Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 6
6 HlORGVNBI 4 Ð l Ð Fimmtudagur 27. janúar 1949. ttpgmtMoMb Útg.: ILf. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.). „ý Frjettaritstjórí: ívar Guðmundssoc Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1G00. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands. kr. 15.00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Stjórnarkosning í Dagsbrún NÆSTKÖMANDI laugardag og sunnudag fer fram kosning í stjórn og trúnaðarráð verkamannafjelagsins Dagsbrún í Reykjavík. Samvinna hefur tekist milli andstæðinga kommúnista í fielaginu um sameiginlegan lista í þessum kosningum. Allir lýðræðissinnaðir verkamenn munu þessvegna vinna að sign þess lista. Dagsbrún er langstærsta verkalýðsfjelag landsins. Það veltur þessvegna á miklu fyrir verkalýðinn í landinu að stjórn kommúnista á því verði hrundið frá völdum. Á s.l. hausti kom það greinilega í Ijós að fylgi kommúnista fer mjög þverrandi innan verkalýðsfjelaganna. Þeir höfðu áður en þær fóru fram farið með völd í Alþýðusambanai íslands um alllangt skeið. En þessar kosningar sýndu að íslenskur verkalýður, sjómenn, verkamenn og iðnaðarmenn, ganga þess ekki duldir, til hvers kommúnistar ætla sjer að nota samtök þeirra. Kommúnistar töpuðu hverju verkalýðs- fjelaginu á fætur öðru og þegar til þings Alþýðusambandsins kom voru þeir í algerum minnihluta. En það skipti ekki miklu máli í þeirra augum. Þeir voru ákveðnir í því að halda völdum í Alþýðusambandinu enda þótt þeir væru kommr 1 minnihluta. í þeim tilgangi tryggðu þeir sjer meirihluta í kjörbrjefanefnd þingsins og ljetu fulltrúa sína þar bera fram tillögur um að reka nægilega marga af löglega kjörnum fulltrúum meirihlutans til þess að þeir hjeldu meirihlut- anum. En þetta ráðabrugg kommúnista fór herfilega út um þúfur. Jafnvel sumum þeirra eigin manna ofbauð Moskva- bragðið af ofbeldisáformum þeirra, enda þótt þeir þyrðu ekki að brjóta húsaga flokksins. Niðurstaðan varð þó sú að forseti Alþýðusambandsins bar upp framkomna tillögu um að kjörbrjef allra fulltrúa skyldu tekin gild. Var hún sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en kommún- istaforsprakkarnir sátu eins og sneyptir rakkar. Alþýðusam- band íslands var glatað þeim. Þeir gátu ekki lengur notað það til pólitískra spellvirkja. Sú þróun, sem hófst með ósigrum kommúnista í verkalýðs- fjelögunum á s.l. hausti mun halda áfram. Megináhugamál verkamanna er að tryggja atvinnu sína og afkomumöguleika. Aðaláhugaefni kommúnista er hins vegar að skapa atvinnu- leysi og glundroða, sem síðan sje hægt að skrifa á reikning annara. Atvinnuleysið er versti óvinur vinnandi fólks. Það á alla afkomu sína komna undir því komna að hafa stöðuga at- vinnu. Undanfarin ár hefur undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins verið unnið markvísar að því en nokkru sinni fyrr, að skapa almenningi góð og varanleg atvinnuskilyrði. í þeirri viðleitni hefur mikið áunnist. Atvinnutækjunum hefur verið f jölgað og þau bætt að miklum mun. En þann skugga ber á þessar glæsilegu atvinnulífsframkvæmdir að mjög þunglega horfir um rekstur margra þeirra af völdum síaukinnar verð- bólgu og dýrtíðar. Kommúnistar fjandskapast við hverja til- raun, sem gerð er til þess að tryggja rekstrargrundvöll at- vinnutækjanna. Þeim liggur í Ijettu rúmi þó þau stöðvist og verkamenn og sjómenn standi uppi atvinnulausir. Slíkt ástand er einmitt það, sem þeir keppa að. En verkalýður landsins, sem á atvinnu sína í húfi, hlýtur að taka upp baráttu fyrir því að tryggja rekstur atvinnu- tækjanna. í þeirri baráttu á hann samleið með öllum öðrum stjettum þjóðfjelagsins. Aldrei framar atvinnuleysi var kjörorð Sjálfstæðisflokks- ins þegar hann beitti sjer fyrir hinni stórfeldu eflingu at- vinnulífsins. Framkvæmd þessa kjörorðs