Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 10
MORGUTSBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1949. Fjölþættar tillögur ieikvallaneindar SVOHLJÓÐANDI brjef frá leikvallanefnd lá fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi, þar sem nefndin gerði grein fyrir tillög- um sínum um næstu fram- kvæmdir í leikvallamálinu: Leikvallanefnd bæjarins hefur haldið allmarga fundi undanfarnar vikur og kynnt sjer leikvallamál bæjarins. A þessum fundum hafa aðeins mætt undirritaðir, þar sem ekki hefur neinn verið til nefndur í stað frú Guðrúnar Sigurðar- dóttur, sem baðst undan störf- um. Að svo stöddu telur nefnd- in sig ekki reiðubúna til þess : að koma fram með neina heild- ar áætlun um framkvæmdir, en : hjer með fylgja nokkrar bráða- birgðatillögur varðandi starf í sumar: Opíð leiksvæði við Kleppsveg. Nefndin telur þetta leiksvæði óhentugt og illa sett, en þykir rjett að leggja það eigi niður, fyrr en fullkominn leikvöllur kemur í Kleppsholtið. — Vill nefndin benda á stað fyrir hann í túni neðan Skipasunds. En þar eð leiksvæðið við Kleppsveg verður notað áfram, leggur nefndin til, að girðing verði sett meðfram veginum og ræsi sett í völlinn. Opið leiksvæði við Sunnutorg. * Nefndin telur þetta eins og nr. 1 aðeins bráðabirgðaleik- svæði, og telur því rjett að láta það óbreytt. Þó kæmi til greina girðing meðfram Langholtsvegi, og leggur nefndin til, að garð- yrkjuráðanaut verði falið að at- huga þörfina á því og fram- kvæma verkið, ef honum finnst ástæða til. margt barna í þeim húsum við Rauðarárstíg og Laugaveg, sem liggja að umræddu svæði. Öllum þessum börnum þarf að skapa leikskilyrði og jafn- framt möguleika til þess, að mæður geti komið yngstu börn- unum út. Nefndin leggur til, að umrætt svæði verði skipulagt með eftirfarandi fyrir augum: 1. Venjulegur leikvöllur með gæslu. , 2. Boltavöllur, afgirtur með háu neti. 3. Leiksvæði fyrir yngri börn, og væri þar leikskýli og gæsla. Væri hugsanlegt, að þar starf- aði nokkurs konar leikskóli, þó ekki með slíkum húsakosti og venjulega er gert ráð fyrir, því að þarna eiga börnin skammt að fara í húsaskjól. Þá leggur nefndin til, að henni verði heimilað að bæta við nýjum leiktækjum á vell- ina og jafnframt leyft að gera tilraun með að setja upp leik- skýli á Njálsgötuvöll og Vestur- völl. Nefndin telur rjett, að láta gera nú þegar uppmælingar á svæðum við Lindargötu, Vatns- stíg og Bergstaðastræti, Spítala stíg, með tilliti til þess, að þar verði gerðir leikvellir. Nefndin telur nauðsyn á, að reynt sje að skapa lífrænna starf á leikvöllunum. en til þess þarf auk fjölbreyttari leik- tækja, leiðbeinanda, sem kenn- ir börnunum leiki og örvar þau til starfa. Leggur nefndin til, að ráðin verði sjermenntuð stúlka, sem hafi þetta starf á hendi, og verði henni sett erindisbrjef, þegar nokkur reynsla er fengin af starfi hennar. Jónas B. Jónsson, Sigvalcli Thordarson. Leikvöllur við Mjóuhlíð. Nefndin leggur til, að hafist verði handa nú þegar um að skipuleggja leikvöll við Mjóu- hlíð, og framkvæmdir