Morgunblaðið - 13.05.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1949, Blaðsíða 8
8 MORGXJTSBLAÐIÐ Föstudagur 13. maí 1949. Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrætl 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Ráðunauturinn og ráðsmaðurinn ÁRIÐ 1945 samþykkti Alþingi með samhljóða atkvæðum áskorun til ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram athugun á því, hvernig dregið yrði úr rekstrarútgjöldum ríkissjóðs og sparnaði komið við. Var í því sambandi bent á nokkrar leiðir svo sem sameiningu ríkisfyrirtækja, hagkvæmari vinnubrögð með hagnýtingu aukinnar tækni og „allsherjar eftirlit með vinnutilhögun og vinnubrögðum í skrifstofum ríkisins og stofnunum þess“. Úr framkvæmd þessarar til lögu hefur ekki oorðið fyrr en að núverandi fjármálaráð- herra bar fram frumvarp um það á yfirstandandi þingi að sett yrðu lög um eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana. Var aðalatriði þess það að ráðinn skyldi maður, er bæri embættisheitið ráðsmaður ríkisins til þess að stjórna fram- kvæmdum þeim, sem fyrrgreind tillaga gerir ráð fyrir. Var í frumvarpi fjármálaráðherra gert ráð fyrir að þessi emb- ættismaður hefði mjög víðtækt vald og hefði möguleika til þess að starfa all sjálfstætt. Skyldi forseti íslands skipa hann með sömu launum og skrifstofustjórar stjórnarráðsins hafa. — Nú hefði mátt ætla að þingmenn hefðu orðið glaðir við. Þarna sást þá vottur þess að framkvæmd yrði þingsályktunartillagan um sparnað frá þinginu 1945. En ekki var fyrr farið að ræða frumvarpið en að undarlegir reim- leikar gerðust. Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, sá, sem einnig á sæti í fulltrúaráði „fína fólksins“, sem nú segist hafa „breytt sjer í landsmálaflokk“, flytur tillögu um að vísa frumvarpinu frá. Hún er að vísu felld. Þá kemur naut- griparæktarráðunautur Búnaðarfjelags íslands, sem einnig er þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn, og leggur til að ráðsmanninum nægi ekki skrifstofustjóralaun, heldur skuli hann hafa sömu laun og ráðherrar. Það er samþykkt. En að- alatriði breytingartillögu Framsóknarþingmannsins er þó það, að ráðsmaðurinn skuli ekki skipaður í starf sitt frá upp- hafi, heldur megi því aðeins skipa hann í það að hann hafi verið „reyndur í starfinu árlangt". Þá „getur forseti Islands skipað hann í stöðuna, enda sjeu allir ráðherrar sammála um, að leggja til, að svo verði gert.“ Þessi breytingartillaga Framsóknar er svo samþykkt. — Þannig lötrar ráðsmaðurinn niður úr Efri deild til Neðri deildar, með ráðherralaunum, en skipun háða samþykkt allra ráðherra eftir eins árs reynslu. En í gær gerðist það í Neðri deild að ráðsmanninum voru ákveðin skrifstofustjóra- laun eins og fjármálaráðherra hafði upprunalega lagt til. Hins vegar sameinuðust allir vinstri flokkarnir gegn þeirri tillögu Sjálfstæðismanna að hann yrði frá upphafi skipaður af forseta Islands án þess að samþykki „allra ráðherra“ þurfi til að koma. Hvað er það, sem raunverulega er að gerast í kringum þetta mál? Það liggur í augum uppi. Það, sem vakti fyrir Framsóknarþingmanninum í Efri deild með skilyrðinu um samþykki allra ráðherra fyrir skipun hans eftir eitt ár, er það eitt, að koma í veg fyrir að nokkurntíma verði nokkuð gagn af starfi þessa embættismanns. Yfir höfði ráðsmannsins á að hanga sverð. Ef hann gerir tilraunir til þess að vinna verk sitt eins og Alþingi sagði árið 1945 að framkvæma ætti sparnað, þá fellur sverðið í höfuð honum. Þá verða 6 ráð- herrar í þriggja flokka samsteypustjórn aldrei sammála um að forsetinn skuli skipa hann að reýnsluárinu loknu. Örlögin eru einkennileg. Ymsir, sem mótfallnir eru þessu frumvarpi hafa haldið því fram að eftirlit það, sem það gerði ráð fyrir, gerði starfsmönnum ríkisins og ríkisstofnana ólíft í stöðum sínum af ótta við ægivald ráðsmannsins. Nú virðist málið hafa snúist þannig að það verði