumiðlunarskrifstofunni má geta þess að fimtudaginn 20. þ. ,m. voru vinnuumsókn- ir .sem hjer segir: 20 menn skráðir. af því einn »------------------------------ giftur með 4 börn á framfæri sem fluttist frá Færeyjum fyr- ir 2 árum eftir 17 ára dvöl þar. Þangað flutti hann frá Aust- fjörðum. 19 einhleypingar, þar af einn með 2 óskilgetin börn á framfæri sínu. Nokkrir af þessum mönnum eru utanbæj armenn, eins og tekið er fram í brjefi skrifstofunnar. — Af þessum mönnum voru 5 ráðnir í vinnu samdægurs. Vinnumálaskrifstofan. Sigfús fylgir ekki Hannesi Um þetta vissi Hannes Step- hensen þegar hann flutti tillögu sína i bæjarstjórn og talaði um „ört vaxandi atVinnuleysi“ í bænum, en af einhverjum á- stæðum hefir hann kosið að leyna því sanna í málinu. Að fengnum þessum upplýs- ingum, var málið svo tekið fyr ir í bæjarráði og rætt um það, hvort ástæða væri til að hefja nú þegar daglega skráningu at- vinnuleysingja, en hún á að fara fram sem kunnugt er 1. febr. n. k. Voru allir bæjarráðs menn sammála um að slíkt virt ist ekki nauðsynlegt. Hefði mátt ætla að Sigfús Sigur- hjartarson, fulltrúi kom- múnista í ráðinu, hefði haft sjerstöðu, en svo var ekki. Hitt voru allir bæjarráðs- menn sammála um, að tryggja þyrfti það. eins og kostur væri á, að ekki dragi til atvinnu- leysis. Fleiri í vinnu nú en um áramót. Borgarstjóri fjekk einnig upp lýsingar frá Ráðningarskrif- stofu bæjarins, um það hvað margir verkamenn og bílstjór- ar ynnu hjá bænum og hvort fækkað hefði verið í bæjarvinn unni eftir áramót. Samkvæmt þeim upplýsing- um vinna nú 736 verkamenn og bílstjórar hjá bænum. 8. jan. var sagt upp 17 verkamönnum í Vatnsveitunni vegna þess að verki því, sem þeir áttu að vinna var lokið og einnig var sagt upp 5 bifreiðarstjórum. Alls 22 mönnum. Aftur á móti hefur bærinn ráðið til sin 25 Frh. á næsta dálki. Sjóflvarpstæki fyrir börn. í AMERÍKU var hægt að kaupa í verslunum tæki, eins og hjer sjest á myndinni fyrir jólin og var þa<5 kallað „sjónvarp l>arnanna“. Þetta er grammófónn og í sambandi við hann 16 m.m. filma, sem kcmur fram í kassanum. Þegar platan er sett á og filman koma fram litmyndir úr ævintýrum og af hljómplötunni heyrist sagan. Hestur drepinn ó Miklubraul LÖGREGLAN varð í gærkveldi að aflífa hest, sem ekið var á suður á Miklubraut. Þrír menn voru þarna með hesta sína er vörubifreið, sem var á leið til bæjarins ók á einn hestinn og meiddist hann svo, að lögreglan varð að aflífa hann sem fyrr segir. Þetta gerðist skammt fyrir sunnan bæjarhúsin á gatnamót- um Lönguhlíðar og Miklubraut ar, um klukkan 6. Maðurinn sem ók vörubíln- um stöðvaði bíl sinn og hafði tal af eiganda hestsins, Stein- grími Oddssyni málarameistara Sörlaskjöli 38. Lofaði bílstjór- inn Steingrími að gera lögregl- unni aðvart um slys þetta, en það gerði maður þessi ekki. Það er vinsamleg tilmæli rannsóknarlögreglunnar að bíl- stjóri þessi komi til viðtals sem fyrst. Auk þess allir þeir sem einhverjar upplýsingar gætu gefið í máli þessu. Frh. af fremra dálki. verkamenn og bílstjóra síðan um áramót. Þannig að nú eru lieiri menn starfandi í bæjar- vinnunni, heldur en var um ára mót. Af þessu sjest að fullyrðing- ar kommúnista um það að bær- inn hafi fækkað í vinnu hjá sjer eru með öllu tilhæfulausar, enda hefur það