Morgunblaðið - 04.03.1949, Síða 16

Morgunblaðið - 04.03.1949, Síða 16
VEB URÚTLITIÐ: FAXAFLÓI; ÞAR SEM NOREGUR og Rúss Sui'inan stinningskaldi, rigning cða þokusúld. Gengur í suð- vesíanátt með allhv. skárum sd 52. tbl. — Föstudagur 4- mars 1949. land mætast. blaðsíðu S. Sjá grein á ’ n 4 Fólk veikis! af gaseifrun Æðin i lifynni rifnaði Þrennt veikisl hæliuiega <?¥RIR TVEIM til þrem vikum tók að bera á einkennilegri veiki, í tveim húsum vestur á Brekkustíg. í öðru þeirra tók allt heimilisfólkið veiki þessa, en í hinu tvennt. Læknar, sem komu til hinna sjúku, munu hafa talið að hjer væri um að ræða mænuveiki. Nú er það upplýst, að allt þetta fólk veiktist af gaseitrun. Gásæð, sem grafin er í götuna hefur nprungið og gasið frá henni komist inn í húsin. Allt heimilisfólkið veikist ! Mest brögð urðu að gaseitr- tminni- í húsinu númer 17 við Ibfekkustíg, ■ en það hús nefnist Sólheimar. Að Sólheimum eru sex manns i fieimili, þar af tvær litlar telp ur 5 og 11 ára og veiktist allt hfeimilísfólkið, en 17 ára piltur -ínest. Var komið að honum á þriðjudagsmorgun meðvit- undarlausum og hættulega veik wm, en hann jafnaði sig eftir ■ rtokkrar - klukkustundir er gluggar í herbergi hans höfðu verið opnaðir. Sjúkdómslýsing Samkvæmt viðtali Mbl. við heimilisfólkið lýsti gaseitrunin sjer þannig, að það fjekk mikla beinverki og verk í augun. Svo rnáttlaust varð það, að erfitt var fyrir það að gahga. Einnig sótti mikill svefn að því, eink- um þó telpunum, sem áttu erf- ití -með að halda/ sjer vakandi et þær voru að leik inni. Einn- »g •fylgdi gaseitruninni uppköst og svimi. Göionilii hjónin meðvitundarlaus Að Brekkustíg 16 voru það eldri hjón, sem veikin lagðist Jaungt á. Komið var að þeim á sunnudagsmorgun nær meðvit- ujidarlausum. Gluggi á herbergi þen ra Var opnaður og komust l'-tu brátt til meðvitundar og var líðan þeirra góð eftir at- vikum, er læknir kom. Konan er þó ekki enn búin að ná sjer tj J fulis. Að sögn fólksins í báðum þess um- húsum, töldu læknar er vitj uðu heimilanna, að hjer væri um að ræða mænuveiki, eða iriflúensu, en fólkið var yfir- leitt ekki mikið veikt, er lækn aj nir komu. Fólkið ljet mjög vel yfir af- skiptum borgarlæknis af máli þessu, en til hans var Ieitað í fyrradag. Kvartað yfir bensínlykt I stuttu símtali við dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir í gær kveldi, skýrði læknirinn Mbl. frá því, að til sín hefði verið kvartað yfir sterkri bensínlykt ■í þessum tveim húsum. Þegar við komum, sagði læknirinn, fundum við sterka ólykt sem niintl okkur á gaslykt. Starfs- ru iður gasstöðvarinnar sem koni staðfesti þetta. Uimið í fyrri nótt -Þar eð möguleikar voru fyrir hendi á hættulegri gaseitrun, varð vitaskuld að loka fyrir gasleiðsluna eins fljótt og hægt var. Leitaði borgarlæknir þá til verkfræðinga bæjarins, er stjórnuðu uppgreftri götunnar, svo komist yrði að gasrörinu, og lokað fyrir það. Þessu verki var lokið í fyrri nótt. Gasið kom upp um vaskana Sýnt er, að er Brekkustígur var grafin upp, hefir gasæðin orðið fyrir hnjaski og gasíð síð an streymt