Morgunblaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1949, Blaðsíða 8
! 8 MORGUNBLABIÐ Föstudagur 4. mars 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrg8*n*.i Frjettaritstjórl: ívar GuðmundssoK. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsaoa. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðala; Austurstrætt 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, kr. 15.00 utanlands. t lausasðlu 10 aura aintakið, 75 aura m«8 Lasbók. Að hverju her að stefna ? UM ÞAÐ getur engum blandast hugur að það ástand, sein nú ríkir í efnahags-, verslunar- og viðskiptamálum okkar íslendinga sje stundarfyrirbrigði, sem fráleitt væri að þjóðin sætti sig við til frambúðar. S.l. tvö ár hafa margskonar höft og hömlur verið lagðar a borgarana. Skattar og tollar hafa hækkað gífurlega og í raun og veru geta einstaklingarnir ekki snúið sjer við án þess að fá til þess leyfi einhverra ríkisstofnana, nefnda eða ráða. Það skal ekki dregið í efa, að gjaldeyrisaðstaða þjóðarinn- ar hafi upphaflega gert sumar þessar takmarkanir á athafna frelsinu nauðsynlegar. Tilgangurinn með þeim var sá að koma í veg fyrir að þjóðin lifði um efni fram og spyrna gegn frekari vexti dýrtíðarinnar. ★ En hver hefur árangurinn orðið af þessari viðleitni? Óhætt er að fullyrða að hið aukna eftirlit með fjárfest- ingunni innanlands hafi að mörgu leyti haft þau áhrif að skapa aukið jafnvægi í fjárfestingarmálunum. Að þessu leyti Hefur Fjárhagsráð unnið þarft verk og mikilvægt. En engu að síður hefur ýmiskonar spilling siglt í kjölfar þessa eftir- lits. Eru þess dæmi að fjárfestingarleyfi hafi gengið kaupum og sölum og þannig skapast á þeim svartur markaður. Það er einnig vitað að umsóknirnar, sem borist hafa um fjárfestingarleyfi, hafa engan veginn gefið rjetta mynd af framkvæmdaþörfinni. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem raunverulega hafa ekki ætlað sjer að hefja framkvæmdir, hafa sótt um fjárfestingarleyfi til þess eins að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum. ★ En þó að nokkur árangur hafi orðið af eftirlitinu með fjárfestingunni, verður hið sama varla sagt um viðleitnina til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Sú ákvörðun Alþingis að kaupgreiðslur skyldu aðeins miðaðar við 300 vísitölustig hefur að vísu Ijett nokkuð á atvinnuvegunum. En dýrtíðin sjálf hefur vaxið verulega s.l. tvö ár. Meðalvísitala s.l. árs var 315 stig, en vísitala janúarmánaðar þ. á. var 329 stig. Niður- greiðslurnar á vöruverði og útgjöld ríkissjóðs vegna ábyrgðar á verði útflutningsafurða hafa hækkað gífurlega og munu á þessu ári verða a. m. k. 70 millj. kr. Sjálfstæðisflokknum er fyrir löngu ljóst, að þjóðin er komin út í hreinar ógöngur í þessum málum. Þegar hann tók við stj órnarforystu haustið 1944 og nýsköpunarstjórn Ólafs Thors hóf störf sín var það höfuðstefnumál Sjálfstæðis- manna að stríðsgróðinn yrði hagnýttur til þess að treysta atvinnulíf þjóðarinnar í framtíðinni. Þess vegna beitti flokk- urinn sjer fyrir því að keyptir yrðu 32 nýir togarar og land- búnaðinum gefinn kostur á auknum vjelakosti. Þessar ráð- stafanir hafa borið glæsilegan árangur. Á s.l. ári jókst út- flutningsverðmæti þjóðarinnar úr 290 millj. kr., sem það var árið 1947, í tæpar 400 millj. kr. Sjálfstæðismenn og þjóð- in öll má því vel una við árangur nýsköpunarstefnunnar. En það, sem síðan hefur gerst, áframhaldandi vöxtur dýr- tíðarinnar og gífurleg útþensla ríkisbáknsins, ógnar nú þess- um glæsilega árangri. Rekstur hinna nýju tækja er að fara í kaf, dýrtíðin er að stöðva hann. Jafnvel hinir fullkomnu togarar liggja nú við landfestar af þessum ástæðum. ★ Við svo búið má ekki sitja. Það, sem að verður að stefna nú, er fyrst og fremst tvennt: í fyrsta lagi sköpun heilbrigðs rekstursgrundvallar atvinnutækjanna. í öðru lagi rýmkun á öllum þeim viðjum og höftum, sem athafnalíf lands- manna nú er í og sem er bein afleiðing dýrtíðar og tap- reksturs. