Morgunblaðið - 28.01.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1949, Blaðsíða 8
8 Itio Ro V n B I 4 Ð l Ð Föstudagur 28. janúar 1949. tguttMafrifc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgflarm.i Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýslngar og afgreiðsl*: Austurstræti 8. — Sími ÍGOO. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Vjelbá ta ú tgerðin og þjóðin Undanfarnar vikur hefir mikið verið rætt um vjelbáta- útgerðina. Ástæða þess er sú að þessi atvinnugrein berst nú í bökkum vegna hins mikla framleiðslukostnaðar síns. Þær raddir hafa heyrst, að kröfur útvegsmanna á hendur þjóðfjelaginu um starfsgrundvöll fyrir atvinnutæki sin bygðust á frekju og ósanngirni. Aðalatriði þessa máls er þó það, að það liggur sannanlega fyrir að smáútgerðin, sem leggur þjóðinni til % af gjaldeyristekjum hennar árlega, ber sig ekki með núverandi framleiðslukostnaði. Það skiptir þessvegna ekki meginmáli þótt hægt sje að benda á ein- staka menn í útgerðarmannastjett, sem sjeu hirðulausir og lítt hæfir til þess að veita atvinnurekstri forstöðu Hitt er gjörsamlega aðalatriðið að þýðingarmesta grein atvinnu- hfsins sje rekin á heilbrigðum grundvelli. Það er líka su meginkrafa, sem útgerðarmennirnir sjálfir hafa leitað að- stoðar ríkisvaldsins um framkvæmd á. ★ Alþingi hefir undanfarin ár reynt að skapa vjelbátaút- gerðinni starfsgrundvöll með því að ábyrgjast ákveðið lág- marksverð á útflutningsafurðum hennar og veita henni kreppuhjálp vegna skakkafalla og aflabrests á síldveiðum fjögur sumur í röð. Um þetta hefir þingið fyrir skömmu sett nýja löggjöf. í þeirri löggjöf felast einnig ýms önnur veigaminni úrræði til stuðnings þessum atvinnuvegi. En bæði löggjafarvaldið og útvegsmenn vita að þessi urræði hrökkva skammt og eru engin varanleg úrbót á þeim vanda, sem við blasir. Þessvegna eru þessi mál stöðugt rædd og leitað í þeim nýrra og skynsamlegra leiða. ★ Alþingi mun innan skemms taka til yfirvegunar frum- varp, sem ríkisstjórnin hefir heitið að flytja um aflatrygg- ingarsjóð útvegsins. Byggja margir á því nokkrar vonir. Hlutverk slíks sjóðs er að vera tryggingarsjóður útgerðar- innar, útgerðarmannanna, sem framleiðslutækin eiga og sjómannanna, sem á sjóinn fara. Ræit hefir verið um að hann yrði byggður upp af útgerðinni sjálfri, sem greiddi í hann ákveðinn hundraðshluta af aflaverðmæti sínu og ríkissjóði, sem legði honum til árlegan styrk. Það er auðsætt að til þess að slíkur tryggingasjóður komi að nokkru haldi þarf hann að vera mjög öflugur. Hann verður að vera fær um að taka á sig skakkaföll einstakra vertíða. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að ræða einstök atriði i sambandi við þessa hugmynd. Það verður gert þegar ríkisstjórnin hefir flutt frumvarp sitt og málið liggur Ijóst íyrir. ★ En hitt verður að segjast að það er mikil ógæfa að fyrst r.új þegar útgerðin er komin á heljarþröm, skuli vera snú- ist að því að stofna slíkan sjóð. Góðu árin þegar útgerðin bafði mikla möguleika til þess að tryggja framtíðarrekstur sínn með stofnun aflatryggingasjóðs, hafa glatast. Besta tækifæri, sem íslensk vjelbátaútgerð nokkru sinni hefir haft til þess að treysta grundvöll sinn, hefir verið látið ónotað. Hugmyndin um aflatryggingarsjóð er ekki ný. Sjálfstæðis- menn á Alþingi hafa margsinnis borið fram frumvörp um hlutatryggingarsjóð vjelbátaútvegsins. En þeim tillögum hef- ir ekki verið sint enda þótt sett hafi verið um þær heim- ildarlög, sem aðeins hafa verið framkvæmd í einu sjávar- þorpi á Vestfjörðum. En þar hefur verið starfandi afla- tryggingarsjóður í rúman áratug. Ef tillögum Sjálfstæðismanna hefði verið fylgt ætti út- gerðin nú öflugan tryggingasjóð. í stað þess verður hún nu að byggja