Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. janúar 1949. MORGU1SRLAÐ10 7 Forsetakosningar verða í Portúgai 13. febrúar n.k. Eftir LUIS TEFVES, frjettaritara Reuters í Lissabon FORSETAKOSNINGAR eiga að fara fram í Portugal 13. febrúar n. k. og munu nú tvö forsetaefni í framboði, í fyrsta Binn í 22 ár. Kosningabarátt- an er að komast í algleyming •— og dregur hvorugur fram- bjóðenda af sjer. Antonio de Oliveira Salazar, forsætisráðherra, Iýsti því yfir 7. janúar s. 1. „að í þessum kosningum væri ekki einasta verið að velja milli tveggja frambjóðenda, heldur á milli tvennskonar stjórnarfars“. A dagblöðunum er hægt að sjá, hvað ráðherrann átti við með þessum orðum sínum. Þau hvetja ýmist til þess, að „horfið verði að nýju til hins fullkomna lýðræðis“, ellegar þau eru ein- dregið fylgjandi því, að haldið verði fast við núverandi stjórn- arfar. Tveir bjóða sig fram í fyrsta sinn í 22 ár varð að skerða nokkuð frelsið í landinu, svo sem prentfrelsi, frelsi til þess að stofna nýja stjórnmálaflokka og halda frjálsar kosningar. Núverandi stjórn hefir hald- ið því fram, að það hafi einmitt verið ofannefnt frelsi, sem skap aði allan glundroðann í Portú- gal áður en Carmona komst til valda. Þess vegna hefir hún neitað því, að veita landsmönn- um frelsi þetta á nýjan leik. Þá ber einnig að geta þess, að á síðari árum hefir stjórnin verið miklum mun frjálslynd- ari en fyrstu árin er hún sat að völdum, og hún hefir veitt and- stæðingum sínum meira at- hafnafrelsi. ritskoðun dagblaða, hann vill aði jlandsmönnum Verði veitt frjálsræði til þess að stofna nýja stjórnmálaflokka, hann vill efla alþýðutryggingarnar í landinu og skapa borgurunum meira öryggi og hann vill halda áfram hinni gömlu samvinnu Bretlands og Portúgal. Hann lýsti yfir því, að hlyti hann kosningu myndi hann skipa nýja stjórn til þess að framkvæma þessa stefnuskrá og efna til frjálsra kosninga til þjóðþingsins, sem siðan myndi semja nýja stjórnarskrá. ,,Jeg býð mig fram til þess að geta náð þessu markmiði á lögleg- an og friðsamlegan hátt“, sagði da Matos. Forsetaefnin. Frambjóðendur í þessum mikilvægu kosningum eru Antonio Oscar Carmona, 79 ára að aldri, fyrir stjómarflokkinn, en Carmona hefir verið forseti portúgalska lýðveldisins síðan árið 1926. Frambjóðandi fyrir stjórnarandstöðuna er Luis Nor ton de Matos, 81 árs gamall. Samkvæmt stjórnarskrá Port úgal eiga að fara fram forseta- kosningar í landinu sjöunda hvert ár. Forsetinn hefir vald til þess að skipa ráðherra og sendiherra í embætti — og reka þá, ef honum ekki líkar við þá. Hann hefir einnig vald til þess að leysa upp þjóðþingið, ef slíkt er í þágu þjóðarheild- ar. Núverandi stjórnarfar komst á 1926, er hernaðaruppreísn var gerð í landinu undir forystu Gomes da Costa. Carmona, sem þá var hershöfðingi, varð utan- líkisráðherra í stjórn de Costa 3. júní 1926. 