þar hefj_ ist í sumar. Nefndin leggur til, að á svæð inu sunnan við Snekkjuvog en norðvestan Ferjuvogar verði sett upp leiktæki, s. s. rólur, sölt, sandkassi, en hluti svæðis- • ins ætlaður til boltaleikja. Tel- ur nefndin rjett að girða þetta svæði og hafa það til leikja fyr- ir börn, þangað til fullkominn völlur verði þar gerður. Nefndin leggur til, að settur verði inngangur frá Háteigs- vegi á völlinn við Meðalholt. (Einnig telur nefndin rjett að athuga, hvort þar muni eigi þörf á gæslu). Nefndin leggur til, að þeir tveir leikskólar, sem fjárfest- ingarleyfi hefur fengist fyrir, verði settir: a) Á torg við Njáls- götu, Barónsstíg og Bergþóru- götu og 'b) við Drafnarstíg. ó' Nefndin telur brýna nauð- syn á, að hraðað verði uppmæl- c- ingu svæðis sunnan Skúlagötu, c svo að hægt verði að koma þar < upp barnaleikvelli með fjöl- '; þættri starfsemi. Að þessu svæði < liggja mörg hús t. d. við Skúla- < götu eru 133 börn á aldrinum 0—7 ára og 93 börn á aldrin- um 7—12 ára. Auk þess er Vetramki á Siglufirði ÞÓ KOMIÐ sje fram í júní- mánuð, er enn vetrarríki á Siglufirði, símaði frjettaritari blaðsins þar í gærkveldi. Þar er svo mikill snjór, að varla sjest á dökkan díl. Siglfirðingar búast ekki við því, að hægt verði að fara á bílum um Siglufjarðarskarð fyr en í ágústmánuði. Nokkrir bæj- armenn fóru í fyrradag til að kanna leiðina upp undir fjall. í svonefndu Þvergili, er mjög mikill snjóskafl og telja menn þessir skaflinn vera um 10 metra djúpan. Gil þetta er um það bil miðja vegu milli Siglu- fjarðarskarðs og bæjar. Hraðikákmót HRAÐSKÁKMÓT var haldið á vegum Taflfjelags Reykjavíkur á miðvikudagskvöld. Flestir þátttakendur voru úr I. og meistaraflokki Úrslit urðu þessi: 1. Jón Þorsteinsson 10 vinninga. 2. Gunnar Gunnars- son 9. 3. Þórir Ólafsson 8%. 4. Sveinn Kristinsson 8. 5. Eggert Gilfer 7 og 6. Hannes Arnórs- son 5Vi. Ármann íslands meisiari í sund- knaitleik SUNDKNATTLEIKSMÓT ís- í lands lauk í gærkvöldi með j leik milli Ármanns og KR. — ; Vann Ármann með 3:1 og varð : þar með íslandsmeistari 1949. I Áður hafði Ármann unnið ! Ægi, einnig með 3:1. Fjelagið | hlýtur því 4 stig. Ægir er með | 2 stig, en KR ekkert. KR skoraði sitt mark í fyrri hálfleik. Pjetur Jónsson setti það. Ármann skoraði síðan tvö mörk í þeim hálfleik, er þeir Einar Hjartarson og Ólafur Dið riksson settu. Þriðja mark Ár- menninga setti Einar Hjartar- son svo í síðari hálfleik. íslandsmeistarar Ármans eru þessir: Ögmundur Guðmundsson, Sigurjón Guðjónsson, Óskar Jensen, Theodór Diðriksson, Ólafur Diðriksson, Einar Hjart arson og Guðjón Sigurbjörns- son. — Þess skal getið að þetta er í 10 sinn í röð sem Þeir Ög- mundur og Sigurjón verða ís- landsmeistarar í sundknattleik. Fyrv. nasisfaleið- logar hamtfeknir VÍN, 9. júní- — Austurríska ríkislögreglan handtók s.I. sunnudag nokkra fyrverandi háttsetta austurríska nastista- leiðtoga. er þeir voru á leið heim frá ráðstefnu með leið- togum þjóðflokksins, er haldin var í Gmunden. Flokkur þessi er mjög þjóðernissinnaður og er honum stjórnað af