út í jörðina. Þetta er einkum hættulegt undir mal bikuðum götum og þegar frost er í jörðu. Þá þjappast gasið saman og leitar í skolpræsis- rörin, því í báðum þessum hús um kom gasið upp um vaka og gólfristar í baðherbergjum. Erlendir togarar spilla veiði Sand- gerðisbáia SANDGERÐI, 3. mars. — Hjeð - an frá Sandgerði hefur verið róið s.l. 5 daga eftir allar ógæft- irnar i vetur. Afli var mjög góð- ur, eða frá 20 upp í 40 skip- pund í fjórum róðrunum. En svo brá við í gær og dag að aflinn hefur verið mestur 12 skippund og allt niður í 5. Eru það afleiðingar þess, að hjer ut af Sandgerði eru nú að stað- aldri milli 30 og 40 erlendir tog- arar svo ágengir að sjómenn bjeðan verða oft að hætta við að leggja línu sína nema þá Ijarri þeim fiskimiðum, sem fiskur er aðallega á, og svo iangt gengur þetta, að togararn ir hafa fiskibátana sem baujur fyrir sig og trolla í kringum þá, enda er nú svo komið, að bátar hjeðan eru búnir að missa meiri hluta af línu sinni. Hafa menn haft það á orði að hætta að róa. Nú er mjer spurn. Hvers vegna er ekki hafður bátur hjer eins og í fyrra til þess að hafa eftirlit með línu bátanna? Gafst það mjög vel að allra dómi hje>\ Það eru allir að tala um, að það þurfi að styrkja þennari smábátaútveg og er gert. Þvl ekki að styrkja hann með því að láta skip vera hjer á miðunum sem gera mjög mikið gagn. — Krafa sjómannanna hjer er þVí sú, að ríkisstjórnin sendi skip hingað strax til að tryggja það að útgerð hjer verði ekki áð hætta. — Frjettaritari. miij. larþega srleyfisbílum SAMKVÆMT upplýsingum frá Umferðarskrifstofu póstmála, sem hefur á hendí yfirumsjón með sjerleyfisferðum, ferðuðust alls 1.317.889 manns með aimenningsvögnum, utan Reykjavíkur, á árinu 1943. Er það rúmlega ,100.000 færri farþegar, en árið ■ður, en þá nam tala þeirra 1.417.985. Sýn! bsnatiiresSi Mohamed Reza Pahlevi, shah i Palestínu er nú á batavegi e.ft- ir banatilræði, sem honum var sýnt á dögunum. Særðist hann, en ekki hættulega. íbúðarhús brennur lil grunna á Djúpðvík DJÚPAVÍK, 3. mars — íbúð- arhús brann hjer s. 1. nótt til kaldra kola. Eigandi hússins, Guðmundur L Sigurðsson, bjó í því ásamt fjölskyldu sinni. Allt fólkið bjargaðist út úr húsinu. Nokkuð af liúsmunum og mik ið af fatnaði brann, og var það allt óvátryggt. Auk þess var húsið mjög lágt vátryggt. Er tjón Guðmundar því mjög mik- ið. Okunnugt er um upptök elds- ins. HAAG — Frakkinn Jules Basde- vant hefur verið skipaður forseti alþjóðadómstólsins í Haag næstu þrjú árin. Flestir farþcgar 1945 Farþegaílutningur með al - menningsvögnum þeim, er und - ir þetta yfirlit falla, var mest- ur árið 1945, en þá nam tala farþeganna 1.495.593. Þess ber að minnast að á því ári var fjÖl - mennur her hjer í landinu, sem notaði almenningsvagnana nokk uð. Mestur ti! Hafnarfjarðar Samkvæmt yfirlitinu er far- þegaflutningurinn til Hafnar- íjarðar og verstöðvanna -hje>.' fyrir sunnan langsamlega mest- ur. Á þessari leið, þ. e. frá Rvík til Vífilsstaða, Hafnarfjarðar, i Grindavíkur, Keflavíkur og Sandgerðis nam farþegatalan 1.106,152. Aðrar leiðir i