Morgunblaðið - 07.05.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.05.1949, Qupperneq 8
8 M O H <» í B L A Ð I Ð Laugardagur 7. maí 1949. Ötg.: H.L Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.X Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innaniands. kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók Myndii og tölur EFTIR skrílsárás kommúnista á Alþingi þann 30. mars s.l. voru birtar allmargar myndir hjer í blaðinu af nokkrum af grjóthandlöngurum Brynjólfs Bjarnasonar að verki. Enn- fremur myndir, sem sýndu vegsummerki utan og innan dyra í þinghúsinu. Þessar myndir sýndu fyrst og fremst eitt, raunveruleik- ann. Þær sýndu kommúnista vera að kasta grjóti og með barefli á lofti, brotna glugga, glerbrot og hraungrýti á þing- bekkjum og forsetastól o. s. frv. M. ö. o. myndirnar sýndu sannleikann, sögðu sögu atburð- anna, sem gerst höfðu eins og hún raunverulega var. ★ Aldrei hafa nokkrir menn orðið jafn gjörsamlega óðir og ókvæða eins og kommúnistar, þegar þeir sáu þessar myndir. Blað þeirra trylltist gjörsamlega. Hinn skelfilegi sannleikur um framferði þeirra, sem þúsundir höfuðborgarbúa höfðu horft upp á, og nú kom einnig fyrir augu allrár þjóðarinnar í myndum Morgunblaðsins, feykti þeirri litlu glóru, sem eftir var í rithöfundum Þjóðviljans, út á gresjur algerrar forheimskunnar. Þar hefur hún haldið sig síðan. Næsta áfallið, sem kommúnistar fengu er svo það, að þann 1. maí skyldi vera kastað tölu á lið kröfugöngu þeirra. Vikum saman höfðu þeir lýst því yfir að „þjóðin“ myndi sameinast undir merkjum kommúnistaflokksins þennan dag. En mikil urðu vonbrigði þessara manna, þegar „þjóðin“ reyndist aðeins 1300 menn, sem söfnuðust saman í Vonar- stræti og trítluðu þaðan um bæinn í sólskininu. ★ Alla þessa viku hafa kommúnistar helt úr skálum reiði sinnar yfir Morgunblaðið fyrir að hafa sýnt þá ósvífni að telja lið þeirra í eymdargöngunni. Það má ekki á milli sjá, hverju þeir eru reiðari, myndunum af þeim og verkum þeirra 30. mars eða talningunni og upplýsingunum um hina 1300 manna „þjóð“. En vanstilling og upphrópanir komm- únista vegna myndanna frá 30. mars og talningarinnar á liði þeirra þann 1. maí gefa merkilega og táknræna mynd af allri baráttu þeirra og starfsaðferðum. ★ Kommúnistar eru í stöðugu stríði við sannleikann. Þess vegna hljóta myndir og tölur, sem sýna og segja raunveru- leikann að vera þeim fjandsamlegar. Þeir hljóta að heyja stríð við slíka hluti vegna þess að af þeim fær almenningur rjetta og raunverulega mynd af því, sem gerst hefur. Brynjólfur Bjarnason og Þjóðviljinn höfðu lýst því yfir fyrirfram að þann 1. maí myndi „þjóðin“ fylkja liði undir merkjum kommúnista. Sú staðreynd að aðeins 1300 manns mæta sannar það enn einu sinni, að kommúnistar eru varla flokkur lengur á íslandi, heldur klíka fárra fimmtuherdeild- armanna, sem gjörsamlega hafa losnað úr tengslum við þjóð sína. ★ En tilraunir Þjóðviljans til þess að koma í veg fyrir að myndir og tölur tali sínu máli um atferli kommúnista og afstöðu fólksins til þeirra, hafa mistekist hrapalega. Um allt ísland er litið á þessar myndir og tölur, sem raunveru- leikann sjálfan. Almenningur leggur ekki trúnað á hinn tryllta málflutning kommúnista. Blaði, sem svo gjörsamlega er stjómað af umboðsmönnum erlendrar harðstjórnar, að það boðar líflát andstæðinga sinna, þegar Rússar hafi sigrað lýðræðisþjóðirnar, trúir enginn heiðarlegur maður á íslandi. Þess vegna getur Þjóðviljinn ekki falið sannleikann um það, sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum fyrir al- menningi á íslandi. Þjóðin sjer að leiðtogar kommúnista eru nú sjálfir á reiki um gresjur forheimskunnar í öllum málflutningi þeirra eins og villt og örvita steppudýr. Þeim mun halda áfram að fækka og næst þegar fyrsti maí renhur upp er ólíklegt að tala þeirra, sem fylkja liði í