Morgunblaðið - 20.04.1949, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIB
Miðvikudagur 20- apríl 1949«
3etta eru sökudóEgarnir — Þeim á
Ræða Ólafs Thors á Alþingi i gær
Herra forseti.
Jeg hefi sjaldan heyrt jafn
rnargar mótsagnir og rökvillur
4 jafn stuttri ræðu sem þeirri,
er Gylfi Þ. Gíslason. var að
l.júka við. Mjer finst sanngjarnt
að verðlauna Jónas Jónsson fyr
4r þá rökföstu ræðu, er hann
fltltti í byrjun þessa fundai með
f>>. ■ að afhenda honum Gylfa
og ræðu hans til meðferðar. —
Fáar stuttar athugasemdir get
jeg þó ekki stilt um að gera.
Prófessorinn hóf mál sitt með
f)ví að segja að hvað sig áhrærði
væri málshöfðun óþörf. Hann
gerði þessa játningu að vísu að-
f>rengdur af ögrunum Jónasar
Jónssonar um kjarkleysi, er
tæ.r.n telur sig tilneyddan að
lei.ta skjóls í meiðyrðalöggjöf-
4í stað þess, að berjast eins
og maður gegn mjer hjer á Al-
|En úr því prófesorinn nú
li' l' r gefið þessa játningu, hvers
ve-gna tekur hann þá ekki beiðni
sín.j. aftur? Af þeim fjórum, sem
%>á eru eftir. eru þrír, þeir
f iimi Hannesson. sr. Sigur-
fcjifrn og Kl. Tryggason í rit-
r>eifnd ..Þjóðvarnar“. blaðsins,
sem Gylfi nú ólmur vill afneita,
en. seint fær þvegið sig af. —
4-essir þrír menn eru siðferði-
tega og lagalega ábyrgir fyrir
iikrifum þessa blaðs og fá vænt-
•ahfega að sannreyna hvað af
|>\. leiðir. Eftir er þá Einar Ól.
í5v°insson. sem erfiðara getur
orðið að sanna á sakir, enda
fjótt vitað sje um samstarf hans
við hina og meðábyrgð á orð-
um þeirra og gjörðum í um-
4’æddu máli.
Prófessorinn er ungur þing-
rnaður og fáfróður um það sem
gerst hefur í sölum Alþingis. En
-%j) ik.ill fádæma barnaskapur get
ur það verið, ef hann í raun-
-€r>ni heldur að það sje eitthvað
cpánýtt að deilt sje á utanþings
rnenn hjer á Alþingi. Þinghelgin
cr ætluð til þess að þingmenn
geti sagt sannleikann um hvern
ce>- er, jafnvel þótt hann sje
ekki sannanlegur og slík um-
♦n-æli varði því við lög, ef sögð
eru utan þinghelginnar.
G. Þ. G. segir, að fimmmenn-
4>>garnir taki ekki aftur beiðni
um málshöfðun vegna þcss, að
Feir vilji fá þingræðuna dæmda
ótnerka, en ekki það, sem Mbl.
baíði eftir mjer. Jafnframt lýs-
*r hann þó yfir, að beri eitthvað
rniíli handrits þingskrifara og
rnín.s eigin handrits, þá gildi
auðvitað hið síðara þ.e.a.s. það,
sbci Morgunblaðið hafði eft-
ir mjer. Hvaða hugs-
anágrautur er þetta. Prófessor-
inri segist vilja fá dæmd ómerk
ummæli, sem hann viðurkennir
að j.eg hafi ekki viðhaft. Enn
skýrari verður þessi hugsunar-
vííla Gylfa, þegar þess er gætt,
að hann og fjelagar hans hafa
eicki óskað þess að mega höfða
rnál út af því. sem greinir í hand
rifct þingskrifara, heldur út af
rnínum eigin ummælum, eins og
Mhi. hefir flútt þau. Nema þess-
i> mentamenn þurfi nú enn að
breyta beiðni sinni!
Hann. barðist fyrir
Itítmmúnista
„Tveir feður“, er það ekki
*>ý kapítuli 1 sköpunarsögunni,
■;%>ei.Ta prófessor? Jeg get að
sjslísögðu enga ábyrgð borið á
kommúnistum, hvorki fyrr nje
síðar. En áreiðanlega eru synd-
ir þeirra fæstar og minstar,
meðan þeir voru undir minni
handleiðslu, og það samstarf
var sæmilega einlægt þ. e. a. s.
fram á síðari hluta sumars 1946.
