Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 1
16 síður Danska viðskiptanefndin, sem dvelur nú hjer á landi. Talið frá vinstri: Heering landsrjettar- málaflutningsmaður, Möller fulltrúi í ,,Direktoratet for Vareforsyningen“, frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana, Sandager Jeppesen skrifstofu stjóri í utanríkisráðuneytinu, formaður nefndar- innar og Barnekovv skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Dönsk viðskiptanefnd í Reykjavík / JUlgóður árungur uf fundi utunríkisráðherrunnu í gær Vishtnsky skiffi skyndl- lega tim skoðun og ffellsf á helstii fillögur Acheson Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuíer. PARÍS, 9. júní — Á ráðstefnu utanríkisráðherra fjórveldanna í dag, fjellust Rússar á, að sjerhver hinna fjögurra utanríkis- ráðherra, skyldi senda fvrirskipanir til hernámsstjóra ríkis síns í Þýskalandi um að hafa lokið skýrslu sinni varðandi sam- göngubannið eigi síðar en 13. júní n.k. — Andrei Vishinsky, utanríkisráðherra Rússa, lýsti yfir þessu í lok fundarins í dag, sem er sá lengsti er haldinn hefur verið til þessa og stóð í meira en 4y2 klst. Ráðherrar Vesturveldanna fjellust þegar á þessa tillögu Vishinsky. Með henni hafa utanríkisráðherrarnir komist nær samkomulagi en nokkru sinni áður, síðan ráðstefna þeirra hófst 23. maí s.l. Kom öllum á óvart. Þessi yfirlýsing Vishinsky kom öllum á óvart. Með henni fellst hann í öllum aðalatriðum á tillögu þá, er Acheson bar fram á fundinum í gær, þess efnis, að ráðstefnan skyldi senda hernámsstjórunum sam- eig'inlegar fyrirskipanir. Skifti skyudilega um skoðun. Fyrr á fundinum í dag sagði Vishinsky, að ekki kæmi til greina að hann færi að senda hernámsstjóra Rússa í ‘Berlín neinar fyrirskipanir, þar eð það væri ékki Rússum að kenna að samkomulag hefði ekki náðst, eins og Acheson hefði verið að Frh. á bls. 12 „íslands Hrafnistumenn" í SAMBANDI við hátíð sjó- manna, Sjómannadaginn, verð- ur sýnd hjer í bænum kvik- myndin „íslands Hrafnistu- menn“. Kvikmyndin fjallar um há- tíðahöld sjómanna á árunum 1944, 1945 og 1946 hjer í Reykja vík. Myndin er í litum og hafa þeir Óskar Gíslason, Kjartan Ó. Bjarnason og Sören Sören- sen gert myndina. Sýningar á henni fara fram í Tjarnarbíó á mánudag, þriðjudag og miðviku dag. Hver sýning tekur um eina klukkustund. Brussellandanna halda fnnd 17. júní LONDON, 9. júní. — Það hefur verið opinberlega tilkynnt í London, að ráðgjafanefnd utan ríkisráðherra Briissellandanna muni koma saman til fundar 17. júní n.k. í Luxerhburg, þ. e.a.s., ef ráðstefnu utanríkis- ráðherra fjórveldanna verður lokið þá. — Verður það í fyrsta sinn, að ráðherrarnir koma saman til fundar eftir að Atlantshafs-sáttmálinn var undirritaður. — Bevin til- kynnti í ræðu sinni í Black- pool í dag, að hann myndi sitja fundinn, sem sá sjötti í röð- inni. — Aðalverkefni fundar- ins er talið vera að ræða sam- eiginlegar hervarnir hinna fimm Brússellanda og sam- ræmingu Brússelsáttmálans við Atiantshafssáttmálann. — Reuter. Fræg söngkona deyr VÍN, 9. júní. — María Cebo- tari, hin fræga söngkona, sem sungið hefur í flestum stærri borgum Evrópu, ljest hjer í dag, 38 ára að aldri. Hún var gift þýska leikaranum