Morgunblaðið - 24.04.1949, Page 14

Morgunblaðið - 24.04.1949, Page 14
n MORbUlSBLÁÐIÐ Suhrmdagur 24. apríl 1949. II Framhaidssagan 9 Myndir hins liðna Eítir Helen Reilly i/mimmiimiiitimmmmii iiimiimmiimiiimiiiiiiimmitmtmmmmmimmiimiimmmmmifmmmmmmmimiiniiiimmtiimmmmtmmmmHt IIIIIIIIIIIIHIr tnegin við kringluleita mann- inn. Bifreiðin .... hún reyndi að sjá hana fyrir sjer aftur . . jú, í Greenfield . . Bradley, var ekið í sams konar bifreið, þeg ar hann fót út að fá sjer frískt )oft. ,,Bifreiðin var gömul trg und af Cabriolet, grá með svartri umgjörð um gluggana“_ ,,A-ha“. John fjekk sjer aðra rigarettu úr öskjunni á borð- j nu. „Veitstu nokkurn veginn hvað hún var gömul?“ Gabriella var ekki viss. lík Jegan síðan í kringum 1930 — Hann spurði hana enn um Jo- ‘nnu Miadleton, Claire, Blake Evans, Bonds-hjónin og þótt undarlegt væri, um Brendu Holmes.. Hvernig hafði þessu fólki orðið við dauða Marks. Ilafði nokkurt þeirrk verið r.ammála henni um það, að Mark hefði verið myrtur? ..Jæja“, sagði hann og brosti. ,,Jeg er kannske farinn að r.pyrja þig um atriði sem skipta ekki máli. En jeg verð að geta tíregið upp einhverja mynd_ — Jeg var ekki viðstaddur, eins og þú veitst“. Gabriella gat ekki sagt ann- að um Bonds-hjónin, en að þau höfðu verið henni ákaflega hjálpleg. Þau höfðu líka verið stödd hjá Mark, þegar kringlu- Jeiti maðurinn kom fyrst. Þau höfðu ekki sjeð hann, en þau höfðu ekki tekið neina ákveðna afstöðu til málsins. Hún vissi ekkert um hitt fólkið, nema það að Blake Evans hafði verið hjálplegur við Claire, þegar hún fjekk grátkastið við jarð- arförina. Hún hafði alla tíð tíáð Mark mjög. Þetta var í annað skipti, sem John minntist á Blake. „Hvers vegna ertu að blanda Blake inn í þetta“, spurði hún. ,,Hann og Mark þekktust varla. Að- ins í gegn um Claire“. John yppti öxlum „Mjer finnst líkur benda til þess, að ef Mark var myrtur, þá hafi' kunnugur maður gert það. j Byssan hans til dæmis .... hann geymdi hana í skúffunni í borðinu við gluggann. Það vissi enginn, nema nánir kunn ingjar hans. Kringluleiti mað-; urinn, sem þú ert alltaf að tala' um, mundi alls ekki geta vitað það. Og hann sendi frú Pendle- j ton út. Ef til vill vildi hann ekki, að hún sæi þann, sem: hann átti von á“. Það fór hrollur um Gabri- ellu_ „Heldurðu að Mark harfi gert boð eftir einhverjum?“. „Getur verið“. Þau sátu lengi og John spurði hana í þaula. Hann mundi hafa haldið áfram alla nóttina, ef hún hefði haft frá einhverju fleiru að segja, En hún var búin að tína allt til, og var orðin steinuppgefin, þegar John stóð loks upp. En hann var ekki búinn. Hann sneri hattinum vand- ræðalegur á milli handa sjer. „Ertu alveg viss um, að mað- urinn, sem hringdi til þín í kvöld, hafi nefnt kringluleita manninn?“_ Var John í vafa um, að hann gæti treyst orðum hénnar? „Jeg veit ekki hvern hann gat 1 átt við annan“, sagði hún þurr lega. „Maðurinn, sem hringdi spurði mig, hvort jeg kærði mig.um upplýsingar um mann- inn. sem kom til Marks 23. júní“. John kinkaði kolli. ,,.Tá, ein- mitt .... Má jeg? ....