Morgunblaðið - 05.03.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1949, Blaðsíða 8
Laugardagur 5. mars 1949. 8 MORGUNBLADIÐ Ötg.: H.f. Árvakur. Reykjavík Framkv stj. Sigfús Jónsson. UR DAGLEGA LIFINU Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrg9ar».) Frjettaritstjóri ívar Guðmundssos Auglýsingar: Ámi Garðar KristinsaoE, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSels ’ Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda. kr. 15.00 utanlands. t lausasölu 10 atira aintakið, 75 aura m«E Lcabók. Hvað ber á milli ? GLÆSILEGASTI þáttur þeirrar nýsköpunar atvinnulífsins, sem framkvæmd var fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins af fyrrverandi ríkisstjórn var án efa bygging hinna nýju togara sem samið var um kaup á og nú eru allir nema einn komnir til landsins. Þetta viðurkenna nú allir, enda þótt sumir væru tregir til fylgis við kaup þeirra á sínum tíma. En nú hafa þessi glæsilegu og stórvirku atvinnutæki stöðv- ast. Flestir hinna íslensku togara liggja nú í heimahöfnum, en einstaka eru erlendis. Engir íslenskir togarar eru nú að veiðum. Um það getur engum blandast hugur að stöðvun togara- flotans, sem hófst fyrir um það bil þremur vikum, hefur í för með sjer geigvænlegt tjón fyrir þjóðina. Það er þess vegna mikil ógæfa að.til hennaar skuli hafa þurft að koma. En hver er orsök hennar? Ekkert er eðlilegra en að þeirri spurn- ingu sje varpað fram og að svar sje gefið við henni. Það er vitað að mikill hluti togaraflotans var á s,l. ári rekinn með tapi. I fyrsta lagi hafa gömlu togararnir svo að segja allir verið reknir með miklu tapi. En ekki nóg með það. Rekstur margra hinna nýju og afkastamiklu veiðiskipa héfur heldur ekki borið sig. Þetta eru skuggalegar staðreyndir en á snið við þær verður sajnt ekki gengið. í þessu sambandi skiptir það ekki mali hvort skipin, sem rekin hafa verið með tapi eru eign bæjar- fjelaga, einstaklinga eða samtaka þeirra. Bæjarútgerðir hafa áreiðanlega ekki frekar efni á því að reka skip sín með halla en einstaklingar. Það er líka vitað að bæjarútgerðir hinna nýju togara hafa átt sinn þátt í því að Fjelag íslenskra botn- vörpuskipaeigenda sagði upp samningum við áhafnir tog- aranna. Þjóðin á heimtingu á því að vita hvernig þessi mál standa í heild. Hún vill fá að vita, hver sjeu árslaun þeirra stjetta, sem starfa á íslenska togaraflotanum. Hver sjeu laun skip- stjóra og stýrimanna, vjelstjóra og loftskeytamanna, mat- sveina og háseta? Um launakjör á togaraflotanum er annars almennt það að segja að nauðsyn ber til þess að þau sjeu þannig, bæði hjá yfirmönnum og hásetum að það þyki eftirsóknarvert að vera á þessum skipum, sem leggja drjúgan skerf til gjald- eyrisöflunar þjóðarinnar. En það verður að vera eitthvert samræmi í launagreiðslum til starfsstjetta togaraflotans. Það er heldur ekki óeðlilegt að raddir heyrist um að eitthvert samræmi þurfi að vera á milli tekna togarasjómanna og ann- ara sjómanna, sem einnig vinna þýðingarmikil störf og afla þjóðinni mikilla gjaldeyristekna. En öll launakjör verða að sjálfsögðu að miðast við það að rekstur atvinnutækjanna beri sig. Atvinnurekstur, sem ekkí ber sig hlý^jir fyrr eða síðar að komast í þrot alveg án tillits til þess, hvort bæjarfjelög eða einstaklingar standa að hon- um. Kommúnistar hafa reynt að gera stöðvun togaraflotans nu að pólitísku æsingamáli. Þeir gæta þess ekki að jafnvel bæj- arfjelög, sem þeir sjálfir stjórna, hafa frá upphafi þeirrar deilu, sem nú stendur yfir átt að henni aðild, enda liggja engar upplýsingar fyrir um að þeirra skip hafi borið sig betur en önnur. Annars væri það illa farið, ef samningar útgerðarmanna og sjómanna um þessi þýðingarmiklu mál yrðu notaðir til uppnáms og æsinga. Til þess ber brýna nauðsyn að að því verði gengið með