hefur verið tryggð að nokkru leyti með nýjum og betri atvinnutækjum. En það þarf fleira að koma til en sjálf atvinnutækin. Það þarf að vera hægt að reka þau þannig að þau veiti fólkinu atvinnu og skapi þjóðarbúinu, einstaklingum og heild, nauðsyn- legan arð. Alls þessa munu verkamenn í Dagsbrún minnast er þeir ganga til kosninga um næstu helgi. \Jihuerji óhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Varúðarráðstafanir UNDANFARIÐ hefur gengið innfluensufaraldur í Frakk- landi. Sagður sá versti, sem þar hefur komið síðan „spanska veikin“ gekk eftir fyrri heims- styrjöld. Innfluensufaialdur þessi hefir breiðst út til Ítalíu og í Bretlandi óttast menn, að veikin berist þangað og hafa gert varúðarráðstafanir til að hindra útbreiðslu hennar. Farsóttin í Frakklandi gefur bresku -blaði tilefni til eftir- farandi ráðleggingar: „Það myndi vafalaust hindra útbreiðslu innfluensunnar í Frakklandi, ef franskir hers- höfðingjar yrðu settir í sótt- kví, en eins og kunnugt er, kj^ssa þeir á báðar kinnar, þegar þeir afhenda mönnum heiðursmerki"! Þetta er sagt í gamni, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Sóttvarnir og pólitík EINN af þingmönnum vorum leggur til, að þingið skerist í leikinn vegna mænuveikisfar- aldursins norðan lands, og fyr irskipi samgöngubann. Flest er nú orðið pólitískt og til alls er ætlast af Alþingi, ef það á nú að fara að vafstrast í slíku, ofan á uppbótaáhyggjur og nið urgreiðsluákvarðanir. En málið er ekki eins ein- falt og það kann að þykja, ó- yfirvegað. Frá því að fregnir bárust af mænuveikisfaraldrinum á Ak- ureyri hafa verið uppi hávær- ar raddir meðal almennings, að einangra bæri Akureyri til þess að reyna að forða, að veik in bærist til annara hjeraða á landinu. • Þeir lærðu segja nei EN sjerfræðingarnir, — lækn- arnir — segja nei. Það er að segja. Það er hreint ekki sann- að, að læknar almennt telji sóttvarnir tilganslausar. En ,,hæstirjettur“ heilbrigðismál- anna, landlæknir og hjeraðs- læknirinn í Reykjavík, segja að sóttvarnir gegn mænuveiki sjeu tilgangslausar. í einkavið- tölum hafa margir læknar lát- ið í ljós, að það væri mjög mis ráðið, að setja ekki bæji og hjeruð 1 sóttkví, þar sem veik- innar hefur orðið vart. En ekki hefur það haft nein áhrif á heilbrigðisyfirvöldin, sem hafa lagt það eitt til mál- anna, að hvetja almenning til þrifnaðar. • Óheftar ' samgöngur ÞAÐ er án efa rjett, að það er þýðingarmikið atriði til að verjast farsóttum, að þvo sjer vel um hendurnar og eins ætti það ekki að saka, að setja þá menri i sóttkví, sem venja sig á að kyssa fólk á báðar kinn- ar, svo enn sje vitnað til frönsku hershöfðingjanna. En leikmenn fást ekki til að trúa því, að óreyndu, að hættu laust sje með öllu, að leyfa ó- heftar samgöngur til bæjar þar sem bráðsmitandi pest gengur. Það er vitað, að fjöldi náms- manna að norðan, sem dvelur hjer í Reykjavík, fóru til Ak- ■ ureyrar í jólaleyfi og komu aftur til náms. Það er einnig vitað, að fyrir jólin voru send matvæli i allstórum stíl til Reykjavíkur, t.d. rjómi, skyr og smjör (sem burtsjeð frá öll um sóttvörnum er ólöglegt). • Ekki hægt að einangra Reykjavík ÞVÍ hefur verið haldið fram í blaðaviðtali við einn af hátt- settustu læknum landsins, að það væri tilganslaust að ein- angra Reykjavík, eða illvinn- andi verk. Það má vel vera. En hitt hefði verið auðveldara, að einangra Akureyri, þegar veikinnar varð vart þar. Og það var verkefni landlæknis, að sjá um, að svo yrði gert. Vonandi breiðist mænuveik- in ekki meira út um landið, en þegar er orðið, en það verð- ur ekki sjerfræðingunum að þakka. • í Flóakarl skrifar um samgöngur FLÓAKARL tekur upp fyrir mig hanskan í eftirfarandi brjefi um samgöngumál: „Arni G. Eylands var í Rík- isútvarpinu á mánudagskvöld- ið í rabbinu um daginn og veg inn að tala um