Vonarstr'æti nái 1300. Heilþrigð skynsemi fólksins mun halda áfram að einangra þetta rótlausa lið uns því hefur verið eytt eins og meini úr heilbrigðum líkama. \khar öhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Brjef villist. MORGUNBLAÐIÐ fjekk skrítið brjef í gær. Það var frá fyrir- tæki, sem heitir Caterpillar Tractor Co., og hefur aðsetur í Peoria í Ulinoisfylki, Banda- ríkjunum. Brjefið var að því leyti ein- kennilegt, að það hefur lent í geysimiklum villum. Það átti ekki að ’fara til Morgunblaðs- ins, það átti ekki að fara til Reykjávíkur og það átti ekki einu sinni að fara til íslands. • Utanáskrift brjefsins. SAMKVÆMT utanáskrift brjefsins' átti það að fara til United Tractor & Eq., Ltd. Fyr- irtækið United Tractor og svo framvegis hefur (enn sam- kvæmt utanáskriftinni) skrif- stofur sínar í Colombo á Ceylon. Ceylon er við suðurodda Ind- landsskaga, þar sem Hindúar og Múhameðstrúarmenn ráða nú ríkjum. Island er hinsvegar . .. Nei, það þarf varla að fara út í þá sálma. • Sama númer á póstboxunum. HVERSVEGNA kom þá brjef- ið, sem ætlað var United Trac- tor & Eq., Ltd. í Colombo á Ceylon til skrifstofu Morgun- blaðsins í Reykjavík? Astæðan er einfaldlega sú, að Morgun- blaðið og United Tractor o. s. frv. hafa sama póstboxnúmerið. Annað póstboxið er að vísu á Ceylon í Indlandshafi og hitt á Islandi í Norður-Atlantshafi, en hingað er brjefið komið frá Caterpillar Tractor Co. í Illi- noisfylki. Brjefið er sett í póst 25. mars. Á umslaginu eru leiðbeiningar um að endursenda það, ef það komist ekki til skila innan fimm daga. Nu eru liðnir 42 dagar frá því það lagði af stað. Það er komið til íslands. Það er best að ýta því af stað aftur. Verst er að vita ekki, hvar það lend- ir næst. Kannske það komist að lokum til Colombo, Ceylon Kannske mennirnir í United Tractor & Eq., Ltd fái að lesa það einhverntíma í sumar. • Flæktur í gaddavír. FOLK, sem var á ferðinni uppá Kjalarnesi síðastliðinn sunnu- dag, kom þar að hesti, sem flæktur var og fastur í gadda- vír. Það losaði hann, en auðvit- að veit það ekki, hversu lengi hesturinn hefur verið í prís- undinni. Það Skýrir svo frá, að þarna hafi girðingarstaurar og gadda- vír legið niðri við veginn á all- löngu svæði. Því þykir, sem von legt er, að þetta sje vítavert. Þarna er að öllum líkindum )) rðuleysi um að kenna, og heldur er það óhugnaðarlegt að vita til þess, að skepnumar geti fests í föllnum gaddavírsgirð- ingum og megi standa þannig á sig komnar, þar til einhvern þann bér að, sem gefur sjer t ma til að hjálpa þeim. • Stútfullar og í skín- andi skapi. ÞEIR, sem eru seint á ferð í Reykjavik, sjá oft hina furðu- legustu hluti. Eftir miðnætti núna í vikunni hefði vegfarand inn þannig getað rekist á tvær ungar stúlkur í Aðalstræti, sem voru vægast sagt Stútfullar óg í skínandi skapi. Þær leiddust og rauluðu dans lag fyrir munni sjep, horfðu íbygnar á þá, sem framhjá þeim gengu, og hlógu hátt og inni- lega að öllu, sem bar fyrir augu þeirra. • Illátrar og dans. ÞÆR munu hafa verið liðlega tvítugar. Vel klæddar og sjálf- sagt laglegar undir „venjuleg- um kringumstæðum“. En þarna voru þær stútfullar, og á milli þess sem þær ráku upp skæru hlátrana, stigu þær í takt ljett dansspor eftir gangstjettinni. Þær voru fremur hlægileg- ar, blessaðar. En þær ráku með harðri hendi frá sjer manninn, sem reyndi að fá að tala við þær og taka þátt í skemmtun þeirra. En hann var líka fullur. • Er klúbburinn dauður. DAGLEGA lífinu hefur boi'ist eftirfarandi brjef: ,.Kæri Víkar, í fyrravor (1948) var stqfn- aður hjer klúbbur, sem nefnd- ist Kvikmyndaklúbbur Rcvkja víkur. Hann hafði það víst á stefnuskrá sinni að sýna kvik- myndir, sem voru teknar á mjó- filmu. Almenningi var gefinn kostur á að gerast meðlimur í honum, með því að kaupa með- limakort á tíu krónur, sem gilti fyrir 12 sýningar. Jeg var einn af þeim, sem keypti kort, og bjóst jeg við, að sýningar yrðu brátt hafnar, t. d. var búið að auglýsa, að fyrsta kvikmyndin yrði um ævi Handels. En nú er jeg búintt að bíða nærri heilt ár eftir sýn- ingum, og enn eru þær ekki hafnar. Nú langar mig að biðja þig að segja mjer, hvernig standi á þessu.