Morgunblaðið - 20.04.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1949, Blaðsíða 16
yTSPCRÚTLITlÐ: FAXAFLÓI-. Vestau átt. — Lægir og IjeUir tii — RÆÐAN, sem aldrej var halt1-« in. Frá áttræðisafmæli Hjalta Jónssonar. Sjá grein á bls. 3 88. tl»l. — iVIiðvikudagur 20. apríl 1949. .Skíðamót Islands liefst á morffiin við Kolviðarhól r 13S keppendur laka fiátt í mófinu SKÍÐAMÓT íslands hefst á sumardaginn fyrsta við Kolvið- arhól og stendur fram á sunnudag. Keppendur í mótinu eru alls 135. Er þetta næst fjölmennasta skíðalandsmót, sem hjer hefir verið haldið. Flestir keppendurnir eru frá Reykjavík, eða «4; Sigifirðingar eru 16. Þingeyingar 13, Akureyringar 9, ís- fieðingar 8 og Strandamenn 5. Meðal keppendanna eru flestir eða allir bestu skiðamenn ) ..’dsir.s og allir þeir, sem urðu íslandsmeistarar á lands- RKítinu á Akureyri í fyrra. Gera má því ráð fyrir mjög í:1 emmtilegri og harðri keppni. Kjörin „droHning" á vorhálíð í Virginia •Svig kvenna. Á fimmtudaginn hefst mót- t$ kl. 10 f. h. með keppni í íívigi kvenna í öllum flokkum og svigi karla í B- og C-fl. í kvennasviginu eru keppend- ui aðeins sex. Meðal þeirra er íngibjörg Árnadóttir, SKRR (Skíðaráði Reykjavíkur), nú- verandi íslandsmeistari og Að- alheiður Rögnvaldsdóttir, SKS (Skíðaráði Siglufjarðar), ís- ) r.'csmeistari 1947. — í C- ÍJ jkki kvenna eru keppendur 14. í B-flokki karla eru 23 Iteppendur og 34 í C-flokki. Slrifíaganga. 4X10 km. skíðaganga (vega- kngelin er þó ekki alveg 10 'imv) fer einnig fram á fimtu- daginn og hefst hún kl. 5 e. h. Ee : sveitir taka þátt í þeirri keppni. Þrjár þeirra eru frá H3Þ (Hjeraðssambandi Þing- eyinga), ein frá SRS (Skíða- rAð.r. Siglufjarðar), ein frá í'.RÍ (Skíðaráði ísafjarðar) og ein frá HSS (Hjeraðssambandi F>1randasýslu). JBnínið í Vífilfelli. Á föstudaginn fer fram brun- Iteppni karla í öllum flokkum. Verður brunið- í Vífilfelli og hefst kl. 5 e. h. Keppendur í A-f Jokki eru 25. Meðal þeirra eru: Magnús Brynjólfsson frá Akureyri, núverandi brunmeist ari, Jónas Ásgeirsson, SRS, brunmeistari 1947, Haraldur Félsson SRS. Guðmundur Guð- mundsson. ÍBA (íþróttabanda- \<-gí Akureyrar), Gunnar Pjet- ursson, SRÍ og Reykvíkingarn- ir Stefán Kristjánsson, Magn- úr; Guðmundsson, Gísli Kristj- ánsson, Ásgeir Eyjólfsson Guðni Sigfússon og Þórir Jóns- son. ■Flokkakeppni í svigi. Fyrir hádegi á laugardag fer fram flokkakeppni í svigi. — Keppa þar fjórar fjögurra Bianna sveitir um sæmdarheit- ið „besta svigasveit íslands11 og einnig um „Slalom“-bikar Litla Skíðafjelagsins. Sveitirnar eru frá Reykjavík, ísafirði og Siglufirði. Reykvíkingar unnu Iþ" keppni á síðasta lands- wnótl Fingeyingar fjölmenna i g Miguna. Þá fer fram á laugardag- •ir.r'. keppni í göngu í öllum fl )kkum og hefst hún kl. 4,30 c h. — í A-flokki og B-flokki cv i 23 keppendur, og eru Þing eyingar þar langfjölmennastir. Meðal keppenda erif (rásnúm- er þeirra er í sviga fyrir aft- an nafnið): Guðmundur Guð- mundsson. ÍBA (2), núverandi íslandsmeistari, Valtýr Jónas- son. SRS (7), Haraldur Páls- son, SRS (10), Matthías Kristj- ánsson, HSÞ (11), Jón Kristj- ánsson, HSÞ (14), en hann gekk á skemmstum tíma á lands mótinu í fyrra, en var þá í B- flokki og varð því ekki íslands- meistari, Gísli Kristjánsson, SKRR (18) og Jóhann Jóns- son, HSS (20), íslandsmeistari 1947. — í göngu unglinga eru keppendur 12. Svig karla í A-flokki. Á sunnudag