Morgunblaðið - 28.01.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1949, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐÍB Föstudagur 28. janúar 1949. ,.Jeg hef ekki sama álit á þessu og starfsbróðir minn“, sagði hann. „Jeg kýs að segja íavarðinum mitt álit í ein- yúmi“. Mendoza leit undrandi á Péres. Honum hafði yfirsjest, að Péres væri það efst í huga að hafa eitthvað upp úr starfi sínu. Honum varð því bilt við. En hann var nógu glöggur til að sjá. að við því mundi ekki annað að gera en hneigja sig kurteislega og ganga út, enda gerði hann það. Áður en hann var kominn að dyrunum, kall- aði Ðon Luis í hann og fleygði í hann peningapyngju, án þess að rísa á fætur, rjett eins og menn kasta beini í hund. Mendoza stóð með pyngjuna í hendinni og hugsaði sig um augnablik. „Þar sem jeg hef ekki getað orðið að neinu liði“, sagði hann loks, „get jeg ekki tekið við neinni borgun. Ef þjer vilj- ið, getið þjer gefið þetta fá- tækum“. Hann setti pyngjuna frá sjer á borð og gekk út. En Don Luis sat eftir þrútinn af reiði, en skammaðist sín þó um )eið. „Jæja, þá erum við tveir einir. Nú getið þjer talað“, sagði Don Luis. „Jeg ætla ekki að fara nein- ar krókaleiðir“, sagði Péres, „og ekki er það ætlun mín að hlífa lávarðinum við sannleik- anum. Dona Bianca getur aldrei orðið barnshafandi. Það eru að eins tvö ráð, sem jeg get gefið )ávarðinum“. „Nú, haldið áfram“, sagði Don Luis. „Lávarðurinn ætti að snúa sjer til erkibiskupsins og sækja um ógildingu giftingar- jnnar. í slíkum tilfellum sem þessum getur hann verið mjög tilleiðanlegur“. „Nei, jeg geng ekki inn á )jað“, sagði Don Luis. „En hver er hin uppástungan?“. Don Luis var blíðmáll, svo að Péres óx hugur. „í starfi mínu meðal Chibca-Indíáan- anna hef jeg uppgötvað ýms efnasambönd .... eitur, ef jeg mætti leyfa mjer að nota svo ófagurt orð .... bráðdrepandi og sársaukalaust, og þó ber dauðann að með mjög eðlileg- um hætti. Engan þarf að gruna neitt. Þegar lávarðurinn er orð inn frjáls á ný, getur hann leitað lags við unga og fjöruga hefðarkonu, sem mundi tryggja honum marga syni“. „Þetta er athyglisvert. Mjög athyglisvert“, sagði Don Luis um leið og hann stóð á fætur. En þegar Péres varð litið í augu Don Luis, varð hann skelfingu lostinn, því að þar ólgaði reiðin. Hann hopaði undan hnefahöggi hans. En Quita. sem var hinum megin við dyrnar sá ekkert, en heyrði aðeins orð Don Luis. Hún hljóp Íeð öndina í hálsinum til hús- óður sinnar og sagði henni, hvað hún hafði heyrt. „Ef eiginmaður minn vill mig dauða þá er ekkert við því að gera“, sagði Bianca. ,Jú, Dona Bianca“, hrópaði Quita. „Jeg skal búa til allan mgt yðar og skenkja yður a^lt vín. Þjef megiö ekki shehtít 67. dagur neitt, nema það sem jeg færi yður. Jeg skal koma í veg fyr- ir að hann geti framkvæmt ódæðisverkið. Ó, hvers vegna fóruð þjer ekki með unga manninum með ljósa hárið?“. „Þey, Quita“, sagði Bianca blíðlega. „Hin heilaga móðir mun vernda mig, því að jeg er ekki sek að neinni synd“. Ef Quita hefði staðið augna- blikí lengur við dyrnar, hefði hún heyrt hávaða og hama- gang úr fordyrinu, þegar þeir áttust við Don Luis og José Péres. Don Luis greip föstum tökum um háls hans, lyfti honum frá gólfinu og skók hann til og frá. Þegar hann sleppti honum afur, lyppaðist hann niður við fætur hans og snökti hástöfum. Don Luis sparkaði fætinum fyrirlitlega í hann. „Upp með þig“, sagði hann byrstur. „Þakkaðu fyrir að þú færð að halda líftórunni. Péres skrönglaðist á fætur og hljóp út úr húsinu í slíkum flýti að hann skildi eftir bæði bækur sínar og áhöld. Næstu þrjár vikur nærðist Bianca aðeins lítið eitt. Quita gekk illa að útvega mat handa henni, en Ijúfengar