Morgunblaðið - 28.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. janúar 1949. 175 finsk börn njófa styrkslHthugasemd frá sjera frá íslenskum heimilum Erfiðar heimilisástæður hjá finskum stríðsekkjum i. Um þessar mundir' njóta um 175 finnsk börn 30 kr. mánað- arstyrks frá um 130 heimilum hjerlendis, og mun því ekki úr vegi að menn fái meiri vitn- eskju um þá hjálparstarfsemi en fengist hefir hingað til í ör- stuttum ,tilkynningum‘ mínum í blöðunum. Seinnipart vetrar 1947 sá jeg þess getið í erlen'dum blöðum að Danir og Svíar gæfu með fjölmörgum finnskum börnum, gr misst hefðu feður sína í síð- ustu styrjöld. Skrifaði jeg þá til Helsingfors til að fá frekari fræðslu. Eftir nokkur brjefa- skipti, sendi svo nefndin finnska, er sjer um þetta hjálp- arstarf skýrslur til mín um 6 börn á hennar vegum. Þau hlutu fljótlega styrktar- menn, og í árslok 1947 voru börnin orðin 37, en eru nú um 175. Býst jég við að þessi örs fjölgun stafi að miklu leyti frá brjefaskiptum við börnin eða mæður þeirra. Stuðningsmenn tala um þau við kunningja sína, og margir þeirra gjörast svo sjálfboðaliðar. Eins og kunnugt mun, hefir verslur.armálaráðuneytið leyft oss tvö undanfarin ár að senda ull í stað peninga sem svarar greiddum styrkjum hjerlendis. Finnum kemur það sjálfum best. Nefndin selur ullina svo háu verði. að hún getur greitt mæðrum barnanna styrki hjeð- an jafnóðum og tilkynning kem ur frá mjer um greiðslur hjer. Ennfremur hafa allmargir styrktarmenn sent „börnum sínum“ á Fmnlandi gjafaböggla með ýmsum fatnaði — einkum sem jólagjöf eða afmælisgjöf. Rauði Kross íslands scndi og í vetur 55 fataböggla til ncdnd- arinnar í Helsingfors, átti hún að skifta þeim milli fátækustu ,,Islandsbarnanna“. II. Vorið 1940 hlutaðist Manner- heim, hershöfðingi Finna, til um það að barnaverndarsam- bandið, scm við hann er kennt, setti á stofn sjerstaka deild til stuðnings börnum, er misstu feður sína í ófriðnum. Safnaði nefndin skýrslum um land allt og komst að þeirri nið- urstöðu að hermanna ekkjurnar þýrftu engu síður andlegan stuðning gegn söknuði og kjark leysi en fjárhjálp. Því væri harla æskilegt að persónuleg brjefaskipti gætu tekist milli styrktarmanna og heimila barn anna. Það mun því ekki vera af eintómri kurteisi að Finnar kölluðu fyrgreinda deild, eða nefnd ,,Krigsfadderutskott“ og stuðningsmennina ,,faddere“ eða „guðfeður“. Það mun hafa átt að minna börnin á, að Guð hefði gefið þeim „nýjan föður“ til að annast þau, þótt hann væri „einhverstaðar langt í burtu“. Um það leyti sem Islands var fyrst get’ð í þessu sambandi, eða 30. júní 1947 hafði fyr- greind nefnd fengið skýrslUr um 50343 börn, er misst höfðu feður sína í ófriðnum, af þeim nutu 34726 börn styrks um hendur nefndarinnar, en um 5000 börn fengu engan, eða áttu engan „guðföður“, þótt þau þyrftu þess vegna fátæktar. Hin rúm 10 þúsund voru þá mörg orðin 15 ára — og þá veitir ríkið þeim ókeypis hagnýta kennslu — önnur höfðu fengið nýja fyrirvinnu, er mæður þeirra höfðu gifst aftur, enn önnur voru dáin, eða höfðu ver ið