“. Hann tók handfylli af sígarettum úr öskjunni á borðinu, og stakk þeim í vasa sinn_ ,,Nú fer jeg. Mundu að læsa dyrunum á eftir mjer“. Hann leit ekki á hana svo að hún gat ekki lesið neitt úr svip hans. „Jeg held, að það þurfi að rannsaka málið allt frá byrjun“, sagði hann. „Við verðum að finna þeníian kringluleita mann þinn. Það þarf ekki að vera, að hann sje sá seki. Við vitum ekkert um það fyrr en við náum í hann_ Það er maður hjá okkur, sem heitir Pete Basil. Hann vinnur við ýmisleg trúnaðarstörf og hann er mjög glöggur maður. Jeg segi honum allt af ljetta, og. bið hann að reyna að hafa upp á þeim kringluleita. Hann er viss með að komast að ein- hverri niðurstöðu?“. John trúði henni þá .... Henni Ijetti óumræðanlega mikið. Hún fylgdi honum fram að dyrunum_ Hann sagði henni að læsa. „Og svaraðu ekki, þó að síminn hringi aft- ur í kvöld“, sagði hann. Hann stóð við hlið hennar og virti hana fyrir sjer. Svipur hans var blíður og mildur. Það varð augnabliks þögn. „Þú ert þreytt, Gabriella", sagði John. „Jeg hefði ekki átt að halda vöku fyrir þjer svona lengi. Reynau nú að sofa vel. Jeg læt þig vita, strax og eitthvað kemur á daginn. Góða nótt“. Gabriella snjeri lyklinum í skránni og fór aftur inn í setu- stofuna. Hún leit á stólinn, þar sem John hafði setið og stól- aimana, þar sem hendur hans höfðu legið. Hún tók upp lokið af sígarettu-öskjunni og ætl- aði að láta það á hana, en þá varð henni litið niður í öskj- una. Hún var tóm. John hafði farið til þess að kaupa sígar- ettur, áður en þau óku af stað heim til hennar og samt hafði hann engar sígarettur, þégar þau komu inn. Hún mundi ó- Ijóst eftir því að hann hafði þreyfað á vösunum, þegar hann kom fyrst inn. Og hann hafði reykt hennar sígarettur. Hvert hafði hann þá farið, þeg ar hann skildi hana eftir í bif- reiðinni á tuttugustu og sjö- undu götu? Gabriellu dreymdi illa um nóttina- Hana dreymdi að hún sæi blöðrur svífa um loftið og smám saman breyttust blöðr- urnar og fengu á sig ólögulega mannsmynd og hún þekktj þar á meðal Phil Bond, Blake Ev- ans, Joönnu og Tony van Ness. Og blaðran, sem var Tony var að traðka ofan á, einhiverju, sem einhvern tímann hafði verið Susan. Það var hryllilegt. Hún vaknaði með höfuðverk. Það voru líklega spurningar John Muir kvöldið áður, sem brsökuðu þéssa drauma. Hún fjekk sjer asperín- töflu, appelsínusafa og kaffi og fór í bað, og eftir það leið henni miklu betur. Hún var ekki lengur ein um þá skoðun, að Mark hefði verið myrtur. John stóð með henni, og hann ætlaði að hjálpa henni. Þegar John Muir tók sjer eitthvað verkefni fyrir hendur var hann vanur að leiða það farsællega til lykta. Það var einn hæfi- leiki hans. sem hafði hjálpað hcnum að komast áfram í við- skiptaheiminum. Hann hafði ekkj aðeins skarpa dómgreind og skapfestu. Heppnin virtist líka fylgja honurn eftir. í málinu, sem höfðað nafði ver- ið