Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. júní 1949. MORGUTSBLAÐIÐ Buráttan harðnar milli kirkjunnar og kommúnista í Tjekkóslóvakíu Eftir Sydney Brooks frjetta- ritara Reuters í Prag. BARÁTTAN milli kaþólsku kirkjunnar og lögregluríkis kommúnista í Tjekkóslóvakíu, er stöðugt að harðna. Hafði verið heldur grunt á því góða, því að kommúnistar vildu alls ekki sætta sig við neina Júrkju nema þeir gætu notfært sjer prestana. sem kommúnistiska áróðursmenn. Ráðist á stærstu kirkjuna í Prag En fyrir einum mánuði eða svo, sauð alveg upp úr, þegar tjekkneskir lögreglumenn rjeð- ust inn í Skt. Vitus kirkjuna í Prag, ráku alla út, og lok- uðu kirkjunni í tvo klukkutíma og umrótuðu öllu á meðan. Þeir sögðust vera að leita að leyni- legri útvarpsstöð, sem þeir hjeldu að væri falin einhvers- staðar undir kórnum. Erkibiskupinn í Prag heitir Josep Beran. Ekkert er honum fjær skapi en láta undan síga fyrir lögleysi og ofbeldi kom- múnista. Eftir árásina á Skt. Vitus-kirkjuna sendi hann frá sjer harðorð mótmæli, sem voru lesin upp af öllum prjedikun- arstólum í landinu; en sem kunnugt er, þá er ekki lengur ritfrelsi í Tjekkóslóvakíu og því komu mótmæli þessi hvergi fram á prenti. Útvarpið er kommúnistiskt áróðurstæki. Kommúnistar hafa hinsvegar nógan blaðakost. Dag eftir dag eru þau full af árásum og sví- virðingum á Beran erkibiskup. Það er líkast því, að bundinn maður sje sleginn, því að hvergi fær Beran að birta svargrein- ar. Útvarpið er auðvitað í hönd- um kommúnista og þá er ekki lengur aðalhlutverk þess að vera menningartæki, heldur að vera áróðurstæki. Nokkrir prestar hafa gengið í þjónustu kommúnista. Einn þeirra er Josef Plohjar, heil- brigðismálaráðh. í tjekknesku stjórninni. Hann hefur verið sviftur prestsumboði fyrir a, hlýða ekki banni biskupsins um að prestar mega ekki taka þátt í stjórnmálum. Annar prestur sr. Josef Luka covic, sem um leið er verka- málafulltrúi fyrir Slóvakíu flyt ur prjedikanir um ágæti komm- únismans. Trúarræður hans ganga mest út á að dásama, að ríkið skuli hafa eytt 56 miljón tjekkneskum krónum til kirkju bvgginga frá stríðslokum. Hótar bannfæringu. Beran erkibiskup hefur hótað að bannfæra þá presta, sem vinna með stjórninni að ofbeld- isverkum gegn kirkjunni. Þessi hótun kom fram í brjefi sem biskupinn sendi Alois Petr flutningamálaráðh. í stjórn Za- potockys. í brjefinu var því einnig lýst yfir, að enginn þeirra presta sem ljeti í ljósi álit sitt á stjórnmálum, talaði þar fyrir hond kirkjunnar. I síðasta brjefi biskupsins til presta kirkjunnar, sem var Beran erkibiskup hræðíst ekki hluhkipti Mindsentys Josef Beran, erkibiskup. skrifað 29. apríl, en ekki gert opinbert fyrr en í maílok, er því haldið fram, að stjórnin hafi margsinnis brotið ákvæði stjórn afskrárinnar með ofbeldi sínu við menn kirkjunnar. ! Ofbeldi kommúnista. ) í brjefinu er getið nokkurra njósna og ofbeldisverka komm- únista undanfarið: j Nýlega ætluðu biskupar . landsins að halda fund með sjer, en urðu að hætta við fundinn vegna þess, að lögreglumenn höfðu komið fyrir í fundarsaln- um urmul af smá hljóðnemum. Kommúnistisk útgáfunefnd bannaði nýlega endurprentun kaþólskrar bænabókar og engar aðrar bænabækur hafa fengist prentaðar. Kommúnistamir eru þeirrar skoðunar, að rússnesk- ur áróður sje betra andlegt fóður. Þá hafa kommúnistar lokað öllum skólum kaþólsku kirkj- unnar í Slóvakíu og Mæri og eru nú smám saman að einangra skólana í Bæheimi. Kaþólsk bókaútgáfa hefur verið stöðvuð, jafnvel bönnuð rit, sem fjalla eingöngu um and leg efni, en svo framarlega gengu Þjóðverjar jafnvel aldrei meðan þeir voru „verndarar Bæ heims og Mæris“. Þrátt fyrir ákvæðið í stjórn- arskrá landsins