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei sætta sig við það, að á rí&jandi ofurvald nefnda og ráða verði litið sem fram- búðarskipulag. Það er ekki ^kipulag, heldur ofstjórn. En frumgkilyrði afnáms þess eru skynsamlegar aðgerðir í dýr- tíðarmálunum. Meðferð happdrættisbíla SAMBAND íslenskra berkla- sjúklinga hefur efnt til happ- drættis til fjáröflunar fyrir framkvæmdir í Reykjalundi. í því sambandi hefur J. B. sent langt brjef, þar sem hann ræðir um meðferð happdrættis bíla og hvetur almenning til að styðja hið góða málefni S.í. B.S. í þessum dálkum er sjald- an mælt með fjelagshapp- drættum, en S.Í.B.S. er þar ein af fáum undantekningum. Ef því brjef J. B. birt, en það er á þessa leið: ,,Kæri Víkverji! Mig langar til að skrifa yð- ur fáeinar línur vegna happ- drættis S Í.B.S. Oft á undanförnum árum hefur verið efnt til bílhapp- drættis af ýmsum fjelögum. Oft hafa þessir bílar reynst minni eign en ætla mætti, vegna þess, að þeir hafa verið svo mikið keyrðir á meðan á miðasölu stóð, að verulega minni fengur var í þeim en nýj um, ókeyrðum bílum. • Borgar sig ekki ENGINN skyldi þó ætla, að þetta borgi sig fyrir þann. sem efnir til happdrættisins. Vfir- leitt kaupir fólk miða í hlut- falli við það, sem í boði er, ef það á annað borð kaupir miða vegna vinningsins. Hjer hlýtur það því að draga verulega úr sölu miðanna, ef þess má vænta, að vagninn verði hálf- keyrður, þegar hann er af- hentur. Það þarf enginn að sýna það hvernig bíll rennur, það vita allir. Það eina, sem verið er að sýna með slíkri með ferð er það að verið er að jaska vagninum út og minnka verð- gildi hans fyrir þann, sem vinnur. Hver skyldi ætla, að þetta hafi örvandi áhrif? Svo komast af stað sögur um það, að bíllinn sje alveg útkeyrður og ekki nema hálfvirði, ein- hverjir strákar hafi verið að skrölta á honum á þessum og þessum stað úti á landi o- .s frv.“. • Til fyrirmyndar „NÚ legg jeg til, að S.Í.B.S. verði hjer sem annarsstaðar til fyrirmyndar og láti fara vel með bílinn og nú verði í fyrsta skipti í boði óskemmdur og ó- keyrður bíl. Af tveimur jöfnum gæðing- um vilja menn heldur þann, sem á sitt fjör óskert, en hinn, sem, riðið hefur verið þindar- laust til sýnis, eða látinn standa úti sjer til óbóta. Það ætti að vera hægt að sýna bílinn fyrir Reykjavíkurbúa, án þess að keyra hann mikið eða fara illa með hann á neinn hátt og væri óskandi að S-.B.S. velji þá leið ina, og sú leið verði því gæfu- braut“. • Gæfa fylgi göfugum tilgangi ,,ÞAÐ veit enginn, hvað það er að vera berklaveikur, nema sá, sem hefur' verið það. Það veit enginn hvað það er að standa og berjast í fremstu víglínu móti hvíta dauðanum, nema sá, sem þar hefur staðið og barist. Er það hugsanlegt, að nokkur þjóð vilji ekki styðja þær hetjur, sem berjast á víg- vellinum til varnar landinu? Er það hugsanlegt, að nokkur maður vilji ekki styðja þá, sem verjast innrás hvíta dauð- ans? Hver vill horfa á með hendur í vösum ástvini sína falla fyrir óvininum? Vill nokkur maður sjá land sitt, þjóð sína, eiginkonu eða eigin- mann, ástmey eða unnustu, systur eða bróður, föður eða móður, son eða dóttur, þurfa að berjast við hinn hvíta dauða? • Okkar stríð „VIÐ, íslendingar heyjum ekki styrjaldir við aðrar þjóðir. Við heyjum styrjöld við hvíta dauð ann. Ef til vill getum við unnið nú, ef átakið verður nóg. Bráð- um stendur til að hleypa úr höfn því herskipi okkar, sem verður stærst allra og okkar sterkasta vígi. Það er stórhýs- ið að Reykjalundi. Enn vantar öflugt átak, til þess að það me^i verða fullbúið. Þar munu okkar menn heyja sína þöglu baráttu. Viljum við ekki hlú að þeim eftir bestu getu og treysta víglínu okkar? Eða erum við að gefa þeim eitthvað? Við leggjum fram tíu krónur, hundrað krónur, en þeir leggja fram líf sitt. Hvað viljum við borga til þess að við þurfum ekki að leggja fram okkar lif?