Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 1949. jiprfksr 6uð|éiiss@n Hinning. í DAG er til hvildar lagður Sigurður Guðjónsson, bifreiða stjóri, aðeins 45 ára gamall. Sigurðui er fæddur hjer í Reykjavík 9. júní 1903, sonur hjónanna Guðbjargar Eymund ardóttur og Guðjóns Ivarsson- ar. Sigurður byrjaði sjómensku með föður sínum á tólfa ári, á opnum árábát, vestur á Strönd úm, og stundaði að mestu sjó upp frá því næstu 10 árin, oft við þröngan kost og erfiði, enda færðu fangbrögðin við Ægi konung honum krafta í kögla. Árið 1925 tók hann bílpróf, og stundaði upp frá því nær óslitið akstur, og nú síðast frá bifreiðastöð Hreyfills s.f. Sigurður giftist eftirlifandi konu sinni, Mörtu Oddsdóttur, frá Tumastöðum í Fljótshlíð, 7. janúar 1931, og eignuðust þau tvo syni, sem báðir eru í bernsku. sá eldri aðeins 5 ára. Sigurour var hógvær mað- ur, nægjusamur og óvenju dag farsgóður, og einn þeirra fáu, sem meta sinn hag síðast. „Þið fyrst, svo jeg“, var hans kjör- orð, enda var það hans hlut- skipti að vera ætíð þjónandi hvar sem hann fór, ætíð reiðu- búinn að veita alla þá aðstoð, sem hann^gat í tje látið.. Sigurfíi tókst ekki að safna auði, sem kallað er, enda fjarri hans hugsun. ,,Á meðan jeg hef nóg að borða fyrir mig og mína er jeg ánægður", sagði hann ævinlega. það hafði hann og hann var ánægður, meðan heilsan entist. Nú síðustu tvö starfsárin var heilsa hans far- in að biia, sem bó fáir, — jafn vel ekki þeir allra nánustu. — gátu greint að fullu, svo var hann dulur og laus við að kasta sínum byrgðum á aðra, þó duldist lionum ekki að hverju dró, eftir að hann kendi þess meins sem á fáum dögum dró hann til dauða.. — Hann kvaddi konu sína og sofnaði rólega. ■—o-— Hauður klaki drepið dróma drúpa skýin kólgu höfðum. Frækorn lítið lífi heldur, liggur undir frera þungum. Þegar vorið blíða bræðir burtu vetrar sorta kaldann, litla frjóvið foldu vafið fær þá nýjan skrúða bjartann. Lífsins frjóv ei leggst að foldu, leitar hærri brauta glæstra. Uppruna síns lifið leitar, leiðir skiljast, anda og moidar. Það er ljúft að bregða blundi í björtum heimi ljóssins sala. Vegir lífsins liggja hærra, lokið hjer er dagsins störfum. Kveð.ia fvlgir litlu ljóði, lifðu heill í sólarheimi. Lífsins vagni um eilífð alla aktu heill í Drottins nafni. a. Þegar dag tók að lengja og lífslöngun vaknar, skall yfir nóttin, nóttin, sem aldrei endar. OKKUR vini hans setti hljóða er helfregnin barst okkur til eyrna, eftir þriggja nátta snögg fangbrgð við dauðann, við vorum að vísu búih að fá viðvörun, en gátum ekki trú- að 'ið við ættum svo fljótt að sjá á bak honum. í Reykjavík stóð vagga hans og hjer er honum einnig beður búinn, Sigurður var búinn þeim mannkostum, sem aldrei gleym ast samferðamönnum hans, hógvær og hjálpsamur, svo að af bar, orðvar og örlátur hvar sern hann mátti því við koma. Því erum við vinir hans þöglir í dag er við fylgjum honum síðasta