Morgunblaðið - 07.05.1949, Síða 12
12
M ORG VNtíLAÐttí
Laugardagur 7. maí 1949.
MMgarorö:
Guðrún fnaiifdsdófli
Haraldur Böðvarsson
í DAG verðuf Guðrún Ingjalds
dóttir, fyrrv. símstjór^ í Gerðum,
jarðsungin að Útskálakirkju.
Langur æfidagur er liðinn, en
minningin lifir um merka og
góða konu, sem var vinsæl og
vel mefin af öllu fólki. — Guð-
rún var fædd að Kolbeinsstöðum
á Miðnesi 22. febrúar 1864 og
voru foreldrar hennar Guðrún
Sigurðardóttir og Ingjaldur Tóm-
asson. Tvær dætur þeirra hjóna
náðu fullorðins aldri, Guðrún og
Margrjet, elckja Jóns heit. Bjarna
sonar bónda að Stórahólmi í
Leiru. Býr hún nú með börnum
sínum í Reykjavík. — Þegar
Guðrún íngjaldsdóttir /ar 18
ára vistaðist hún á heimili Guð-
rúnar Þórarinsdóttur er bjó í
Gerðum um langan aldur með
milkum dugnaði. Þar var svo
framtíðarheimilið upp frá því.
Giftist Guðrún Ingjaldsdóttir
Árna Árnasyni, fóstursyni Guð-
rúnar Þórarinsdóttur og bjuggu
þaU í Gerðum um langt skeið á
fyrirmyndarheimili, sem margir
miffhast vegna ánægjustunda er
þeir úttu þar við söng og heil-
brigða gleði. En sambúð þeirra
lauk árið 1911 er Árni ljest eftir
að.hafa verið árlangt rúmfastur
á gýúkrahúsi í Reykjavík. Var
það óbætanlegt tjón fyrir heim-
ili hans og bygðarlag, slíkur
ági&tismaður sem hann hafði ver
ið að öllum hlutum. Þau hjón
tóku mikinn og góðan þátt í öllu
f jela'gslífi í Garði, en einkum var
það bindindismálið, sem þau
unnu fyrir af frábærum áhuga.
Útskálakirkju helguðu þau einn-
ig krafta sína. í mörg ár voru
þau bæði í söngflokk kirkjunn-
ar og studdu starfsemi safnaðar-
ins og öll málefni hans af kost-
gæfni á allan hátt. — Eftir and-
lát eigimnanns síns vann Guð-
rún fyrir þessi sameiginlegu
hugðarefni þeirra hjónanna af
sívakandi áhuga og trúmensku.
Urff áfátugi hefur hjer í Garði
staffað kvenfjelag og
uriiíið mikið og fagurt verk. Guð-
rún var ágæt fjelagskona í kven-
fjelaginu og heiðursfjelagi um
mörg ár. • Árni Árnason var
fyrsti stöðvarstjóri við landsíma-
stöðir.a i Gerðum og eftir lát
hans tók Guðrún við þeirri
stöðu. Rækti hún starf þetta af
eiristakri lipurð og þeirri kost-
gæfni, sem lengi mun í minnum
haft. Enda hlaut hún þakkir fyr-
ir, bæði írá yfirboðurum og sím-
ncáendum. I heiðurssamsæti, sem
henni var iialdið, er hún ljet af
símstjórástarfinu 1939 eftir 28
ára þjónustu, var starfs hennar
mínnst e* verðieikum. —
Þeim hjónum Árna og Guð-
rúnu fæddust þrír synir: Þor-
steinn, trjesmíðameistari í Kefla
vík, hann var kvæntur Guðnýju
Vigfúsdóttur, er andaðist 8. jan.
1943, Sveinn bóndi og útvegsmað
ur, Gerðum, kvæntur Guðrúnu
Eyjólfsdóttur frá Hákoti á Álfta-
nesi og Kristinn skipstjóri og út-
vegsmaður í Gerðum, kvæntur
Kristínu Eyjólfsdóttur, systur
Guðrúnar, konu Sveins. — Eru
þeir bræður vel metnir dugn-
aðarmenn, eiga prýðileg heim-
ili og myndar börn.
Um nokkur ár rak Guðrún bú-
skap og útgerð í Gerðum með
Sveini syni sínum, þar til hann
tók við atvinnurekstrinum, en
alla tíð hafði Guðrún sitt eigið
heimili, snoturt og aðlaðandi. —
Hún naut góðrar heilsu og starfs-
krafta um langa æfi þar til síð-
astliðið sumar, að heilsu henn-
ar hnignaði mjög ört; dvaldist
hún í sjúkrahúsi í Hafnarfirði í
níu mánuði og fjekk þar hægt
andlát þriðjudaginn 26. apríl s.l.
Margir minnast í dag góðrar
konu, sem var sívakandi í störf-
um sínum, reiðubúin til þess að
leggja á sig meira erfiði en skyld
an bauð. — Allir, sem henni
kynntust, báru til hennar hlýjan
hug og vinir hennar vissu, að
vináttu hennar gátu þeir treyst,
því hún var einlæg og sönn.