Gustav Diesl. — Reuter Mjög fjölmennur Kom- informfundur huldinn I Tjekkóslóvukíu Fullfrúar mæftir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Norðurlöndunum ,,THE NEW YORK TIMES“ skýrði frá því fyrir rúmlega viku, að þá væri talið vitað, að yfir stæði í Tjekkóslóvakíu mikill Kominformfundur, þar sem mættir væru til ráðstefnu helstu kommúnistaforsprakkar fjölmargra landa. Mun hjer hafa verið um að ræða einna fjölmennasta alþjóðlega kommúnistafundirm frá því ófriðnum lauk. Þrír stórir. * Meðal þátttakenda á fundin- um voru meðal annars þrír af þeim mönnum, sem á sínum tíma undirritúðu stofnskrá eða stefnuyfirlýsingu Kominform, þeir Georgi M. Malenkov, tal- inn þriðji valdamesti maður rússneska kommúnistaflokks- ins, Rudolf Slansky, aðalritari tjekkneska kommúnistaflokks- ins, og Mihaly Farkas, hermála- ráðherra Ungverjalands. „The New York Tinies“ seg ir meðal annars svo frá Kom- informfundinum: „Meðal annarra háttsettra fulltrúa eru Frakkinn Andre Martjr, Harry Pollitt, ritari breska kommúnista- flokksins, og Palmiro Togli- atti, leiðtogi kommúnista í Ítalíu. „Fulltrúar eru einnig mætt ir frá Astralíu, Kanada, Isra- elsríki, Brasilíu, Argentínu, Venezuela, Chilc, Cuba, Aust urríki, Hollandi, Belgíu. ís- landi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi“. Hernaðaráætlun. Ekki er talið ólíklegt, að á þessum Kominformfundi verði gengið frá stefnuáætlun komm- únista fyrir talsverðan hluta veraldarinnar. Raddir hafa heyrst um það. að Kominform- löndin hafi meðal annars ákveð ið að herða á aðgerðum sínum gegn Júgóslav’u. Rússar höfnuðu samvinnu vio Brefa í sfyrjaEdarbkin Ræöa Bevins á verkamanngfMgmy í gær Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. LONDON 9. júní — Ernst Bevin, utanríkisráðherra Breta, flutti ítarlega ræðu um stefnu bresku stjórnarinnar í utanríkismálum á þingi verkamannaflokksins í dag. Bevin sagði, að eftir styrj- aldarlok hefðu Bretar gert sjer vonir um, að geta haft nána samvinnu við stórveldi heimsins, og þar á meðal Rússa. Hann sagði, að það væri sök Rússa, að sú samvinna hefði farið út um þúfur, og Bretar hefðu þá valið þann kost að vinna með öðrum lýðræðisþjóðum heims. Höfn Shanghai lokað HONGKONG 9. júní — Fyrsta skipið, sem yfirgaf Shanghai eftir að kommúnistar náðu borginni á sitkvald, kom hing- að til Hongkong í dag. Það var hollenska farþegaskipið „Tji- badak“. Með skipinu voru 347 kínverskir farþegar. Meðal far- þeganna voru nokkrir af fyi- verandi- leiðtogum þjóðernis- sinna. — Shanghai-höfn var lokað í dag, er það frjettist, að herir stjórnarinnar hefðu lagt tund- urduflum á siglingaleiðinni til og frá borginni. — Reuter. Bevin sagði, að með Mars- hall-hjálpinni hefði verið lagð- ur grundvöllurinn að beirri samvinnu. — Marshall-aðstoðin miðaði að því, að treysta efna- hagslegt öryggi og almenna vel- ferð þátttökuþjóðanna og hefði þegar tekist að vinna með henni ómetanlegt gagn fyrir viðkom- andi þjóðir. Kvaðst hann hafa harmað það, að Rússar vildu ekki taka þátt í endurreisnar- áætlun Evrópu, en benti á, að þeir nytu óbeint góðs af Mars- hall-aðstoðinni, m. a. fengju þeir keyptar vörur frá Marshall Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.