Morgunblaðið - 05.03.1949, Side 14
MORGZJNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. mars 1949.
)V4
i.tiitiiiiiii.'t fj’aJllhlSÍ {Í 55 ðCj S fl L l ifn!iiiMiiiiiiiHimiiimimiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiniiimmniiiiiiiiti!i>imiJmiiiiiiniuiniii£
HESPER
Eftir Anya Seton
Fólkið í Rósaíundi
Eftir LAURA FITTINGHOFF
hlæjið að mjer. Jeg held að jeg
feafi ekki gert mjer það ljóst
sjálfur, fyrr en Fyrr en
hvenær? Fyrr en um kvöldið,
þegar- hún hafði komið inn
íjómandi af ánægju með þess-
um Redlake, og um kvöldið,
sem hann mætti þeim áf bryggj
unni. En núna fannst honum,
að hann hefði alltaf elskað
hana.
„Jeg hló eiginlega ekki,
herra Porterman", sagði hún
vingjarnlega. „Jeg var bara
svo hissa. Mjer hefði aldrei
dottið í hug, að
„O, jeg skil“, sagði hann.
„Þjer hefur alltaf verið illa
við mig. Vertu ekki með þenn-
an áhyggjusvip- Jeg veit, að ó-
cndurgoldin ást er aðeins til
óþæginda fyrir hinn aðilann.
Gleymdu því, sem jeg sagði,
Hesper. Jeg ætlaði ekki að
segja það‘.
Hún brosti. því hún vissi
ckki hvað hún átti að segja.
Henni fannst þetta svo óraun-
verulegt. Það var ómögulegt
að hugsa sjer herra Porterman
sem elskhuga. Eiginlega ómögu
tegt- að hugsa sjer neinn sem
clskhuga nema Evan. Hún
fjekk hjartslátt aðeins við til-
hugsunina um hann. Hún opn-
aði hliðið og gekk upp stiginn
að eldhúsdyrunum. Amos gekk
á eftir henni eins og í leiðslu-
Hann gat ekki yfirgefið hana
strax. Á morgun mundi hún
vera farin.
Susan var ein í eldhúsinu.
„Hjer er herra Porterman“,
sagði Hesper. Rödd hennar
hljómaði annarlega. Hún beið
á meðan móðir hennar heilsaði
Amosi. Svo flutti hún sig nær
Susan og sagði í hálfum hljóð-
um: „Hvar er Evan?“.
Susan beit saman vörunum
og leit á Amos. En hún kenndi
j brjósti um dóttur sína og
meðaumkunin varð gremjunni
yfirsterkari. „Hann lokaði sig
inni í herberginu sínu með
eina flösku af besta romminu
mínu“.
Roðinn hvarf úr kinnum
Hesper. Hún leit af móður
sinni og á Amos. Hann stóð við
gluggann og horfði út og ljet
eins og hann hefði ekki heyrt
það sem Susan sagði. Hún gekk
hikandi að stigaganginum.
„Jeg held að jeg fari líka að
hátta“, sagði hún. ,,Það er
skynsamlegast. Við eigum
langa ferð fyrir höndum á
morgun“. Hurðin lokaðist á
eftir henni.
Amos og Susan heyrðu hægt
fótatak hennar upp stigann.
Þau horfðust í augu augnablik,
og Susan gat lesið úr svip hans,
hvaö skeð hafði á milli þeirra
Hesper. Nú, það er svona,
hugsaði hún.
Það varð augnabliks þögn.
Tifið í klukkunni á veggnum
heyrðist óeðlilega hátt. Svo
flýtti Amos sjer að segja eitt-
hvað. „Jeg kom hjerna við, til
að leggja inn gjöf handa brúð-
urinni. Það er ekkert merki-
legt, en gæti þó komið að
gagni“. Hann tók böggul upp
úr vasa sínum og vafði brjef-
inu utan af honum. í honum
voru morgunskór úr ljósu silki
og hnepptir, svartir greitar-
skinnskór.
„Þetta er dæmalaust fallega
gert af yður, herra Porterman.
Hún hefur sannarlega not fyrir
þá“.
„Jeg held að þeir sjeu mgtu-
legir“. sagði hann hljómlausri
röddu. ,Jeg er nokkuð glöggur
að finna rjetta stærð“.
„Þjer eruð glöggur á hvað
sem er‘. sagði Susan.1
„Jæja. verið þjer sælar“,
sagði Amos og snjeri sjer að
dyrunum. „Jeg vona að hún
verði .... að hún verði ham-
ingjusöm“.
„Hamingjusöm“, endurtók
Susan með fyrirlitningarhreim.
„Kvenfólk getur nú lifað án
hamingju. En það er tvennt
annað, sem konur geta ekki
verið án. Ekki að minnsta kosti
kona eins og Hes. Hún verður
að geta borið virðingu fyrir
sjálfri sjer og hún verðúr að
eiga fastan samastað“.
Amos stundi við óafvitandi.