tekin til fósturs o. s. frv. Nefndin hefir fulltrúa um land allt, sem eiga að gæta að hög- um barnanna, og henni er ó- ljúft að taka við gjöfum til nokkurra annara barna en sár- fátækra barna fallinna her- manna. Um þriðjungur fyrgreindra 34726 barna fengu 30. júní 1947 innlendan styrk um hendur nefndarinnar, 1793 úr ýmsum sjóðum og 9560 frá einstakling- um, — eru slíkar gjafir skatt- frjálsar að íinnskum lögum. — Annar þriðjungur fjekk styrk frá Svíum, og hin börnin ýmist frá Dönum eða Svisslendingum. 243 fengu styrk frá Bandaríkj- unum. Þegar yfirlit er gjört yfir gjafirnar fyrstu 7 árin (1940— 1946) kemur í ljós að rúmur 14 hluti þeirra eða 26,54%, er innlendur, 50,34% er frá Sví- þjóð, 13,35% frá Danmörku og þess utan gjafabögglar fyrir tvær milljónir d. kr. — 9,7% kom frá Sviss og 0,07% frá Bandaríkjunum. Langflest þessara barna skilja ekkert annað mál en finnsku, og fara því brjefin til þeirra og frá þeim til útlanda um „þýðingadeild“ nefndarinnar í Helsingfors eða eiga að fara þá leið. Segir svo í skýrslu frá 1947, að um 3500 brjef komi þangað til þýðingar mánaðar- lega, og um 80 sjálfboðaliðar úr kvennahópi hafi annast þýð- ingarnar, en því bætt við. að vegna vaxandi dýrtíðar fari þeim óðum fækkandi, sem geti gefið vinnu sína. III. En er nú þörf á að halda þessu hjálparstarfi áfram? Svo spyrja erlendir stuðningsmenn, sem vonlegt er. | Formaður nefndarinnar í Helsingfors tekur það efni til meðferðar í ítarlegri grein er jeg fjekk rjett fyrir jólin í vet- ur. Aðalkaflar greinarinnar eru á þessa leið: ’ „Mikilvægur þáttur í endur- reisn Finnlands er þrautseig ^barátta ekkna fallinna her- manna, barátta til að halda heimili sínu áfram og börnun- | um hjá sjer. Einmana voru þær og barnahópur oft stór, þegar fyrirvinnan fór í stríðið. Baki brotnu unnu þær að jarðyrkju, þar sem landskiki fylgdi, end- urbættu fátæklega kofa sína, greiddu afborganir af skuldum og rjeru að því öllum árum að þurfa ekki að láta börnin frá sjer. Von og kvíði vógust á, — og svo kom harmafregnin: „Mað urinn þinn er fallinn, eða ligg- ur fyrir dauðanum“. — Og þær, sem bjuggu í hjeruðum þeim, sem Finnland varð að láta af hendi, urðu þar á ofan að flýja að heiman og leita húsaskjóls hjá vandalausum, — en samt reyndu þær að hafa börnin með sjer. Þrautseigja ekknanna í margföldum bágindum verður aldrei fullskráð nje fullþökkuð. En er ekki nú farið að rofa til? Rjett er það, að nú eru fleiri fæðutegundir á boðstól- um í verslunum Finnlands en á árum neyðarinnar. Það er t. d. hætt að skammta egg og kjöt eins og gjört var, en hvað stoð- ar það fátæklinga, þegar verð- ið er óviðráðanlegt? Óvíða í Norðurálfu er dýrtíð þvílík sem á Finnlandi, meðal annars vegna þess að mikill hluti fram- leiðslu landsins fer í geysimikl- ar ófriðarskaðabætur til Rúss- lands. Skömmtunarvörurnar: brauð, viðbit, mjólk, sykur, kaffi, tóbak, skór og vefnaðarvörur, eru svo dýrar að ótal fátæk- lingar geta alls ekki hagnýtt sjer alla skömmtur»arseðlana. Og þótt einhverjum þyki kaffi- skammtur of lítill. hika flestir