Morgunblaðið - 06.07.1949, Síða 11

Morgunblaðið - 06.07.1949, Síða 11
Miðvikudagur 6. júlk 1949. MORGUXBLAÐIÐ 11 ^^\\\\\\\\\\\\V' \ 1.1 ' * VNNSSS "V'V' ffH /SsHHy/////////,,. Sívaxandi fylgi æskunnar við hugsjónir Sjólfstæðisstefnunnar » TÍUNDA ÞING Sambands ungra Sjálfstæðismanna er gleggsta sönnun hins mikla þróttar, sem nú er í samtökum ungra Sjálfstæðismanna. Nærri 200 fulltrúar æskunnar, víðsveg ar af landinu sóttu þing þetta, og er það hið langfjölmennasta Sambandsþing, er haldið hefir verið. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna hafa haldið þeirri stað- hæfingu mjög á lofti, að ungir Sjálfstæðismenn væru flestir „mömmudrengir“ eða auð- mannabörn, sem annaðhvort ekki skyldu eðli stjórnmálabar áttunnar eða mynuðu þéssi sam tök til varnar forrjettindum for eldra sinna. Þótt einhver kynni að hafa lagt trúnað á þenna áróð ur, hefði honum áreiðanlega þótt slíkar fullyrðingar hlægi- legar, ef hann hefði fylgst með störfum unga fólksins á nýaf- stöðnu Sambandsþingi. Þar sátu á löngum þingfundum hlið við hlið piltar og stúlkur úr öllum stjettum þjóðfjelagsins og reyndu af fullkominni alvöru og skilningi á hinum margvíslegu vandamálum að setja fram þær lífsskoðanir og marka þá stefnu, er þetta unga fólk taldi líkleg- asta til þess að tryggja því far- sæla framtíð í landi sínu Það reyndi enginn að segja þessu unga fólki fyrir verkum, held- úr mótaði það ályktanir þings sins eftir eigin geðþótta og af fullkominni einurð. Þetta unga fólk skyldi til hlýtar þá ábyrgð, er á því hvíldi sem fulltrúum fjölmennustu stjórnmálasam- taka æskunnar í landinu. Hjá því ríkti fullkominn og einhuga skilningur á þeirri staðreynd, að ungir Sjálfstæðismenn verða að standa í fylkingarbrjósti allra þjóðhollra íslendinga í barátt- unni gegn þeim upplausnaröfl- um, sem ógna persónufrelsi þjóðarinnar og' efnahagslegu ör- yggi hennar og sjálfstæði. Baráttan fyrir frelsi og rjettlæti. , Ályktanir Sambandsþingsins hafa allar verið birtar hjer í blaðinu. í hinni almennu stjórn- málaályktun þingsins eru mark aðar þær grundvallarreglur, sem ungir Sjálfstæðismenn telja að verði að móta stjórnarfarið í landinu. Þeir telja lýðræði og frelsi einstaklinga og þjóðar- heildarinnar þau rjettindi sem æskulýður þjóðarinnar verði að sameinast um að vernda. Þeir telja kommúnista hafa ótvírætt sannað, að þeir láti stjórnast af sjónarmiðum, sem hættuleg sjeu íslensku þjóðinni og öryggi hennar, lífsskoðanir kommún- Sfórhugur ©g víðsýni og holfusfð vrð [ýðræði og rjefffæfi, einkennir samþykkfir Sambandsþingsins ista sjeu fjandsamlegar lýð- ræði og einstaklingsfrelsi og baráttuaðferðir þeifra ekki sæm andi þroskuðum þjóðum. Allt eru þetta staðreyndir, sem eng- inn þjóðhollur íslendingur get- ur lokað augum fyrir. Reynsl- an hefir einnig sýnt, að samtök ungra Sjálfstæðismanna eru það afl sem kommúnistar óttast mest, og auðveldasta og raunar eina ráðið til þess að uppræta þjóðskemmdarstefnu kommún- ista er það, að allir þjóðhollir æskumenn sameinist undir merkjum ungra Sjálfstæðis- manna til samtaka baráttu gegn þessum ófögnuði. Ungir Sjálfstæðismenn hafa í öllum ályktunum