gegn Tritex fyrirtækinu, sem hann var einn af forstjór- um fyrir, hefði fyrirtækið get- að farið alveg á hausinn, ef hann hefði ekki komið mál- unum á rjettan kjöl, og nú hafði hann komist i góð sam- bönd í Suður-Ameiíku. Hann mundi að öllum líkindum verða stórríkur maður áður en yfir lvki. Kringluleiti maðurinn mundi finnast, þótt séinna væri. Efa- semdirnar um heilindi Johns, sem hún hafði fengið vegna sígarettanna hurfu. Það gat alveg eins veiið að það hefði verið búið að loka versluninni. Gabriella byrjaði daginn með því að koma ýmsu í verk, sem hafði legið ógert undan- farnar vikur. Hún þurfti að svara brjefum, setja sig' í sam- band við kunningja, og hún hafði misst eina tannfyllingu. Hún sammæltist við tannlækni sinn og átti að koma til hans klukkan hálf þi'jú. En þá hringdj síminn einmitt þegar hún var á leiðinni út. Það var Julie Bond. „Tókstu eftir svipnum á Joönnu Middle tori í gærkvöldi, Gabriella “, sagði hún. „Það lítur sannar- lega ekki út fyrir að henni þyki neitt sjerlega vænt um þig. Heldurðu að það sje vegna peninga Marks? Jeg skil ekki, hvernig hún getur verið að sjá eftir þeim. Hún fær sín fimtíu þúsund. En hún er nöldur- skjóða og hefur allt af verið. Kannske er bað vegna Claire .... Jeg býst við að Claire og Blake Evans gifti sig bráðlega. Þú ættir að vara piltinn við að dásama þig svona mikið. Hann gerði það við kvöldverð- arborðið. Eftilvill var það þess vegna, sem Joanna sendi þjer svona illt auga“. Julie bað Gabriellu að koma með sjer til Larks-fólksins um daginn. en Gabriella sagðist vera á leiðinni til tannlæknis- ins. Síðan kvöddust þær. Það lak úr heitavatns-krananum í baðherberginu og hún skrúfaði fyrir áður en hún fór út. Hún var rúman klukkutíma hjá tannlækninum. Þegar hún kom heim, beið lágvaxinn maður í gráum frakka og með gráan hatt við dyrnar. Hann tók ’ofan. „Jeg heiti Todhunt- er“, sagði hann lágt, „frá leyni löereelunni1'. Hann sýndi henni merkið innan á frakkanum. „Mig langar til að spyrja yður nokkurra spurninga, ungfrú“. Gabriella starði undrandi á Fóíkib í Rósatundi Eftir LAURA FITTINGHOFF 56. Heyrðu Pjetur litli, sagði mamma. Það er best að bu standir fyrir máli þínu. Er það rjett, sem hún Maja var að segja, að þú værir búinn að slíta fötin þín? Buxurnar voru alveg heilar í morgun, svaraði Pjetur, en það kom fyrir mig óhapp, þegar jeg var að opna fyrir hænsnunum. Jeg þurfti að klifra upp í trje til þess að ná „Greifynjunni." Og' Pjetur leit með*svo miklum áhyggju- svi'p á mömmu síria, að maður hefði næstum því ekki getað trúað, að þetta væri hann Pjetur sjálfur. Jæja, jæja, góði minn. Jeg skal bráðum bæta það eins og jeg.get, en mundu, að það er verst fyrir þig sjálfpn, eí þú ferð illa með fötin þín, því að þá verðurðu að ganga með kagbættar buxur. Nei! Sjáið þið hjerna, sagði Pjetur, sem var búinn að taka stækkunarglerið upp af gólfinu. Sjáið þið, hún mamma notar stórt sverð. Þetta stóra sverð var þá borðhnífurinn, sem mamma hans hafði