Morgunblaðið - 10.06.1949, Side 14

Morgunblaðið - 10.06.1949, Side 14
 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 10. júní 1949. '14 pH’Hnnnm" e EVtóaltogaa 10 IIIIHIMIMHU 11111111111111111» 1» »«»UltM1lf11lill»««MIIIM I' IflllllltllflMIIIIIHIillHVMH Eftir Ayn Rand iiiiiiiitiiiniiiHMiiiiiniiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' ,,Þetta eru bestu hálsklút- arnir, sem hægt er að fá, borg- arí ... já, já, þeir þola ,vott .... alveg eiirs og þeir út- Jensku. Já. jeg tek mjög gjarn- an Viðbit í staðinn_ Þú færð tvo hálsklúta og einn meter af bómullarefni fyrir hálft pund“. Hann setti feitina ofan í stóru skúffuna ánægður á svip. — í skúffunni var eitt pund af rúg- irijöli fyrir. Þegar Lydía hafði lokið við morgunverðinn, stóð hún upp, setti gamlan prjónaklút um bálsinn, tók körfu á handlegg- inn. og gekk andvarpandi af stað til kaupfjelagsins. Þar stóð hún í bíðröðinni, oft svo klukku stundum skipti, og þuldi í hug- anum frönsk kvæði, sem hún hafði lært utan að, þegar hún var barn. „Já, en mig vantar ekki sápu“, sagði hún, þegar hún bom að búðarborðinu, „og jeg vil heldur ekki þurkaða síld“. „Við höfum ekkert annað í dag. Næsti“. ,.Jæja, þá verð jeg víst að fá það“, flýtti Lydía sjer að segja, f,Eitthvað verðum við að fá“. Galína Petrovna þvoði disk- ana eftir morgunverðinn. Svo breinsaði húh ruslið úr tveim pundum af flatbaunum, skar ►úður lauk, svo tárin streymdu úr augum hennar, þvoði skyrt- ur af Alexander Dimitrievitch upp úr köldu vatni og malaði akran í kaffið. Ef hún þurfti að fara út. lædd ist hún í skyndi niður tröpp- urnar í þeirri von, að hún ►oættl ekki húsverðinum. — Ef hún mætti honum, brosti hún til hans, allt of vingjarnlega, og sagði: „Góðan daginn, fje- íagi húsvörður“. Hann svaraði aldrei. — En hún las úr augum hans: „Brodd borgari, svei. Einkaverslunar- íólk“. Kira var byrjuð í verkfræði- deildinni. Hún lagði sönglandi af stað á hverjum morgni, með hendurnar í kápuvösunum. — Kápan var gömul og svört, hneppt alveg upp í háls. Hún tók eftir því, að margir nem- endurnir voru með rauða klúta um hálsinn, og það var oft tal- að um rauða byggingarmeist- ara, menningu öreiganna og unga verkfræðinga í broddi heimsbyltingarinnar. En hún blustaði ekki á það. Hún var önnum kafin við stærðfræðina. I kenslustundunum brosti hún alt í einu að engu sjerstöku. — Henni fannst æska sín hafa verið yndislegur draumur, og hún- vaknaði frá draumnum hress og endurnærð, albúin að rnæta framtíðinni. A kvöldin settist fjölskyld- an við borðstofuborðið kring um tíruna. Galína Petrovna bar fram flatbaunirnar og hirsi- grautinn. Það var ekki mikil tilbreyting í mataræði þeirra. Peningarnir voru af skornum fikaprmti. Að máltíðinni lokinni sótti Kira bækur sínar og settist aft-' ur við borðið. Þau höfðu ekki nema þessa einu tíru. — KiraJ studdi hönd undir kinn og lasj um sirkla og þríhyrninga, eins og skúldsögu. Lydía sat og saum I aði í vasaklút „Maður skyldi ekki halda, að það væri búið að finna upp rafmagnsljósið“, sagði Lydía og varpaði öndinni. „Já, það er alveg satt“, sagði Kira dálítið undrandi, „ljósið er ekki gott. Skrítið að jeg skyldi ekki hafa tekið eftir því fvrr“. Eitt kvöldið var svo mikið af ormum i hirsinu að Galína Petrovna gat ekki notað það, svo þau fengu engan kvöldmat. ..Maginn í mjer er eins og tóm tunna“, sagði Lydía. „Já, það -er líka alveg satt, við fengum engan kvöldmat“. „Hvað er eiginlega í hausn- um á þjer“, sagði Lydía reið. ..