Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Bianca skildi þessar tilfinn- ingar hans jafnvel betur en hann sjálfur. Og hún vissi hve tilgangslaust það var að reyna að bertumbæta hann. En við hana var hann oftast góður, blíðmáll og hugulsamur. Þeg- ar það kom fyrir að hann hreytti í hana ónotum, þá or- sakaðist það venjulega af af- brýðissemi hans. Hún var líka viss um, að Don Luis þótti vænt um Kit sem son sinn, og ef rjett væri að honum farið, þá mundi vera hægt að fá hann til að viðurkenna hann sem slíkan. Einu sinni hafði hann þyrmt lífi Kits af sjálfsdáðum og í annað sinn, þegar hann hafði bjargað honum undan dauðadóm, var hún viss um, að það var ekki aðeins fyrir fortölur hennar, að hann gerði það. Hún varp öndinni mæðu- lega. Og það var enn meira, sem hún þurfti að taka til at- hugunar. Ef Luis mundi deyja, annað hvort af slysförum, eða falla fyrir hendi Kits, mundi hún þá geta farið til sonar hans án samviskubits? Gat hún þá farið til sonar manns- ins, sem hún var gift, og þótti hreint ekki lítið vænt um, án þess að finna til sektartilfinn- ingar? Það mundi vera enn verra, ef Kit dræpi Don Luis, því að þá mundi hún vera hon- um óbeiniínis samsek. Hana verkjáði í höfuðið. — Rúðurnar í kirkjugluggunum voru marglitar bg henni fannst birtan koma á móti sjer í mis- litum ljósum. Hana smiðaði og henni sýndist englarnir stíga út úr myndunum á veggjunum og koma niður til hennar og benda henni að koma til sín. Hún var dauðþrjctt. Ef Kit kæmi núna, hefði hún þá krafta til að falla í faðm hans? Það mundi vera miklu auðveld ara að afneita allri ást og öll- um mönnum og fara til engl- anna. Þar gæti hún hvílt sig eins lengi og hana langaði til. Hvíld, ó, hvað hún þarfnað- ist hvíldar. Hún þarfnaðist hvíldar fremur. en nokkur annars. Hún viídi ckki standa lengur sem þröskuldur í vegi þessarra tveggja manna. Hún ætlaði að fara til eng'lanna, verða brúður Krists og losna undan öllu hugarangri. Hún stóð skyndilega á fætur. Sælan lýsti svo úr svip henn- ar, að Quita varð dauðskelkuð. „Seniora“, hróþaði hún. Bianca rjetti upp aðra hönd- ina. „Þey, hafðu ekki hátt. Þeir eru að kalla á mig, Quita. Englarnir eru að kalla á mig .... Heyrir þú ekki til þeirra?‘.‘ „Jeg beyri ekkert“, stundi Quita upp. „ð; Dona Bianca, við skulum koma hjeðan“. Og hún hálfdró Biöncu á eftir sjþr út úr kirEjunni. Síðla dags þennan sama dag fekk Don Luis loks áheyrn hjá Mendoza Jækni. Þegar hónum loks var iii pt ii,n á lækna- stofuna, va, hann orðinn þrút- inn í framan af reiði, því að hann hafðj verið látinn bíða í biðsal á meðán Mendoza af- greiddi betlara, Chibca-Indí- 66. dagur ána og negra. Þó að hann þyrfti mikið á hjálp læknisins að halda, gat hann ekki staðist það, að benda honum á þessa yfirgengilegu ókurteisi. „Þetta eru allt börn guðs“, sagði Mendoza. „Jeg ber mikla umhyggju fyrir fátæklingum. Jeg skal segja yður, að faðir minn var svínahirðir alla sína ævi“. Don Luis beit á jaxlinn og stillti sig um að segja það sem hann langaði til. Mendoza var honum æðri í þessu tilfelli. — Hann þurfti á læknishjálp að halda, en Francisko Mendoza gat verið sama um hylli Don Luis. Það var eins og hann væri að benda honum á, að hann væri vissulega ekki kom- inn af háum stigum, en þó þyrfti Don Luis að leita hjálp- ar hans. Mendoza virti Don Luis fyr- ir sjer. Hann sá að hann átti í miklu. hugarstríði. Hann beið rólegur þangað til lávarðurinn hafði jafnað sig. „Jeg ætlaði að biðja yður að koma með mjer til húss Don Avilas og vita hvort þjer getið læknað konu mína af ófrjó- semi“, sagði Don Luis loks. Mendoza hneigði höfuðið kurteislega. „Jeg er reiðubúinn að gera það fyrir yður sem jeg get ....