Morgunblaðið - 20.04.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20- apríl 1949.
JHwgiiistMaMft
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ‘flFiUWfll
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðaiin.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla.
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
5.
HERDEILDIN
EINN merkasti þáttur mannkynssögunnar er aldalöng þró-
unarbarátta, sem skapaðist af vaxandi þroska einstakling-
anna og gróandi rjettarvitund fólksins, er stefndi að því
að skapa menningarleg rjettarríki úr öryggissnauðum sam-
íjelögum forrjettinda og ofríkis.
Fremst á þessari þroskabraut eru hinar vestrænu lýð-
frelsishreyfingar Evrcpu, og hjá Engilsöxum og á Norður-
löndum festir hin fjelagslega rjettarvitund sterkastar ræt-
ur. Af sama toga voru þær rjettarhugmyndir frelsiselskandi
fólks, sem grundvölluðu Bandaríki Norður-Ameríku undir
leiðsögn manna eins og Jeffersons og Abrahams Lincoln.
(„That government of the people, by the people, for the
people“---Stjórn fólksins sjálfs, kjörin af fólkinu, helguð
fólkinu---).
' ★
Gegn þessari þróun þjóðfjelaganna hafa risið tvær ægi-
legar andstæður, sem samkvæmt eðli sínu er þó sama
afturhvarfið til öryggisleysis einstaklinganna í ofbeldis-
ríkjum einræðis og leynilögregluvalds, en þær eru komm-
únisminn og nasisminn.
Eftir hið geigvænlega blóðbað og hörmungar síðustu
heimsstyrjaldar er nasisminn í senn yfirbugaður um leið
og þjóðunum skyldist hið frumstæða eðli þessarar ofbeldis-
stefnu. Frelsisunnandi þjóðum skilst einnig í dag sams-
konar eðli kommúnismans. En þeirri stefnu hefur „auðn-
ast“, m. a. fyrir blóðfórnir lýðfrelsisþjóðanna, að yfirbuga
„800 milljónir manna frá Berlín til Kyrrahafs,“ eins og
formaður kommúnistaflokksins hjer á landi komst að orði.
í>ess vegna, — af því að þetta ægiveldi ofbeldisins boðar
auðsveipum þjónum sínum dýrðina og forrjettindi, alveg
eins og Hitlerisminn gerði, þegar veldi hans var mest, eru
nú til 5. herdeildir kommúnista í flestum löndum, með ná-
kvæmlega sama sniði og áður voru þessar þokkalegu svika-
herdeildir Hitlers.
★
íslendingum hefur nýlega hlotnast að sjá framan í hið
rjetta andlit 5. herdeildar kommúnismans hjer á landi.
Atburðirnir við Alþingishúsið hinn 30. mars sýndu þúsund-
um Reykvíkinga, sem þar voru saman komnir, forsmekkinn
af því „menningarríki“, sem kommúnisminn boðar. —
Forsprökkum kommúnista fór eins og glæpamanni, sem
missir grímuna frá andlitinu að óvöru. Síðan hafa þeir verið
að reyna að koma grímunni upp aftur. En fumið er of
mikið. Tiltektirnar, skrif Þjóðviljans eftir atburðina, verða
enn betur en áður til að auglýsa 5. herdeildina.
Þess vegna fyrirlíta allir sannir íslendingar í dag komm-
únismann nákvæmlega jafnt og nasismann — þrátt fyrir
veldi ofríkisins í dag — já, einmitt vegna milljónanna, sem
verða að lúta ofbeldinu.
★
Þessi fyrirlitning fólksins er forsprökkum 5. herdeildar-
innar mikið áhyggjuefni. Þeir hafa verið ráðviltir. Fyrst var
hið ólánsama fólk, sem kommúnistar höfðu æst til hryðju-
verka, slegið til riddara í dálkum Þjóðviljans á rómantísk-
an hátt. En þegar þessi aðferð sló ekki í gegn var farið að
tala um ársáarlýðinn eins og drengi þá, sem valda óspekt-
um á gamlárskvöld. Og enn var skotið yfir markið Og þá
slógu Þjóðviljamenn út síðasta trompinu, að þeir, sem árás-
ina gerðu á þinghúsið, hefðu bara verið Heimdallarskríll
sem hugðist svo að kenna saklausum kommúnistum um allt
saman!!
5. herdeild kommúnista má ekki halda, að íslendingar sjeu
komnir austur fyrir járntjaldið. Slík skrif Þjóðviljans geta
verið góð og gild í ríkjum rjettarmorðanna og „játninganna“,
þar sem prestar og kardínálar eru dregnir fyrir pólitíska
dómstóla kommúnismans. Hjer á landi eru þau aðeins enn
frekari auglýsing þeirrar siðspillingar, sem fer í kjölfar
kommúnismans.