slíkan.sjóð upp mitt í erfiðleikum sínum og með aðstoð aðþrengds ríkissjóðs. Vonandi tekst henni það. Til þess ber brýná nauðsvn. Eh dýrmætu tækifæri hefur verið kastað á glæ. Wlat* L. werji ólzrifar: * ÚR DAGLEGA LÍFINU Fyrirmyndarskip ÍSLENSKNU togararnir, sem bygðir voru eftir stríð hafa að vonum vakið mikla athygli hvar, sem þeir hafa komið í höfn erlendis. Merkilegast þyk ir hvað íslendingar hafa búið vel að skipshöfnum togaranna með allskonar þægindum, sem ekki hefur verið siður að hafa í fiskiskipum. íslendingum þykir sjálfsagt og varla í frásögur færandi, að mannabústaðir í skipum þeirra sjeu búnir þeim bestu þægindum, sem hægt er að koma fyrir í þessum tiltölu- lega litlu skipum. En samt er gaman að því, að við skulum vera brautryðjendur á þessu sviði. • Aðrar þjóðir fylgja á eftir ERU nú aðrar þjóðir farnar að taka upp eftir okkur, því í skeyti frá breskri frjettastofu er þess“ getið, að nýr togari, sem Bretar eru að byggja og nefna „Bombardier“, sje bú- inn ýmsum þægindum, t.d. sje miðstöðyarhitun og loftræsting í hásetaklefa og að hásetar muni hafa aðgang að heitu og köldu vatni. • ,,Draumskipið“ ENGINN íslenskur togari hef- ur þó vakið jafn mikla athygli og dieseltogari sá, sem Guð- mundur Jörundsson á Akur- eyri á í smíðum í Bretlandi. Eitt af Lundúnablöðunum kallar þetta nýja skip „draum- skip“ fiskimanna. Þessi nýji Akureyrartogari, sem „Jörundur“ heitir er að verða fullsmíðaður. Hann er 470 smálestir að stærð og eftir lýsingu hins breska blaðs hefur vart fríðara fiskiskip verið sett á flot. Meðal þæginda, sem talin eru upp eru lestrarlampar við hvert rúm, bókaskápar, ný- tísku loftræsting, símar um allt skip og útvarp og hátalarar um ( allt skipið, þannig að hægt er að tala til allrar skipshafnar- innar í einu. • Setustofa áhafnarinnar SJERSTÖK setustofa er fyrir áhöfn skipsins, þar sem hús- gögn eru bólstruð, en það mun vera einsdæmi í togara. Heitt og kalt vatn og böð fyrir há- seta jafnt sem yfirmenn. Sjer- herbergi eru fyrir skipstjóra, 1. vjelstjóra og 1. stýrimann, og eru veggir þar eikarlagðir. Verð þessa fríða skips telur blaðið vera 140,000 sterlings- pund, eða hátt á fjórðu milljón íslenskar krónur. Það er enginn kotungsbrag- ur á þegar íslendingar taka sig til. En bara að þetta geti borg- að sig, þá er ekki of mikið lagt í þægindin. • Silkifæri á götunum SKÍÐAMENN munu hafa kall- að, að það væri silkifæri á göt- um borgarinnar, er þeir komu út í gærmorgun. Áhugasamir skíðamenn eru farnir að leika sjer á götunum og í næsta ná- grenni, enda þurfa þeir ekki að sækja tugi kílómetra í snjó um þessar mundir. Haldi snjó- komunni áfram má búast við að menn fari að koma til vinnu á skíðum. Og þeir, sem hafa numið þá list að ganga á skíð- um, væru betur settir. en hin- ir, sem verða að vaða ófærð- ina á götunum, eða eiga á hættu að festa bíla sína í snjó- sköflunum. • Gamli maðurinn með broddstafinn ALDRAÐUR maður vakti at- hygli á sjer vestur í bæ í gær- morgun. Hann hefur sjálfsagt verið um sjötugt og ósköp blátt áfram, að öðru leyti en því, að hann gekk á skíðum og studdi sig og stjórnaði skíðun- um með löngum broddstaf. Þannig gengu íslendingar á skíðum, áður en Múller fór að flytja inn hinn nýtísku skíða- Útbúnað og kenndi mönnum að ganga við tvo stafi í stað broddstafsiiis langa. Ekki veit jeg deili á þessum. aldraða skíðamanni, en hann bar sig vel, þrátt fyrir aldur- inn og var auðsjeð, að hann hafði stigið á skíði fyr. Saknar kven- raddar í útvarpi ÚTVARPSHLUSTANDI skrif- ar brjef um kvenraddir og saknar, að ekki skuli oftar' heyrast málrómur kvenna i út- varpinu en er. Það er dagsatt, að kvenradd- ir hljóma stundum vel í út- varpi og margar útvarpsstöðv- ar hafa það fyrir sið, að skipta á kven- og karlmannsröddum. Við áttum líka einu sinni fall- ega kvenrödd í útvarpinu, þar sem Sigrún Ögmundsdóttir var, en síðan hefur ekki tekist, að finna kvenmannsrödd, sem náð hefur jafn almennum vin- sældum og rödd Sigrúnar. — Hvernig, sem á því kann að standa. Heyrt í strætisvagni MAÐUR nokkur var að lesa í blaði í strætisvagni í fyrradag. Hann virtist niðursokkinn f efni blaðsins. Allt í einu sneri hann sjer að sessunaut sínum og sagði: „Það er líkt blöðunum, að dæma svona um eignarjettinn á silfurrefnum. Bansett vit- leysa er þetta!