“. Furðuleg ferðasaga KANADISKUR maður, sem fór í flugferð frá Bretlandi í vetur, vestur um haf, skrifar langa grein um ferðina og minnist á viðkomu í Keflavík. Samkvæmt frásögn hans var kalt á íslandi og landið kafnaði ekki undir nafni að hans dómi. En verri Var þó stormurinn. Það er alltaf stormur á íslandi og í Keflavík var honum sagt, að þeir, sem á íslandi búa neyðist jafnan til að fylla vasa sína af grjóti, til þess að þeir fjúki ekki um koll í veðra- hamnum, ef þeir þurfa að ganga 100 metra, eða lengra á bersvæði! Þær eru margar skrítnar sög urnar, sem sagðar eru frá Ein- búanum í Atlantshafi. | MEÐAL ANNARA ORÐA . . Ósamkomulaa innan republikanaflokks Bandaríkjanna Eftir William Hardcastle, frjettaritara Reuters. WASHINGTON — þrátt fyrir vonbrigði vegna kosningaósig- ursins í nóvember síðastliðnum og ósamkomulag innan flokks- ins, virðast republikanar í Bandaríkjunum enn hika við, að skifta um leiðtoga og endur- skoða stefnuskrá sína fyrir næstu kosningar. A þingi hefur þegar gersam- lega mistekist að steypa þeim Robert Taft og Joseph Martin af stóli, en þeir eru leiðtogar hinnar svokölluðu „gömlu fylkingar“ republikanaflokks- ins. I landsnefnd flokksins hafa tilraunir til að hnekkja valdi Thomas Dewey einnig mistek- ist. • • ÓSIGRAR SÍÐAN 1932. ÞRATT fyrir þetta, verða þær raddir sífelt háværari, sem krefjast algerrar stefnubreyt- ingar innan flokksins. Tals- menn stefnubreytingarinnar þreytast aldrei á að vekja at- hygli'á hinum stöðugu stjórn- málaósigrum republikana allt frá 1932. Og þó má segja, að engar róttækar aðgerðir hafi verið hafnar, til þess að stöðva þessa ósigra. Togstreitan innan flokksins mun varla ná hámarki sínu fyr en næsta haust, er landsnefnd- in mun halda fundi og ræða stefnumál flokksins og kosninga baráttuna 1950, þegar kosið verður í öll sæti fulltrúadeild- arinnar og einn þriðja af sætum öldungadeildarinnar. • • ÁTÖK í ÖLDUNGA- DEILD. ÞEGAR Bandaríkjaþing kom saman eftir áramót, sáust fyrstu opinberu merki þess, að ýmsir republikanar væru óánægðir með flokksforustuna, sem nú hefur beðið ósigur í fimm for- setakosningum í röð. Það var þá, að hópur svokallaðra „frjáls lyndra“ republikana, undir forustu Henry Cabot Lodge, lagðist gegn því, að Taft yrði endurkosinn formaður stjórnar nefndar republikana í öldunga- deild. Samkvæmt venju, er for maður þessarar nefndar leiðtogi republikana í deildinni, og legg ur á ráðin um afstöðu flokks- ins til allra frumvarpa, sem fram koma í henni. Lodge fullyrti, og ýmsir voru honum sammála, að hin íhalds- sama stefna Taft öldungadeild- arþingmanns og áhángenda hans, hefði verið meginorsök ó- sigursins í nóvemberkosning- unum. En Lodge fekk aðeins 14 at- kvæði þegar til kom, gegn þeim 42, sem Taft hlaut, og sá síð- arnefndi stjórnar því enn full- trúum republikana í öldunga- deild. • • VANDAMÁL, SEM VERÐUR AÐ LEYSA. I FULLTRUADEILDINNI varð enginn til þess að reyna að bola Martin úr forustusætinu. Þó er vitað, að margir republikanar í deildinni eru óánægðir með for- ustu hans og hefðu reynt að fella hann, ef sóknin gegn Taft í öldungadeildinni hefði ekki farið út um þúfur. Martin er náinn samstarfs- maður Tafts. Þrátt fyrir þetta, er þó aug- ljóst, að meginvandamál repu- blikanaflokksins er enn þá ó- leyst: togstreitan milli frjáls- lyndu aflanna og íhaldsaflanna innan flokksins. Og leiðtogar hans verða að horfast í augu yið þetta vandamál og leysa það á einvern hátt næsta haust, ef republikanar á annað borð eiga að geta gert hjer nokkra von um sigur í kosningunum 1950. Viðurkenning SHANGHAI — Kína hefur við- urkennt ísraelSriki og Transjord- aníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.