9. júlí 1936 tók hann við af Gomes da Costa og varð forsætis- og hermála- ráðherra. Loks, þann 26. nóv. 1926 varð hann forseti Portúgal En það var þó ekki fyrr en 25. mars 1928 að hann var kjör- inn forseti í fyrsta sinn. Hann var endurkosinn 1935 og 1942. I öllum þessum þremur kosn ingum bauð enginn sig fram gegn honum. Dr. Salazar hefír verið for- sætisráðherra í stjórnartíð Carmona síðan 1928 og for- sætisráðherra síðan 1932. Framfarir. Þessi ár, sem Carmona hefir setið að völdum, hefir verið um ótvíræðar framfarir að ræða í landinu og þar hefir verið meiri regla á öllum svið- um en nokkru sinni áður. En 16 árin fyrir valdatöku Carm- ona hafði ekki gengið á öðru í Portúgal en sífelldum bylting- um og uppreisnum og hið mesta öngþveiti var ríkjandi í fjár- málum þjóðarinnar, sem og á öðrum sviðum. Til þess að koma á þessari reglu og þessum stöðugleika Afstaða stjórnarandstöðunnar. Mergurinn málsins nú er sá, að stjórnarandstaðan krefst þess, að henni sje veitt full- komið lýðræðislegt frelsi til þess áð heyja sína kosninga- baráttu og kosningarnar verði látnar fara fram eins og í hverju öðru lýðfrjálsu landi. Stjórnin hefir á hinn bóginn ákveðið, að veita aðeins „nægi- legt“ frjálsræði við kosningam- ar, „þannig að innanlandsfriðn- um og velferð þjóðarinnar, sem stjórninni er skylt að vernda, verði ekki stofnað í hættu“, eins og dr. Salazar sagði í svari sínu við kröfum stjórnarand- stæðinganna. Starfsferill de Matos. De Matos, hershöfðingi, varð velþekktur fj7rir störf sín sem landsstjóri í Angola frá 1912 til 1915. Hann var hermálaráð- herra frá 1915—1917 og það var hann er skipulagði portú- gölsku hersveitirnar, sem börð- ust við hlið bandamanna í heimsstyrjöldinni fyrri. Hann átti sæti í sendinefnd Portúgala á friðarráðstefnunni 1919, var æðsti fulltrúi portú- gölsku stjórnarinnar í Angola frá 1921 til 1923 og sendiherra Portúgal í London frá 1923— 1926. I ræðu sem hann hjelt, er framboð hans við forsetakosn- ingarnar hafði verið ákveðið í júlí s. 1„ sagði hann m. a.: „Jeg býð mig fram sem forseta efni Portúgal til þess að berj- ast gegn núverandi stjórnar- fari og til þess að koma á lýð- ræði í landinu. Jeg er ekki bundinn neinum stjórnmála- flokki, nje trúarflokki. Jeg er hvorki íhaldsmaður, jafnaðar- maður, kommúnisti nje kon- ungssinni. Jeg er frjálslyndur, eins og þeir sem eru í flokki frjálslyndra í Bretlandi. Þess vegna trúi jeg á lýðræði, í þess orðs sönnu merkingu“. Stefnuskráin. Aðalatriðin á stefnuskrá hans eru eftirfarandi: Hann vill afnema núgildandi Kosningarnar verði „algjörlega frjálsar“. Þann 3. janúar, þegar kosn- ingabaráttan hófst, tilkynnti de Matos, að fengist ekki trygg- ing fyrir því, að kosningarn- ar yrðu „algjörlega frjálsar“ myndi hann draga sig í hlje sem frambjóðandi. Með því að tala um „algjörlega frjálsar“ kosningar kvaðst hann eiga við, að ritskoðun yrði afnumin, að stjórnarandstöðunni yrði veitt leyfi til þess að athuga kjör- skrána, áður en kosningar færu fram og sömuleiðis leyfi til þess að fylgjast með þyí, að kosn- ingarnar færu löglega fram. Svar stjórnarinnar. Sem svar við þessum kröf- um, sagði innanríkisráðherr- ann Cancela de Abreu í viðtali við blaðið „O Seculo“: „Rit- skoðun á dagblöðum er aðeins formsatriði. En stjórnin lítur svo á, að hún sje nauðsynleg og hún