Það er mikill misskilningur
hjá G. Þ. G., ef hann heldur að
hann hafi aldrei styrkt völd
kommúnista á Islandi. Oll bar-
átta hans í umræddu máli var
baráttan til eflingar kommún-
ismanum hjer á landi. Hitt
skiftir þó meiru, að með fram-
boði sínu hefur prófessorinn
veitt kommúnistum ótrúlegan
stuðning. Slíkur andstæðingur
sem prófessorinn er mikils
virði. Það mætti segja mjer, að
þau væru ekki fá atkvæðin, er
hrukku frá Alþ.fl. yfir til kom-
múnista, þegar verkalýðnum
var sýnt framan í G. Þ. G. í stað
eins höfuðskörungs Alþingis,
Haraldar Guðmundssonar.
G. Þ. G. þótti hart fyrir mig,
að Gunnar Thoroddsen skyldi
flvtja dagskrár tillögu sína án
míns leyfis. Það þótti prófess-
ornum litið tillit til „formanns
flokksins“. Jeg kem að því at-
riði síðar. Við skulum spyrja að
leikslokum. En sannarlega get-
ur þessi þingmaður djarft úr
flokki talað, eða finst mönnum
það ekki? Hann er víst enn í
flokki. allra þingmanna ótrygg-
astur formanni sínum, og flokki
sínum til sárra leiðinda, já og
oft og einatt minkunar.
Að öðru leyti lýk jeg þessum
stuttu athugasemdum viö ræðu
prófessorsins, með þvi að leiða
athygli að því, sem var aðal-
atriðið í hans ræðu, en það var
að gera sig sjálfan hreinan á
kostnað sinna samseku fjelaga.
,.Mjer hefði aldrei dottið í hug
að stefna“. „Jeg hefi aldrei nærri
Þjóðvöfn komið“. „Jeg er ekki
einu sinni í Þjóðvarnarfjelag-
inu“ o. s. frv., sagði G. Þ. G.
Hann er þá orðinn nokkuð. fínn
maður, eftir alt saman. En hvað
um hina? Hvað um fjelaga
hans? Vantar þá ekki einhvern
málssvara?
Gleggri mynd æskileg
Herra forseti!
ÞAÐ hefir hvarflað að mjer, að
vel væri viðeigandi, að þing-
tíðindin geymdu dálítið gleggri
mynd af því sem hjer er að ger-
ast, en enn er sjeð fyrir, jafn
sjaldgæfan viðburð sem um er
að ræða, er 5 svokallaðir menta
menn, undir forystu eins háttv.
deildarmanns, hafa nú borið
fram ósk um að háttvirt deild
Ijetti af þinghelginni, í því skyni
að þeir geti lögsótt einn al-
þingismann, mig, út af ummæl-
um er jeg hafði um þá í þing-
ræðu. En eftir því sem mjer
best er kunnugt hafa slik til-
mæli um afnám þinghelginnar
aðeins tvisvar sinnum verið
flutt á Alþingi s^ðustu hálfa
öldina.
Ti-1 þess að sú mynd er Al-
þingistíðindin ættu að geyma af
þessum mönnum, hjegómagirnd
þeirra, kjarkleysi. auðnuleysi
og atferli öllu mætti viðunandi
teljast, hefði jeg þó þurft að
rannsaka nokkrar heimildir,
lesa blað ■ þeirra og bæklinga.
Ummæli þeirra hefðu þur'ft að
hanga á hempum þeirra og
skrúða eins og heiðursmerki frá
5. herdeild íslands fyrir dygga
þjónustu í þágu erlends vald-
boðs. Jafnframt var svo nauð-
synlegt að bera þessi ummæli
hjáleigunnar blaðsins „Þjóð-
varnar“ saman við raddirnar
frá höfuðbólinu „Þjóðviljanum"
til þess með því að sýna að óp
„Þjóðvarnar" var aðeins berg-
mál „Þjóðviljans“, — sanna að
þessir samvöxnu andar voru
ekkert nema leiksoppar sterk-
ari vilja, manna. sem hafa á-
kveðið að fórna ættjörð sinni
á altari hugsjónar, sem flestir
Islendingar afneita, hugsjónar
sem fram að þessu hefir svipt
þjóðfjelagsþegnana öllum helg-
ustu og dýrmætustu verðmæt-
um mannlegs lífs alstaðar þar
sem hún hefur rutt sjer rúm og
komist í framkvæmd.