“. Hann hikaði eins og hann langaði til að segja eitt- hvað meira. „lýú, hvað . . . .?“, sagði Don Luis og hnyklaði brúnirnar. „Jeg vona, að þjer móðgist ekki, þó að jeg bendi yður á, að ófrjósemi er ekki alltaf konunni að kenna. Stundum getur óhóflegt líferni í æsku haft eyðileggjandi áhrif á mann síðar á ævinni“. Don Luis fnæsti. „Það þarf ekki að óttast það“, sagði hann. „Kona mín hefur þegar orðið þunguð, en barnið fæddist and vana“. „Nú, 'já“, sagði Mendoza. „Jeg skal líta á hana í kvöld. Og ef yður er það ekki á móti skapi, þá langar mig til að koma með ungan sjerfræðing í þessum efnum. Hann heitir José Péres“. „Komið með alla borgarbúa, ef þjer haldið að það komi að nokkru gagni“, svaraði Don Luis. Síðan gekk hann út. Bianca hafði hugsað til þess með hryllingi, að láta lækni rannsaka sig. En Mendoza var gætinn og framkoma hans prúðmannleg, svo að henni varð rórra. Aftur á móti fekk hún strax óbeit á Péres. Hann var slóttugur á svip og augn- arráð hans var flöktandi. Bi- anca hjelt að hann væri skottu læknir, en þar skjátlaðist henni. José var síst verri lækn ir en íæknar voru yfirleitt í Santa Marta. En hann skorti mannúð og skilning á mannleg um tilfinningum. En þar var það sama á að segja um alla lækna í Nýja-Spáni á þessum tímum, jaínvel sjálfan Men- doza. Það sem Mendoza hafði hins vegar fram yfir aðra lækna, var að hann hafði meiri skilning á mannseðlinu og hann gerði sjer ljósa fákunn- áttu sína, og var því varfærn- ari en aðrir. Mendoza rannsakaði Biöncu undir stóru laki, án þess að líta sjálfur á líkama hennar. Það var auðsjeð að Péres lík- aði ekki þessi varfærni, en hann þorði þó ekki á móti að mæla, þegar hann sá, að að- ferðir Mendoza fjellu Don Luis í geð. Rannsóknin tók langan tíma og var mjög nákvæm. Síðan gengu mennirnir út og skildu Biöncu eftir særða á sál og líkama eftir meðferðina. En hana langaði mikið til að heyra samtalið milli Don Luis og læknanna frammi í fordyrinu, en þá hefði hún þurft að rísa á fætur og klæða sig með hjálp Quitu. En henni datt ráð í hug. Hún gaf Quitu bendingu um að fara út að dyrunum og hlera. Quita brosti og hlýddi hús- móður sinni. Frammi í fordyrinu hlustaði Don Luis þungur á brún á dóm læknanna. „Jeg get ekki sjeð, að það sje neitt að eiginkonu yðar“, sagði Mendoza. „Hún er ung og ætti að geta átt barn, enda þótt hún sje nokkuð viðkvæm“. „Hvernig stendur þá á því, að jeg eignast ekki erfingja?“, spurði Don Luis. „Ef satt skal segja, þá veit jeg það ekki“, sagði Mendoza. Hann svaraði Don Luis rólega, enda þótt Don Luis væri orð- inn æstur. „Þó grunar mig eina ástæðu, sem jeg er hrædd ur um að sje rjett í þessu til- felli. En jeg vil helst ekki segja hvað það er, því að það gæti móðgað lávarðinn“. „Út með það“, sagði Don Luis. „Það er óþarfi að sýna mjer umhyggju“. „Konan yðar vill ekki eign- ast barn, að minnsta kosti ekki yðar barn. Jeg biðst afsökunar, en þjer sögðuð mjer að tala“. Don Luis var hálfstaðinn á fætur, en ljet sig falla niður í stólinn aftur. „Frjósemi er ákaflega mis- munandi njeðal kvenna. Jeg álít að kona yðar mundi aldrei eignast nema eitt eða tvö börn um ævina. Nú er hún ef til vill hrædd við barnsburð .... eða eru það ef til vill ein- hverjir aðrir hugarórar, sem sækja á hana? .... Það getur auðveldlega hindrað, að hún verði barnshafandi. Ef þjer viljið fara að mínum ráðum, þá skuluð þjer byrja á nýjan leik, sem elskhugi hennar. Ef það heppnast ekki, þá skuluð þjer taka fósturbarn, því að Dona Bianca verður aldrei barnshafandi, nema .... „Rugl og vitleysa“, hreytti Don Luis út úr sjer. „Þetta eru gamlar kerlingabækur“. „Getur verið“, svaraði Men- doza. „en þetta er líka álit mitt“. Don Luis leit á José Péres. „Og hvað er yðar skoðpn?