“ Hann hafði verið að lesa hæstarjettardóm um eignar- rjett á silfurrefi, sem skotinn var og fannst það órjettlátt, að skotmaðurinn skyldi ekki fá að eiga belginn, kendi svo blað- inu um, sem hann var að lesa í dóminn! .iiii(iimunnMi*< »imww«»mwnntninm» * >geia«eia> ,iii»>n>«in«nnn*Kj I I MEÐAL ANNARA ORÐA . '<.v^«HBmwnnMNnn>r - ■'••■xkiioikw' nnunHMnnnnHð Deilan um Nevev-svæðið í Palestínu Frá Alex Valentine, frjettaritara Reuters. TEL AVIV — Ekki verður bet ur sjeð en að allir Gyðingar í Palestínu sjeu sammála um það, að Negev-svæðið 1 suður- hluta landsins, sem er um 12, 000 ferkílómetrar að stærð, eigi rjettilega að tilheyra ísra- elsríki. Allt frá David Ben- Gurion, forsætisráðherra, til þeirra lægstlaunuðu af íbúum ísraels, er kjörorðið eitt og hið sama: „Við höfum algeran, lagalegan rjett til Negev-svæð isins. Ef nauðsyn krefur, mun- um við verja rjett vorn með vopnum“. • • SUÐURLAND NEGEV, sem þýðir Suðurland, er um 45 prósent af því svæði, sem Bretar höfðu verndargæslu á í Palestínu. Það er meir en tveir þriðju hlutar af lands- svæðinu, sem fjell í hlut ísra- elsríkis, er Sameinuðu þjóðirn ar tóku ákvörðun um skipt- ingu Palestínu 29. nóvember 1947. Krafa Gyðinga er í aðal- atriðum byggð á þessari á- kvörðun auk þess aem þeir full yrða, að landssvaéði þettá sje þeim nauðsynlegt, ef þeir á annað borð eigi að hafa „oln- bogarúm“, og þeir geti með tímanum komið eyðimörkinni þarna í rækt. • • 65,000 ÍBÚAR ARABAR halda því hinsvegar fram, að öll Palestína tilheyri þeim, hvort sem litið sje á mál ið frá lagalegum eða söguleg- um grundvelli. Þeir vísa og til skýrslu þeirrar, sem Berna- dotte greifi gekk frá skömmu áður en hann var myrtur, en í henni er stungið upp á því, að Arabar fái Negev-svæðið. Á Negev-svæðinu eru um 65,000 íbúar. Um það bil 16, 000 af þessu fólki býr í borg- unum Beersheba (,,höfuðborg“ Negev), Khan Munis og Rafah, en þær tvær borgir eru skamt frá egypsku landamærunum og Miðjarðarhafsströndinni. — Þeir, sem ekki búa í borgun- um, eru flestir hirðingjar. • • ÁÆTLANIR GYÐINGA GYÐINGAR fullyrða, að rann- sóknir hafi þegar leitt í Ijós, að hægt verði að koma að minnsta kosti einum þriðja hluta af Negev-svæðinu í rækt. Og þeir bæta því við, að þess- um rannsóknum sje þó enn ekki lokið. Vatn er frumskilyrði fyrir ræktun landssvæðisins. Gyðing ar segjast meðal annars hafa gert áætlun um vatnsveitu frá Norður-Palestínu til Negev, en að skortur á fjármagni og tíma hafi hindrað framkvæmd- ir til þessa. Þá hefur ennfremur verið gengið frá áætlun um lagn- ingu vatnsleiðslu úr norður- hjeruðunum íil Negev. • • JÁRN OG KOPAR LANDBÚNAÐUR er þó ekki það eina, sem gerir þetta um- deilda landssvæði girnilegt í augum Gyðinga. Þar er bæði að finna járn og kopar, sem Gyðingar segja, að þeir verði að fá til þess að tryggja efna- hag lands síns. Ennfremur hefur verið leitað þarna að olíu, en engar upplýsingar enn verið gefnar um árangur þeirr ar leitar. Hafnarborgín Akaba, hin forna borg Salomons við Rauðahaf, mundi einnig efla aðstöðu Gyðinga í framtíðinní. Rauðahaf er fiskauðugt, og með nýtísku flutnings- og frystiaðferðum mætti gera Frnmh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.