“ • Máske svarar einhver. ÞAÐ er von að spurt sje. En jeg get því miður ekki svarað bessu. Hinsvegar get jeg komið spurn- ingunni á framfæri og geri það hjermeð. Máske einhver verði til að svara. Það má ef til vill orða spurn- inguna svona: Hvemig er það, góðir hálsar, er Kvikmynda- klúbbur Reykjavíkur dauður? itniamiaitmiamMiiiiiiiiMi iiMiiiiuiininaHMHHB' vmiiMiiinriiiiifm^iiiiiilllillRtniiniiiiiiiii MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . • iMiiMMmiimmmMiMimmiMmMMMMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMMMmmmmmMMMiiMiMMiMiiMMimimm Tekur leopcld aftur við konungdómi í Beigíu! FUNDUR í BERN FYRIR nokkrum dögúm hitt- ust þeir á fundi í Bern, Leo- pold fyxv. konungur Belga, Charles prins, núverandi ríkis stjóri, Spaak, forsætisráðherra, og de Melen, dómsmálaráð- herra. Vitað er, að þeir ræddu um það, hvort ráðlegt væri, að Leopold sneri aftur til konung dæmis síns. En ekki er vitað að hvaða hiðurstöðu þeir hafa komist. Lausafregnir herma, að Spaak og de Melen og jafn- vel ríkisstjórinn, Charles prins, hafi að-svo stöddu ráðið Leo- pold fr§, að hverfa heim. — En heyrst hefir, að kon- ungur . hafi hugsað sjer að koma til Brussel í miðjum þesum rriánuði. DREGUR TIL ÚRSLITA NAUMAST er hægt að draga úrslitin í konungsmáli Belgíu öllu lengur. Það verður að koma til ákvörðunar, fyrr en síðar, þvort Leopold eigi að hverfa aftur til ríkis síns, eða eigi. Hann mun hafa vænst þess, að óánægjan í hans garð, frá uppgjöfinni 1940, myndl hverfa rneð tímanúm. En það mál ætlar ekki að leysast með drættinúm. Charles prins hefur áunnið sjer vinsældir, sem ríkisstjóri. Margir landsmanna óska áreið anlega eftir því, að Charles prins verði ríkisstjóri áfram. Að minnsta kosti næstu tvö ár, þangað til sonur Leopolds Baudoin prins, verður orðinn fullveðja, og getur tekið við konungdómi. • • PRINSESSAN I BRUSSEL ÞETTA hefur gert Leopold ó- rótt innanbrjósts. Því hann telur að hann hafi orðið fyrir ómaklegum árásum, og ásök- unum í samband) vi® uppgjöf Belgíu 1940. Hann vill því fyr- ir hvern mun, hverfa aftur til konungdæmis síns, og virðist vera staðráðinn í því, að gera tilraun í þá átt. Nýlega sendi hann dóttur sína, Josephine Charlottu, til Brussel. Þar var henni tekið með kostum og kynjum. En þetta vakt) vonir Leopolds um, að hann myndi geta fengið almenning á sitt band, ef hann kæmi sjálfur til höfuðborgar- innar. En jafnáðarmannaflokkur- inn í Belgíu er enn sem fyrr þvíí mótfallinri, að Leorióld; hverfi heim, og taki við k!on-1 ungdómi. Hefur flokkurinn endurtekð þá yfirlýsingu sína, að hann efni til allsherjarverk falls, ef Leopold kæmi, til þess að setjast í konungssæti. • • TREYSTIR KVENÞJÓÐINNI LEOPOLD vill hraða úrslitum þessa máls, m.a. vegna þess, að brátt fara fram kosningar í Belgíu, og konur fá kosninga- rjett. En það er fullyrt, að hann njóti meiri hyllj meðal kven- þjóðarinnar, en karla. I kosningum þessum getur farið svo, að Flamlendingar vinni meirihluta með þjóðinni. En Vallonar hafa verið í meiri hluta, og mestu ráðið í land- inu. Verði þeir smeykir um völd sín, getur svo farið, að þeir heimti, að stofnað verði sambandsríki, þar sem hver þjóðflokkurinn fái sitt fylki í sameiginlegu lýðveldi. — Og þannig verði Leopold og kon- ungsdæmið úr sögunni. En konungur hefur haft meira fylgj með Flamlendingum en meðal Vallona. Flamlendingar gætu að vísu héimtað Leopold sem sinn könúrig. En þá væri málið : korriið ut í ófæru, sem gæti haft örlagaríkar afleiðingar fyrir þjóðina alla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.