Morgunblaðið - 06.07.1949, Qupperneq 16
frTOUKtJTLn — FAXAFI.OI;
NOREGSBRJEF frá Skúla
S KALDI. þykktloft og dálítil
rigning eða þokusúld tueð
köflum.
Skúlasyni á bls. 9.
'4
„Ajax“ vann E. H.
i gærkveldi með 2:0
Óhagsfæfl veður thafði mikil áhrif á leikinn
FYRSTI leikur hollenska knattspyrnufjelagsins Ajax fór fram í
gærkvöldi og ljeku þeir við íslandsmeistarana KR. Leikurinn
endaði, 2:0 fyrir Ajax og mega KR-ingar una úrslitunum vel
Er leikurinn hófst var vind-
ij) á sunnan með úrhellisrign-
>ngu:- Reykvíkingar ljetu þó
ekki veðrið aftra sjer og var
vollurinn þjettskipaður.
KR átti val um mark og kaus
að leika gegn vindi. Fyrstu 10
wín var Ajax í stöðugri sókn,
og virtist nokkur taugaóstyrk-
ui hvíla yfir KR-liðinu. Þegar
10 mín. voru af leik gera KR-
ingar þó snöggt upphlaup. Rík-
iharður fær sendingu inn fyrir,
<s i nær ekki knettinum fyrr en
við endamörk og miðar snöggt
til Karðar. sem var í góðri að-
stöðu til að skora, en ..brenndi
af“,
Þegar 18 mín. voru af leik
skoraði v.úth. Ajax, Fischer,
fyrsta markið og má segja. að
kenna megi það staðsetningar-
veilu í öftustu vörn KR.
10 mín. síðar nær Fischer
aftur til að skora vegna mis-
taka hjá Daniel og Steini.
Það sem eftir var hálfleiks-
»ns--var- ekkert mark skorað,
enda þótt nokkur æsandi
augablik ættu sjer stað.
Mestan hluta hálfleiksins
var leikið á vallarhelming KR,
en þó gerðu KR-ingar nokkur
u)»phlaup, sem enduðu flest á
rangstöðu einhvers sóknarleik-
joanna þeirra. Vöruðu þeir sig
sýnilega ekki á því, að Ajax
leikur vörnina rjett (takiskt),
þeir hýma ekki upp við mark
sitt og glepja markvörðinn,
eins og varnarleikmenn gera
tijar, heldur auka þeir yfirsýn
hans', með því að leika lengra
frá markinu_
Fyrrj hálfleikur endaði, 2:0
fyrir Ajax, og var heldur þóf-
kenndur, og má um kenna hinu
óbagstæða veðri og ásigkomu-
lagi vallarins.
Seinni hálfleikur
Til allrar hamingju hafði að
mestu stytt upp þegar seinni
hálfieikurinn hófst, enda virt-
ust nú bæði liðin fjörugri og
ákveðnari. Brá oft fyrir góð-
um Ieik, sjerstaklega þó hjá
Ajax, sem notaði útherjana ó-
siiart. Drógu þeir til sín bak-
verði KR og hefði markið oft
komist í hættu ef Óli B. hefði
rkki oftast verið á rjettum stað
til að bjarga.
Er 25 mín. voru af leik fær
Hörður langa sendingu, þar
scm hann er einn rjett fyrir
jnnan vítateig. — Tók hann
knöttinn með sjer, en skaut
þeint í fang markmanns.
Nokkru síðar gerðu KR-ing-
ar snögga sókn, sem endaði
með því, að Gunnar Guðmanns
son og Potharst kepptu að
knettinum og virtist sem þeir
klemmdu hann á milli sín. —
Dómarinn (Haukur Óskarsson)
„flautaði'1 spurði síðan línu-
vörðinn ráða, og dæmdi síðan
vítaspyrnu. Ríkharður varð
fyrir valinu, en spyrnti meter
fyrir utan stöng.
Leikurinn endaði 2;0 fyrir
Ajax og má KR vel við una.
eftir gangi leiksins, enda þótt
segja megi, að eftir tækifærum
þeim, sem aðilar fengu til að
skora, hefðu úrslitin getað orð-
ið önnur.
Áberandi besti leikmaður
Ajax var S. v. Stoffelen; er
hann foringi þeirra á leikvelli
■ og auk þess í landsliði Hol-
lendinga. Ennfremur sýndi
markvörður þeirra, Seentvaar,
og miðframvörður, Hart, sterk-
an varnarleik.