aldrei komið til mála. Ef kommúnistar halda, að þeir geti með slíkum lygum sem þessum blekkt verkamenn til fylgis við sig lítur út fyrir að þeir haldi að þeir sjeu komn ir austur fyrir „Járntjaldið", þar sem málin eru aðeins rædd á einn veg og ritfrelsi, funda- frelsi, og málfrelsi ekki til. En hjer þýðir ekki að bera slíkt á borð, fyrir velmenntaða og þroskaða menn, er hafa aðstöðu til að kynna sjer málin til hlýt- ar. Fyrirleslur sr. Pjeturs Magnússonar um hlulleysi, endur- fekinn í DAG kl. 1,30 endurtekur sr. Pjetur Magnússon frá Valla- nesi fyrirlestur þann um hlut- leysi, er hann hjelt í Austur- bæjarbíó s. 1. sunnudag. Fyrir- lestur þessi vakti óskifta at- hygli þeirra, er á hlýddu. Enda var fy-rirlesarinn ómjirkur í máli, í garð þeirra, er telja okkur best borgið, með því að standa berskjaldaðir, og veifa hlutleysi okkar, á þeim válegu tímum, sem nú eru. Einkum deildi hann á ýmsa menn innan háskólans, sem ekki virtust skilja, eða vilja skilja, hið breytta viðhorf í al- þjóðamálum, frá því 1918. Vítti hann mjög þá afstöðu al- mennings, er fylgir borgara- flokkunum að málum, að vera sí og æ, í ræðu og riti, að berja það inn í óvini þjóðfjelagsins, og þá, sem jafnan velja þann kost að fylgja óvinum þjóð- fjelagsins að málum, til að tryggja sitt eigið skinn — að aldrei yrði blakað við einu hári á höfði þeirra, hvernig sem færi. A fyrirlestrinum s. 1. sunnu- dag voru nokkrir kommúnistar og „frómir“ fylgifiskar»þeirra, er sveið svo, undan þungum rökum fyrirlesarans, að þeir flúðu á dyr. Vegna fjölda áskorana verð- ur fyrirlesturinn endurtekinn í dag. Er þess að vænta, að þar verði fullt hús, því slíka fyrir- lesara ættu sem flestir að heyra. Stjórnmálanámskeið Heimdallar hcfst í Sjálfstæðishúsinu n.k. fimmtudag. — Þátttaka til- kynnist sem fyrst í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins. REYKJAVÍKLTRBRJEF er á blaðsíðu 7■ — UTANRÍKISRÁÐHERRA hefir fyrir nokkrum dögum fengið boð um að taka þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, sem haldinn verður í Oslo hinn 28. janúar. og hefir hann nú í samráði við ríkisstjórnina, tek- ið boðinu. (Frjett frá utanríkis ráðuneytinu). ★ S\T3rtleiðararahöfundur Tím ans gerði það umtalsefni í gær að Alþýðublaðið hafi fyrir tveimur öögum haft það eftir frjettaritara sínum í Höfn að utanríkisráðherrann ætlaði að taka boðinu á fund þennan og þykist hafa ástæðu til þess að finna að því, að ráðuneytið skuli ekki fyrr hafa tilkynt ' þessa frjett hjer heima. Vart er hægt að vænta þess að þátttaka ráðherrans í fund- inum sje tilkynt hjer áður en hún er ákveðin. Og naumast hægt að búast við því að ríkis stjórnin eða utanríkisráðherr- ann láti sig skifta tilgátur er- lendra frjettaritara um óá- kveðna hluti eða telji sjer skylt að skifta sjer að hvað blöð kunna eftir þeim að hafa. Finnur Jónsson for- sljóri Innkaupa- stofnunar ríkisins FINNUR JÓNSSON alþingis- maður hefir verið skipaður forstjóri Innkaupastofnunar rík isins. Stofnun þessi, sem á gð sjá um innkaup fyrir ríkisstofn anir og framkvæmdir ríkissjóðs var stofnuð með lögum frá 1947. — Finnur Jónsson hefir sagt af sjer fulltrúastarfi í Fjárhags- ráði,- en við tekur af honum Óskar Jónsson framkvæmdar- stjóri í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.