skerðir ekki á neinn hátt frelsi það, sem nauðsynlegt er til þess að heyja kosningabar- áttu. Fyrirskipanir hafa verið gefnar um það, að blöðin hafi fullkomið frjálsræði til þess að mæla með eða gegn frambjóð- endum. Þau geta einnig gagn- rýnt gjörðir stjórnarinnar eftir vild, ef sú gagnrýni fer ekki út fyrir takmörk almenns vel- sæmis“. Kvöldblaðið „Republica“ er helsta málgagn Norton de Matos en „Diario de Manha“ er helsta blað Carmona. — Flest hinna blaðanna birta sjónarmið beggja, en þeim hættir þó til þess að hallast fremur á sveif með öðrum hvorum frambjóð- enda. — Blað kaþólskra „Novi- dades“ og blað konungssinna „A Voz“ eru bæði greinilega á bandi stjórnarinnar. „Þjóðin þekkir^mig". Carmona forseti hefir enn ekki haldið neinn fund með blaðamönnum og er ekki búist við, að hann geri það fyrir kosn ingarnar. Hann lítur svo á, að ekki sje nauðsynlegt fyrir hann, Framh. á bls. 8. Nútíma-híjómleikar í Menníaskólanum « ÞANN 23. jan. fóru fram nýstár legir tónleikar í hátíðasal Menta skólans. Nýstárlegir vegna þess, að hjer var aðeins flutt nútima- tónlist, en það er sjaldgæft fyr- irbæri hjer hjá oss. Þessir tón- leikar voru fluttir að tilhlutun Islandsdeildar „Alþjóðafjelags nútímatónlistar“, en Kammer- músikklúbburinn sá að öðru leyti um þá. Þarna voru flutt verk eftir Stravinsky, Honegger, Hinde- mith og Jón Nordal. Hinir 3 fyrstnefndu hafa þegar fyrir löngu hlotið heimsfrægð sem tónskáld og hafa verið allmjög umdeildir, átt sjer ofstækisfulla mótstöðumenn, en þó einnig sterka formælendur. Sá elsti þeirra, Stravinsky, er um það bil að komast í helgra manna tölu, þ. e. a. s. hann að verða klassiskur. Þessa verður víst heldur ekki langt að bíða, hvað Hindemith snertir. Nú skyldi maður halda, að tónlistardeild höfuðstaðarins fjölmennti, þegar slíkar nýjung ar eru á boðstólum (annars staðar mundi þetta nú að vísu ekki þykja nýung). En svo var þó ekki. Hún mun hafa fengið sjer beauty sleep eftir matinn þennan sunnudag, því aðeins 30—40 manns sátu í hinum forn fræga sal Mentaskólans og hlust uðu á það, sem fram fór. Þarna var þó gaman að vera, stemningin notaleg; það var rjett eins og maður væri heima hjá sjer — vantaði bara kaffi- sopann. Þeir, sem listþjónust- uria höfðu með höndum lögðu sig alla fram og leystu verk- efni sín prýðiega af hendi. Sum ir halda, að á sviði tónskáld- skaparins sje heimsendi þegar um garð genginn, eða sje um það bil að verða. Þessir van- trúarmenn álíta alt markleysu eina og hjegóma, sem skapað hefur verið, jafnvel eftir Bra- hms. Og þeir tala um ,moderne‘ músik með sömu fyrirlitningu og Storm Pedersen um ómeti: Köttur er víst bragðbetri, en hundur kvað þó vera hollari. Og svo setjast þeir að sínum uppáhalds krásum og háma í sig klassikarana. Og engin skyldi lá þeim það. En vissu- lega eru merkileg tónskáld uppi meðal vor, einnig nú. Og meðal þeirra mestu eru þau, sem hjer voru á dagskrá. Bjarni Guðmundsson var kynnir. En sem betur fór, gerði hann enga tilraun til að út- skýra sjálf verkin nánar, enda væri enginn öfundsverðum af þeim starfa, svona í stuttu máli. En hann