Morgunblaðið - 01.03.1949, Síða 8

Morgunblaðið - 01.03.1949, Síða 8
Þriðjudagur 1. mars 1949. 8 MORGUNBLAÐIÐ Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavflc. Framkv.stj, Sigfús Jónsson. Rltstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgfJarmi Frjettaritstjóri ívar Guðmundssosr. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinssos. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: \(isturstrætí 8. — Sími 1600 Áskrtftargjald kr. 12.00 á mánuði, Innanlanda, kr. 15.00 utanlands. ( iaumsöíu 10 aura sintakið, 75 aura m*6 Lcsbók. Arásir á verslunar- stjettina HIÐ erfiða ástanda í verslunar- og viðskiptamálum okkar íslendinga hefur verið notað til þess að bera þungar sakir og ósannar á þá stjett, sem vinnur að þessum málum. Henni hefur verið brugðið um hverskonar sviksemi, svartamarkaðs brask o. s. frv. Tíminn, blað Framsóknarflokksins hefur gengið lengst í þessari iðju. Hann hefur ekkert tækifæri látið ónotað til þess að svívirða verslunarstjettina. Hjer í blaðinu hefur verið deilt harðlega á þá menn, sem nota sjer vöruskortinn í landinu til þess að okra með vmis- konar vörur á svokölluðum svörtum markaði. En því fer ijarri að það sjeu fyrst og fremst þeir, sem hafa verslun og viðskipti að aðalatvinnu, sem slík viðskipti reka. Það eru þvert á móti menn, sem ekki hafa stundað verslun, aðskota- dýr, sem eygt hafa möguleika til skjótfengins gróða án mik- illara fyrirhafnar. Verslunarstjettin, sem slík, á engan þátt 1 þessu braski, enda þótt einstök dæmi sjeu til þess, að ein- staklingar innan hennar hafi fallið fyrir þeirri freistingu sem hagnaður slíkra viðskipta skapar. En slík undantekning- artilfelli skapa engan rjett til þess að brennimerkja heila stjett og bregða henni um óþjóðhollustu og sviksemi Annars er það kjarni málsins í átökunum um verslunar- málin nú að til er pólitískur flokkur, sem nota vill gjaldeyris- erfiðleikana, höft og viðjar viðskiptalífsins, til þess að ganga af frjálsri samkeppni milli einstaklingsverslunar og fjelags- verslunar, dauðri. Þessi flokkur er Framsóknarflokkurinn, sem í þessu er studdur af kommúnistum. Framsóknarmenn vilja láta nefnd- irnar og ráðin tryggja pólitískum verslunarsamtökum yfir- tökin í innflutningsmálum þjóðarinnar. Þeir krefjast þess að þessi yfirvöld ákveði það að hlutur fjelagsverslunarinnar í innflutningnum verði stóraukinn frá því, sem var meðan frjáls samkeppni ríkti milli einstaklingsverslunar og sam- vinnufjelaga. Sjálfstæðisflokkurinn er þessum aðferðum mótfallinn. — Hann hefur barist gegn þeim og hann mun halda áfram að gera það. Stefna hans er sú að fólkið fái sjálft að ráða, hvort það skiptir við kaupmenn eða kaupfjelög. Það er einnie stefna verslunarstjettarinnar sjálfrar. Hún biður ekki um nein forrjettindi. En hún mótmælir því harðlega að gjald- eyriserfiðleikarnir og viðskiptahömlurnar sjeu notaðar tii þess að hneppa verslun landsmanna í einokunarfjötra pólit- ískra verslunarsamtaka. Það mun raunar vera fáheyrt að í nokkru landi sjeu sam- vinnufjelög notuð á jafn óskammfeilinn hátt í þágu pólitískra flokka, og tíðkast hjer á landi. í samvinnufjelögum er yfir- leitt fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Það er eðhlegt og sjálfsagt að á milli þeirra og einstaklingsverslunarinnar sje samkeppni um viðskiptt fólksins. í því felst trygging al- mennings fyrir hagkvæmum og góðum verslunarháttum. í ílestum löndum standa samvinnufjelög fyrir utari stjórn- máladeilur eins og' flest önnur almenn fjelagssamtök En hvernig stendur á því að þessu er allt öðru vísi farið hjer á landi? Orsökin er sú, að ákveðinn pólitískur flokkur hefur mis- notað þessi samtök til framdráttar flokkshagsmunum sínum Það er ógæfa samvinnufjelaganna á íslandi. Ástandið í viðskiptamálum okkar er slæmt. Orsakir þess eru tvíþættar. Meginorsökin eru gjaldeyrisörðugleikarnir Þrátt fyrir stórauknar tekjur af útflutningsverslun okkar með aukinni framleiðslu hrökkva þessar tekjur ekki til þess að