máltíðir, sem settar voru fyrir hana, fóru aftur ósnertar til baka. Hún fann sjer upp mörg til- efni til að komast hjá því að sitja að snæðingi með eigin- manni sínum. Don Luis fylgd- ist undrandi með því, hvernig kona hans var fölari og veiklu- legii með hverjum deginum, sem leið. Loks lýsti hann því yfir, að nú færu þau aftur til Carta- gena, þar eð auðsjeð væri, að hún þyldi ekki lengur lofts- lagið í Santa Marta. Bianca hafði loks ekki getað fundið neina afsökun til þess að losna við að sitja til borðs með hon- um. Hún leit á hann skelfingu lostinn. Hvernig gat hann verið svo tilfinningarsnauður? Hún ætlaði að standa á fætur og ganga burt, en fjell í yfir- lið á gólfið við fætur hans. i Don Luis kraup á knje við hlið hennar. Hann greip vín- glas af borðinu og ætlaði að .renna því á milli vara hennar. En Quita rauk til og sló glasið úr hendi hans, svo að það datt á gólfið og fór í þúsund mola. „Morðingi“, æpti Quita. „Þú skalt ekki fá að drepa hana“. Don Luis starði undrandi á Chibca-stúlkuna. „Hvaða rugl ertu að fara með, Quita“, sagði í hann. „Hver hefur sagt að jeg vilji Donu Biöncu dauða?“. I „Þú sjálfur“, sagði Quita. Rödd hennar var lág og ógn- andi. „Jeg heyrði til ykkar. Læknirinn sagðist skyldi út- vega eitrið ....“. Don Luis rak íupp skelli- hlátur. „Ja, það veit guð, að jeg ætti að láta flengja þig, Quita“, sagði þann loks. „En jeg fyrir gef þjer. Nú fer að renna upp fyrir mjer ljós“. I Hann leit á Biöncu. Hún var •'áð ranká úr rotinu og horfði á hann skelfdum augum. ,,Og þú, dúfan min, hefur líka haldið, að jeg ætlaði að byrla þjer inn eitur“. Bianca reyndi að losa sig úr faðmi hans. „Vertu róleg, vina mín“, sagði Don Luis. Hann sneri sjer að Quitu og skipaði henn að fylla annað glas úr flöskunni Quita hikaði. „Gerðu eins og jeg segi þjer“, hrópaði Don Luis óþolimóður. Quita hlýddi og með skjálf- andi höndum fyllti hún annað glas. Don Luis tók við glasinu og drakk helminginn. Svo setti hann glasið við hvítar varir Biöncu. „Drekktu nú“, sagði hann blíðlega. Bianca teygaði úr glasinu. Vínið var styrkjandi og gott á bragðið. Hún gat ekki fundið neinn beiskan keim. „Jeg er sárhryggur yfir því, að þú skyldir trúa öðru eins og þessu um mig“, sagði Don Luis. „Vissir þú ekki, að það munaði minstu, að jeg gerði alveg út af við Péres?“. Hann lyfti henni varlega í fang sjer. Svo leit hann yfir öxl sjer til Quitu og sagði: j „Farðu og reiddu fram mat fyrir húsmóður þína“. Síðan bar hann Biöncu íil svefnher- bergis hennar og lagði hana á rúmið. ) „Fyrirgefðu mjer. Luis“, sagði hún lágri röddu. „En jeg veit, hvað þig langar mikið til að eignast erfingja“. I „Hafðu engar áhyggjur af því, Bianca“, sagði hann. „Þeg ar við komum aftur til Carta- gena, fer jeg til klaustursins og tek til fósturs efnilegan munaðarleysingja. Hann verð- ur sem sonur okkar og við get- um látið okkur þykja vænt um hann. Borðaðu nú vel og hvildu þig, svo að þú verðir orðin hraust áður en við leggj um af stað heimleiðis“. Hann kyssti hana á kinnina og gaf Quitu, sem komin var með rjúkandi matarfat handa húsmóður sinni, merki um að , koma inn. Quita kraup á knje I við hlið Biöncu, en Don Luis 1 gekk út. En Bianca var ekki hálfbúin af diskinum, þegar Quita hikaði við að rjetta henni næstu skeið, því að hún I hafði snúið sjer undan. Quita hallaði sjer yfir hana og (heyrði reglulegan andardrátt hennar. Hún reis hljóðlega á fætur, dró gluggatjöldin fyrir og læddist á tánum út. En Bi- anca svaf loks svefni hinna rjettlátu. 