\JiLuerji óhripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
„Skelfing deyr af
fólkinu“
ÞRÁTT fyrir ljelega kristin-
dómsfræðslu í skólum lands-
ins, sem kvartað er yfir, vita
víst flestir hversvegna við höld-
um páskahátíð. Það geta verið
til menn, sem halda, að það sje
eingöngu til þess að gefa skíða-
fólki tækifæri til að príla upp
um fjöll, eða að það sje hrein-
lega leti, sem veldur því, að
flestir leggja niður vinnu í 5
daga.
Og vart eru allir eins og
fermingarstrákurinn, sem svar-
aði hróðugur, er hann var spurð
ur hvað hefði skeð á páskunum:
„Þá fæddist’ Maria mey.“
Eða gamla konan, sem var í
strætisvagni á föstudaginn
langa og sá, að alstaðar var
flaggaðÁ hálfa stöng og varð
að orði: „Skelfing deyr af fólk-
inu.“
Astæðulaust að
örvænta
EN ÞÓTT langa fríið sje búið
í bili, þá er ástæðulaust að ör-
vænta, því á morgun er sum-
ardagurinn fyrsti og „þá er aft-
ur lokað búð og hætt að höndla“
á íslandi.
Það er gott að eiga náðuga
daga. Þótt fleiri og fleiri sjeu
að komast á þá skoðun, að það
sje ekki holt, að hanga aðgerð-
arlaus í borginni frídagana og
leggi því land undir fót.
Skíðafólkið prílar upp um
fjöllin og þrælar eins og púls-
hestar til að komast á efsta
tindinn. Flestir koma örþreyttir
til baka o ghvílast svo vel við
sín daglegu störf.
•
Að kunna vel til verks
„ÞETTA er að kunna vel til
verks og vera lands síns hnoss“
var einhverntíma kveðið. Og
það datt mjer í hug á laugar-
daginn fyrir páska, þegar „Gej^s
ir“ Loftleiða kom frá Banda-
ríkjunum.
Kvöldið áður, skömmu eftir,
að „Geýsir“ lagði af stað frá
Sidney í Nove Scotia áleiðis til
íslands, spurði jeg hvenær von
væri á flugvjelinni til Reykja-
víkur.
„Klukkan 6,27 í fyrramálið,"
var svarið.
Og nákvæmlega á mínútunni
um morguninn var vjelin yfir
Reykjavíkurflugvelli.
•
„Annað nafn á
Grænlandi.“
MEÐ „Geysi“ að þessu sinni
voru tveir eða þrír amerískir
útvarps og kvikmyndamenn,
sem eru komnir hingað til þess
að segja frjettir frá landi og
þjóð og taka hjer kvikmyndir.
Einn þessara manna kvaðst
hafá verið kvaddur skyndilega
til þessarar íslandsferðar og
játaði, að ekki hefði hann vitað
mikið um hvert hann var að
fara. Hann hefði því spurt vini
sína og kunningja hvað þeir
vissu um ísland..
Enginn gat svarað því svo
vit væri í. Þar til loks, að einn
vinur hans þóttist hafa svarið.
„ísland,“ sagði hann. „Jeg
held að það sje bara annað nafn
á Grænlandi!“
•
Þekkti ekki Reykjavík
AMERÍSKAR útvarpsstöðvar
veita há verðlaun í sumum dag-
skrárliðum sinum og skifta verð
launin stundum þúsundum doll
ara. í getraunum og spurnir.ga-
tímum hlaðast verðlaunin stund
um upp í háar upphæðir, eftir
því, sem spurningarnar þyngj-
ast og sá, sem duglegastur er
að svara fær alla fúlguna að
lokum.
í einni slíkri dagskrá kom
það fyrir á dögunum, að ungur
piltur hafði svarað öllum spurn
ingunum rjett og var aðeins ein
spurning eftir. Gæti hann svar-
að henni fjekk hann alla fúlg-
una, sem var orðin há upphæð.
Og svo kom síðasta spurn-
ingin: „Hvað heitir höfuðborg
íslands?“ Það vissi hann ekki
og misti af verðlaunum fyrir
, bragðið.
Kemur víða við
ÞAÐ er gamla sagan, að út-
lendingaar vita alment heldur
lítið um okkur. Og getum við
sjálfum okkur um kent, því
ekki er það svo mikið, sem við
leggjum á okkur til þess að út-
breiða þekkingu um land og
þjóð erlendis. Sumir íslending-
ar telja það líka óþarfa einn og
segja sem svo, að ekki sjeu það
nema aular einir, sem ekki
þekki hina miklu söguþjóð.
En undanfarið hefur brugðið
svo við, að ísland hefur oft ver-
ið nefnt í heimsblöðunum.
•
Virðulegir fulltrúar
ÞAÐ er ekki ónýtt að eiga jafn
virðulega fulltrúa og sendiherra
hjón íslands í Washington, frú
Ágústu og Thor Thors. Nýlega
var þess getið í blaði í Washing
ton, að það væri ekki efamál, að
þau væru vinsælustu sendi-
herrahjónin þar í borg — og
þarf nokkuð til að fá slík um-
mæli.