lagt frá sjer. Stelpurnar hjálpuðust nú að því að lyfta sultupottinum af eldinum og lögðu þær hann út á svalir, en þar átti (að kólna í honum. Síðan fóru Maja og Þyrí saman út í hænsnakofa til að taka eggin. Það var verk Pjeturs eins og venjulega að sækja kartöflur og þvo þær. Mamma nkrapp inn í dagstofu til þess að sjá hvað klukkan væri orðin. Hún var hissa og dálítið óróleg yfir því, að Jóhannes skyldi ekki vera kominn. Skóggæslumaðurinn hafði flutt berjakörfurnar þeirra úr skógarlundinum út á engið og þangað hafði Jó- hannes sótt þær, en nú var hann að sækja síðustu körfuna. Mjer sýnist þú ivera þreytt mamma, eða ertu hrygg yfir einhverju? spurði; Matta, sem rjett í þpssu var að hella mjólk í pott, því að svo átti að sjóða mjólkurgraut. Mamma hafði sest við saumaborðið. Nei, sagði hún. Jeg er hvorki þreytt nje hrygg, en jeg er hissa á því, hvað hann Jóhannes ætlar 'að vera lengi að sækja seinustu berjakörfuna. Finnst þjer ekki leiðinlegt, hvað Gústaf er alltaf upp á móti honum Jóhannesi? sagði Matta. líyIí2T jn^t^MrJzcJJjynu £%íýjí s ' — Jejt er að fara nieð viðtækið mitt beint niður í (Jtvurp»8töð, þeir skulu þó eimi siiini fá að Iieyra J>es»a hræðilegu dugskrá sína. ★ „Ekkjan“. í frönsku stjórnarbyltingunni köll- uðu Parisarbúar fallöxina ..£kkjan“, vegna þess liversu margar konur urðu ekkur af völdum hennar. ★ Enginn kvenmaður. Faðirinn kemur til sonar sins og segir við iiann, að storkuiinn hafi komið með litinn bróður handa hon- um. Strákurinn er ánægður með það og spyr: — Hvemig fæddist jeg, pabbi? — Storkurinn kom með þig. — En þú, pabbi? -— Storkurinn kom líka með mig. —• En afi? — Hvað er þetta strákur. auðvitað kom storkurinn líka með hann. Nokkrum * dögunt seinna kemur kennarinn heim til drengsms og seg ir við föður hans: — Það er dálaglegur sonur, sem þjer eigið. Um daginn skrifaði hann eftirfarandi 5 stil: Samkvæmt áreiðan legum heimildum, er það sannað, að í síðustu fjóra ættliði hefir enginn kvenmaður verið til í minm ætt. ■k Skotasaga. Skoti einn fjekk nýlega stöðu sem vaktmaður. Hann fór umsvifalaust til fornsala og seldi náttfötin sín. ★ Sá er inumirinn. Kona. sem var að halda ræðu um rjettindi kvenna komst svo að orði: Ja, hvar væru karlmennirnir nú stadd ir, ef konumar hefðu ekki verið til? Áheyrandi: — 1 Paradis. ★ Hafði vit á tískunni! Kaupstaðarfrúin: — Nei, sjaið þjer hvernig þessi belja starir á riig. Bóndinn: — Þetta er alls ekki belja. Þetta er naut, og það er rauða sólhlífin \ðar, sem það starir svona á. Frúin: — Já, jeg veit það svo sem vel, að þessi sólhlif er ekki eftir ný- ustu tísku, en jeg hjelt sannarlega, að nautið hefði ekkert vit á því. ..................•■■..■■■■...•■■■■■■„ 1 Endurskoðunarskrifstofa I EYJÓLFS ÍSFELDS EYJÓLFSSONAR, i lögg. endursk. Túngötu 8. I i Sími 81388. Viðtalstími 1 kl. 4—6. I Einar Ásmundsson hœstarjettarlögmaður Skrtfstofa. Tiarnarsrötn 10 — Síml 5407. BEST ÁÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.