bændum og kaupsýslumönnum. Meðal þeirra, er handteknir voru, var dr. Wilhelm Húttl, fyrverandi yfirmaður leynilögreglu nas- ista í Vín og Thed Wuhrer, er var aðstoðarmaður Ernst Kalt- enbrunner, sem hengdur var í Núrnberg 1946. — Reuter. Hörð móimæli fullfrúa Araba LAUSANNE 9. júní — Fulltrú- ar Araba á ráðstefnunni hjer í Lausanne sendu í dag sátta- nefnd S. Þ. mótmælaorðsend- ingu þar sem sagði, að það : kynni að hafa áhrif á friðar- ráðstefnuna, ef Israelsmenn hörfuðu ekki þegar með her- sveitir sínar af „hinu hlutlausa svæði,“ sem þeir hernámu fyrir sunnan Jerúsalem 6. júní s.l. — Sagði ennfremur í orðsending- unni að Arabar myndu neyðast til þess að endurskoða afstöðu sína til friðarfundarins í Laus- anne ef ekki yrðu gerðar taf- arlausar ráðstafanir til þess að flytja burtu hersveitir þessar. — Reuter. Flugslys. SAN JUAN — 54 Puerto Rica búar ljetu lífið, er farþegaflug- vjel á leið til Newark hrapaði í sjó niður. — 27 ljetu lífið er her- flugvjel hrapaði skammt frá Rio de Janero. — 22 ljetu lífið er grísk flugvjel hrapaði til jarðar rjett hjá Aþenu. ... IÞBOTTIB .. Frjáisíþróttakeppni sex þjóða í London LONDON, 6. júní: — Sex- landa-mótið, Belgía, Frakk- land, Stóra Bretland, Holland, Noregur og U.S.A. var haldið lijer á White Cithy vellinum í dag í yfir 20 stiga hita. Tugir þúsunda voru þar sam- ankomnar til þess að sjá marg- ar Ólympíustjörnurnar frá því 1 fyrra, svo sem Harrison Dill- ard, Ólympíumeistarann í 100 m. hlaupi og heimsmethafann í 110 m. grindahlaupi, Arthur Wint, meistara í 400 m. hlaupi, Frakkann Hansenne, sem var þriðji í 800 m. hlaupi á Olym- píuleikunum, Norðmanninn Paulson, sem varð annar í há- stökki o. fl. Mótið hófst á míluhlaupi. — Frakkinn Hansenne lenti yst- ur, á 6. braut, Wilt, USA, á 3. og Bretinn Nankeville á 5. Wilt tók forystuna strax með Hans- enne fast á eftir, þar til um 200 m. voru eftir að Frakkinn tók endasprett, sem fáir sprett- hlauparar hefðu þurft að skammast sín fyrir og vann á 4.09,8 mín., sem er besti tími, :em náðst hefur á þessu ári. 100 yrd. vann Dwyer, USA, á 10,0 sek., sem er ekki sjer- staklega góður tími, eftir að hlaupararnir höfðu skipst á um að þjófstarta þrisvar sinnum. 440 yrd. grindahlaup vann Ault (4. á Ólympíuleikunum) á 53,7 sek., en Bretinn.Whittle, sem varð annar var með sama tíma. ,,Sló“ hann hið 19 ára gamla breska met um 1/10 sek. 880 yrd. vann Ameríkumað- urinn Fox á 1.53,0 mín. eftir sterkan endasprett, en Frakk- inn Clare og Bretinn Parlett voru 2. og 3. Skemmtilegasta keppni móts ins var í 440 yrd. hlaupinu, þar sem Ólympíumeistarinn Arthur Wint og Ameríkaninn Bolen (4. á Ólymp.) börðust um fyrsta sætið. Bolen tók þegar foryst- una og notaði sömu aðferðina og heimsmethafinn McKenley, það er að hlaupa fyrstu 200 m. á „fullu“ og taka síðan enda- sprett síðustu 60—80 metrana. Wint virðist aftur á móti aldrei taka neitt á og hleypur alltaf með sama ,,takti“. Hann er um 2 m. á hæð, en Bolen aðeins 1,65. Var allhlægilegt að sjá þá hlaupa saman. Wint vann á nýju bresku meti, 47.2 sek., en