sínum lagt á það ríka áherslu að trvggja sem mest jafnrjetti þjóðfjelags- borgaranna og koma í veg fyr- ir öll óeðlileg sjerrjettindi. Þeir krefjast þess, að róttækar ráð- stafanir sjeu gerðar til þess að uppræta brask og marghgttaða spillingu, sem þróast hefir í skjóli hins óeðlilega ástands. Þeir krefjast athafnafrelsis fyr- ir einstaklingana, ekki til þess að braska og arðræna, eins og andstæðingar þeirra staðhæfa, heldur til þess að hæfileikar hvers og eins fái sem best að njóta sín til aukinnar hagsæld- ar fyrir þjóðarheildina. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að frelsis ástin, jafnhliða andúð á öllu ranglæti, hljóti að vera aðals- merki hvers þroskaðs æsku- i manns. Auknar umbætur og atvinnuöryggi. Ungir Sjálfstæðismenn hafa jafnan sýnt það, að þeir eru engir afturhaldsmenn, heldur berjast jafnhliða fyrir frelsi og framförum_ Þeir vita gerla, að æskan á mest í húfi, ef ekki tekst að efla atvinnuvegi þjóð- arinnar og bæta lífsskilyrði hennar. Þeir hafa því enn á ný hvatt unga fólkið tli einhuga stuðnings við framhald þeirrar ! nýsköpunar á öllum sviðum at- vinnulífsins, sem hafin var und ir forustu Sjálfstæðismanna í fyrverandi stjórn. Þeir lýsa sök á hendur kommúnistum fyrir að hafa svikið íslenska alþýðu með því að reyna að eyðileggja þessa nýsköpun, sem er undir- staða vglmegunar þjóðarinnar í framtíðinni. Þeir lýsa jafnframt Frá þiitgi S.U.S.: Álykianir u iiidiimái' sök á hendur ungum Framsókn armönnum og nokkrum hluta þess flokks fyrir að gerast liðs- menn kommúnista í skemmdar- starfi þeirra og reyna að eyði- leggja samstarf lýðræðisflokk- anna til lausnar þeim alvarlegu vandamálum, sem nú verður að leysa. Ungir Sjálfstæðismenn telja dýrtið og fjármálaöng- þveiti komið á það stig, að alls ekki megi lengur dragast að gera raunhæfar ráðstafanir til þess að tryggja eðlilega starf- semi atvinnuvega þjóðarinnar og hinna glæsilegu framleiðslu- tækja, sem aflað hefir verið. Þeir eru reiðubúnir til að styðja allar þær ráðstafanir, sem að gagni mega verða, en krefjast j þess, að framtíð islenskrar æsku ; verði ekki teflt í hættu með frekari seinagangi á lausn þessa vanda, sem þjóðin hefir sjálf algerlega í sinni hendi að leysa. Einingin eina bjargráðið. Ungir Sjálfstæðismenn telja reynslu síðustu ára ótvírætt hafa sannað það, að eina ráðið til þess að forðast sífelldar stjórnarkreppur og margvíslegt öngþveiti, sem leiðir af sam- stjórn ólíkra flokka, sje það að veita einum flokki meiri hluta vald á Alþingi. Þeir telja jafn- framt augljóst, að ógerlegt sjé að veita stjettarflokki þetta vald. Eigi þjóðin að vera örugg um það, að þessu valdi verði jafnan beitt í þágu þjóðarheild- arinnar, verður hún að feia það þeim eina flokki, sem berst fyr- ir samstarfi allra stjetta og hef- ir um leið reynst öruggastur málsvari lýðræðjs og almennra mannrjettinda og styrkasta vörnin gegn þeim öflum, sem stefnt hafa að upplausn og öng- þveiti í þjóðfjelaginu. Ungir Sjálfstæðismenn skora á alla þjóðholla æskumenn að sameinast undir merki sjálf- stæðis, frelsis og framtaks — merki Sjálfstæðisstefnunnar. Þá er stórt skref stigið að því takmarki að skapa þjóðarein- ingu um lækningu þeirra mein- semda, er ógna andlegu og efna hagslegu frelsi og sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar. I Endurskoðunarskrifstofa | EYJÓLFS ÍSFELDS EYJÓLFSSONAR | í lögg. endursk. Túngöti’ 8. 