um að öllum sje frjálst að láta hugsanir sin- ar í ljósi, hefur verið komið á strangri ritskoðun til að hindra útkomu kaþólskra bóka, eftir öðrum leiðum. Hinsvegar mega þeir prestar, sem gengið hafa í þjónustu kom múnista, hella öllum þeim sví- virðingum sem þeir vilja yfir kirkjuna og komið hefur það fyrir, að þessir prestar hafa verið orðnir svo afvegaleiddir, að þeir hafa sjeð í hinni komm- únistisku stjórn allar dásemd- ir kristindómsins. Páfinn kallaður fasisti. Oft kemur það fyrir að heilar árásargreinar eru birtar til á- rása á páfann og er hann þar kallaður „umboðsmaður fas- ista“ og „heimsveldissinni". Og oftast er það sama við- kvæðið, þegar prestar ,sem ver- ið hafa óþægir ljáir í þúfu kom múnista, eru dregnir fyrir dóm, að þeim eru fundnar upp- lognar tylliásakir um njósnir fyrir vesturveldin. Er nú fjöldi presta og klausturfólks í fang- elsum ásakað um landráð. Ekki er vitað um fjölda þessa fólks, því að ríkið hindrar alla ná- kvæma skýrslusöfnun kirkj- unnar. Viðræður ríkis og kirkju. Fyrir um það bil mánuði hóf- ust viðræður kaþólsku kirkj- unnar og ríkisstjórnarmeðlima um stöðu kirkjunnar í framtíð- inni. í fyrstu ljetu fulltrúar kirkjunnar það í Ijósi, að þeir væru fúsir til að slaka nokkuð á sínum kröfum. En brátt fór að koma í Ijós, að kommúnistar voru ekki ánægðir með það Fyrir viku eða svo, lýsti Ber an erkibiskup því yfir, að hann teldi þýðingarlaust að halda þesum viðræðum áfram, því að kommúnistarnir hefðu auðsjá- anlega komið á þessa fundi, ekki til að semja, heldur til að gefa fyrirskipanir. Kýs að berjast fyrir frelsið. Beran erkibiskup þekkir vel, hvernig fór fyrir Mindsenty kardínála í Ungverjalandi, þeg ar hann vildi ekki hlýða fyrir- skipunum kommúnista. — En hann heldur áfjrarn á þeirri braut, sem hann álítur rjett- asta. Hann heldur áfram að berjast fyrir frelsi og rjettlæti. Aður kostaði sú barátta hann, 3 ára dvöl í fangabúðum Þjóð- verja í Dachau. Það getur ver- ið, að hún eigi eftir að kosta hann dvol eða dauða í fanga- búðum kommúnista í Tjekkó- slóvakíu. Góð gleraugu eru fyrlr I öllu. Afgreiðum flest gleraugna recept og gerum við gler- augu. * ! Augun þjer hvílið með | gleraugu frá TÝLI H.F. Austurstræti 20. $KIPAÚT< RlKISl ÍKÐ S fT Heimaklettur Tekið á móti flutningi til Siglu- fjarðar í dag. Hamlel bóðum við Tjörnina 9) iiisgiE ÞAÐ er mikið talað skemtanalíf bæjarins sje legt og fátt að sjá og hey en svo skeður það skyndilega, að við fáum tvær Hamletsýn- ingar í einu, önnur er kvik- mynd, sem búin er að geta sjer heimsfrægð og fá mörg verð- laun, leikstjórn og leikur af- bragð, svo um gildi hennar verð ur ekki deilt. Þar við bætist að við mvndina er settur 5s- lenskur texti, sem hjálpar öll- um alrrffenningi til þess að iylgj- ast með gangi myndarinnar. — Þetta hefur fólk fært sjer i nyt og er nú hátt á nítjánda þús- und manns búnir að sjá mynd- ina og er vissulega ekki nema allt hið besta um það að segja. En svo er hin sýningin, hvað er um hana? Jú, Leikfjelag Revkjavíkur hefur gerst svo djarft að setja Hamlet á svið í gamla Iðnó, bíða ekki einu sinni eftir Þjóðleikhúsinu, sem bjart- sýnustu menn eru famir að þora að vona. að verði einhvern tíma í fyrirsjáanlegri framtíð starfrækt, fyrst kominn er leik- hússtjóri og með-leikhús?tjóri. Er ekki von að fólk spyrji, hvort það sje þess virði að sjá Hamlet í Iðnó eftir að það er búið að sjá hann hinum megin við Tjörnina, og haldi, að það eí til vill spilli áhrifum þessarar stór feldu sýningar. En það er síður en svo, sýningarnar eru svo ó- líkar, en samt geta þær stutt hvor aðra. Vil ieg nú skýra hvað jeg meina. Fyrst sa jeg bíó- myndina. Mjer fannst hún stór- kostleg að öllu leyti og