ráðsmaðurinn einn. sem ástæðu hafi til þess að vera uggandi um hag sinn, þ. e. a. s., ef hann gerir tilraun til þess að framkvæma eftirlitið og sparnaðinn!!! í Iðnó og Tjarnarbíó er verið að leika Hamlet, harmleik í f: þáttum. Enginn veit ennþá hvort leikur nautgriparæktar- ráðunautsins með ráðsmann ríkisins verður skopleikur eða harmleikur. Flest bendir þó til að örlög hins síðarnefnda verði lítið betri en Hamlets Danaprins. \Jikar óLri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ógirta skyrtan á Capri. LJÓSMYNDIN, sem birtist í Morgunblaðinu í gær af Mar- garet prinsessu og fylgdarmanni hennar á Capri, er fræg mynd. Það mun vera langt síðan, að frjettamynd hefir birst í heims- blöðunum, sem vakið hefir aðra eins athygli og umtal. Því er jafnvel spáð, að myndin eigi eftir að valda byltingu í karl- mannatískunni. - r Astæðan til þessa umtals um myndiná er þó ekki merkilegri nje meiri, en það, að fylgdar- maður prinsessunnar hafði far- ið í milliskyrtu utan yfir sund- fötin sírvog var ekki búinn að girða skyrtuna niður í buxurn- ar — eins og flestir karlmenn gera — þegar myndin var tek- in. • Olli hneyksli — og gamni. ÞVÍ er nú spáð, í gamni og al- vöru, að karlmenn á baðströnd- um Evrópu gangi með ógirtar skyrtur á ströndum baðstað- anna í sumar. Meira þarf ekki til að skapa nýja tízku. í Bretlandi hneyksluðust margir á því að þessi frjetta- mynd skyldi hafa verið birt í blöðunum, en aðrir höfðu gam- an af. Blöðin henda óspart grín að þessu öllu saman Blaðateikn arar keppast við að teikna nýju tískuna frá sínum bæjardyrum sjeð. Eru teikningarnar marg- ar spaugilegar. Rósóttu vestin komin aftur. ÞAÐ ver’ður fallegt að sjá „gæj- ana“ hjer á Borginni og öðrum opinberum stöðum á næstunni, þegar þe'ir hafa áttað sig á nýj- ustu karlmannatískunni, sem komin er fram í London. Það eru rósótt vesti allavega lit, handsaumuð og bróderuð, eins og var í gamla daga. Þessi tíska er kölluð „New Look“ karlmannatískunnar, eins og síðu pilsin voru kölluð í fyrra. • Láta ekki á sjer standa. ÞAÐ verður gaman að sjá hvort „gæjarnir" okkar fylgj- ast ekki með tískunni og mæta í gulum, grænum, fjólubláum og útsaumuðum vestum áður en langt líður. Þeir hafa ekki verið seinir á sjer, þegar einhver nýjung kem ur fram í klæðaburði karla, þótt kvenfólkinu sje kent um alt „pjattið“. Það stóð ekki á því hjer á árunum, að okkar ,,gæjar“ mættu í 60 setimetra víðum buxum, „eða pilsbuxum“ eins og þær voru kallaðar. Hitt er svo annað mál, að þeir verða oft eins og þorskur með pípuhatt tískuherrarnir okkar. En fylgir það ekki lika oft brautryðjendum, að það er hleg ið að honum í fyrstu? • „Heilt sumar“ á einni viku. MEÐAL farþega, sem komu heim með „Gullfaxa“ frá Lon- don og Prestwick í fyrradag voru nokkrir kaupsýslumenn, sem höfðu farið á bresku iðn- sýninguna í London og dvalið þar í borg í viku, eða 10 daga. Umræðuefni í vjelinni var að sjálfsögðu góða veðrið í Eng- landi og vorhörkurnar hjer. „Það er nú svo“, sagði einn farþeganna, „að mjer finst jeg hafa lifað heilt sumar, þessa dag ana. Það kemur oft fyrir að við fáum ekki fleiri sólskinsdaga á heilu sumri hjer sunnanlands, en við höfum haft í London“. Það má nú segja, að þetta er að taka út forskot á sæluna. • Ævintýri í flugvjel. TVEIR farþegar voru í Gull- faxa, sem höfðu ratað í ævin- týri um síðustu helgi. Þeir skruppu suður til Parísarborg- ar á laugardag og komu aftur til London á sunnudagskvöld. Það er stutt ferð í flugvjel, sem kunnugt er. Ferðin gekk að ósk um og þeir settust upp í flugvjel í París og voru yfir Lundúna- borg á tilsettum tíma. En er flugvjelin ætlaði að fara að lenda, hætti flugmaðurinn alt í einu við og hóf vjelina til flugs á ný. • Klukkustundar óvissa. ÞAÐ vissi enginn hvað að var. Ahöfn vjelarinnar var frönsk og gat ekki gert farþegum skiljan- legt hvað að var, eða kærði sig ekki um það. Farþegunum var bara sagt, að