3 ; Sími 81388. | UiiemiisittttiitimimiitiitiiiiiiiiiiiMtiiiiiiiiiiiiitummt Bindindismál. Þing SUS lýsir áhyggjum sín um yfir auknum drykkjuskap Nýr formaður S.U.S. Á NÝAFSTOÐNU þingi S.U.S. var Magnús Jónsson, lögfræð- ingur, kosinn formaður Sam- bandsins í stað Jóhanns Haf- stein, sem verið hefur formað- ur í sex ár, en gaf nú ekki leng- ur kost á sjer. Hefur Jóhann allra manna mest unnið að efl- ingu samtaka ungra Sjálfstæðis manna. Magnús Jónsson hefur áður átt sæti í Sambandsstjórn í tvö kjörtímabil. Hann var síðan urr. tveggja ára skeið ritstjóri ,,ís- Iendings“ á Akureyri og for- maður „Varðar“, fjelags ungra Sjálfstæðismanna þar. Magnús tekur nú sæti í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins sem fulltrúi ungra Sjálfstæðismanna. í landinu og hvetur sambands- stjórn til að gera allt það, sem að gagni mætti verða í barátt- unni við þetta mikla þjóð- fjelagsvandamál, meðal annafs með því að finna leiðir til a'ð hafa áhrif á almenningsálitið og hvetja til samtaka um að efla bindindisstarfsemina í landinu Þingið álítur að leggja beri áherslu á aukna bindindisboðun meðal æskunnar og í því sam- bandi skorar það á kennara og skóla landsins að standa vö.rS um hagsæld og heilbrigði :ís- lenskrar æsku. r > Kirkjumál. Þing S.U.S. lýsir einlægum stuðningi sínum við kirkju og kristindóm í landinu og té'Jur. þjóðarnauðsyn, að kristindóms- fræðsla sje aukin að mun i barna- og framhaldsskólum landsins. Ennfremur beinir þingið þeirri eindregnu áskorun til fræðslumálastjórnarinnEr, að framfylgt sje til fullnustu gild- andi ákvæðum um kristindóms fræðslu í skólum landsins. Berul ir þingið sjerstaklega á það, í þessu sambandi, að æskiiegt sje, að sjermenntaðir menn haii þessa fræðslu með höndum. Eldvamir í sveitum. Þingið álítur, samkvæmt u.nA angenginni reynslu, að elds- vörnum í sveitum landsins sja mjög ábótavant, og skorar þvi á yfirvöld landsins að hlutast til um, að þær verði efldar, svo sem með auknum innflutníngi nauðsynlegra slökkvitækja og I fræðslu um eldsvarnir. Heimdallur efnir ! ferbar inn á Þórsmörk • NÆSTA ferð, sem Heimdallur efnir til, er helgarferð inn á Þórsmörk. Er þetta önnur ferð fjelagsins í sumar, og ekki hefur | þótt tiltækilegt að fara þessa ferð fyrr, eins og stóð til, vegna ■, óhagstæðrar xeðráttu. Kl. 3 á laugardag verður lagt^ af stað frá Sjálfstæðishúsinu í Revkjavík og ekið inn að Múla- koti í Fljótshlið. Verður snædd- ur kvöldverður þar, en siðan ekið áfram inn Fljótshlið eins langt og fært þykir. Verður þar tjaldað en morguninn ef'ir verð 'ur haldið áfram á hestum þann spöl, sem eftir er inn eitir. Fr það tæp tveggja tíma reið. c i\ yfir vatnsföll að fara. Dagurinn verður svo notaður til að skoða Mörkina. Verðccr kimnugur fvlgdarmaður með í förinni, sem mun, ef timi vinnst Framhald á fcls. JJL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.