Hann hafði enga hugmynd um,
hve vel Susan skildi hann,
þangað til að hún leit á hann,
svo að meðaumkunin skein úr
augum hennar. Hún hristi höf-
uðið og yppti öxlum. „Mjer
þykir þetta svo sannarlega
mjög leitt herra Porterman“,
sagði hún blíðlega. ,.Það er
ekkert í veröldinni eins blint
og ástfangin kona“.
Amos roðnaði og tautaði
eitthvað fyrir munni sjer. Svo
för hann út um eldhúsdyrnar
og gekk hægt áleiðis heim.
Á brúðkaupsnóttina voru
Hesper og Evan á Wyckley
House í Boston. Hesper var
orðin hálf utan við sig. því að
hver viðburðurinn hafði rekið
annan allan daginn. Fyrst var
sjálf giftingin. svo skilnaðar-
stundin við foreldrana. síðan
nýstárlegt ferðalagið með lest-
inni til Bostan. mannfjöldinn
og hávaðinn í borginni, til-
komumikið fordyrið í gistihús-
inu og loks þetta fátækléga þak
herbergi, þar sem þau áttu að
búa. Hún var svo önnum kafin
við að virða fyrir sjer öll þessi
nvju umhverfi. að hún tók ekki
eins mikið eftir framkomu
Evans.
Hann var ástúðlegur og vin-
rjarnleeur við hana allan gift-
ineardaeinn. Hann minntist
ekkert á kvöldið áður, og ekki
var að sjá. að hann hefði drukk
ið heila rommflösku, eins og
Susan sagði. Við giftingarat-
höfnina svaraði hann skýrt og
skorinort. og eins og hann
væri að hafa yfir rímur fyrir
börn.
Á leiðinni í lestinni benti
hann Hesper á markverða staði
með sama látbragði, eins og
hann væri að segja barni til.
Þegar ólundarlegi þjónninn
hafði lokað hurðinni á eftir
sjer, leit Hesper g veggina, ó-
hreina og illa málaða, suðandi
sasofninn og klunnalegt járn-
rúmið. Eftirvæntingin hvarf
úr huga hennar, og eftir sat
ótti.
Hvað er jeg eiginlega að
vilja hingað með þessum
manni, sem jeg þekki sama og
ekki neitt?, hugsaði hún.
Evan minnkaði logana í gas-
ofninum. „Þetta herbergi er
leiðinlegt og loftið hjer er fúlt“í
sagði hann. „Mier þykir leitt,
að jeg skuli ekki hafa efni á
að borga fyrir betra herbergi“.
En hann sagði þetta án nokk-
urrar áherslu.
„Það gerir ekkert til“, sagði
hún, en leit ekki á hann.
Hann settist á rúmið og hall-
aði sjer upp við höfðagaflinn.
„Taktu af þjer þennan hatt,
Hesper, svo að jeg siái hárið á
þjer. Og þú ættir líka að fara
úr þessum ljóta kjól. Við erum
gift núna, svo að það ætti ekki
að gera neitt til“-
Hún leit á hann, magurt and-
litið, hálflokuð, hæðnisleg
augun og kaldhæðnislegt bros
um varirnar. Hann var ekki
svona við Castle Rock.
Hún snjeri sjer snögglega
undan og tók af sjer hattinn.
Það var gulur stráhattur,
skreyttur brúnum silkibönd-
um í sama lit og kjóllinn. —
Kjóllinn hafði verið saumaður
handa henni í skyndi úr efni,
sem Susan hafði geymt lengi.
Hesper hengdi hattinn á snaga
við dyrnar og settist í eina stól
inn í herberginu við gluggann.
Hún kreisti hendurnar í keltu
sinni og starði út yfir borgina.
Evan virti fyrir sjer vanga-
svip hennar við gluggann. —
Nefið var beint og vangi henn-
ar fagurlega lagaður, rautt hár
ið gægðist fram undan við háls
hennar.
Hann horfði á kjólinn. Hann
var hnepptur alveg upp í háls,
með fellingum á olnbogunum
og mjöðmum. Hann klæddi
hana sjerstaklega illa, hugsaði
hann. Og liturinn. Eins og á
mýrlendi, eða eins og ljeleg
eftirlíking á valhnot. Liturinn
á kjólnum varpaði óhreinum
bjarma á hvítt hörund hennar.
Hann naut þess að geta fund
ið eitthvað að henni. Hún, sem
var að þrengja sjer upp á hann.
Hann varð að byggja eitthvað
upp á möti henni. En þá sá
hann tár blika á kinn hennar.
Hann rauk á fætur. „Drott-
inn minn, farðu ekki að gráta“,
sagði hann. Rödd hans var
blandin gremju og iðrun. —
Hann kraup á knje við stól
hennar og byrjaði að kyssa
hana. í fyrstu vildi hún ekki
þýðast kossa hans, en hann
var þolinmóður og blíður.
Hann leysti hár hennar og
hneppti upp kjólnum, Smám
saman varð hann gagntekinn
af yndisþokka hennar og feg-
urð. Ástaratlot hans urðu heit-
ari og ástríðufengnari, og hún
fylgdi honum blindandj inn í
algleyming, þar sem engar
efasemdir eiga heima.