Jeg verð að viðurkenna að
jeg taldi vesöld fimmmenning-
anna þegar orðna svo mikla og
iandslýð öllum svo kunna, að
mjer sýnist nauðsynjalaust og
þá jafnframt tæplega sæmandi
að verja páska helginni til þess
að kynna mjer til hlýtar þá
mynd er þeir hafa teiknað af
sjálfum sjer. Blaðið Þjóðvörn
geymir þessa mynd svo örugg-
lega að hún gleymist ekki. Sá
óþverra haugur verður grafinn
þegar til málsóknar kemur. Þar
inni eru þessir herrar. Þangað
skulu þeir sóttir, afklæddir og
sýndir almenningi.
Staðhæfingar þeirra voru
fjarstæður
Svipleiftur af þeim vil jeg
þó sýna.
I margar vikur, mai’ga mán-
uði, hafa þeir ráðist í ræðu og
riti á ýmsa af forystumönnum
þjóðarinnar, með brigslum um
landráð og föðurlandssvik. Mál-
ið sjálft sem um ræddi, Norður-
Atlantshafssáttmálann, þóttust
þeir þekkja til hlýtar. áður en
sjálfir höfundar sáttmálans
höfðu náð samkomulagi um efni
hans hvað þá orðalag. í skjóli
þess að við sem út af fyrir sig
óskuðum samstarfs við þær
þjóðir, sem okkur eru skyldast-
ar að ætt, uppíuna og andlegu
atgerfi í því skyni að reyna að
bægja voða þriðju heimsstyrj-
aldarinnar frá dyrum mann-
kynsins, gátum ekkert fullyrt
um hvað í sáttmálanum mundi
verða, einfaldlega vegna þess
að enginn vissi þetta á þeim
tíma, staðhæfðu þessir menn að
sáttmálinn fæli í sjer rjett er-
lendra þjóða til þess að hafa
herstöðvar á Islandi á friðar-
tímum og jafnframt skyldu ís-
lendinga til þess, að lögleiða
herskyldu hjer á landi ef ísland
gerðist aðili. Á þessum forsend-
um var landslýðurinn blekktur
og æstur, ekki aðeins til and-
stöðu gegn málinu heldur og til
óbeitar, fyrirlitningár og hat-
úrs á okkur sem kunnir voru
að fylgi við hugmyndina, og
ráðnir í því að tryggja þátttöku
Islands í bandalaginu, ef þess
væri kostur „þannig að fult til-
lit yrði tekið til sjerstöðu ís-
lendinga sem fámennrar og
vopnlausrar þjóðar“. Með þess-
um hætti gerðust 5.-menning-
arnir og aðrir slíkir, 5. herdeild
íslensku kommúnistadeildarinn
ar, sem hvað eftir annað hót-
aði að „hindra“ löglega kosinn
meiri hluta Alþingis í því að
koma fram vilja sínum með lög-
legum hætti á löggjafarsam-
kundu þjóðarinnar.
Um heiðarleik þessara 5,-
menninga og einlægni þeirra í
baráttunni geta menn svo best
dæmt þegar athugað er fram-
ferði þeirra eftir að sáttmálinn
var fullgerður og lagður fyrir
alþjóð manna. Þá kom sem
kunnugt er í ljós, að herskylda
kom ekki til greina. Heldur ekki
herstöðvar á' friðartímum nje
neitt það er þjóðvarnar dótið
áður hafði staðhæft.
Það sem heiðarlegir
menn hefðu gert
Hvað hefðu nú heiðarlegir
menn gert í þeirra sporum?
Jeg bið menn að minnast þess
að áróður sinn gegn sáttmálan-
um höfðu þjóðvarnarmenn
bygt einmitt á því að sáttmál-
inn fæli í sjer herskyldu og
herstöðvar á friðartímum. Á
þeim foi’sendum höfðu þeir og
herrar þeirra kommúnistarnir
blekkt landslýðinn til andúðar
og andmæla. Á þessum forsend-
um hafði þeim tekist að afla mót-
mæla gegn þáttöku íslands í
bandalginu. Nú lá fyrir skjal-
leg óyggjandi sönnun fyrir því
að þessar forsendur væru rang-
ar, ættu við ekkert að styðjast.
Fyrir þeim væri alls enginn
fótur.
Og nú spyr jeg enn: Hvað
bar heiðarlegum mönnum að
gera?
Svarið getur ekki orðið nema
eitt af tvennu.