fer fram keppni í svigi í A-flokki karla og hefst hún kl. 10,30 f. h. Kepp- endur eru alls 24. Það eru þeir sömu og í bruninu. Meðal þeirra er núverandi svigmeist- ari, Haraldur Pálsson frá Siglu firði. Stökkkeppnin. Stökkkeppnin fer einnig fram á sunnudag og hefst kl. 2,30 e. h. Stokkið verður af Kol- viðarhólspallinum, en hann er gerður fyrir allt að 49—50 m. stökk. —• Keppendur í A- og B-flokki eru 15. Meðal þeirra eru: Sigurður Þórðarson, ÍBA, núverandi íslandsmeistari, Sigl firðingarnir Jón Þorsteinsson, íslandsmeistari 1947, Jónas Ás geirsson, Haraldur Pálsson og Ásgrímur Stefánsson, en hann á brautarmetið og Guðmund- ur Guðmundsson, ÍBA. í ungl- ingaflokki eru keppendurnir 8. Meðal þeirra eru Siglfirð- ingarnir Guðmundur Árnason og Jón Sveinsson. Merki mótsins. Aðgangseyrir fyrir áhorfend- ur að mótinu er mjög lágur, að eins 5 krónur að allri keppn- inni. Seld verða merki, sem menn verða að bera. Þeir, sem fara með bílum frá Ferðaskrif- stofunni eða íþróttafjelögunum, kaupa þau um leið og farmið- ana. Öðrum skal ráðlagt að gera það áður en þeir fara úr bænum. (Merkin fást í Ferða- skrifstofunni). WASHINGTON — Bandaríkja menn hafa látið teikna ný flutn- ingaskip, sem hægt á að vera að fjöldaframleiða, ef til styrjaldar skvldi koma. Þau eiga að koma í stað „Lyberty“-skipanna úr síðasta stríði. _ _ilS ku samning- :j ir aifikum ágæiur HINN 13. april var undirritaður í London heildarsamning- ur um viðskipti milli íslahds og Bretlands árið 1949, en um- ræður um viðskiptasamninga milli landanna hófust í fyrri hluta febrúarmár.aðar. Áður var búið að undirskrifa'*'" UNGFRÚ Margrjet Thors, dótt ir frú Ágústu og Thor Thors sendiherra í Washington, hefir veiið kjörin ,.drottning“ á vor- hátíð, sem haldin verður innan fárra daga í Winchester í Virg- iniafylki og nefnist hátíð þessi „Apple Blossom Festival". Var Margrjet kjörin meðal fulltrúa frá mörgum löndum og þykir þetta hinn mesti heið- ur fyiir unga stúlku, að verða fyrir valinu, þar sem tugþús- undir manna taka þátt í hátíða höldunum og fylgst .er með þeim um öll Bandaríkin. Blöðin í Bandaríkjunum hafa undanfarna daga birt myndir af Margrjeti og skýrt frá því, að hún verði ,.drottning“ á þessari vorhátíð. T. d. birtu flest New York blöðin mynd af henni s.l. föstudag í þessu til- efni. Tveim piltum hjargað ÁTTA menri lögðu sig í beina lífshættu í gærkveldi á björg- unarbátnum Þorsteini, við að bjarga tveim piltum, sem nærri því voru orðnir úti í Akurey. Piltarnir fóru út í eyna skömmu fyrir hádegi í gær á litlu bátskrífli.. En um hádeg- isbilið gerði aftaka vestan- veður, sepi kunnugt er, og þá var hafnsögubáturinn beðinn um að skyggnast eftir piltun- um, en hafnsögumennirnir sáu ekkert til þeirra. Var þá leit- að til Slysavarnafjel. og gerði það ráðstafanir til að leita með- fram Kollafirði og inn í Sund, en án árangurs. Um kl. 7 í gær- kveldi fóru átta menn á björg unarbátnum Þorsteini út í Ak- urey, til að leita piltanna. Var þá komið þar foráttu brim, svo að gekk yfir alla eyjuna. Var þetta hin hættulegasta lending, sem tókst þó vel, og fundu mennirnir piltana, nær dauða en lífi. Talið er víst að þeir myndu ekki hafa lifað nóttina af, svo var af þeim dregið. Námsfólk. WASHINGTON — Samkvæmt Iupplýsingum bandarísku hag- stofunnar, voru meir en 28 milj- , ón Bandaríkjamanna við nám, þegar núverandi skólaár hófst. sjersamning um fisklandanir