áfangann, við drúpum höfði og þökkum af hrærðum huga fyrir hin hugljúfu kynni. Slíkum dreng er gott að kynn- ast. Guð blessi eiginkonu hans synina ungu, aldraða foreldra, tengdaforeldra, systur, og aðra ástvini, og hjálpi þeim yfir örðugasta hjailann. Drottinn gefi dánum ró, hin- um líkn, sem lifa. Lf (Framh. af bls. 2) Formenn hinna ýmsu íþrótta- deilda eru þessir: Knattspyrnudeild: Haraldur Gislason. Frjálsíþróttadeild: Brynjólfur Ingólfsson. Skíða- deild: Georg Lúðvíksson, Sund- deild: Magnús Thorvaldsen. Glímudeild: Einar Markússon. Hnefaleikadeild: Þorst. Gísla- son. Leikfimisdeild: Guðmund- ur Guðjónsson. Handknattleiks- deild: Frímann Eyjólfsson. Söngskemlun 6uð- mundar tekið vel NÆTURSÖNGSKEMTUN Guð mundar Jónssonar í Gamla Bíó, s. 1. miðvikudagskvöld, var mjög vel sótt. Var Guðmundi ákaft fagnað af áheyrendum og varð hann að syngja allmörg aukalög. — Þessa söngskemtun ætlar Guð- mundur að endurtaka í Gamla Bíó annað kvöld. - Palestína Framh. af bls. 1 ist nú Vz milj. arabískra flótta manna. Churchill gagnrýnir Næsti ræðumaður var Win- ston Churchill, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar. Lýsti hann yf- ir því, að flokkur sinn myndi greiða atkvæði gegn stjórninni, að loknum umræðunum um Palestínu. Gagnrýndi hann stefnu Bevins harðlega og kvað það „furðulegt, hvernig hann hefði misþyrmt Palestínu-mál- inu“. „Aldrei hefir .. . .“ „Aldrei hefir neinn maður komið með slikar sjálftrausts yfirlýsingar og Bevin og aldrei hafa atburðirnir sannað það jafn áþreifanlega, að hann, hefir haft rangt fyrir sjer í máli þessu, alt frá öndverðu“, sagði Churchill. Hann kvað Bevin hafa varpað frá sjer hverju tækifærinu af öðru, til lausnar á Palestínuvandamál- inu. - Kína Framh af bls 1 Kommúnistar vilja ná Nanking. Sun Fo, forsætisráðherra, gaf fyrirskipanir um það í dag, að flugvjel skyldi til reiðu til þess að flytja hina fjögra manna friðarnefnd stjórnarinnar á fund kommúnista, er þeir teldu sig geta hafið viðræður. Stjórn- arherirnir voru sagðir forðast bardaga í dag, og hyggja aðeins að vörnum Nanking, en það er álit stjórnmálamanna hjer, að kommúnistar muni ekki hefja friðarviðræður fyrr en þeir hafi höfuðborgina á valdi sínu, þrátt fyrir gefin loforð. Flótti. Tugþúsundir manna hjeldu í dag áfram flóttanum yfir fljótið frá Pukow, sem er beint á móti Nanking. — Kommún- istar nálgast borgin^óðfluga. — Allar helstu járnbrautarlínurn- ar frá Nanking eru nú rofnar. — Meðal annara orSa Frh. af bls. 6. mantaiðnaðarins, eigi - nú við ramman reip að draga. • • ALÞJÓÐAÁKVÆÐI FRAMLEIÐENDUR í Antwerp en viðurkenna þáð, að til sjeu alþjóðasamþykktir um vinnu- tíma í þessari iðngrein, kaup og tolla; en þeir fullyrða hins- vegar, að þessum samþykktum sje ekki alsstaðar hlýtt. Þetta er ein af meginástæðunum fyr ir því, segja framleiðendurnir, að demantaiðnaður Belgíu er í afturför, og að mistekist hefur að endurnýja verslunarsam- bönd