standa undir þörfum þjóðarinnar fyrir erlendar vörur. En önnur orsökin er sú að framkvæmd innflutningsreglnanna og stjórn viðskiptamálanna yfirleitt hefur orðið alltof þung- lamaleg og skriffinnskukennd. Það er mikill misskilningur að halda að hægt sje að bæta úr þessu ástandi með órökstuddum svívirðingum um vtrsl- unarstjettina, sem örðuleikarnir bitna á með miklum þunga. En það virðist þó vera eitt aðalúrræði Tímamanna. Er það í samræmi við „úrræði“ þeirra í vandamálum þjóðarinnar yfirleitt. ÚR DAGLEGA LÍFINU Alt að fenna í kaf. ÞETTA er nú meiri fannkoman segja menn og hista höfðin og hafi gömlu mennirnir verið í vafa fyrir svo sem viku síðan um hvort þeir myndu annað eins, þá eru þeir orðnir vissir um það nú, að slík fannkoma hafi ekki komið og staðið jafn lengi ,,í manna minnum“. Það er að minsta kosti eitt gott við þessa fannkomu og það er að ekki er nöldrað um ó- hreinindi og rusl á lóðum manna. Það liggur alt vel fal- ið einsog er. En það koma vafa- laust tækifæri til áminninga og hvatninga síðar í þeim efn- um og gott að hvíla sig á því um hríð. • Stúlkan í skaflinum. ÞAÐ hefði einhverntíma þótt lygilegt, ef sagt hefði verið, að fólk gæti orðið úti á Reykja- víkurgötum. En það munaði minstu hjer á dögunum. Kunn- ingi minn segir þessa sögu: Það var einn morguninn að jeg var að fara til vinnu. Það var öskusvartur bylur svo ekki sá út úr augunum. Jeg var í bílnum mínum og hafði ekki farið langt er bíllinn sat fastur í skafli. Skömmu síðar bar þarna að annan bíl og hann festist einnig. Við fórum nú, báðir bílstjórarnir, að bisa við að losa vagnana okkar og hvað heldur þú að við höfum þá sjeð? — Stúlku, sem sat í skafli og sem hafði gefist upp. Sögumaður minn er ekki í nokkrum vafa um, að stúlkan hefði orðið úti þarna í skaflin- um, ef henni hefði ekki borist hjálp. • Ofærðin veldur erfiðleikum. ÞAÐ er óþarfi að segja fólki frá hvað ófærðin veldur mönn- um miklum erfiðleikum. Það verður að skamta mjólkina og það munar minstu að ófært sje á milli húsa. Ofærðin veldur því, m. a. að menn komast ekki leiðar sinn- ar á tilteknum tíma svo óstund vísin verður meiri alment en áður var og mátti þó varla of- aná bæta. • Betra að lofa engu. A LAUGARDAGINN hitti jeg Vilhjálm Finsen sendiherra. Hann tvísteig fyrir framan Borgina og virtist vera óþolin- móður. Við fórum að tala sam- an og þá kom í ljós, hvað am- aði að. „Mikið eru bifreiðastöðvarn- ar orðnar óábyggilegar hjer í bænum“, sagði sendiherrann. „Jeg átti að vera kominn á á- kveðinn stað á vissum tíma og mjer var lofaður bíll frá bíl- stöð, en það bólar ekki á hon- um. Mjer er illa við að koma of seint, en það fer ekki hjá því að svo fari í þetta skiftið, vegna svika bílstöðvarinnar". í þessu tilfelli var ekki hægt áð kenna ófærðinni, því bifreið ar komust vel leiðar sinnar um miðbæinn að minsta kosti. En það er betra að lofa engu, en láta menn bíða von úr viti, eins og átti sjer stað í þessu til- felli. • Hvenær er ,,undireins“? AFGREIÐSLUMONNUM á bif- reiðastöðvum gengur án efa gott eitt til, að lofa „bíl undir eins“. En þegar sagt er „undir eins“ gera menn ráð fyrir, að það sje svona hjerumbil á stund inni, en ekki einhverntíma seinna, pða síðar um daginn. Það er ekkert við því að segja þótt bílar sjeu ekki við hend- ina, þegar um þá er beðið. En þá er að geta þess þegar pönt- un er gerð, en lofa ekki uppí ermina á sjer, eins og stundum kemur fyrir. Þa& getur komið sjer svo illa. • y Einn lítill heimur. ÞEGAR Wendel Wilkie kom úr flugferðalagi sínu umhverfis hnöttinn skrifaði hann bókina „Einn heimur“ og sýndi m. a. framá hvað heimurinn er orð- inn lítill. Fjarlægðirnar horfnar og að jafnvel hinar fjarlægustu þjóð- ir eru orðnar „nágrannar". Síðan höfum við sjeð mörg dæmi þessa, en altaf orðið jafn undrandi. Á flugvöllunum okk- ar koma flugvjelar, sem voru í Afríku fyrir nokkrum klukku stundum og verða í Ameríku innan fárra stunda. Þetta er orðinn svo daglegur viðburður, að það er ekki talið taka því