Fyrst og fremst minnast hennar
með innilegu þakklæti synir
hennar og allt skyldfólk og
tengdafólk. En með þeim eru
fjölda margir, sem láta í Ijós
þakkir fyrir vináttu og alla við-
kynningu. í kirkjunni, sem var
hennar kirkja alla hennar æfi,
verður flutt kveðja í dag. Þar
hafði hún kvatt hinstu kveðju
eiginmann, foreldra og fjölda
margt samferðafólk. Nú er það
hún sem tekur á móti hinstu
kveðju skyldfólks og vina. —
„Kynslóðir koma og kynslóðir
fara“. — Þakklátar hugsanir
fylgja Guði’únu Ingjaldsdóttur
til- þeirra heimkynna dýrðarinn-
ar þar sem sál hennar lifir eilíf-
lega.
Blessuð sje minning hennar.
Eiríkur S. Brynjólfsson.
Monfy í Hoíiandi
LONDON, 6. maí: —Montgo-
mery marskálkur kom í dag
til Welschep-flugvallarins í
Hollandi, á leið sinni til Haag,
þar sem hann mun dvelja
fimm daga. Mun hann ræða við
háttsetta hollenska herforingja.
(Framh. af bls. 9)
framleiða góða vöru. Og við
sendum t. d. nú með Goðafossi
85—90.000 heildósir af hrogn-
um til Englands. Við feðgarnir
höfum haft mikla fyrirhöfn af
niðursuðuvörunum, rekið okk-
ur margsinnis á, og margt lært
af reynslunni. En niðurstaða
okkar er sú, að tryggur mark-
aður í stórum stíl er ekki fá-
anlegur fyrir niðursuðuvörurn-
ar ennþá í heiminum.
— Er það þá ekki af bví, að
framleiðslan hjer sje of dýr?
— Jeg kenni því ekki um.
En þó menn út um víða veröld
virðist vilja gerast kaupendur,
þó koma oftast upp einhverjir
örðugleikar. Neitanir um inn-
flutningsleyfi í viðkomandi
lönd, ef ekki annað. Við höfum
sent niðursuðu vörurnar til
reynslu um víða veröld, til
Suður-Ameríku til landanna
við botn Miðjarðarhafs, og suð-
ur um alla Afríku. En jeg get
ekki sagt, að við gerum okkur
von um mikinn markað, þó
varan hafi reynst óaðfinnan-
leg. Við höfum selt sykursölt-
uð hrogn til Sviþjóðar, á síðari
árum og eins er hægt að selja
talsvert af hrognum til Eng-
lands, Frakklands og Spánar.
Þeir vildu ekki
hraðfrysta fiskinn
Fyrir nokkrum árum hugs-
uðum við mikið um það, að
reisa nýja niðursuðuverksmiðju
með fullkomnum vjelum á alla
grein. Hún hefði með öllu sam-
an kostað 3—4 milljónir króna.
En að athuguðu máli, hættum
við við það.
— Hvaða útveg og verkunar-
aðferðir teljið þjer tryggastar í
framtíðinni?
— Jeg tel vjelbátaútgerðina
öruggasta. Því hún verði alltaf
viðráðanleg. En aflinn verður
verkaður eftir því, hvernig
hann er útgengilegastur, í það
og það skiftið. Jeg hef mesta
trú á hraðfrysta fiskinum er
fram í sækir. Eftir að neyslu-
þjóðirnar komust upp á að
borða hann. Það gekk seint.
Það var t. d. ekki fyrr en á
styrjaldarárunum að Bretar
fengust til að vilja hraðfrysta
fiskinn.
Á árinu 1937 sendi jeg t.d.
góðum kunningja mínum, fisk-
kaupmanni breskum allmarga
kassa af hraðfrystum fiski. Ýms
ar tegundir. Og sagði honum,
að þetta væri framtíðarfiskur-
inn. Fjekk það svar frá honum,
að þessi vara væri gersamlega
óseljanleg.
Jeg sagði honum þá, að hann
skildi gefa þeim, sem líklegast-
ir væru til að geta selt slíkan
fisk í íramtíðinni, sinn kassann
hverjum. Með því einu skilyrði,
að þeir segðu til, hvernig þeim
líkaði þessi matur. Og svo var
gert. Allir lofuðu fiskinn, en
enginn vildi kaupa. Árið 1942
fjekk jeg m. a. brjef frá þessum
kunningja mínum og sagðist
hann þá vera búinn að sjá, að
jeg hafi haft rjett að mæla
1937.
Mesta gæfan
En úr því jeg fór að rabba
um þetta við yður, segir Har-
aldur, verð jeg að enda mál
mitt, með því að minnast þess,
sem hefur verið mjer dýrmæt-
ast af öllu á starfsævinni. Til
mín hefur valist framúrskar-
andi gott starfsfólk, sem hefur
ekki hirt um að skifta um at-
vinnu eða verustað, heldur
unnið hjá mjer í áratugi. Þá
hefur það lán mitt, viðvíkjandi
útgerðinni, verið það mest, hve
sjaldan hafa slys borið að hönd-
um á öllum bátum mínum. Að-
eins einu sinni hefur mann
tekið út af bát, sem jeg átti.