Áberandi besti leikmaður KR
inga var Óli B. ásamt Daniel
og Ríkharði.
■ Dómari var Haukur Óskars-
son.
V.
ffúsehy kastar
15,83 metra
SKÝRT var frá því í norska
útvarpinu í gærkvöldi, að
Gunnar Huseby hefði sett
nýtt íslandsmet í kúluvarpi,
kastað 15.83 m.
Þetta afrek Husebys er
besta afrek íslendings í frjáls
um íþróttum, gefur 1015 stig.
Torfi sefur nýtt ís-
landsmef í stangar-
sfökki - 4,08 m.
OSLO, 5. júlí.
— Torfi Bryn-
geirsson setti
nýtt Íslands-i
met í stangar-
stökki á fyrra
degi Osíóleikj
anna. Stökk
hann 4,08 m.
Torfi Torfi reyndi
við hæðina
4,21 m., og munaði litlu í tveim
ur stökkum, að hann kæmist
yfir, en hann felldi. Torfi varð
annar í keppninni. Erling Kaas,
sem varð fyrstur, stökk 4,21 m
Ásmundur Bjarnason varð
þriðji í 100 m. hlaupi á 11,0
sek. — Akselson.
LONDON — Úrslitaleikur í tví-
menningskeppni í tennis í Wim-
bledon mótinu var milli tveggja
bandarískra liða. Sigurvegar^r
voru Pancho Gonsales og Frank
Parker. en næstir voru Schröder
og Gardner Mulloy.
Hjalfi Jómson,
konsúli láiinn
HJALTI JÓNSSON. konsúll,
andaðist í svefni að heimili sínu
•
Bræðraborgarstíg 8 í fyjrinótt,
rúmlega áttræður.
Hjalti Jónsson var fyrir löngu
þjóðkunnur athafna og atorku-
maður, fyrst sem sjósóknari,
skipstjóri á fiskiskipum jg síð-
ar athafnamaður í landi, sem
var stofnandi og meðstjórnandi
að mörgum þjóðþrifafyrirtækj
um.
Hann var fæddur að Fossi i
Mýrdal 15. apríl 1869 og var
búsettur hjer i Reykiavík frá
þv| um aldamól.
Drengur druknar
á Akranesi
í FYRRADAG vildi það hörmu
lega slys til á Akranesi, að litill
drengur f jell í sjóinn og drukn-
aði.
Drengur þessi hjet Þórður
Ásmundur Ármannsson.^ Vest-
urgötu 25, Akranesi- Ha.m var
á sjötta ári.
Slefán íslandi syngur
á ákureyri
AKUREYRI, 5. júlí — Stefán
íslandi óperusöngvari hjelt
söngskemmtun hjer í gærkveldi
í Nýja Bíó með undirleik Fritz
Weisshappel. Á söngskrá voru
alls 12 lög þar af 5 eftir ís-
lensk tónskáld og munu að
minnsta kosti 2 þeirra ekki áð-
ur hafa verið á söngskrá hjá
Stefáni áður; „Horfinn dagur“
eftir Árna Björnsson og „Vöggu
ljóð“ eftir Jór. Þórarinsson.
Á söngskránni voru 2 óperu-
aríur, en annars mun söngskrá-
in hafa verið hin sama og
Stefán flutti í Reykjavík, ný-
lega. Minnast verður á, að æski-
legt hefði verið, að söngvarinn
hefði gefið hinum þakklátu að-
dáendum sínum kost á að heyra
meira af verkefnum, sem hann
hefur ekki farið með áður, en
hvað um það. Tilheyrendur sem
voru svo margir, sem húsið rúm
aði tóku hinum óvenjulega
glæsilega söngvara með hinum
mesta fögnuði.
Endurtók hann nokkur lög og
að síðustu söng hann sem auka-
lag „Stjornuaríuna“ úr Tosca
eftir Puccini og hefðu tllheyr-
endur vafalaust viljað heyra
meira. Söngvaranum bárust
þrír blómvendir. — H. Vald.
Launamálaneind
hefur skilað áliti sínu
Einn ncíndarmanna sagði sig úr henni
NEFND sú sem fjármálaráðherra skipaði, þann 9. júní síðastl,
til að rannsaka launakjör ríkisstarfsmanna, í samræmi við
ályktun síðasta Alþingis, hefur nú lokið störfum.