Næst kemur leiðin Reykjavík, Árnessýsla með 65.955 farþega, þá Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós með 46.499 farþega. Með hraðferðavögnunum Akranes — Akureyri, ferðuðust rúmlega 20 þús. Til Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu 10.418 farþeg- ar. Þá kemur Akranes og Borg- arfjarðarsýsla með 5736 far- 1 þega, Dalir, ísafjarðardjúp og Hólmavík 3099 farþegar. Minst. var um farþegaflutning vestur á Snæfellsnes, 2878. I Innanhjeraðs-flutningar I Farþegaflutningar innan hjer aðs voru langsamlega mestir í Eyjafjarðarsýslu 20.994 farþeg- ar. Frá Akureyri til Austfjarða voru 8675 farþegar. Innan hjer- aðs í Skagafjarðarsýslu og þar með talinn Siglufjörður ferðast með almenningsvögnum 7.143 og í Borgarfjarðar og Mýra- sýslum 7167. Aðrar sýslur eru með miklu minni farþegaflutn- ing, en minst er umferðin inn- an hjeraðs 1 Þingeyjarsýslunuru eða 963. ' NorSurlöndin ræða llugmál í EINKASKEYTI frá NTB til Mbl. í gærkvöldi, er frá því skýrt, að um þessar mundir sitii fulltrúar Norðurlandanna fimm á flugmálaráðstefnu í Lille- hammer í Noregi. Ráðsteíjna þessi ræðir end- urskoðun.á gildandi flugumferð arlögum þessara landa. Fulltrúi Islands á ráðstefn- unni er Þórður Björnsson full- Irúi sakaþómara og meðlimur’ flugráðs. ♦ ♦ ♦ t Stjórnmálanámskeið Heimdallar Siálfstæðismenn. áAk- ureyri fylgja stefnu flokksráðsins NÆSTI FUNDUR námskeiðsins verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu á morgun kl. 4.30. Bjarni Benediktsson, utan- ríkisráðherra, mun flytja þar fyrlrlestur um komirt- únisma. Áríðandi að mætat stundvíslega. AKUREYRI, 3. mars. — Á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfjelag- anna á Akureyri, sem haldinn var í gær, var eftirfarandi til - laga varðandi öryggismál þjóð- arinnar samþykkt einróma: „Fundur haldinn í FuIItrúa- ráði Sjálfstæðisfjelaganna á Akureyri 2. mars 1949 telur mjög aðkallandi, að íslenska þjóðin geri sjer fulla grein fyrir hvernig hún sjer til verndar og öryggis geti bcst . brugðist við þeirri hættu, er nú ógnar öllum frjálsum lýð- ræðisþjóðum. Fundurinn lít- ur svo á, að leiði núverandi viðsjár með stórveldunuin til styrjaldar milli einræðis- og lýðræðisríkjanna, þá varði það sæmd og sjálfsvirðingu, öryggi og tilveru íslensku þjóðarinnar, að hún skipi sjer í fylkingu þeirra þjóða, er sömu lífsskoðanir, stjórn- arhætti og mannrjettindi hafa að verja. Fundurinn tel- ur að varnarlaust hlutleysi myndi gera þjóðina berskjald aða fyrir árásum og þannig stórauka hættuna á nauðung arhernámi landsins í hernað arátökum milli austurs og vesturs. — Framkoma Rússa gagnvart smáþjóðunum og! hin taumlausa þjónustulund fylgismanna þeirra um heirn allan við hagsmuni Rússa má og vera alvarleg viðvör- un. Fundurinn er því í einu og öllu samþykkur þeirri á- lyktun, sem Flokksráð Sjálf- stæðisflokksins hefur gert varðandi þetta mál. Lýsir fundurinn fullu trausti sín'.t á miðstjórn og Flokksráð Sjálfstæðisflokksins til frek- ari nauðsynlegra ákvarðana í þessu efni.“ — H. Vald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.