festu og stillingu að greiða úr þeim ágrein- ingi, sem um er að ræða. Þjóðarhagur krefst þess. íslending- ar hafa hvorki keypt hina nýju togara til þess að rekstri þeirra verði sökkt í tap nje heldur til hins að þeir liggi bundnir í höfnum vegna deilna milli útgerðarmanna og sjó- mánna. ' Én það er nauðsynlegt að fá hið fyrsta fullkomnar upplýs- ingar um það, hvað starfsstjpttir togaraflotans bera úr býtum rpeð þeim samningum, sem gilt hafa þar um kaup og kjör. Ennfremur vitneskju um deiluatriðin nú. Þá sjest hvað á mím ber‘ Spiltar götur ÞAÐ er hörmung að sjá hvað göturnar hafa^spilst í vetur. Þær koma undan snjónum eins og flag, eða hraun. Djúpar hol- ur í malbikinu og það hola við holu. Það kemur til með að kosta dálaglegan skilding að gera við göturnar í vor, þegar hægt verður að byrja á því verki. Verstar eru aðalgöturnar, þar sem umferðin er mest. Nú er það að sjálfsögðu verk fræðingarnir, sem eiga að segja til um hvað gera beri til þess, að göturnar verði betri og það er þeirra að leysa úr því vandamáli, hvort ekki er hægt að finna efni til gatna- gerðar, (sem endist betur, en það sem nú er notað. En okkur leikmönnum finst sjálfsagt, að það borgi sig að steypa göturnar og að þessi malbikun sje hreinasta „Klepps vinna“. • • Hrakfallabálkur EN það eru ekki bara göturnar í Reykjavík, sem hafa farið illa í vetur. Hafnarfjarðarvegurinn er malbikaður og nú er svo komið að hann er verri, en mal- arvegirnir gömlu. Reykvíkingur nokkur fór suður í Hafnarfjörð í fyrradag. Á miðri leið ók hann ffam á sendiferðarbíl, sem hafði lent í holu með eitt hjólanna og dekkið skorist í sundur. Nokkru sunnar kom hann að leigubíl, sem einnig var með sprungið dekk af sömu ástæðu. Og loks þegar hann sjálfur var kominn suður fyrir Silfurtún, lenti hann í holu og braut annað framhjólið á bíl sínum. • 1 . Dýr vegarlagning ÞAÐ er einkennileg tilviljun, ef þetta eru einu slysin, sem orðið hafa á Hafnarfjarðarveg- inum undanfarna daga. Því miður hætt við að þau hafi orðið fleiri. Það virðist nú vera fengin nægjanleg reynsla fyrir því, að malbikun dugar ekki á okkar vegum og, að það er dýr vega- gerð, sem kostar í fyrstu of- fjár, síðan stöðugt og dýrt við- hald og eyðileggur síðan farar- tæki fyrir tugi þúsunda króna- • Ný viðvörunar- merki NÝ viðvörunarmerki hafa ver- ið sett fyrir framan Alþingis- húsið, þar sem bifreiðastæði eru bönnuð. Það eru merkin, sem hann Guðbjörn Hansson sagði okkur frá, að í vændum væri og jeg skrifaði um fyrir nokkru. Þessi merki eru eins og þau eiga að vera. Þau eru á járn- rörum, sem eru meira en mann hæðarhá. Rörin eru máluð gul og svört, þannig að ekki er hægt annað en að taka eftir þeim, en viðvörunin er máluð á hvítan hringmyndaðan skjöld. Það ætti ekki að vera hætta á, að menn slasist á þessum viðvörunarmerkjum og þannig ættu öll viðvörunarmerki vegna umferðarinnar að vera í framtíðinni. Hefur þá nokkuð áunnist með ábendingum okkar hjer í þessum dálkum. • Austfjarðarpóstur ÞAÐ hlýtur að hafa komið Austfjarðarpóstur nýlega. En nokkuð er hann lengi á leið- inni og sanna þau brjef, sem jeg fjekk að austan, að verri samgöngur eru milli staða hér innanlands, en t.d. margra landa utan íslands. Brjefín að austan eru þetta frá 10 daga upp í þriggja vikna gömul. í brjefunum að austan kenn- ir margra grasa. Einn brjefrit ari gagnrýnir útvarpið, en fátt nýtt kemur fram í þeim að- finslum. Annar brjefritari heldur því fram að í þessum dálkum hafi verið vikið að þýskum stúlk- um og það á heldur ósanngjarn an hátt. Eins og lesendur „Daglega lífsins“ vita, hefur ekki þýsk stúlka verið nefnd á nafn hjer hvað þá meir og þarf því ekki að hafa áhyggjur af því brjefi. • Fundvísir póstafgreiðslu- menn EINN Austfirðingur segir mjer sögu af brjefi, sem hann fjekk frá Færeyjum og dugnaði