sagði okkur margt fræðandi um tónskáldin sjálf, og var það vel þegið. Wilhelm Lanzky-Otto ljek fyrst píanósónötu eftir Strav- insky. Verkið er í þrem þátt- um. Þetta er athyglisvert verk fyrir margra hluta sakir. Jeg vil líkja höfundinum hjer við flugmann, sem leikur sjer um loftin, en sleppir þó aldrei af radartækjunum. Hann hefur hjer samband við tvær-öflugar stöðvar: Beethoven og Bach. í fyrsta þættinum skýtur Beet- hoven upp höfðinu, en í öðrum oð þriðja þætti er það Bach. Sjerstaklega minnir annar þátt- urinn á Sarabande a la Bach, og þó öllu heldur á Bach a la Stravinsky. Stravinsky er ekk4 svo mjög eldglæringameistar- inn í þessu verki, heldur • sá íhuguli, blóðdökki Rússi, sem er frelsaður í Bach. Lanzky- Otto Ijek sónötuna af miklum skilningi, og gerði henni hirv bestu skil. Egill Jónsson (klarinett) og Robert Abraham (píanó) ljeku þvínæst Sónatínu eftir Honeg- ger. Sónatían er, eins og nafn- ið gefur til kynna, stutt. En stutt (ekki þó ævinlega saman- þjöppuð) form, eru sameigin- leg flestum nútímatónskáldum, og eru þau oft til bóta. Verk- kunnátta þeirra er og mjög mikil og minnir stundum á list- iðnað, handverk, og ber ekki að lasta slíkt. Nokkuð minnir þessi Sónatína mig á þetta, einkum í 1. þætti. í öðrum þætti var meiri dýpt, og þó var síðasti þátturinn áhrifamestur me'ð sínu jazzkenda hljóðfalli. Són- atían naut sín mjög vel í með- ferð þeirra Egils og Roberts. Og svo kom Páll Hindemith með þrjú sönglög. Það getur ekki talist ókostur, að þessi lög eru æði torskilin við fyrstu heyrn — heldur miklu fremur kostur. Þótt mjer fyndist Stravinsky skemmtilegastur (ef nota má það orð), þá játa jeg það, aö Hindemith verkar yfirleitt. sterkast á mig hinna yngri manna, sem jeg hef átt kost á að kynnast til nokkurrar hlítar. Og það er ekki bara „die deutsche Grundlichkeit“, sem náttúrlega er snar þáttur i allri sköpun hans, sem þessu veldur, heldur sá tónaheimur, sem hann lifir og hrærist i, og er, þrátt fyrir upprunalegan skyldleika við Brahms og Reg- er, hans eigin heimur. List haris er laus við ytra prjál, eða skart, en hugur hans stefnir meir inn á við. Lykillinn að verkum hans er ekki fjarri, ef menn aðeins leita hans. — Frú Svanhvít Eg- ilsdóttir söng þessi lög og gerði þeim prýðileg skil, eins vandasöm og þau eru. Og Ro- bert Abraham var hinn besti leiðsögumaður — og hafnsögu- maður — við píanóið. Jeg held, að varla hefði ver- ið hægt að finna íslenskt verk, sem betur hefði átt við á þess- um tónleikum og í þessum sel- skap, en Tríó Jóns Nordals fyr- ir obo, klarinett og horn, sem hjer var flutt, nema þá t. d. klarinett-sónötu Jóns Þórarins sonar, sem jeg saknaði þarna, eða eitthvert annað verk eftir hann. I þessu stutta tríói kemur í ljós mikil hugkvæmni og gáf- ur. Einkum finst mjer Scherz- óið vel heppnað. En þetta er að eins áfangi á leið hans upp gradus ad Parnassum. Leiðin þangað mun honum vís. And- rjes Kolbeinsson, Egill Jónsson og Lanzky-Otto ljeku tríóið ágætlega og urðu að endurtaka Scherzóið. Þessir tónleikar verða vón- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.