Næsta dag fóru þau til New
York. Evan leigði herbergi
með stórum þakglugga á efstu
hæð í húsi við Fourth Street,
skammt frá Broadway, borg-
aði tvo. mánuði fyrirfram og
eyddi því sem eftir var af pen-
ingunum í að kaupa notuð hús-
gögn.
í þrjár vikur var Evan ástúð
legur og umhyggjusamur eig-
inmaður. Þau skeyttu ekki um
ljelegar kringumstæður, því
að bæði voru gagntekin af
hrifningu yfir þessu nýja sam-
eiginlega ævintýri.
23.
verið flutt. Nýi staðurinn fannst honum bærilegur, því að
rúðurnar voru svo stórar, að það var líkast því, að hann
væri í útsýnisturni.
Jóhannes var sofnaður og lá hreyfingarlaus í rúminu.
Þeir voru í sama herbergi hann og Gústaf. Þegar Gústaf
liafði lagst fyrir og velt sjer nokkrum sinnum fram og
aftur í rúminu, hafði hann stokkið fram úr og hrópað upp
að ekkert vald á jörðinni gæti neytt hann til að liggja
á þessu bölvaða laki, svo stingandi hörðu, að það væri engu
líkara, en að það væri úr hrosshári. Svo bætti hann við,
að vegna aldurs væri hann alls ekki refsihæfur og refsi-
skyldur, svo að hann sæi ekki, að neinn gæti neytt hann
til að liggja í fleti, sem væri engu betra en verstu fangels-
isbæli.
— Þú skalt bara ímynda þjer, að þú sjert í hernum, hafði
Jóhannes sagt góðlátlega. — Mamma hefur sjálf ofið sæng-
urverin, og við eigum engin betri, svo ætli það sje ekki best
íyrir þig að vera bara hægur og taka því sem er fyrir.
Jóhannes var svo rólegur og þó ákveðinn, að Gústaf gat
engu teflt á móti honum og tók því það ráð að leggjast
aftur fyrir. Enda var hann þreyttur eftir ferðina og það leið
því ekki á löngu þar til hann var sofnaður, þrátt fyrir
„hrosshárið“.
Maja litla svaf með hálfopinn munn og brosti í svefn-
inum. Hún lá í rúminu hjá mömmu sinni og þar hafði
hún líka sofið hverja einustu nótt frá því að hún fædd-
ist. — Þyri var langt frá því að sofna. Hún hafði fengið
rúm Möttu til umráða og nú var hún í óða önn að snúa
koddanum til á allar hliðar, til þess að leita að einhverjum
stað á honum, sem kannski væri mýkri en allir hinir. —
Oh, sagði hún. — Þessi koddi er eins og harðasta grjót.
Og hvað það var heitt í herberginu. — Oh, þessi svækja.
Eða lakið og sængurverið, — engu líkara en það væri allt
fullt af þyrnum.
— Fyrsta verkið mitt á morgun verður að skrifa heim
XAXLX
— Þetta er nýjasta tískan.
★
Úr ritfrcgn
„ • •.. og loks eru þar átta
smásögur: sjö eru ágætar og
ein er eftir Ernest Heming-
way“.
★
Löng biðröð,
Maður einn í Bukarest hafði
beðið í marga klukkutíma eft-
ir konu sinni, en hún hafði far
ið út að versla. Hún hafði farið
út snemma um morguninn, og
loks þegar hún kom aftur,
kom hún með tóma körfu. „Nú
er nóg komið“, hrópaði maður-
inn um leið og hann dró skamm
byssu upp úr leynihólfi, „jeg
fer og skýt hana“.
„Skýtur hverja?“, spurði
konan.
„Önnu Pauker auðvitað“,
hrópaði maðurinn, „á meðan
hún stjórnar hjer ríkir
1 ekkert nema ofbeldi og skort-
ur og hálfum deginum eytt í
gagnslausar biðraðir“.
Tveimur tímum seinna kom
maðurinn aftur.
„Jæja“, sagði konan,
„skautstu hana?“.
„Nei“, var svarið, „fyrir ut-
an skrifstofu hennar var sú
lengsta biðröð, sem jeg hefi
nokkru sinn sjeð“.
★
16 ára unglingur í Banda-
ríkjunum fór í ökuferð sjer til
skemmtunar ásamt vinkonu
sinni, sem var jafngömul. Þeg-
ar bíllinn var á 100 km. ferð
festist bensíngjöfin, þannig að
ökumanninum tókst ekki að
draga úr ferðinni. Hann tók
það því til bragðs að láta
Stellu, en vinkonan hjet því
nafni, taka við stjérn bílsins á
meðan hann sjálfur reyndi að
komast út og fram á bílinn. —
Ætlunin var að reyna að koma
bensíngjöfinni í lag. Áður en
það tækist misti stúlkan stjórn
á bílnum og hann þeyttist út í
móa. Hvorugt þeirra sakaði, en
drengurinn var dæmdur fyrir
óeætilegan akstur. Þegar dóm-
arinn spurði hann að því, hvers
vegna hann hefði ekki „drepið
á“ bílnum, svaraði hann því,
að sjer hefði alls ekki dottið sá
möguleiki í hug til þess að
stöðva hann.