póstafgreiðslumanna við að finna rjettan viðtakanda. Skrifað hafði verið utan á umslagið nafn viðtakanda og húsnafn, en ekki í hvaða firði. Póstmenn sendu brjefið til þriggja staða á landinu, þar sem hús voru með þessu nafni, áður en það kom til rjetts við- takanda. Þess ber að geta, sem vel er gert og ekki er hægt að segja, að það sjeu eintómar skammir, sem skrifaðar eru um póst- mennina okkar. • Algeng vanræksla EN í þessu sambandi má geta þeirrar algengu vanrækslu þeirra, sem setja brjef í póst, að skrifa ekki greinilega heim- ilisföng og staðarnöfn utan á brjef. Þetta er svo algengt, að fjöldi brjefa kemast ekki til skila af þeim ástæðum. MEÐAL ANNARA ORÐA 15 lil 18 þúsund memi hverfa áriega í París Eftir Edwin Hooker, frjettaritara Reuters. PARÍS — Milli 15 og 18 þús- undir manna, að börnum und- anskyldum hverfa árlega í París, og um 40% hverfa ger- samlega. Sumir finnast að lokum í Sigrru eða einhverjum öðrum af hinum fjölmörgu smæri ám og skipaskurðum á Parísar- svæðinu, sumir finnast í sjúkra húsum eftir að hafa orðið fyrir slysum, reynt að fremja sjálfs- morð eða veikst skyndilega utan heimila sinna. Aðrir kunna að tapa minninu, eins og 72 ára gamli maðurinn, sem fór út að morgni dags til þess að kaupa brauð og fannst svo tveiln dögum seinna á ráfi í einum af skemmtigörðum Parísarborgar. • • VILJA TÝNAST EN áætlað er, að 75% hinna týndu Parísarbúa, að ógleymd- um um 1,000 utanbæjarmönn- um og einstaka útlendingum, sem koma til Parísar á ári hverju og gleyma að skrifa heim, týnist af þeirri einföldu ástæðu, að þeir vilja hverfa. Og mörgum þessara manna tekst þetta ágætlega, eins og Sjest á því, að 40% þeirfa koma oMrei fram aftur. Ástæðunum fyrir því, að menn vilja hverfa, virðist mega skipta í tvo flokka: fjárhags- ástæður og ástarmál. Þeir 60 af hundraði týndra manna, sem finnast aftur, finnast flestir hverjir fyrir at- beina lögregludeildar, sem kölluð er „Upplýsingaþjónusta í þágu fjölskyldna“. • • BROTLEGRA LEIGUTAKA EKKI LEITAÐ EINS og nafnið ber með sjer, tekur þessi lögregludeild ekki að sjer mál eins og afbrot leigu takans, sem flytur án þess að borga húsaleiguna. Til þess að fá aðstoð þessarar deildar, verður viðkomandi að vera skyldur hinum týnda manni. Sá, sem er aðstoðarþurfi, fer til næstu lögreglustöðvar og skrifar þar skýrslu, ,þar sem hinum týnda er lýst, gefur síð- asta heimilisfang hans og upp- lýsingar um, hvar hans sje helst að leita og hver kunni að vita eitthvað um ferðir hans. Afrit af þessari skýrslu er sent til aðalstöðva lögreglunnar. Frá aðalstöðvunum er síðan send lýsing á þeim týnda, til dæmis tíl læknisdeildar lög- reglunnar, sem hefur í sínum fórum állar hauðsynlegustu upplýsingar um nýjustu sjálfs morðin o. s- frv. SKILDI EKKI FRÖNSKU ÞEIR sem leita aðstoðar lög- í-eglunnar til þess að finna týnda ástvini, láta henni þó oft og tíðum ekki allar þær upp- lýsingar í tje, sem þeir gætu. Þannig var það til dæmis með litla drenginn, sem fannst einn á ráfi og virtist ekki skilja frönsku. Túlkar lögðu fyrir hann spurningar á ensku, þýsku, ítölsku og rússnesku .... en árangurslaust. Nokkur tími leið, þar til þeir komust að því, að pilturinn var heyrnarlaus og mállaus. Þegar foreldrarnir tilkynntu hvarf hans, höfðu þeir gleymt að skýra frá þessu. • • 7,000 TÝND BÖRN TÝND börn ollu miklum vand ræðum í Frakklandi, eftir flóttann 1940, þegar þúsundir manna yfirgáfu heimili sín og margar fjölskyldur sundruð- ust í allar áttir. 1941 voru meir en 7,000 nöfn á listanum yfir .horfin börn, borið saman við 2,000 1939. Sjerstakar skrifstofur voru opnaðar í París og Lyons til þess að hjálpa við að sameina fjölskyldurnar aftur. 1947 voru 3,292 þessara barna ófundin, en ári seinna höfðu öll fundist nema 561. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.