við að kaupa sjer viðbót, þegar óskammtaða kaffið kostar sem svarar 90 ísl. kr. hvert kg. — eða fá sjer epli á 18—22 ísl. kr. hvert kg. Ríkisskuldir og ófriðarskaða- bætur hafa valdið því að fjöl- skyldur fallinna hermanna hlutu alltof lágan ríkisstyrk, og hann stóð í stað að heita má í 7 ár, þótt vísitalan hækkaði úr j 100 í 809, og gengi marksins I fjelli úr 100 í 12,4 penni. Fátt j sannar betur hvað lífsbarátta | ekknanna hefir verið erfið en síðustu -heilbrigðisskýrslur, er ‘segja að 42% af þeim sjeu nú ófærar til allrar erfiðrar vinnu, í ársbyrjun 1948 var ekkna- styrkurinn hækkaður talsvert, átti að bæta upp „mögru árin sjö“. Hermannsekkja með eitt barn fær nú mánaðarlega 3000 mörk og 1750 mörk með hverju barni öðru (eða um 143 og 83 ísl. kr.). En því miður gleypir dýrtíðin alla hækkunina. Fátæk legasta mánaðar fæði (brauð, kartöflur, smjörlíki, undan- renna og söltuð síld), kostar 1400 mörk, svo að lítið verður eftir til klæðnaðar, — eins og hann er ódýr eða hitt heldur. Meiri hluti ekknanna býr með börnum sínum í hreysum inn í skógum eða í öðru strjálbýli, þar sem enga aukavinna er að fá, og þær geta heldur ekki hag nýtt sjer, þótt ríkið bjóði þeim ókeypis nám við einhverja hand Framh. á bls. 12 Jokob Jónssyni HERRA ritstjóri! í „Morgunblaðinu“ í dag er ^ mjer brugðið um trúnaðarbrot gagnvart Ríkisútvarpinu meö' því að flytja predikun mína a ^ sunnudaginn var, er jeg ræddi ‘ um viðhorfið gagnvart þátttöku íslands í hernaðarbandalagi. ■ Blaðið vitnar í það hlutverk út- 1 varpsráðs að gæta þess . að hlut leysi sje gætt í frjettaflutningi og dagskrá útvarpsins.“ Og af því að ráðið hafi samþykkt, að ekki skuli birtar í frjettum út- varpsins samþykktir um þetta mál, telur Morgunblaðið, að mjer hafi verið óheimilt að ræða þetta mikla siðferðislega vandamál, sem Reykjavíkur- blöðin hafa þó átt mestan þatt í að gera að almennu umhugs- unarefni fólksins, og þar á með- al þess fólks, er jeg hefi kenni- mannlegar skyldur við. \ð lok- um skírskotar blaðið til biskups' og kirkjuráðs og spyr, hvaða ráðstafanir verði gerðar, Það er mjer síður en svo á móti skapi, að þetta raál sje gert hreinlega upp, svo að bæðx jeg og aðrir geti vitað, eftir hverju ber að fara í þessu efm, sjerstaklega af því að þetta er alls ekki í fyrsta sinn, sem mjer er brugðið um að hafa rnisnot- að útvarpið. Fyrir nokkrum ár- um kærðu kommúnistar mig fyrir að hafa verið hlutdrægur í predikun. Jeg stóð í það skiftiö fremur illa að vígi að því leyti að jeg hafði predikað blaða- laust, svo að erfitt var að vitna orði'jett í ræðuna eftir á. En aðal-vandamálið var þá hiö sama og nú, hvort reglur út- varpsins um þess eigin f.jetta- flutning ættu að ná til predik- unarstóla kirkjunnar. — Minn skilningur er sá, að þegar kirkj- an hefur útvarpið til afnota, sje útvarpsráðið laust allra mála þá stundina, og presturinn í ræðu sinni háður eðlilegum kirkjuaga, en ekki reglum út- varpsins um frjettaflutning. — Það sem máli skiftir í sambandi við predikun mina á sunnudag- inn var, er frá mínu sjónar- miði