Huseby kasiar kúlu
15.56 í Hönefoss
OSLÓ, 3. júlí — Frjálsíþrótta-
menn KR tóku þátt í móti í
Hönefoss, sem er 70 km. frá
Oslo, í dag.
Gunnar Huseby vann kúlu-
varpið með yfirburðum, kastaði
15.56 m. Friðrik Guðmundsson
varð annar með 14,10 m.
Ásmundur Bjarnason varð
þriðji í 100 m. hlaupi á 11,3
sek. Völlurinn, sem keppt var
á er nýr, og brautirnar allt of
lausar ennþá, bæði hlaupa-
brautin og atrennubrautin fyr-
ir stökkin.
Sigurður Björnsson vann 400
m. hlaup á 53,8 sek., en Sveinn
Björnsson varð þriðji á 54,1 sek.
Ingi Þorsteinsson hljóp á 55,1
sek.
Þórðut Þorgeirsson varð ann-
ar í 1500 m. hlaupi á 4.14,4
mín., en sigurvegarinn hljóp á
4.11,6 mín.
Torfi Bryngeirsson vann lang
stökk á 6,70. en Björn Lang-
bakke varð annar með 6,67 m.
Huseby varð þriðji í kvinglu-
kasti, kastaði 43,30 m. Stein
Johnsen vann með 46,59 m.
KR (Torfi, Ásmundur, Sig-
urður, Trausti) vann 4x100 m.
boðhlaup á 45,1 sek.
Það var 24 stiga hiti í HÖne-
foss í skugganum, þegar mótið
fór fram, og völlurinn baðaður
í sólskini. — Gunnar Akselson.
Úriökumótið fyrir
Norðurlandakeppn-
inaí sundi í kvcid
ÚRTÖKUMÓTIÐ vegna vænt-
anlegrar þáttöku íslendinga í
Norðurla-ndasundmótinu verð-
ur haldið í Sundhöllinni í
kvöld. Mótið hefst kl. 8,30 e h.
Keppt verður í 100 m. bak-
sund'i karla, 200 m. bringu-
sundi karla, 200 m. bringusundi
kvenna og 100 m. skriðsundi
karla.
Meðal keppenda í baksundi
eru Guðmundur Ingólfsson og
Höxður Jóhanneson, í 200 m.
bringusundi Sigurður Þingey-
ingur, Sigurður KR-ingur og
Atli Steinarsson, í skriðsund-
inu er Ari Guðmundsson meðal
keppenda og í kvennasundinu
Þórdís Árnadóttir og Anna Ól-
afsdóttir.
RÓMABORG — Antonio Pallante
sem gerði banatilræði við Togli-
atti kommúnistaforingja á Ítalíu
í fyrra var dæmdur í 13 ára
fangelsi fyrir verknaðinn. Pall-
ante er stúdent frá Sikiley, 25
ára gamall.
* Magnús Jónsson lögfræðing-
ur, formaður nefndarinnar,
skýrði Mbl. frá þessu í gær. eir
það spurðist fyrir um stórf
neíndarinnar. (
Afhcnt í gær.
Magnús Jónsson kvaðst hafa
afhent fjármálaráðherra álit
launamálanefndarinnar í gær.
Stóðu fjórir nefndarmenn að
þessu áliti, þeir Magnús Jóns-
son, Ólafur Björnsson prófessor,
Kristinn Gunnarsson hagfræð-
ingur og Gunnar Þorsteinsson,
hæstarjettarlögmaður.
F ramsóknarmaðurinn
hætti.
Einn nefndarmanna, Skúii
Guðmundsson alþingismaður,
sagði sig úr nefndinni, er húrj
var að ganga frá áliti sínu,
vegna ágreinings um starfs-
grundvöll nefndarinnar.
Að öðru leyti vildi Magnús
Jónsson ekki á þessu stigi máls-
ins gefa neinar upplýsin ar ura
niðurstöður nefndarinm .
Ffofaæfðngar í
Biskaya-fló^
LONDDON, 5. júlí — Sameigin-
legur hernaðarfloti V »stur-
Evrópuríkjanna heldur áfram
hinum miklu flotaæfingum. sem
fram fara á Atlantshs '' fyrir
sunnan Bretlandseyjai'. f dag
var meginflotinn staddur rkamt
undan ströndum Spánar og var
ætlunin að flotinn sigldi i stórri
fylkingu í norðurátt, en kafbát-
ar skyldu gera árás á hana.
—Reuter.