Ætli hann sje ekki alveg tóm- ur. Þú tekur aldrei eftir nokkr- um sköpuðum hlut“. Galína Petrovna ávítaði Kiru við og við. „Kven-verkfræðingur, ekki nema það þó“, sagði hún. — „Það er dágott starf fyrir dótt- ur mína....... Er það nú líf fyrir unga stúlku. Enginn mað-l ur vill líta við þjer.....Þú; ert eins og gamall, þornaður, skósóli. Það er ekki til í þjer, neitt sem heitir rómantík, ekk- ert kvenlegt. Og svo ett þú dóttir mín. Enginn skyldi trúa því!“ í litla herberginu. þar sem Lydia og Kira sváfu, var aðeins eitt rúm. Kira lá á gólfinu með þunt teppi og kápuna sína yfir sjer og horfði á Lydíu. — Hún lá á hnjánum í síðum, hvítum náttkjól fyrir framan dýrðlinga myndina í horninu. Hún taut- aði bænirnar í skyndi og signdi sig, bví hún skalf af kulda. Frá fleti sínu gat Kira sjeð út um gluggann í dumb- rauðan himininn. í fjarska sá hún turnspíru stjórnarráðshall- ar sjóhersins, gegnum þokuna, sem lá yfir Petrograd, ævintýra borginni, þar sem alt gat skeð. Victor Dunajev hafði skyndi lega fengið mikla ást á Argu- novfólkinu. Hann kom oft, hringdi ákaft á dyrabjölluna, hneigði sig djúpt fyrir Galínu Petrovnu og hló, eins og hann væri á gamanleik. Honum til heiðurs bdr Galína Petrovna fram síðustu sykur- mola sína með teinu, í staðinn fyrir saccarínið sem vanalega var notað. Victor Dunajev ljek við hvern sinn íingur, sagði þeim nýjustu frjettir og hneykslissögur, skýrði fyrir þeim síðustu uppfinningar úti í heiminum. Hann ljet í Ijós álit sitt á afstæðiskenningu Einsteins og bókmenntum ör- eigalýðveldisins. „Menntaður maður“, sagði hann, „er fyrst og fremst sá maður, sem mótar sjálfan sig eftir aldarhættin- um“. Hann brosti blítt til Alex- anders Dimitrievitch og bauð honum eld í vindlinginn_ Hann brosti líka blítt til Galínu Petrovnu og rauk á fætur í hvert sinn, er hún stóð upp. Hann hlustaði þolinmóður á Lydíu, þegar hún fór að út- skýra kenningar sínar um rjett trúnað. En hann reyndi' altaf að koma því svo fyrir, að hann ?æti við hliðina á Kiru- Kvöldið þann 10. októbei kom Victor seint. Klukkan var yfir n(u, þegar dyrabjöllunni yfir níu, þegar dyrabjöllunni opnaði. „Jeg bið ykkur afsökunar á því, hvað jeg kem seint.“ sagði hann um leið og hann fleygði frakkanum á stól. Svo leit hann í spegilinn og strauk yfir liðað hár sitt. „Það var fundur í stúdentaráðinu, svo jeg tafðist. Jeg veit vel. að þetta er eng- inn heimsóknartími, en jeg var búinn að lofa að fara út með Kiru, og.......