spenna um sig belt in og síðan tók vjelin hverja dýfuna á fætur annari í 'loft- inu. Loks kornust íslensku ferða- fjelagarnir að því hvað að var. Flugmaðurinn gat ekki komið hjólum vjelarinnar niður og var útlit fyrir, að hann þyrfti að gripa til „magalendingar", sem kallað er. Alt fór þó vel að lokum. Hjól in komust niður og vjelin lenti vel, en á vellinum voru til taks sjúkrabifreiðar og slökkviliðs- bílar. Það var ekki laust við að við litum á þessa tvo ferðafjelaga sem hetjur fyrir þetta ævintýri þeirra. Fórstu að sækja Kríuna? KUNNINGI minn, sem var á flugvellinum er við komum heim með Gullfaxa á miðviku- dagskvöldið heilsaði glaðlega og bauð velkominn heim. „Ertu að koma langt að“, spurði hann. Jeg Ijet lítið yfir því. „Þú hefir kanski ætlað að fara að sækja kriuna“, bætti hann við. En það er of seint, því hún er komin, góði“. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . aniiMitmiiamiMiiMtM'- ****||l***i*>i*>>>i»"iiiiiMiiiiiiiimmmm>iMtiMf«MMiMWMiii«iiiiiMimiii Frakkar æfla í ár að framleiða 190,000 bíla Eftir Odette Laguerre, frjettaritara Reters. PARÍS — Frakkar gera ráð fyrir að framleiða 190,000 einkabifreiðar í ár, borið sam- an við 100,91 síðastliðið ár og 173,000 bíla meðalframleiðslu á árunum fyrir stríð. Þessi aukning á bifreiðafram leiðslu Frakka á sjerstaklega rót sína að rekja til aukinna afkasta í stáliðnaðinum, en bú- jst ;er við því, að stálfram- leiðslan í Frakklandi nemi milli níu og tíu milljónum tonna í ár. Franskir bílaframleiðendur munu á þessu ári geta fengið um 600,000 tonn af stáli, borið saman við aðeins 200,000 tonn síðastliðið ár. Þetta þýðir, að þeir muni hafa nóg til fram- leiðsluþarfa sinna, að plötu- stáli undanskildu, sem ennþá er skortur á. • • MIKIL VERÐHÆKKUN í ÞESSUM mánuði var leyfð frjáls sala á bílum í Frakk- landi í fyrsta skipti á tíu ár- um. |!nn sem komið er hefur eftirspum þó ekki orðið mikil, sökum þess hversu verðið á bíiunum er hátt. Ellefu hestafla Citroen er heldur fyrir 385,135 franka (um 9,200 krónur), en fyrir stríð kostaði sú bílategund að- eins um 25,000 franka. Einna ódýrasta bílategundin er Ren- ault Juva 4, sem kostar 336, 000 franka. 1939 voru þessir bílar seldir á 22,600 franka. Við þetta verður að bæta ýmsum sköttum. ,Frá því 1939 hefur framleiðslu skatturinn aukist úr 9% í 12,5%. • • LÍTIÐ VERÐLAGS- EFTIRLIT 1 FEBRÚAR í ár var að mestu hætt að hafa eftirlit með verð- lagi á bílum í Frakklandi. — Framleiðendur eru þó enn þá beðnir um að senda fjármála- ráðuneytinu upplýsingar um væntanlegt bílaverð, og ef eng- um mótmælum er hreyft inn- an tveggja vikna, má líta á það sem samþykki stjórnarvaldanna Bílarnir skipa mikilsverðan sess í útflutningsáætlun frönsku stjörnarinnar. Áætlað er, að 55 þúsund bílar verði seldir úr landi í ár, borið saman við 42,286 s.l. ár og 11,495 1938. Aðalviðskiftavinir Frakka á þessu sviði eru Belgía, Sviss- land, Holland, Brazilía, Bret- land, Ameríka, Svíþjóð, Portú- gal og Egyptaland. Frakkar leyfa lítinn sem eng- an bílainnflutning. • • VANTAR SJER- FRÆÐINGA UM 110,000 menn vinna í franska bifreiðaiðnaðinum. Frá því stríðinu lauk, hefur verið eifitt að fá velþjálfaða sjerfræð inga til vinnu. Citroen-verksmiðjurnar munu í ár vera stærstu framleiðend- urnir. Þær senda frá sjer 3,276 bíla í janúarmánuði. Renault- verksmiðjurnar, sem nú hafa verið þjóðnýttar, búast við að framleiða 3000 Juva-bíla í þess um mánuði, eða um helmingi fleiri bifreiðar en meðal mán- aðarframleiðslan var árið, sem leið. Peugeot-ver tsmiðjurnar fram leiða nú 170 -175 bíla á dag, sem er einnig um helmingi meiri framleiðsla en s.l. ár. Almenningur í Frakklandi hefur yfirleitt ekki efni á að eignast bíl. Nú er áætlað^ að laun fyrir 16 mánaða vinnu skrifstofuumanna í Frakklandi rjett hrökkvi fyrir bílverðinu. Fyrir stríð hefðu sex mánaða vinnulaun naegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.