Morgunblaðið - 13.05.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1949, Blaðsíða 1
36. árgangur. 106- tbl. — Föstudagur 13. maí 1949- Prentsmiðja Morgunblaðsins Kommúnistar stórtapa innan verklýðsfjelaga Einkaskeyti til Morgunblaðsins. KAUPMANNAHÖFN, 12. maí — Kommúnistar í Danmörku hafa undanfarna daga beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum í stjórnarkosningum, sem farið hafa fram í verklýðsfjelög'unum dönsku. En kommúnistum hafði tekist að troða sínum mönnum ábyrgðarstöður í fjölda verklýðsfjelaga. En nú eru stjórnardag- ar kommúnista í verklýðsfjelögunum að verða taldir. ®------------------- Neðri deild breska þingsins stoðfestir Atlantshafssáttmálann 333 greiddu atkvæði sneð, en sex á móti Bevin og Churchiii flultu ræðu Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. London 12. maí — Neðri deild breska þingsins samþykkti í kvöld með 333 atkvæðum gegn sex frumvarp stjórnarinnar um að þingið staðfesti Norður-Atlantshafssáttmálann. — Ernest Bevin, utanríkisráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði með ræðu, en af hálfu stjórnarandstöðunnar talaði Winston Churchill. Feldir í 15 fjelögum. Alþýðuflokksmenn fengu alla kjörna í stjórnarkosn. í verka- lýðsfjelagi hers- og flota. en kommúnistar höfðu gert alt, sem þeir gátu til að halda stjórn araðstöðu sinni. en formaður- inn var áður kommúnisti. Aður höfðu kommúnistar ver ið feldir við stjórnarkosningu í Sjómannasambandinu. Information skýrir frá því, að kommúnistar hafi verið feld- ir við stjórnarkjör í 15 verklýðs •fjelögum, þar sem þeir fóru með stjórn áður. Verkamenn með Atlantshafs- sáttmálanum. í öllum verklýðsfjelögum hafa kommúnistar reynt að fá samþykkt mótmæli gegn þátt- töku Dana í Atlantshafssátt- málanum. En allar tillögur kommúnista um að fordæma Atlantshafs- sáttmálann hafa verkamenn felt. Fylgi kommúnista hrakar mjög. Sem dæmi um fylgishrun kommúnista, er, að innan verkl fjelagasambandsins danska eru 215 verklýðsfjelög og hefir hvert fjelag fyrir sig frá 5 og uppí 11 stjórnarmeðlimi. Á fyrstu árunum eftir stríð áttu kommúnistar nokkru fylgi að fagna í þessum samtökum, en nú er svo komið, að þeir hafa alt í alt 40—50 stjórnarmeðlimi í þessum samtökum. — Páll. Skipling skemml- anaskatlsins í GÆR samþykti Neðri deild við 2. umiæðu, breytingatillög- ur menntamálanefndar um skiptingu skemmtanaskattsins, sem lýst var hjer í blaðinu í gær. Samkvæmt því fara 25% skattsins í rekstrarsjóð Þjóð- leikhússins, 25% renni í bygg- ingarsjóð Þjóðleikhússins og 40%. í Fjelagsheimilasjóð. Þetta ’íar samþykkt með 21:9 atkv. Breytingatillaga frá mennta- málaráðherra um að tillag Fje- lagsheimilasjóðs skuli vera 35% var felld með 18:15 atkv. Einnig var felld brtt- frá Áka Jakobssyni, og frumv. vísað til 3 umræðu. Truman; Bandaríkin hafa sfutt S. Þ. eftir megni Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WASHINGTON, 12. maí: — í skýrslu er Truman Bandaríkja forseti §endi þinginu í dag um þátttöku Bandaríkjanna í sam- tökum S- Þ. á árinu 1948, sagði hann m. a. að Bandaríkin myndu halda áfram að styðja Sameinuðu þjóðirnar „í einu og öllu“. Jafnframt lét forsetinn í ljós vonbrigði yfir því, að S. Þ. skyldi ekki hafa tekist að tryggja veröldinni það öryggi, sem vonast var eftir, er sam- tökin voru stofnuð. ,.En ef við höfum orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að Sam einuðu þjóðirnar gátu ekki tryggt öryggið í veröldinni og þess vegna orðið að gera okkar eigin ráðstafanir, þá er ástæðan vissulega ekki sú, að Bandarík- in hafi ekki stutt S. Þ. af fremsta megni“. Nýtísku þrælar WASHINGTON — Fyrverandi pólskur forsætisráðherra hefur sagt í ræðu á bandarískum há- skóla, að pólskir verkamenn sjeu nú ekkert annað en nýtísku þræl- ar kommúnistastjórnarinnar. Gerhard Eisier iekinn sem laumufarþegi 4VASHINGTON, 12. maí. — Það vár tilkynnt hjer í dag, að bandaríski kom múnistaleiðtoginn Ger- hard Eisler hefði verið tekinn sem laumufarþegi um borð í pólska farþega skipinu „Batory“, er fórí frá Nevv York fyrir 6 dögum og er væntanlegt til Southampton í Bret- landi á laugardag. Eisler er tókst að laumast um borð í ,,Batory“ í New York, ún þess að tekið væri eftir honum og enn- fremur tókst honum að fela sig svo vandlega í skipinu, að hann fannst ekki fyrr en í dag. — Reuter. Vænianlegur forsfjóri Evrópuráðsins Camillc Paris, yfirmaður Ev- rópudeildar franska utanríkis- ráðuneytisins, scm nú er yfir- maður framkvæmdadeildar Ev- rópuráðsins. Búist er við að hann verði gerður að fram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins. Broltflulningar frá Shanghai HONGKONG, 12. maí — Skip- un var gefin um það í dag frá aðalbækistöðvum stjórnarhers- ins í Shanghai, að allár stofn- anir kínversku stjórnárinnar í Shanghai skyldu hafa verið fluttar brott úr borginni innan ' tveggja vikna. 