Þá mun það vekja athygli og
áhuga fyrir okkur og landinu,
að dóttir sendiherrahjónanna,
ungfrú Margrjet, hefur verið
valin sem „drottning“ á vor-
hátíð í Virginia-fylki. — Hafa
birst myndir af henni í þessu
tilefni i blöðum víðsvegar um
Ameríku núna um páskana.
í hinu víðlesna tímariti
„Life“ birtist mynd af utanrík-
isráðherra íslands, þar sem
hann er að skrifa undir Atlants
hafssáttmálann, en ræðu hans
hefur verið sjerstaklega getið
í mörgum blöðum um heim all-
an.
•
Heyrt á götunni
ÞEGAR menn voru að brjótast
heim í hádegismatinn í hríðinni
í gærdag voru sumir að velta
því fyrir sjer, hvort víðavangs-
hlaupinu á sumardaginn fyrsta
yrði ekki snúið upp í skiða-
kepRni að þessu sinni, eða hvort
hlaupagikkirnir yrðu á snjó-
skóm.
......................
| MEÐAL ANNARA ORÐA ....
................
Sænsku sijómmálamennímir og hershöfðingiarnir ósammála
Eftir Thomas Harris,
frjettaritara Reuters.
STOKKHÓLMUR — Hershöfð
ingjarnir og stjórnmálamenn-
irnir í Svíþjóð eru ósammála
um utanríkisstefnu landsins.
Sænska sósíalistastjórnin hef-
ur þegar tekið þá afstöðu, að
gerast ekki aðili að „stórvelda
blokkunum“, eins og ráðherr-
arnir kalla það, en hershöfð-
ingjarnir, sem fyrst og fremst
bera ábyrgð á hervörnum Sví-
þjóðar, eru þeirrar skoðunar.
að landið eigi að treysta örvggi
sitt með einhverskonar sam-
vinnu við Atlantshafsbandalag
ið.
Bengt Nordenskjold, yfir-
aður flughersins, sagði nýlega
í ræðu í Lundi:
SAMVINNA
NAUÐSYNLEG
„VIÐ getum því aðeins ráðið
yfir fyrsta flokks hergögnum,
ef við höfum tæknilega sam-
vinnu við eitthvað stórveldi.
Við verðum að ganga þannig
frá hnútunum, að við getum
haft slíka samvinnu við vest-
rænu þjóðirnar“.
Nils Svedlund hershöfðingi,
sagði í ræðu í Stokkhólmi:
„Möguleikar okkar til varn-
ar byggjast að miklu leyti á
því, hvort við getum átt ad-
gang að hinum nýju hergögn-
um og uppfinningum stórveld-
anna. Andstöðuafl okkar
mundi þverra mjög hratt, ef
við gætum þetta ekki. — Það
liggur í augum uppi, að sú
hjálp, sem undirbúin hefði
verið á friðaftímum, mundi
reynast haldbest og skjótust,
ef til ófriðar kæmi“.
SVEDLUND hershöfðingi
minntist í ræðu sinni á tillög-
una um skandinaviskt her-
varnabandalag. Hann sagði
meðal annars:
„Sameiginlegar varnir, án
bandalagssámninga við önnur
lönd, hefðu ekki veitt Skand-
inavíu tiltakanlega aukið ör-
yggi. Hitt er annað mál, að
norrænt hernaðarbandalag,
með samvinnu við önnur ríki,
hefði getað lagt mikið til ör-
yggismála Skandinavíu“.
Bæði Svedlund og Norden-
skiold lögðu áherslu á, að
Sovjetríkin mundu verða að
hafa opnar samgönguleiðir yf-
ir Svíþjóð, ef til styrjaldar
kæmi við meðlimaþjóðir Atl-
antshafbandglagsins.
KOMMÚNISTAR
ÆFIR
HELGE Jung, æðsti maður als
herafla Svíþjóðar, teltur undir
þetta. Hann hefur einnig var-
að Svía við því, að einangra
sig ekki frá Vesturveldunum.
Hann telur Svíþjóð ekki geta
komist af, án aðstoðar þeirra,
bæði á friðar- og ófriðartím-
um, og fullyrðir, að landið
geti því ekki vísað á bug öll-
um boðum um hervarnasamn-
inga.
Hreinskilni Jung hefur vald
ið sænsku stjórninni nokkrum
vandræðum, enda þótt ráð-
herrar hafi tekið fram opin-
berlega, að hershöfðingjar
landsins hafi jafnmikinn rjett
á að láta í ljós skoðanir sínar
og aðrir borgarar.
Kommúnistarnir sænsku
hafa á hinn bóginn brugðist
æfir við, og blað þeirra, „Ny
Dag“, fullyrt hvað eftir annað,
að hershöfðingjarnir væru
„hernaðarlegir gróðursseggir,
sem eru að reyna að hrynda
af stað þriðju heimsstyrjöld-
inni“.