vor jeg satt að segja hræddur um, að hún myndi skyggja a leikinn. En mynd er ávalt vjelræn, hve vel sem hún er unnin og getur aldrei fyllilega komið í stað Jifandi fólks, þetta fann jeg best, þegar jeg sá sjónleikinn í Iðnó, leikinn á okkar eigin tungu, svo að ekkert smáatriði tapaðist, en öll hin mikla lit- auðgi leiksins, frá sárasta harmi og þunglyndi til Ijettasta í kops, kom fram. Þektur danskur léikari, Ti- emroth, að nafni, haíði leik- stjórn á hendi og setti leikinn á svið. Það verk, sem hann hef- ur unnið, er svo óvenjulegt, og frábært, að Reykvíkíngar hafa ekki ráð á að láta svona sýningu fara fram hjá sjer, bara af því að svo hittist á, að hægt er að sjá Hamlet í bíó. Hann tapar ekki á því að sjást oftar, heldur þvert á móti, því Hamlet er spennandi sjónleikur, fullur af hnyttnum og skemtilegum sam- tölum, en alls ekki þunglama- legur og torskilinn, eins og margir halda. í raun og veru er sviðsetningin líkust töfrum, en þó er hún einíöld eins og Columbus-eggið. Án þesS' að leiktjaldið sje hreyít, breytist sviðið fyrir augunum á manni í sífellu frá einu aíriði til ann- ars, stundum grynnra, stundum dýpra, inn á sviðið, djúpir litir á tjöldunum og skrautlegir bún ingar gefa sýningunni litauðgi og fegufð í öllum sínum ein- faldleik. Ósjálfrátt vaknar sú hugsun hjá manni, að einmitt þessu likt hafi Shakespeare auiii /ótnunum. leikaranna aúla ekki að ræða, þetta er eng- inn leikdómur, aðeins bak t.a jeg þeim ógleymanleg kvöld, ir hafa lyft þarna Grettistalsi. ekki síst Lárus Pálsson: Á bak við þessa sýningu er stórhugur og djörfung, sem almenningi fcer að svara með því að sjó hana. Ástæðan til þess. að jeg hripa þessar línur, er sú, að eins og trúuð manneskja er ekki í rónni nema hún geti frelsað meðbræður sína, eins finsr. mjer jeg ekki mega til þess hugsa, að fjöldi fólks láti sjer úr greip- um ganga, að sjá svona ów:nju- lega sýningu, sem hlýtur að lifa lengi í endurminhinguntn. Og eitt er víst, að þeir, sem hafa sjeð myndina i ■ituim glæsileik, hafa ennþá betri skil- yrði til þess að njóta þess lif- andi lífs og þeirra blæbrigðá; sem leikurinn gefur. Notið tækifærið, það getur orðið bið á því að HatnJet sæki okkur heim í jafnfögmm bón- ingi og góðri túlkun. G.estur, Myndin í Gamla foé SYSTURNAR frá St Pierre, heitir amerísk M.G.M. mynd, sem nú er sýnd í Gamla Biói. Myndin er látin gerast að mestu í Nýja-Sjálandi um miðja 19. öld, en það yar þá athvarf æfintýramanna. Nokkrir kunnir leikarar koma fram í þessari xnynd. — Lana Turner leikur aðalhlut- verkið. Hún er kvikmyndahús- gestum fyrir löngu kunn. A móti henni leikur R.ichard Hart. Hann mun vera lítt kunnur hjer. Hlutverki sitiiu gefur hann góð skil, en það krefst heldur ekki neinna. sjer- stakra leikhæfileika Þá leikur Donna Reed eitt aðalhiutw rk- anna. Hún er góð leikkona. og leikur hlutverk sitt mjög vel. Van Heflin leikur ein.nig eitt af aðalhlutverkunum. Hann er vafalaust einn vinsælasti teik- ari, sem sjest hjer í kviktnynd- um. Atburðarásin í myndinni er hröð, eins og verða vlll í slík- um skáldverkum. Efni hennar er Ijett og enda er jnyndin gerð eftir skáldsögu er h*utir á frummálinu Green Dotphin Street,- þó það sje dálitið reyf- arakennt, þá mun ungum sem gömlum' þykja þessi tuynd skemmtileg. Einn kafli mynd- arinnar er t.d. mjög vel gerður, eins og það er þegar jarðskjálfti leggur eignir þrímenninganna að mestu í rústir. Gæfa fylgir trúlofiinuv hi'mgumunD frá «ÍCI HPÖH Rafnífncti’ti 4. Mqruar eerflit. Sendir gegn póstkröfu kwn h Km er. — SendiS nákta-mt ntsi — ■ , um, að ' sjálfur sýnt leikrit íátæk- ! hans svifa hjer jdir ra, | Um meðferð íjeg tn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.