1 tilkynningunni sagði, að ríkisbankinn myndi ekki veita nein lán, eftir þann tíma. Stjórnarherinn veitti í dag öfluga mótspyrnu gegn komm- únistaherjum þeim, er sækja fram til Hankovv, Wuchang og Hanyang. — Reuter. Danir greiða ekki atkvæði gegn Spáni K.HÖFN, 12. maí — Fulltrúar Dana á Allsherjarþingi S. Þ. hafa fengið fyrirmæli um, að sitja hjá við atkvæðagreiðslu ef Spánarmálin komi til atkvæða á þinginu. Gustav Rasmussen utanríkis ráðherta Dana hefur látið svo ummælt við blaðamenn, að þessi afstaða Dana sje ekki vegna verslunarsamninga við Spánverja. Hinsvegar kæri danska stjórn in sig ekki um, að taka þátt í tilgangslausum mótmælum, sem stefnt sje gegn Spánl. — Páll. Mokafli á Halamiðum AFLI mun nú vera ágætur á Halamiðum. Hafa togararnir að undanförnu hálffyllt trollin í hverju „hali“. Nokkur hafís hefir verið þar annað slagið, en ekki komið að sök, þar sem skipin hafa getað kastað á milli jakanna. Togararnir hafa komið hing að með fullfermi eftir 9—11 daga útivist, og allt niður í 7 daga, eins og Ingólfur Arnai*- son. Góður árangur af friðarviðræðum Araba og Gyðinga LAUSANNE, 12. maí: — Full- trúar Araba og Gyðinga á frið- arráðstefnunni hjer í Lausanne undirituðu í kvöld samnings- uppkast er lagt mun til grund- vallar við friðarsamningana. I yfirlýsingu frá sáttanefnd SÞ. í Palestínudeilunni sagði að það mætti teljast mjög góður árangur og fyrsti mikilvægi á- rangurinn af Lausanne-viðræð unum, er hófust fyrir þremur vikum síðan. — Ekkert var látið uppi um efni þessa samn- ingsuppkasts í dag. — Næsti fundur mun verða á laugardag. — Reuter. Skipsljóri dæmdur fyrir landhelgisbrot HINN 11. þ. m. tók varðbát- urinn Faxaborg mótorbátinn Gróttu, SI. 75, frá Siglufirði að landhelgisveiðum í Skagafirði, og fór varðbáturinn með hið brotlega skip til Siglufjarðar. í gær var skipstjórinn dæmd ur í 29.500,00 kr. sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. — Dóminum var ekki áfrýjað. Yfirgangur Rússa í ræðu sinni sagði Bevin að sáttmáli þessi væri til orðinn vegna sívaxandi yfirgangs Rússanna og valdaráns þeirra í Austur-Evrópu og víð- ar. Aðferð þeirra hefði verið sú, að sölsa undir sig eitt smá- ríki í senn og markmið þeirra að leggja þannig undir sig heilt meginland. Þeir hefðu stefnt að því, að skapa glundroða og koma af stað óeirðum hvar sem þeir hefðu getað því viðkomið í veröldinni. Þeir hefðu meira að segja gert tilraun til bess að svelta í hel 2V2 millj. manna í Berlín, en sú tilraun þeirra hefði þó mislekist. Samtök nauðsynleg Er Rússar urðu sífellt misk- unnarlausari og ófyrirleitnari í aðferðum þeim, er þeir beittu til framdráttar útþenslustefnu sinni, hefði lýðræðisþjóðum heimsins orðið ljóst, að þær urðu að bindast traustari bönd- um til þess að koma í veg fyrir, að Rússar gætu haldið áfram þeirri iðju sinni að ræna hverja þjóðina á fætur annarri frelsi og sjálfstæði. Bein afleiðing Því hefði Atlantshafssáttmál- inn orðið til, sem bein afleiðing af yfirgangsstefnu Rússa. Sátt- málinn væri sönnun fyrir friðar vilja þeirra þjóða, er að honum stæðu- Hann væi i nú síðasta og eina von mannkynsins um það, að takast mætti að koma á var- anlegum friði milli austurs og vesturs og afstýra þriðju heims styrjöldinni. Churchill þakkar Bandaríkjunum Er Bevin hafði lokið ræðu sinni tók Winston Churchill til máls og kvaðst í öllurn aðalat- riðum sammála ræðu Bevins. ,,Við fögnum Atlantshafssátt- málanum innilega og færum Bandaríkjunum þakkir okkar fyrir þann stórkostlega skerf, sem þau hafa lagt fram til þess Frh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.