“. „Það gerir ekkert til. bótt þú komir svona seint“, kallaði Galína Petrovna innan úr borð- stofunni. „Komdu og fáðu þjer te-glas“. Fjölskvldan sat kringum borð stofuborðið. Það var kveikt á tírunni. Fimm risastórir skugg- ar teygðu sig upp veggina_ — Það glampaði á grænleitt te-ið í glösunum, er búin voru til úr gömlum flöskum. „Jeg hefi það frá áreiðan- legum heimildum, Victor, að NEP sje aðeins byrjunin á stefnubreytingunum“, hvíslaði Galína Petrovna. „Næsta skref- ið verður, að stjórnin gefur fyrri eigendum aftur húsin sín og verslanir. Hugsið ykkur bara. Þú manst eftir húsinu okkar við Kamenostrovrsky-göt- una, Victor. Það var afgreiðslu- maðurinn í kaupfjelaginu, sem sagði mjer þetta. Hann á frænda í flokknum, svo hann hlýtur að vdta það“. „Það er mjög sennilegt“, sagði Victor. Alexander Dimitrievitch fjekk sjer aftur te í glasið. — Hann leit á sykuiinn, svo gaut hann augunum til Galínu Petr- ovnu .... og drakk te-ið syk- urlaust. ..Astandið er ekkert að skána“, sagði hann. „Nú kalla þeir leymilögregluna GPU í staðinn fyrir Cheka, en það er eitt og hið sama. Veistu, hvað jeg heyrði í búðinni í dag? — Það hefir komist upp um sam- særi gegn sovjet, og það er búið að taka fastan fjöldann allan af mönnum. Þú manst eftir Kovalensky, gamla aðmirálnum, sem varð blindur í stríðinu, Hann vrar tekinn fast ur í morgun og skotinn án dóms og laga“. „Þetta eru bara lausaftegn- ir“, sagði Victor. ,„Fólk hefir svo gaman af að ýkja“. ..Það er að minnsta kosti auð veldara að ná í mat núna, held- ur en vrar á tímabili“, sagði Ga- lína Petrovna. „Við fengum á- gætai flatbaunir í dag. — Þær voru nærri eins góðar og í gamla daga“. „Jeg fjekk tvö pund af hirsi“, sagði Lydía. ,,Og jeg fjekk eitt pund af feiti“, sagði Alexander Dimi- trievitch. Hestvagninn ók gegnum breiðar, mar.nlausar göturnar. Stuttklædd kona reikaði fram cg aftur undir Ijóskerastaur. — Drukkinn sjómaður sveiflaði handleggjunum og gekk yfir götuna. Stór vöruflutningabif- reið rann skröltandi fram hjá hesavagninum. Á milli byssu- stingjanna á palli vörubifreiðar innar sá Kira i náfÖlt andlit og svört óttaslegin augu. Eyjan Atlantis Eftir WASIIINGTON IRWIN 4. hafinu, svo að það mætti sameina þá hinni einu sönnu og rjettu kirkju. Enginn var samt eins áhugasamur og Don Fernando de Ulmo, ungur riddari af háum ættum, en mjög ákafur og skapheitur. Hann hafði nýlega tekið við föðurleifð sinni, þegar orðrómurinn um Sjöborgaeyjuna barst honum. Eftir það gat hann ekki um annað hugsað en Sjöborgaeyjuna, Hann mátti varla vera að því að eta og drekka og hálfar næturnar lá hann vakandi og var að hugsa um hina dular- íullu eyju. Og þó hann sofnaði fjekk hann ekki frið fyrir draumunum, sem ásóttu hann með stórkostlegum myndum af skrautlegum borgum á eyjunni dularfullu. Hann varð (svo niðursokkinn í þessar hugsanir sínar, að hann mátti jvarla vera lengur að því að hugsa um unnustu sína, eina ifegurstu stúlku í Lissabon. ] Eftir nokkurn tíma ákvað hann að hætta til öllu, sem Íiann átti. Hann ákvað að kosta sjálfur könnunarferð til eyjarinnar. Hann bjóst nú ekki við, að það yrði löng ferð 1 úr því gamall maður á smábát hafði getað farið það. Af frásögn gamla mannsins virtist það vera einhversstaðar í námunda við Kanaríeyjar, sem á þeim tímum áður en Ameríka fannst var útvörður Evrópumenningarinnar. Don Fernando bjó skip sitt til ferðar og fjekk umboð frá kon- unginum, þannig, að hann skyldi verða landstjóri konungs í þeim löndum, sem hann fyndi, en átti sjálfur að kosta ferðina og greiða eftir á tíundahlutann af ágóða hennar til konungs. Don