Krísuvíkurleið- ina. Hann var með hnútur til þín, Víkverji sæll, út af því, sem þú hefur skrifað um Mos- fellsheiðarveginn og Krísuvík urleiðina. Jeg er leiðum þessum nokk- uð kunnugur og finnst Árni fremur verja Krísuvíkurveginn af kappi en forsjá, enda til- einkar hann sjer að nokkru leyti heiðurinn af því að hann skuli vera kominn upp. En jeg get trúað þjer fyrir því, að hvað sem veginum þeim líður í Ölfusinu og við Hlíðarvatn með því fannfergi, sem þar hef ur verið undanfarið, þá er víst, að þar sem vegurinn liggur meðfram Kleifarvatni á hann síðar eftir að verða marg oft ófær vegna fannalaga í suð- vestanátt. Og sannaðu til, þótt sæmilegt verði að fara þessa leið um Ölfusið og meðfram Hlíðarvatni, þá munu aðrir staðir á veginum verða lítt fær ir ef nokkuð snjóar að ráði. Jeg held eftir minni reynslu, að Mosfellsheiðarvegurinn sje að mörgu leyti lang bestur sem vetrarvegur, ef nokkurt kapp væri lagt á að halda hon- um opnum. • Þökk fyrir ýtur „ANNARS skýrði Árni frá því, að hann hefði fyrstur manna flutt eða viljað láta flytja ýtur hingað til lands. Þá veit mað- ur það. Ef þetta er rjett, þá á hann skilinn mikinn heiður fyrir slíkt. Margir munu hafa fengið riddarakross fyrir minna“, segir Flóakarl að lok- um. • Vegalengdir TIL fróðleiks fyrir - þá, sem hugsa um þjóðvegina austur í kílómetrum má geta þess. að frá Reykjavík til Selfoss eru 59 km. um Hellisheiði, 88 um Mosfellsheiði og 108 þegar farin er Krísuvíkurleið. MEÐAL ANNARA OROA . . | -• ■ .....................„.. Erfiðleikar bekjiska demanlaiðnaðarins Eftir Eric Kennedy, frjettaritara Reuters. ANTWERPEN — Miklir erfið- leikar eru nú farnir að gera vart við sig í demantaiðnaði Belgíu, og atvinnuleysi fer vaxandi meðal starfsfólksins í þessari iðngrein. Þegar Belgía varð frjáls á ný, gátu gimsteinaframleið- endur hrósað happi yfir því, að lítið af vjelum þeirra og verksmiðjum hafði farið for- görðum í styrjöldinni. Og birgð ir af óunnum demöntum frá Bretlandi, sem bárust þegar i byrjun ársins 1945, gerðu iðn- aðinum kleift að hefjast handa þegar í stað, enda hófst út- utningur á fægðum demönt- m þvínær tafarlaust, einkum 1 Bandaríkjanna, þar sem ftirspurnin var hvað mest. • • MIKILSVERÐ ÚTFLUTNINGSVARA IANNLEIKURINN er sá, að demantaiðnaður Antwerpen er veigamikill liður í efnahags- legri endurreisn Belgíu. Opinberar skýrslur, sem ný- lega voru gefnar út, staðfesta það, hversu háan sess iðnaður- inn skipar í efnahagskerfi landsins. 1945 var demantaiðnaðurinn önnur mikilvægasta fram- leiðslugrein Belgíu. Þá voru fluttir út gimsteinar fyrir 570, 000,000 belgiska franka, en það var 14,33 prósent af öllum út- flutningi Belgíumanna á ár- inu. — Útflutningsverðmæti járns og stáls nam þá 732,000, 000 frönkum, eða 19,63 prósent af heilarútflutningnum. 1946 var demantaiðnaðurinn ennþá annar í röðinni; út voru fluttir gimsteinar fyrir 2,331, 000.000 franka — 7,86 prósent af öllum útflutningi landsins. • • AFTURFÖR ÉN 1947 varð mikil breyting á þessu. Á útflutningsskýrsl- um stjórnarvaldanna f.iell iðn- aðurinn niður í tíunda sæti; útflutningsverðmæti hans nam 2,081,000,000 frönkum (3,38 af heildarútflutningnum). Tölur fyrir árið 1948 eru enn ekki fyrir hendi — en almennt er álitið, að þær sjeu lægri en 1947. Menn, sem kunnugir eru þessum málum, telja, að erfið- leikarnir eigi rót sína að rekja til hirðuleysis þeirra stjórnar- deilda, sem demantaiðnaður- inn fellur undir. Þessir menn benda á það, að í mikilvægum demantsiðnaðarlöndum — þar á meðal Hollandi, Suður-Afr- íku, Palestínu, Cuba og Braz- ilíu — nýtur iðnaðurinn stuðn ings stjórnarvaldanna, sem ým ist láta honum í tje verðupp- bætur, eða greiða götur hans á annan hátt. Það er því ekkert að undra, segja þessir sömu menn, þótt Antwerpen, aðalmiðstöð de- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.