við allmörg innflutnings lönd, sem mörg hver voru góðir viðskiptavinir fyrir styrjöld- ina. - Nútíma hljómleikar Framh. aí bls. 7. andi endurteknir, svo að fleiri fái notið þeirra en þarna gerðu. Það væri ekki vansalaust fyrir þennan ,,músíkbæ“, sem hlotið hefir þetta virðulega heiti í ein- hverju erlendu blaði, ef þessi miklu tónskáld yrðu látin verða úti í umhleypingunum hjerna vegna tómlætis og vantrúar á boðskap og verðmæti þeirrar listar, sem nútíminn flytur okkur. P. í. - Portúgal Frh. af bls. 7. að skýra blaðamönnum persónu lega frá skoðunum sínum, vegna þess að á undanförnum 20 ár- um, sem hann hefir setið að völdum, hafi þjóðin fengið að kynnast því í raun, hver hann sje og fyrir hverju hann berjist. Píanó óskast keypt. Tilboð send ist hið fyrsta á afgreiðslu þessa blaðs, auðkend: — „Píanó óskast—674“. SEND1BIIA5TQÐIN j SÍMT 5113. BEKGUR JÓNSSON Málflutningsskrifstofa Laugavegi 65 Sími 5833 } ______Heimasími 8234 ’ IW9HaniUIFUIUII!IUIUIUIUWIIUIIUJRMWNHIB ifiiiiiiifimiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiuK^OTtiiimKiiitfiiiiiiiHitt^ «miic ímmigmtmiiuiimiin Eftir Ed Dodd mm mvwnaiMiiiiiuuiuMS I'M WOPRIED, 5C0TTV..*> MAVBE WE'D BETTEP eo EACK ANJD 6ET AMDV' TO WELP US,-> TRAIL THE PUP /i Even blink and tme pup ARE DRIVEN FRC.'A THEIR REFLU3E BV TH£ ODOR t JKwAN,ATTAO<ED BV.THE, ÍÉTSKL/NK PA/VIILV,-r5 _ H j MOMFívTA'Tli V P' '• 'p ~ ■ . ,, Greifinginn éf' blíhdaður af og hvolpurinn litli þola ekki Tvökvanum frá þefdýrunum. j við fyrir ólyktinni, en hlaupa; Og jáfnvél b’járnárhúnnínn . eins og fætur’íoga í tíurtu.’ ’ ' ÍD'QACe FOR LOST FOREST RAKICM/ .iíSái&i stefna tií Týndu: um hvolpiriri. ’Kannski E^ttum að saekja Anda og Jég Veit ekki.'hváð héfúr örð hánh leitá hiéð ökkur. Þrísettur til sölu | \ Verð kr. 600,00. Upplýs- = j ingar kl. 1—4, Hoíteig 46 | kjallara. 1 I Nýlegur kolakyntur | Þvottapottur | I til sölu. Upplýsingar í | síma 80 226, í dag. \ Lítið ( Herbergii É óskast strax, helst í aust i 1 urbænum. Uppl. í sima | I 3416 ' I ■ Fyrsta flokks ( Fataeini : i til sölu. Tilb. sendist afgr. e í Mbl. fyrir laugardags- | É kvöld, merkt „Fataefni— é i 673“. I jSokkarj teknir til viðgerðar á | á Freyjugötu 25. Nýtt, gott Píanó | til sölu. \ Uppl. í síma 6530. \ Til sölu ; é Síðir kjólar og stuttir, \ \ dragt og kápur. Ðívan. É Lokastíg 10. Fólksbíll óskast. Eldra model en ’41. kemur ekki til greina. Tilboð, sem tilgreini teg- und og verð, leggist á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi laugardag, merkt „Góður bíll—678“. íbúð Reglusamt kærustupar óskar eftir 1—2 herbergj um og eldhúsi eða eld- unarplássi. Viljum sitja hjá börnum, , Húshjálp kerr.Ur einnig til greina eftir - samkomúiagi. • 'Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag, merkt: „Ró- legt fólk—670“. ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiniiiiiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.