að geta þess í frjettunum. • í Reykjavík annan daginn — New York hinn. A SUNNUDAGSMORGUNINN, þegar „Geysir“ Loftleiða var að leggja af stað í New York ferð, var jeg staddur úti á flug- velli. Meðal farþega, sem voru að fara með flugvjelinn var George Östlund kaupmaður í New York. Jeg hafði sjeð hann hjer á götu fyrir nokkrum dög- um og spurði hann hvað hann hefði verið hjer lengi að þessu sinni. ,,í tvo daga“, svaraði Östlund. — Já, en jeg sá þig hjer í bæn- um fyrir eins og viku. „Já, það er alveg rjett, en jeg er búinn að vera heima síðan og nú verð jeg kominn heim til New York aftur í kvöld“. Vegna viðskifta sinna við ís- land, þarf George Östlund oft að koma hingað og hann getur leyft sjer að koma til að tala við viðskiftavini sína, engu síð- ur, en sá, sem þarf að skreppa frá Reykjavík og norður á Akur eyri. Fjarlægðir í þeim skilningi, sem áður voru lagðar í það orð eru ekki til lengur. Þa^ er eins gott að gera sjer það Ijóst þegar í stað. | MEÐAL ANNARA OROA . . | : a 7l IIMIIMIMIIIIIIIMMIIIMMIMIIMIMMMMIMIIIIIIMIIIMIMIMMIMMIIMtMIMIMIIMIMIMMMMIIlMIMIMIIIIIiiiilllllMMIMIMBtlS Vonbrlgði ífalsks kommúnista í Rísslandi. Eftir Henry Buckley, frjettaritara Reuters. RÓMABORG: — Ettore Vanni, kommúnistinn fyrverandi og nú einn af aðalgagnrýnendum Stalinstjórnarinnar, hefir hug á því að fá að bera vitni í meið yrðamáli Victors Kravchenko gegn kommúnistablaðinu „Lesí Lettres Francaises“. Þessi 44 ára ítalski blaðamað ur og andfasisti fór frá Italíu 1929, en sneri þangað aftur frá Sovétríkjunum 1947, eftir að hafa' dvalið í Rússlandi í átta ár og unnið í samyrkjubúgörð um, í verksmiðjum og síðast sem útvarpsfyrirlesari á ítölsku fyrir útvarpið í Moskva. TIL MÓTS VIÐ KONU SÍNA RÚSSAR hleyptu Vanni úr landi til þess að fara til móts við hina fögru spönsku konu sína, Paz, sem þá var nýkomin til Ítalíu eftir átta ára fangels- isvist á Spáni fyrir andstöðu sína. við Franco í borgarastyrj- öldinni. En þegar Vanni kom til Ítalíu, gerði hann það heyr- um kunnugt, að reynsla sín í Rússlandi hefði sannfært sig um, að kjör alþýðunnar væru bágbornari þar en hjá nokkurri lýðræðisþjóðanna. ínu reymr nann, meö aöstoö vina sinna í París, að koma fram sem vitni fyrir Kravc- henko, til þess að endurtaka á- sakanir þær, sem hann hefir komið fram með á hendur Sovjetstjórninni í Rómaborgar blaðinu „II Tempo“ og öðrum blöðum og bæklingum. • • LÖNG BARÁTTA BÓK um Rússland, sem hann hefir nefnt „Vjer, verkamenn í Rússlandi“, verður gefin út í Ítalíu í þessum mánuði. Bæði hann og kona hans eiga að baki sjer langa baráttu gegn fasistum. Vanni settist að á Spáni 1931 og varð ritstjóri sósíalistablaðs í Valenciu. 1934 dæmdi herdómstóll hann í tólf ára fangelsi fyrir byltingarstarf semi, en hann var látinn laus 1936. Méðan á borgarastyrjöld inni stóð dvaldist hann á Spáni og beitti sjer af alefli gegn Francoherjunum. Þegar styrj- öldinni lauk með sigri Francos, flúði Vanni til Oran og þaðan til Rússlands- • • KOMMÚNISTI 1931 í VIÐTALI, sem hann átti ný- lega við blaðamenn, sagði hann meðal annars: „Skoðanabreyt- ing mín skeði ekki á einni svip 1 stundu. Það er ekki auðvelt að breyta um stefnu, þegar maður hefir í mörg ár verið kommúnisti. Jeg gekk í kom- múnistaflokkinn 1931. „Þegar jeg sá, hversu illa er farið með verkafókið í Rúss- landi, og hve illa það er laun- að og hýst, varð mjer það smám saman ljóst, að hjer var vissu- lega ekki það á ferðinni, sem jeg hafði barist fyrir mestalla æfi. „Jeg er ennþá jafn ákveðinn sósialisti og áður; en við verð- ur að fara varlega og gera okk ur fyrst og fremst far um að fræða almenning. MISHEPPNUÐ „RÚSSNESKA tilraunin hefir mistekist. „Hinar ægilegu hörkuaðferð ir, sem beitt var gegn verka- lýðnum og sem jeg-sá og reyndi sem verkamaður, sýndu mjer það svart á hvítu, að alþýðan stendur ekki með stjórninni. ; „Stjórnarvöldunum hefir mis tekist, og leiðtogarnir hafa bú- ið um sig með grimdarlegum Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.