Annað hvort bar þeim að
gleðjast yfir því, að íslandi
voru ekki sett nein óaðgengileg
skilyrði fyrir þeirri auknu
vernd landi og lýð til handa,
sem .í sáttmálanum felst, játa
síðan villu sína og fara ham-
förum til þess að tryggja að
allir þeir, er látið höfðu blekkj-
ast af orðum þeirra og athöfn-
um, fengju vitneskju um sinna-
skiftin og hvað þeim hefði
valdið,
eða, ef þeir samt sem áður
voru andvígir þátttöku íslands,
— ef ástæður fyrir mótspyrnu
þeirra voru ekki þær, sem þeir
höfðu gint landslýðinn með,
heldur alt aðrar, ef þeim var
það ekki gleðiefni, heldur von-
brigði að sáttmálanum fylgdu
engin óaðgengileg skilyrði, held
ur einhliða fengur íslandi til
hahda, — þá bar þeim samt sem
áður að játa fyrir almenningi
að forsendurnar voru brostnar
og fjelagasamþykirnar því reist
ar á misskilningi. Jafnframt var
þeim að sjálfsögðu frjálst að
mæla gegn þátttöku íslands.
Þeir völdu hvorugan
kostinn
Hvorugan þennan kost völdu
þessir herrar. Nei. Til þess
skorti þá allt nema kannske
að refsa
mentunina. Þeir völdu aðrffi
leið. Þeir hertu róðurinn. Menn-
irnir, sem alt þóttust vita um
sáttmálann, meðan enginn gat
vitað neitt um endanlegt efni
hans og form, hjeldu því nú
fram, nú þegar sáttmálinn lá
fyrir orði til orðs og allir vissu
því alt um hann, að enginn vissi
neitt um sáttmálann. Og nú var
baráttan hert. Því hagstæðari
sem sáttmálinn reyndist íslend-
ingum því fjandsamlegri varð^
andstaða þeirra. Nú var ekki
raka þörf, enda engin fyrir hendi
Helst var þó haft að vopni, að
ekkert væri að marka hvað í
sáttmálanum stæði, enda veeri
flest miðað við að blekkja ís-
lendinga. Þetta voru fátækleg
rök. Þessi vopn bitu illa, það
skildu jafnvel þjóðvarnarmenn-
irnir. En þeir áttu önnur úr-
ræði. Stóryrði, illgjarnar getsak-
ir, hatursfullar persónulegar á-
rásir og brigsl um landráð og
föðurlandssvik. Þessi gróður óx
og dafnaði í dálkum „Þjóðvarn-
ar“ svo furðulega hratt og vel
að þess er varía von, að menn
festi trúnað á að Hákon skóg-
ræktarstjóri hafi við nokkurri
plöntu snert i þeim aldingarði.
Jeg skal ekki orðlengja um
þetta að sinni, Sáningunni var
lokið. Uppskerunnar var beðið,
--O—-
Úrslitadagurinn
30. mars
Og nú rann upp hinn 30,
mars, dagurinn, sem löglegur
meiri hly.ti Alþingis ætlaði að
taka þá ákvörðun sem ,p-öddin“,
„Þjóðviliinn“, hafði tilkynnt að
„þjóðin“ skyldi „hihdra“, þá
ákvörðun, sem „bergmálið“
„Þjóðvörn“ nafði æst landslýð-
inn gegn með lævísi og blekk-
ingum.
Ákveðið var að láta þjóð-
varnarhetjurnar boða til borg-
arafundar í mótmælaskyni. Þá
var útskýrt fyrir hetjunum. að
þeir væru búnir að æsa lands-
lýðinn svo mákið, að slíkt fund-
arhald gæti leitt til vandræða,
— vandræða fyrir þá sjálfa. —•
Það hreif. Vandræði — það var
fyrir sig. En vandræði fyrir þá
sjálfa. Slík fásinna kom ekki
til greina. Ef um slíkt gat ver-
ið að ræða, þá var svo sem eng-
in nauðsyn að vera með nein
fundarhöld. Þá voru mótmæli
„þjóðarinnar“ a. m. k. þýð-
ingarlítil. Þá varð Alþingl!
heldur að fá að selja ættjörðina
í friði.
Þetta smáslys, að kjarkurinn
skildi við hetjurnar, varð svo>
til þess að húsbændurnir neydd-
ust til að koma sjálfir fram á
sjónarsviðið. Þeir boðuðu, sem
kunnugt er, fund þennan dag,
og stefndu þeirri fylkingu að
Alþingishúsinu.
Mjer er óþarft að rekja hj er
rás viðburðanna 30. mars. Þeir
eru öllum Alþingismönnum í
fersku minni. Blöð landsins
hafa birt frásagnir frá þeim og
umræður þær, er fram fóru hjer,
á Alþingi daginn eftir, hinn 310
mars, hafa flutt þá sögu inn I
þingtíðindin Að þessu sinni læt:
jeg nægja að segja, að það van
djörf og karlmannleg fram-
koma lögreglustjóra Reykjavík-
ur og hans rösku manna, ró2
Framh. á bls. 12.