24. Bernardo átti fullt í fangi með að fylgjast með áraslög- um Kits, því slíkur hraði var á honum. Þeir voru komnir fram hjá Magdalena-ánni og fóru nú með straumi. Þeim miðað því vel áfram. Þeir höfðu búist við því að þurfa að fara landveg frá bökk um Magdalena-árinnar það sem eftir var leiðarinnar til Santa Marta. Þeir höfðu tekið með sjer allmikið af gulli frá Don Luis til þess að kaupa múl dýr og annað til ferðarinnar. Fjeð var meira en nóg til í leit að gulli •ftir M. PICKTHAA 65 vel, Brown, þá eigið þjer eftir að lifa í mörg ár enn. Það er jeg sannfærður um. Brown hrissti höfuðið. — Jæja, þá hef jeg kannske tíma til að bæta örlítið af því, sem jeg hef gert rangt. En vitið þjer, læknir, hversvegna jeg er kominn hingað? — Nei, Brown. Það veit jeg ekki. — Það er nú fyrst og fremst, sagði Brown, til þess að skila hestinum. Jeg tók hann aðeins að láni í nokkra daga, en ætlaði alls ekki að stela honum og svo hefur Indíána Tommi fundið gullið í gulldalnum hans Lyans. — Ha? sagði Leifur og horfði á þá til skiptis. -— Já, sagði Brown, hann hefur fundið gullið, en það var ekki nærri eins mikið og Lyan sagði að það væri. Það voru aðeins nokkrir gullmolar í sandinum. En áin, sem hefur velt þeim þangað, kemur út úr hellisgöngum, innan úr fjallinu og gullæðin hlýtur að vera einhversstaðar langt inni í fjalli, þar sem ómögulegt er að komast að því. En Tommi safnaði saman því gulli, sem var þar og það er ekki svo lítið. Tommi, láttu lækninn hafa það. Og Tommi tók upp af jörðinni stóran, þungan poka og rjetti Leifi hann. Þeir stóðu þögulir nokkrar mínútur og Leifur starði sem þrumu lostinn á pokann. Loksins hjelt hann á hamingjunni í höndunum. Gullið, sem hann hafði sótst eftir og gefið svo margt til að ná, var nú skyndilega þarna hjá honum. Og það var maðurinn, sem hann hafði mest hatað, sem afhenti það. Hann truði því várla, að hann væri vakandi, að hann væri með slík ósköp af gulli í höndunum og að hann ætti það. En loksins kom hann til sjálfs sín. Hann rjetti Brown pokann og sagði rólega. — Ekki þetta allt. Við skiptum því á milli okkar og jeg fæ þriðja hlut- ann. Brown tók hikandi við pokanum og svaraði: — Það er rjett, að Tommi fái sinn hluta. En jeg vil, að þjer takið við mínum hluta. flfU^ vrufixjumkcJl, !iyyuj Þegar tannlæknirinn er nær- sýnn. ★ „Eitt sinn er jeg ætlaði að fara að fiska“, sagði gamall veiðimaður, „fann eg ekkert, sem jeg gæti beitt. Loks kom jeg þó auga á lítinn snák, sem var að enda við að veiða sjer frosk til matar. Án þess að hugsa mig frekar um, tók jeg froskinn af snáknum, skar hann niður og beitti honum. Snákurinn varð auðsjáanlega [mjög undrandi yfir þessari ó- I svífni og starði á mig. Jeg fór að fá samviskubit yfir, að hafa rænt hann máltíð hans og ákvað að reyna að bæta honum það upp. Jeg hafði með mjer vískí-pela, og nú hellti jeg nokkrum dropum í munn þess litla. Hann virtist vera sólginn í áfengið svo að jeg gaf honum svolítið meira, en hjelt síðan áfram að veiða“. „Nokkur tími leið, þar til jeg varð þess' var að eitthvað var að dangla í fótlegginn á mjer. Jeg leit niður og sá að þar var snákurinn kominn — með þrjá froska í viðbót“. ★ — Jeg hefi veitt því at- hygli, að þessi stóri fiskur, sem þú segist hafa veitt, er ekki alltaf jafn stór, þegar þú trt að segja frá honum. —- Nei, það er skiljanlegt. Jeg segi hann aldrei stærri en það, sem jeg álít, að sá sem jeg segi söguna í það og jlað skipt- ið geti trúað því. ★ — Svo að þjer hefur gengið vel að vinna þig upp metorða- stigann. — Já, jeg hafi unnið mig upp. Jeg byrjaði sem skóburst- ari, en nú er jeg rakari. ★ „Hitti jeg þig ekki einhvern- tíman á Akureyri?“ „Nei, við höfum aldrei hitst á Akureyri“. „Þá hljóta það líka að hafa verið éinhverjir tveir aðrir náungar“. 4 v c l y s / /v a kr r.r / i « i (. • i.dí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.