“, spurði hann. EF LOFTVR GETXIR ÞAÐ EKKl ÞÁ HVER? Fimmtudagur 27. janúar 1949. í leit að guili •ftir M. PICKTHAAl 64 HEIMKOMAN XI. KAFLI Leifur nam staðar við hellismunnann og ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, því að þarna var Brown gamli, gekk nær honum og rjetti fram hendina. Á bak við hann stóð hár grannur maður, nokkuð rauðsleginn í andliti. Það leyndi sjer tæplega, að þar myndi vera Indíána Tommi. Og þarna voru þeir með Brand, hestinn hans. Þegar Leifur gekk út úr hellinum sneri hesturinn sjer að honum og hneggjaði. Leifur klappaði hestinum nokkrum sinnum en horfði fast á Brown á meðan og beið þess að hann segði fyrsta orðið. Leifur skildi varla nokkurn skap- aðan hlut, hvernig á þessu stæði. Að hjerna stóðu þeir fjandmenn hans, sem höfðu stolið hestinum. Voru þeir komnir til að skila honum aftur? Loksins tók Brown til máls. — Já, læknir, sagði hann. — Það er margt, sem jeg þarf að skýra út fyrir yður, en jeg verð að setjast niður. — Já, þjer eruð þreyttur og veikur, sagði Leifur og bætti við: — Villi, farðu inn í hellinn og komdu með teppx fyrir hann Brown. — Þakka yður fyrir, læknir, sagði Brown og svo byrjaði hann. — Já, læknir. Þjer hafið altaf verið góður við mig. Jafnvel í það skipti, sem þjer slóguð mig niður í stofunm heima hjá yður, höfðuð þjer rjett fyrir yður. Jeg hef oft hugsað um það, en hvað var jeg þá annað en ræfilsskepna, sem allir voru á móti. Og jeg var sjálfur á móti öllum. En þjer, læknir, þjer eruð sannur maður, alveg inn í bein cg jeg ætla einu sinni að reyna að vera sannur, gagnvart yður, áður en jeg drepst. — O, þjer eruð ekki svo hætt kominn, sagði Leifur. —• Þjer hafið það af. — Jeg hef enga trú á því, svaraði Brown, en hvað um það. Nú skal rjett einu sinni vera rjett og Indíána Tommi hjerna er alveg sammála mjer. Leifur lagði hönd sína á herðar Brown. — Ef allt gengur fiíto liynxj — Þarftu cndilega að snúa öllu við til þess að finna einn flibbahnapp. í ★ Læknir nr. 1: — Hjelstu speglinum að vitum hennar til þess að vita hvort hún andaði ennþá? Læknir nr. 2: — Já. Hún opnaði fyrst annað augað, síð- an hitt, rak svo upp ógurlegt hljóð og þreif til púðurdósar- innar. ★ Barnfóstran: •— Jeg bara, jeg bara missti sjónir af barninu í þvögunni, og gat ekki fundið það aftur. Frúin: — Já, en því í ósköp- unum talaðirðu þá ekki við lög regluþjón, og .... Stúlkan: — Jeg var einmitt að tala við lögregluþjón, þeg- ar jeg týndi barninu. — Hvað hefirðu farið í mörg um höggum?, spurði maður nokkur gólfleikara, sem hann kom til úti á golfvellinum. — í sjötíu og tveimur. — Sjötíu og tveimur. Það er ágætt. — Það er ekki sem verst, sagði sá, sem ljek, og jeg vona að jeg þurfi að nota mun færri til þess að komast í aðra holuna. ★ Stúlka í kvennaskóla kynti eitt sinn „unnusta“ sinn fyrir bekkjarsystur sinni. Það endaði með því að sú síðarnefnda tók hann frá henni. Stúlkan, sem beið þarna lægri hlut, fylltist hatri til skólasystur sinnar, hætti að tala við hana, en skrif aði henni eftirfarandi brjef: „Þú þarna, hjartalausa skepna. Þú veist það vel, að við Gunni vorum búin að vera saman í sex mánuði. ,Bíddu bara þangað til jeg næ almenni lega til þín, þú einskinsnýta ■ fígúra. Jeg skal klóra í'augun á þjer, rífa í hárið, brjóta í þjer hvert bein og ausa þig auri. •— Þín N.N. P.S.: Fyrirgefðu skriftina“. avglysing ER GULLS IGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.