En þar vildi líka alveg sjer-
staklega slysalega til, því þetta
gerðist í góðu veðri.
í öllu mínu erilsama starfi,
hefur það verið mjer óumræði-
leg gæfa, að eiga ágætt heim-
ili, elskulega konu og börn. Og
nú þegar jeg er sjálfur tekinn
að þreytast og eldast, er það
mjer sífelt ánægjuefni, að Stur-
laugur sonur minn, sem alist
hefur upp með fyrirtæki mínu,
skuli nú hafa tekið forystuna í
stjórn þess. Hann var rúmlega
tvítugur, er hann hóf starf sitt
við stjórn fyrirtækisins, og á
það nú að hálfu leyti á móti
mjer. Hans góðu hæfileikar í
starfi hans, eru þegar löngu
kunnir, sagði Haraldur að lok-
um.
V. St.
ROM, 6. ma : — Sjötíu þúsund
Rómverjar fögnuðu Margaret,
Bretlandsprinsessu, er hún kom
til þess að horfa á veðreiðar
hjer í dag. Forseti Ítalíu, Ein-
audi, tók á móti henni.
Markác
£
Eftir Ed Dodd
Frh. af bls. 6.
synjavörur sje gerð að pólitísku
bitbeini og stjórnmálaástæður
sjeu látnar ráða hverjir þá
verslun hafa með höndum, án
tillits til verðleika.
Almenningur hefur fyrir
löngu metið og ljettvægt fundið
allt hjal um að samvinnuversl-
anir sjeu „fyrir fólkið“ en aðrar
verslanir starfi gegn hagsmun-
um sinna eigin viðskiftavina.
Áróður S. í. S og annara í þess-
um anda er fyrir löngu orðinn
dauður bókstafur. Það er miklu
fremur svo komið, að almenn-
ingur er tekinn að átta sig á því
að til eru í landinu pólitískar
verslanir, sem lifa að verulegu
leyti á bæði beinum og óbein-
um styrkjum frá ríkisvaldinu
og almenningur er váknaðu.r til
hugsunar um að það sje eklú
rjett að borgararnir sjeu gerðir
að skattþegnum, sem greiða
þessum verslunum styrktarfje
í hærri sköttum og skyldum, er
leggja þarf á til að bera uppi
fríðindi samvinnufjelaganna.
„Samvinnan“ ætti að gera
sjer það ómak að athuga hver
er hugur almennings í þessurn
málum, því það getur verið var
hugavert til lengdar að ge::a
sjer gyllivonir um lýðhylli, sern
ekki er til og almenningstraust,
sem ekki á sjer stað í veru-
leikanum.
Ræstæga- i
kona
óskast.
HRESSINGARSKÁLINN I!
Supsr-lkðRfa-C
Tessar 3,5 og Compur |
rapiet 6x9 og 4!/2x6 jj
til sölu. ;j
Ljósmyndastofan
Engólfs Apóteki
| Kaupf gu!![
i i
I hæsta verði.
| Sigurþór. Ilafnarstræti 4. li
I «
----qmr---IT'5 PRF.TTY ^
SOGN) 5WEIL OF YOU TO 1
\HELP ME, /VVARK...IÚL
: our) pay you well
l m caejiiNo n_i
NEED IT, GEORGE, IF
CHERRY AND I ARE TO
MARRY SOON....
OTHERWISE I'D 5AY J
FORGET IT f
HOLY MACKINAW/
OLD MAN TOWNF
AND HIS SOnZ...
I JES' WOULDN'T
A' BELIEVED IT f
HE^ JOE,
LOOK AT
THI5 ,
PAPERf
•— Komdu fljótt aftur Mark-
ús, jeg sakna þín svo mikið.
— Jeg kem aftur strax og
jeg hef horoid Tov/ne út úr
þessum vandræðum.
—Mikið er jeg þakklátur
þjer, Markús, sð þú skulir vilja
ki na með mjer. Jeg skal ein-
hverntíma borga þjer það vel.
— Jeg þarf einhverntíma á
því að halda, ef við Sirrí eig-
um að geta gift okkur.
En nú víkur sögunni upp í
Stíflugarða.
— Heyrðu Jói, sjáðu hvað
stendur hjer.
— Nei, heilagur Þorlákur
hjálpi oss. Gamli Towne og
sonur hans. Eru þeir grunað-
ir. Jeg hefði aldrei trúað þessu,
ef jeg sæi það ekki á prenti.
GEIR ÞQRSTEINSSON
HELGIH. ÁRNASON
verkfrœðmgar p
Járnateikrnngar
Miðstöðvateikningar ■
Mœlingcr o.fl.
TEiKNISTOrA
AUSTURSTRÆTl H.S.hœó
Kt. 5-7
maiin<WM»iiiammntmi»n.8i,:nuaáHinntiiiniiniBi
Annasi
S
! KAUP OG SÖLIJ r\STFIGNA |
Ragnar Jó.’.json
b æstar jettar I ögmaður
| Laugavegi 8. — Simi 7752. ViB |
| talstími vegna facteignasölu kl. r
| 5—6 daglega.