Bolen var feti á eftir (þó var gerður tímamunur). Jafnframt þessu fór lang- stökkið og hástökkið fram. -— Ameríkumaðurinn Douglas (3. á Ólymp.) vann langstökkið með 7,44 m. Hástökkið vann Phillips, USA, stökk 1,98 m. 2ja mílna hlaupið vakti al- menna ánægju Breta, þar sem Wilson tókst að vinna Ameríku- manninn Stone (6. á Ólymp. í 5. km. hlaupi), eftir mjög harða og tvísýna baráttu. Síðustu 200 metrana hlupu þeir nær sam- hliða, en Wilson tókst að ,.merja“ Stone rjett við mark- línuna. 220 yrd. vann Ameríkumað- urinn Dwyer á 21,9 sek. — Dillard vann 120 yrds. grinda- hlaupið á 14,4 sek., en heims- met hans er þar 13,6 sek. Síðasta greinin var mílu- boðhlaup, sem er skipt í einn 880 yds., einn 440 yds og tvo 220 yds. spretti. USA vann það ljett á 3.35,4 mín, en breska sveitin var nr. 2 á 3.30,0 mín. í amerísku sveitinni voru: — Bolen, Fox, Douglas og Dillard. USA vann mótið með 63 stig- um, Bretland hafði 52, Frakk- iand 39, Belgía 32, Holland 28 og Noregur 17. Helstu úrslit í einstökum greinum urðu: 1 míla: — 1. Hansenne, Fr., 4.09,8 mín., 2. Wilt, USA, 4.10,7 mín. og 3. Nankeville, Br., 4.13,2 mín. 100 yrd.: — 1. Dwyer, USA, 10,0 sek., 2. Linssen, Belg., 10.? og 3. Kleyn, Holl., 10,3. 440 yrd. grindahlaup: — 1. Ault, USA, 53,7 sek„ 2. Whittle, Br., 53,7 (nýtt breskt met) og 3. Cros, Fr., 55,3 sek. 880 yrd.: — 1. Fox, USA, 1.53.0 mín., 2. Clare, Fr., 1.54,0 roín. og 3. Parlett, Br., 1.55,2 mín. 440 yrd.: — 1. Wint, Br , 47,2 sek., 2. Bolen, USA, 47,3 sek. og 3. Soetewaey Belg., 49,7 sek. Langstökk: — 1. Douglas, USA, 7,44 m., 2. Askew, Br., 7,00 m. og 3. Bobin, Fr., 6,82 m. Hástökk: — 1. Phillips, USA, 1,98 m., 2. Pavitt, Br., 1,88 m. og 3. Paulson, Noregi^ 1,85 m. 2 mílur: — 1. Wilson, Br., 9.15,6 mín., 2. Stone, USA, 9.15,7 mín. og 3. Vernier, Fr., 9.17 0 mín. 220 yrd.: — 1. Dawyer, USA, 21,9 sek., 2. Lewis, Br., 22,0 sek. og 3. Linssen, Belg., 22,3 sek. 120 yrd.:— 1. DillardUSA, 14,4 sek. 2. Marie, Fr., 14,6 sek. og 3. Finley, Br. 1 mílu boðhlaup: — 1 USA 3.25,4 mín., 2. Bretland 3.30,0 mín. og 3. Holland. Mc. D. Bailey keppti í Brad- ford laugardaginn 4. júní í 100 vrd. hlaupi og hljóp á 9,7 sek. Hann keppti þar á grasvelli, en vegna óvanans tognaði hann í iæti og gat ekki verið með í Sex-landa-mótinu, eins og ráð hafði verið gert fyrir. — R. S. Emblð, ársrii kvenna ÚT ER komið ársrit kvenna, Embla og er það þriðja ár rits- ins. Efni þess er eingöngu rit- verk kvenna, en vel fjölbreytt, bæði ritgerðir, frásagnir. skáld sögur og kvæði. Þessar konur eiga efni í ritinu: Jóhanna Frið- riksdóttir, Ólöf frá Hlcðum, Ragnheiður Jónsdóttir, Fríða Einars. Áslaug Thorlacius, Hólmfríður Jónasdóttir, Svan- hildur Eggertsdóttir, Halldóra B.Björnsson Ingibjörg Tryggva dóttir, Guðlaug Bjartmarsdótt- ir, Sigríður Einars Guðlaug Benediktsdóttir, Ingibjörg Bene diktsdóttir, Þórhildur Jakobs- dóttir Pálína Benediktsdóttir, María Bjarnadóttir, Ólína Jón- asdóttir, Valborg Bents, Þórdís Jónasdóttir, Sigrfður Jóhanns- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.