fyrst og fremst það hvort hún var í samræmi við rjetta kristilega kenningu, og hafi svo verið, álít jeg, að það komi regl um útvarpsins ekki við nema mjer hafi borist bein tilmæli fra útvarpinu fyrirfram, eins og stundum mun hafa komið fyrir á stríðsárunum, til að tryggja það, að ekki yrði minnst á hluti, er við komu hernaðarleyndar- málum. Mjer væri mjög kært, ef sett- ar yrðu skýrar og ljósar reglur um það, hvort útvarpsráðinu ber skylda til að ritskoða pre- dikanir prestanna eða ekki og hvort presturinn er háð ir sam- þykktum útvarpsróðs í kenn- ingu sinni eða ekki. Út af fyrir sig gæti niðurstaúa málsins haft áhrif á það, hvort jeg predikaði oftar í útvarp eða ekki, en mestu máli skiftir þó hitt, að bæði útvarpið og kirkjan viti, að hverju þau ganga. En eigi að víta mig fyrir „misnotkun“ á útvarpinu í þetta sinn, hefði mjer þótt gaman að fá að vita um leið, hvers jeg átti að njóta fremur hjerna um árið, þegar kærur kommúnistanna voru látnar niður falla, án bess aö mjer bærist nokkur saraþykkt um það frá útvarpsráðinu. Jeg vil nefnilega hafa hinn sjálf- sagða rjett prestsins til að ségja mönnum til syndanna án mann- greinarálits, hvort sem í hlut eiga kommúnistar eða Morgun- blaðsmerin. Að lokum vil jeg láta þá ósk í ljós, að skrif Morgunblaðsins megi leiða til sem heppilegastr- ar lausnar á málinu. Jakob Jónsson. ★ Að slepptum öllum umbúð- ,um og málalengingum í athuga- semd þessai’i er það skýring sjera Jakobs Jónssonar á frum hlaupi hans s.l. sunnudag, aö hann telji það „kennimannleg- ar skyldur“ sínar að misnota það trúnaðartraust og sjerstöðu sem þjóðkirkjan eðlilega nýtur gagnvart Ríkisútvarpinu, til þess að brjóta lög þess og regl- ur, vitandi vits um þá sam- þykt, sem útvarpsráð hafði ný- lega gert um að útvarpa ekki áróðurssamþykktum og um- ræðum um utanríkismál, sem þjóðina brestur allar upplýs- ingar um, hvernig muni bera að. Hann um það. En hjá því getur ekki farið að hin sjálf- glaða og yfirlætisfulla túlkun prestsins á þessum „kennimann l^um skyldum“, komi almenn- ingi ski'ýtilega fyrir sjónir. Morgunblaðið hefur jafnan talið sjerstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart reglum útvarpsins eðlilega og sjálfsagða. Það þýð ir hinsvegar ekki það að ein- stakir þjónar hennar geti óátal- ið notað prjedikunarstólinn að skálkaskjóli þegar þeim býður svo við að horfa, enda hafa fáir til þess orðið. En sjera Jakob Jónsson er á gagnstæðri r.koðun og segist byggja þá afstöðu sína á „rjettri kristilegri kenning1 i! Það er með öllu ástæðulaust að í-æða þennan skilning prests- ins frekar við hann. En það er ástæðá til þess að beina þeirrx spurningu á ný til biskups og kirkjuráðs, hverjum augum þessir aðiljar líti á „siðfræði“ sjera Jakobs Jónssonar. Ritstj. : Maður óskast til Skepnu- I hirðingar I upp í sveit í 2—3 mán. | Uppl. á Bollagötu 6, | sími 4892. | Herbergi | óskast sem næst miðbæn | um fyrir reglusaman iðn- | nema. Upplýsingar í | síma 7149, kl. 3—7 í dag. j wuiuiiimMi AUGLtSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.