í1 Bretlandi fyrir sumarmánuð- ina, eins og tilkynnt hefur ver ið. — Samkvæmt heildarsamn- ingnum verður selt til Bret- lands verulegt magn af hrað- frystum fiski svo og nokkrar aðrar fiskafurðir, síldai'lýsi og síldarmjöl. Á næstunni verður gengið frá sjersamningum um sölu á þess um afurðum. Þá hefur eninig verið sam- ið um innflutning frá Bret- landi á ýmsum vörutegundum, sem venja er að kaupa þaðan, svo sem járn- og stálvörum, kolum, o. f 1., og er gert ráð íyrir að þessi innflutningur verði ekki minni en á árinu 1948. ★ Morgunblaðið hefir átt tal við Kjartan Thors, framkvæmd arstjóra, en hann átti sæti í nefnd þeirri, er vann að bresk- íslensku samningunum. Um árangur af samningunum. Um og niðurstöðu komst hann að orði á þessa leið: Áður en samingar hóf- ust að þessi sinni, var ríkis- stjórninni og okkur nefndar- mönnum Ijóst, að samningarn- ir myndu geta orðið erfiðir. Okkur hafði skilist, að Bret- ar myndu ekki vera fáanlegir til að kaupa hraðfrysta fiskinn með sama háa verðinu og þeir áður höfðu greitt fyrir hann og nota fje úr ríkissj. sínum til að greiða verðið niður handa neyt endunum. En sem kunnugt er, er hámarksverð á slíkum fiski til neytenda mikið lægra, en það verð, sem íslendingar hafa fengið fyrir fiskinn á undan- förnum árum. En þá var hrað- frysti fiskurinn keyptur í sam- bandi við síldarlýsið og nokk- ur verðmiðlun sett, á milli þess ara vörutegunda. Nú var það hinsvegar á- kveðið af hálfu Breta, að þeir vildu ekki hafa þessa aðferð á kaupaunum lengur. Við is- lensku samninganefndarmenn- irnir óttuðumst því, að okk- ur myndi ef til vill ekki tak- ast, að selja hraðfrysta fisk- inn fyrir hærra verð, en 'sam- svaraði hámarksverðinu breska. Þetta fór þó allt betur, en á- horfðist í byrjun. Enda þótt eki tækist að ná fulkomlega íslenska ábyrgðarverðinu fyrir fiskinn, þá verður að játa, að verð það, serri fjekkst fyrir hann, er eftir atvikum vel við undandi, sjerstaklega með til- liti til þess, að tekist hefir, að selja mun meira fiskmagn en undanfarin ár. Verð það, sem fjekkst fyr- ir síldarlýsi og síldarmjöl verð- ur að teljast mjög sæmilegt ef ' miðað er við núverandi heims markaðsverð á þessum vörum, Þá má og geta þess, að samkomulagið um löndun á ís- lenskum ísfiski í Bretlandi fjekkst talsvert lagfært að áliti útgerðarmanna, að því er snert ir löndunarhafnir. Okkur nefndarmönnum ber öllum saman um, að við samn- inga þessa í London mætt- um við mjög mikilli vin- semd og skilningi á þörfum okkar frá hendi hinna bresku samningarnefndarmanna. Að árangurinn varð það góður sem raun ber vitni um, eigum við óefað samningalipurð nefndar- mannanna að þakka, og þó ekki síður þeirri velvild, sem við urðum aðnjótandi innan bresku ríkisstjórnarinnar. Níu togarar komu af veiðum UM bænadagana mun hafa ver ið all-sæmileg veiði hjá tog- urunum. Dagana 16. og 18. apríl komu níu togarar af veiðum hingað * til Reykjavíkur og héldu samdægurs áleiðis til Bretlands og Þýskalahds með afla sinn Voru þeir yfirleitt með sæmilegan afla og sumir þeirra með góðan. Til Bretlands fóru Garðar Þorsteinsson, Sur- prise, Júlí, Bjarni Ólafsson og Bjarni riddari. — Til Þýska- lands fóru Helgafell RE, ísólf- ur, Fylkir og Ingólfur Arnar- son. Lækkað bílaverð. DETROIT — Ákveðið hefur verið að lækka verðið á bílum Hodsonverksmiðjanna um 15 til 100 dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.