Fernando hafði undirbúið ferðina vel. Hann varð að selja dagsláttu eftir dagsláttu af landi sínu og jafnvel varð hann að veðsetja hús sitt í Lissabon. Það var ekki svo mik- ill skaði, því að hann var fasttrúaður á það, að þegar hann kæmi til Sjöborgaeyju, myndi hann fá veglega landstjóra- höll til íbúðar. Þetta var einmitt á þeim tímum, þegar hug- ir allra draumlyndra ungra manna beindust að hafinu, svo að ekki varð skortur á skipsmönnum. Umboðsmenn kaup- manna tóku sjer far með skipinu. Þeir ætluðu að leita nýrra markaða og nýrra hráefna. Hermennirnir vonuðu IffljxT rrw\q;jsnhcJ$lfn^ Sjálfsagt einskis virði. Prófessor Steriziin hafði rnitíð yndi af gömlum bókum og safnaði þeim og þó einkurn bibliunni. Af lienni ótti hann fjölda mörg sjaldgæf ein- tök. Skipuðu þau sjerstakan heiðurs- sess i bókaskápum Jians. Eitt sinn hitti prófessorinn g.amlan kunnigja sinn á götu og tóku þeir tal saman. Auðvitað töluðu þeir um gandar bækur. því að annað komst ekki að i huga hins lærða manns. „Þú ert alltaf að tala um þessar gömlu bækur“. sagði kunmnginn, ..ekki held jeg neitt upp á þær, en þó á jeg eina gamla sknjeðu heima. það er víst biblían. Ef ]>ú viit geturðu fengið liana. en hún er áreiðanlega einskis nýt þjer lika.“ Glampa mátti lesa úr augum pró- fessorsins, er hann heyrði talað um gamla bibliu. „Hversvegna heldurðu að hún sje mjer einskis nýt?“, spurði hann ákafur. „Slík bók getur aldrei verið einskis nýt“. „Jú, líttu á.“ sagði kunninginn. „það hefir nefnilega einhver bjáni að nafi Martin Luther krassað bókina alla út með asnalegum athugasemd- um og skýringum sem hann kallar svo“. ★ Undarlegt. — Það eru einkennilegir sokkar, sem þú ert í í dag, .Konráð, annar er svartur, en hinn er grár. — Já, en það er nú ekkert. Það undarlegasta við allt þetta er, að jeg á aðra nákvæmlega eins heima. I ★ Ekki öll von úti, | — Þjer hafið bara ofkælt vður. | ungfrú, sagði læknirinn eftir að hafa rannsakað sjúklinginn, sem var ung og falleg stúlka, af hinni mestu ná- kvæmni, en við slíku höfum við þvi miður ekkert meðal. —- Þjer skulið samt ekki tapa hugrekkinu, ofkæling in getur leitt til lungnabólgu og við henni höfum við óbrigðult meðal. ★ Jón gerðist bindindisnniðui’. Jón er orðinn bindindismaður, Hann gekk í stúku og tók þar mik- inn og góðan þátt í fjelagsstarfinu. Svo hætti hann allt í einu að mæta. Alitið var i stúkunni, að hann væri sjúkur og tveir reglubræður fóru x lieimsókn til hans kvöld eitt. Þegar kona Jóns hafði opnað dyrn- ar. spui-ðu mennirnir: — Á hann Jón heima hjerna? —- Já, sagði frúin og gaut horn- auga til bíls, sem hún sá fyrir utan, berið hann bara inn. niinnnnnii inninniiiiiiiiiiiniiiiii ininininiinn Stúfhci 17—20 ára, snyrtileg og reglusöm, óskast sem nem andi, eða til smávinnu á góða rakarastofu í bæn- um. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 13. þ.m., merkt: „Ljett stúlka — 906“ — • IIIMlMIIIIIMIIMIIIIIIIIIIMIIIIiniMIIIIIIIIIIIIMIMIIIMMIIlll PÚSNINGASANDUR í 1 frá Hvaleyri Simi: 9199 og 9091. I Guðmundur Magnússon | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiniiiiiiiiit BEST AÐ AUGLYSA l MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.